Morgunblaðið - 29.06.1980, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. JÚNÍ1980
23
voru ýktar, en enginn möguleiki
var að ná nákvæmum tölum um
fjölda. Afleiðingin var sú, að meiri
matvæli fóru inn í landamærabúð-
irnar, einkum Mak Mun og Samet,
en fólkið sem þar bjó þurfti til
matar. Og afganginn af birgðun-
um seldu hermenn Rauðu kmer-
anna fólki, sem kom innan úr
landi í fæðuleit. Féð sem þannig
kom inn hjálpaði til við að halda
hreyfingu Rauðu kmeranna gang-
andi. En matvælin, sem þannig
flæddu inn í Kambodíu gegn um
búðir flóttafólksins áttu stærstan
þátt í að draga úr hungurdauða í
vesturhéruðum landsins. í ör-
væntingarfullri tilraun til að
koma matvælum til hungraðs og
deyjandi fólks innan landamær-
anna var í fyrstu litið framhjá
þeirri staðreynd, að matvæli voru
seld við landamærin strax eftir að
alþjóðlegar hjálparstofnanir
höfðu afhent þau. Hvaða aðferð
sem var, virtist leyfileg í þessu
augnamiði.
Þegar smám saman dró úr
hungurdauðanum, varð sífellt
meira aðkallandi að koma ein-
hvers konar stjórn og aðhaldi á
matvælagjafirnar. Til að komast
fram hjá hrísgrjónasölu var opnuð
ný dreifingarstöð í Nong Chan, 3
km suður af Mak Mun. Þar var
úthlutunin undir ströngu eftirliti
Rauða krossins og fulltrúa hans,
og engum hermönnum var hleypt
inn í búðirnar. Óvopnaðir
lögregluþjónar sjá um öryggis-
vörslu og stjórnun. Hver mann-
eskja, sem kemur frá Kambodíu
fær 20 kg af hrísgrjónum og ber
þau með sér til baka, allt að 150
km leið inn í Kambodíu. í upphafi
voru ýmis ljón á veginum, en
kerfið hefur smám saman batnað,
svo að nú er hægt að úthluta
þannig 300 tonnum af hrísgrjón-
um til 15000 manna á hálfum
öðrum klukkutíma. Eftir að dreif-
ingaraðferðir bötnuðu, var hægt
að bæta í úthlutunina öðrum
fæðutegundum. Fram að þessu
hefur verið hægt að dreifa að auki
matarolíu og fiski í dósum, og
hefur reynst vel. Óhætt er a
fullyrða að þúsundir hefðu dáið, ef
þeir hefðu ekki fengið hrísgrjónin,
sem reyndist unnt að koma inn í
Kambodíu, annað hvort gefin í
Nong Chan eða seld af Rauðu
kmerunum.
Eftir þessa „fyrstu hjálp" er nú
nauðsynlegt að breyta til. En eins
og ástandið er í Kambodíu verður
ákaflega erfitt að standa að full-
kominni dreifingu þar og eftirliti
með birgðum. Samt er hægt að
úthluta á landamærastöðum eins
og Nong Chan til fólks, sem kemur
frá fjölda þorpa vestast í Kambo-
díu, ókeypis matvælum. Best væri
ef hægt væri að láta ganga fyrir
útsæðishrísgrjón, grænmetisfræ,
haka og fiskinet. Verði mögulegt
að senda slíkt inn í landið í
einhverjum mæli, þá hefði fólkið í
Kambodíu ef til vill möguleika á
að hjálpa sér sjálft og verða sjálfu
sér nægt. En verði ekki hægt að
senda fræ og áhöld inn í landið, þá
verður ástandið á landamærum
Kambodíu og Thailands áfram
svona." — E.Pá.
Robert Ache, sem er 26 ára
gamall. er af samstarfs-
fólki sínu álitinn dugmesti
og færasti stjórnandi
hjáiparstarfsins á landa-
mærum Thailands og Kam-
bodiu. segir í frétt frá AP í
gær, en frá sl. hausti hefur
hann stjórnað samstarfi
hjálparstofnananna fyrir
alþjóða Rauða krossinn.
Robert Ache með flóttafólki
í húðunum við landamæri
Thailands.
Nytjajurtir
Sjöundi hluti
Fjölmargar íslenskar villt-
ar jurtir eru góðar lækninga-
jurtir og jafnframt það fal-
legar að þær eru vel þess virði
að rækta þær í görðum.
ÞRÍLITA FJÖLAN er auð-
ug af C-vítamínum og góð við
höfuðverk, hálsbólgu og harð-
lífi.
BLÁKOLLAN vex hér
villt. Hún er góð við sárum í
hálsi og er græðandi.
GULMAÐRAN er falleg
jurt. Notuð í te, 1 matskeið í
250 gr. af vatni. Lagar melt-
ingaróreglu.
VALLHUMALL er gam-
alkunn lækningajurt gegn
kvefi og inflúensu, nýrna-
kvillum o.fl. Vallhumall er
einnig varnarplanta gegn
skordýrum.
bragðbætt með t.d. svolitlum
púðursykri, eplabitum og
rjóma eða matarolíu. Þau eru
auðug af snefilefnum og
A-vítamíni.
ARFI. Bæði HJARTARF-
INN og HAUGARFINN eru
fullir af vítamínum og hollir
til átu, en ekki er arfinn að
sama skapi bragðgóður. Þó
má gjarnan hafa ögn af
honum með öðrum salatjurt-
um. Hjartarfinn er gömul
lækningajurt og þótti góður
við ýmsum kvillum.
Að lokum vangaveltur um
tvö vandamál sem oft mæta
ræktendum. í erlendu tíma-
riti las ég um' ráð gegn
SPUNAMAUR á plöntum, en
ég veit að hann er víða
ágengur við inniblóm. Þetta
er einfalt ráð, sem fullyrt er
Fjóla
Tvær tegundir inniblóma
ætla ég að nefna hér, því mér
finnst þau þess virði að gefa
þeim gaum:
LAVANDER er ilmandi
jurt. Blöðin af lavander eru
notuð í ilmvötn og til varnar
gegn mölflugu í húsum inni.
CHILE PIPAR er auð-
ræktaður sem inniblóm og
þroskar mikið af pipar. Pip-
arhylkin eru tekin af plönt-
unni þegar þau eru farin að
þorna á henni, síðan full-
þurrkuð og mulin í duft
(möluð). Þá er kominn Chile-
pipar sem er mjög bragð-
sterkt krydd, sem nota þarf
með gætni, en hefur þann
eiginleika, að sagt er, að
koma blóðþrýstingi manna í
rétt jafnvægi.
Fáeinum orðum vil ég eyða
á alþekkt illgresi, sem hefur
þó til síns ágætis nokkuð:
FÍFILL. Fíflablöð eru
ágæt í salat, einkum á vorin.
Þau eru bæði góð og holl,
skorin eða niðurklippt og
að gefist vel, en ekki hef ég
reynt það. Takið 3 matsk. af
áfum og 2 bolla af hveiti og
hrærið út í vatni kekkjalaust.
Bætið síðan í þetta ellefu
lítrum af vatni og jafnið vel.
Notið þessa blöndu á plönt-
urnar, það drepur maurinn.
SNIGLAR eru oft til mik-
illa óþæginda í görðum. Gott
er að setja ösku, sót, grófan
skarpan sand eða slökkt kalk
í kringum beðin, sem þeir
sækja í. Einnig má setja
spýtu, votan vettling eða ann-
að slíkt hjá beðunum yfir
nóttina. Að morgni má þá oft
ganga að sniglunum og tor-
tíma þeim því þeir sækja
undir spýtuna eða annað það
sem liggur hjá beði yfir nótt.
Að loknu þessu spjalli vona
ég að vel gangi með ræktun-
ina hjá okkur öllum á sumr-
inu og að við eigum eftir að
eiga ánægjulegar stundir í
garðinum okkar.
Sigurlaug Árnadóttir.