Morgunblaðið - 29.06.1980, Síða 29

Morgunblaðið - 29.06.1980, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. JÚNÍ 1980 29 varð á þrautunum, brá fyrir glettni sem hún gjarnan beitti fyrir sig til þess að létta fargi kvíðans af uggandi ástvinum. Þessi spegill sálarinnar lýsti innra friði. Hún var reiðubúin að hverfa héðan, sátt við allt og alla og þakklát fyrir það sem lífið hafði gefið henni, þrátt fyrir þau veik- indi sem hún átti við að stríða. Hún hafði ekki gengið heil til skógar síðastliðin 20 ár. Því tók hún með æðruleysi. Hún lét sig aldrei vanta við afmælis- og ferm- ingarveislur og önnur hátíðleg tækifæri innan fjölskyldunnar, þótt oft væri hún sárþjáð. Að gleðjast með glöðum, að hryggjast með hryggum. Þannig var hún, Bergljót Guðmundsdóttir fædd- ist að Hvammi í Lóni 18. febrúar 1906. Dóttir hjónanna Ingibjargar Jónsdóttur og Guðmundar Jóns- sonar. Hún var elst átta barna þeirra hjóna. Eina hálfsystur átti Bergljót, Magneu, þrettán árum eldri sem látin er fyrir nokkrum árum. Hin systkinin eru öll á lífi. Ingibjörg og Guðmundur bjuggu síðast á stórbýlinu Nesi í Selvogi, sem þau keyptu. Bergljót var við nám í alþýðu- skólanum að Hvítárbakka í tvo vetur og einn vetur var hún í Kennaraskólanum. Eftir þá skóla- göngu var hún ráðin við barna- kennslu í Selvogi. Mikil samstaða og sterk tengsl hafa ætíð verið milli systkinanna frá Nesi og bera þau sterkt svipmót hvert af öðru. Það sem einkennir þau mest er hógværð og ljúfmannlegt viðmót. Arið 1936 gekk Bergljót að eiga þann afbragðs mann, Eyþór Þórð- arson frá Torfabæ í Selvogi, sem reyndist henni tryggur lífsföru- nautur. Að Torfabæ fluttist Berg- ljót með son sinn ungan Guðmund Pétursson, sem fæddist í Nesi. Eyþór hafði þá keypt jörðina og lagði í það stórræði að byggja myndarlegt hús með ýmsum þæg- indum sem ekki þekktust þá í sveitinni. í Torfabæ fæddust börn- in þeirra, Ingibjörg, Eydís, Sigríð- ur og Þórður og þar slitu þau barnsskónum við mikið ástríki foreldranna. í Torfabæ liggur aðal ævistarf Bergljótar og Eyþórs. Við uppeldi barna sinna og við að erja jörðina í þessari hrjóstrugu sveit, en á margan hátt heillandi. Sjórinn sem brýtur á klöppunum í fjör- unni. Brimgnýrinn og ölduniður- inn er seiðmagnaður, og lætur vel í eyrum þeim sem alast upp við hann. Það var mikið starf að byggja upp jörðina, endurnýja útihúsin og rækta upp túnið. Eins og gefur að skilja var í mörg horn að líta á barnmörgu heimili og vinnudagurinn langur. Bergljót gekk jafnt að útistörfum sem inni. Þegar heyskapurinn stóð yfir þurfti oft að vaka fram eftir við að hirða heyið og koma því í hlöðu einkum ef rigning var í aðsigi. Stundum komu nágrannarnir á næsta bæ, sem höfðu lokið við að koma sínu heyi inn og hjálpuðu við að koma síðustu heyböggunum inn svo allir yrðu jafnt búnir. Á eftir bauð Begga í kaffi og nýbak- aðar pönnukökur. Eyþór var í ýmsu á undan sínum sveitungum varðandi nýungar. M.a. keypti hann fyrstur traktor og honum fylgdi sláttuvél. Það var mikil breyting frá því að slá allt túnið með orfi og ljá. Eftir að Eyþór fékk sláttuvélina, sló hann ekki einungis sitt tún heldur og tún nágrannanna. Slík var samvinnan í Selvogi. Ég minnist þess er Begga hafði lokið mjöltum, þá sendi hún eitthvert okkar krakk- anna með volga mjólk í brúsa til gamallar einsetukonu sem enga kú átti. Hennar ánægja fólst í því að gleðja aðra og einkum þá sem minna máttu sín þó ekki væru efnin alltaf mikil í Torfabæ. Ég átti því láni að fagna á unga aldri, að kynnast þessari stórbrotnu konu. Móðir mín kom með mig á öðru ári í Torfabæ og þegar hún hálfu öðru ári seinna fór í nám til Reykjavíkur, varð ég eftir í Torfa- bæ hjá Bergljótu og Eyþóri sem komu fram við mig eins og ég væri eitt af þeirra börnum. Þá mynduð- ust þau tengsl sem hafa varað síðan. Torfabær var eins og miðstöð sveitarinnar. Þar var bókasafnið, en Bergljót var aðal hvatamaður að stofnun þess. Á þeim árum var t Þökkum innilega auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og útför móður okkar, HELGU BJARNADÓTTUR, Stóragerði 34. Bjarni Gíslason, María Gísladóttir, Trausti Gíslason, Emil Gíslason, barnabörn og Erla Þorvaldsdóttir, Ólafur A. Ólafsson, Svava Gestsdóttir, Ásdis Gunnarsdóttir, barnabarnabörn. t Innilegar þakkir tll allra nær og fjær sem sýnt hafa okkur samúö og vináttu viö andlát og jarðarför, HELGA H. LADXAL, Löngubrekku 12, Kópavogi. Sérstakar þakkir til Sigmundar Magnússonar læknis, hjúkrunar- fólks og lækna á Landspítala og Borgarspítala. Sigurlaug Einarsdóttir, Sigriður Laxdal, Halldór Laxdal. Innilega þökk fyrir auösýnda samúö viö fráfall og jaröaför, SVAVARS GUDMUNDSSONAR frá Sauöárkróki. Guö blessi ykkur öll. Sigurbjörg ögmundsdóttir, bórn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Alúöar þakkir tll ættingja og vina fyrir auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og útför elginmanns míns og fööur okkar, BJARNA M. GÍSLASONAR rithöfundar Ingar Gíslason, Torsten Gíslason, Jón Gíslason, Ida Gíslason. barnaskólinn í Torfabæ og þar bjó kennarinn, sem var aðkomumað- ur. Þó húsakynnin væru ekki mikil á nútíma mælikvarða þá virtist alltaf vera nóg rúm í Torfabæ, því hjartarúm var mikið. Síðar meir þegar börnin fóru að tínast að heiman í framhaldsnám, tók Berg- ljót að sér barnakennsluna í Torfabæ. Það átti vel við hana að fræða æskuna og búa hana undir lífið. Bergljót verður samferðafólki sínu minnisstæð fyrir margra hluta sakir. Hún sett’ svip á sveit sína. Hún var góðum gáfum gædd. Bókhneigð, ljóðelsk og hafði á hraðbergi ljóð skáldanna okkar og þá einkum þann kveðskap sem draga mátti einhvern vísdóm af. Það var ekki komið að tómum kofanum, þegar íslenskar bók- menntir bar á góma. Einar Bene- diktsson var í hávegum hafður hjá Bergljótu. Það er eins og ég héyri hana hafa yfir þessar ljóðlínur eftir hann, sem voru henni sérlega hugleiknar. „Eitt bros — gctur dimmu í dagsljós broytt. som dropi broytir voík hoillar skáiar. bol xrtur snúist við atorð oitt. AAgát skal höfð í nærvoru sálar. Svo oft loyndist stron^ur í brjósti som brast viÖ biturt andsvar Krfiö án saka. Hvo iðrar marKt líf oitt auKnakast. som aldroi vorður tokið til baka. Bergljót var félagslynd í eðli sínu og átti gott með að umgang- ast fólk og ef með þurfti að bera klæði á vopnin. Bergljót var trú- rækin kona og kenndi hún okkur börnunum bænir og vers. Hún var ákaflega gestrisin. Eftir messu í Strandakirkju var ætíð boðið upp á kaffi í Torfabæ og var þá oft margt um manninn. Augljóst má vera þvílíkur ábætir það var ofan á annir og skyldur sem stóru heimili fylgdi. Sveitungarnir treystu húsmóðurinni í Torfabæ best í þeim efnum sem öðrum. Hún kunni sannarlega að taka á móti gestum, skemmtileg í sam- ræðum, hnyttin í svörum með ríka frásagnargáfu. Bergljót var glæsileg kona, fríð sýnum, há og grönn með tígulegt fas. Öll hennar framganga var með miklum þokka, ásamt hóg- værð og hlýju. Hún skipaði aldrei, heldur bað. Maður hlaut að líta upp til þessarar konu enda er mér óhætt að fullyrða það að ekki aðeins fjölskylda hennar og systk- ini gerðu það heldur og allir sem henni kynntust. Eftir að við krakkarnir vorum farin að heiman í skóla, var hvert tækifæri notað til þess að komast í Torfabæ og það voru ekki amalegar móttök- urnar, þá færði Begga okkur rjúkandi kaffið í rúmið með heimabökuðu brauði, kökum og ekki sist skonsunum hennar vin- sælu. Þetta bakaði hún allt á gömlu kolavélina sína. Eyþór og Bergljót brugðu búi upp úr 1960 og fluttust þá til Reykjavíkur. Síð- ustu árin hafa þau búið með dóttur sinni Eydísi að Hraunbæ 56. Bergljót hélt andlegu þreki til hinstu stundar. Ég hitti hana síðasta daginn sem hún lifði. Þar sem hún lá í rúminu farin að kröftum óskaði hún mér til ham- ingju með nýfæddan dótturson minn og spurði um líðan móður og barns. Þannig var hún til hinstu stundar. Lifði og hrærðist í sínum nánustu. Ég finn það nú þegar leiðir skiljast, hversu mikið ég á henni að þakka. Allt sem hún geri fyrir mig fyrr og síðar. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þessum góðu hjónum og fengið að alast upp með börnunum þeirra, sem eru öll góðar manneskjur og mikið hæfileikafólk, hvert á sínu sviði. Eyþóri, börnunum, tengdabörn- um, barnabörnum, barnabarni og systkinum hennar votta ég mína dýpstu samúð. Blessuð sé minning hennar. Lilly. Afmœlis- og minningargreinar ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrir vara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi. Þess skal einnig getið af marggefnu tilefni að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. Steinsmiðja okkar hefur áratuga reynslu við gerð allskonar legsteina og minnismerkja. Við bjóðum legsteina í miklu úrvali. Stærðir, tegundir og verð eftir vali hvers og eins. Efnið er margskonar. íslenskt sem innflutt. Grásteinn, blágrýti, gabbró, líparít, marmari, granit og fleiri gerðir. Vönduð vinnubrögð. Veitum fúslega upplýsingar og ráðgjöf um gerð og val legsteina. _________________Pantiö tímanlega. ____________' ÍjB S.HELGASON HF ISTEINSMIÐJA ■ SKEMMUVEGI 48-SÍMI 76677 Legsteinn er varanlegt minnismerki fers-.- m. . .

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.