Morgunblaðið - 29.06.1980, Side 30

Morgunblaðið - 29.06.1980, Side 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. JÚNÍ 1980 formennsku. Annar meðlimur safnaðarstjórnar, Björn Guð- mundsson, baðst og undan endur- kosningu. í þeirra stað voru kosin í safnaðarstjórn, Ragnar Bernburg og frú Berta Kristinsdóttir. For- maður safnaðarstjórnar í stað ís- aks Sigurgeirssonar var kjörinn Þórarinn Sveinsson. Voru fráfar- andi stjórnarmeðlimum þökkuð ágæt störf og nýkjörnum starfs- mönnum árnað heilla. Meðal verkefna, sem Fríkirkju- söfnuðurinn hefur nú á prjónunum, er fegrun kirkjulóðarinnar og ýms- ar endurbætur á kirkjuhúsinu. Munu þar margir leggja hönd á plóginn. Kvenfélag Fríkirkjusafnaðarins hefur starfað af miklum dugnaði að undanförnu og gefið stórgjafir til safnaðar og kirkju. Meðal margra velunnara og velgerðar- manna safnaðarins má einnig nefna Gísla Sigurbjörnsson for- stjóra, sem árlega gefur höfðing- legar gjafir til safnaðar og kvenfé- lags. Er hann þar trúr minningu afa síns og stofnanda Fríkirkju- safnaðarins, séra Lárusar Hall- dórssonar. Af öllum þeim mörgu, sem starf- að hafa við Fríkirkjuna, hefur enginn starfað lengur en Sigurður Frá Fríkirkjunni í Rvík AÐALFUNDUR Fríkirkjusafnað- arins í Reykjavík var haldinn í vor að aflokinni guðsþjónustu í kirkj- unni. Isak Sigurgeirsson, sem verið hefur formaður safnaðarstjórnar um nokkurra ára skeið, flutti skýrslu um störf safnaðarins á liðnu ári. Er þar margs að minnast, því margt hefur verið unnið og vel. Á síðastliðnu hausti minntist söfnuðurinn þess, að 80 ár eru liðin frá stofnun hans. í því sambandi var efnt til happdrættis til fjáröfl- unar fyrir söfnuðinn. Er öllum þakkað, sem lögðu í þetta mikla vinnu, og einnig þeim, sem studdu söfnuðinn . með rausnarlegum framlögum. Ýmsar ágætar gjafir bárust söfnuðinum í tilefni afmæl- isins, og er gefendum þakkað af alhug. Að lokinni skýrslu formanns, las gjaldkeri safnaðarins, Njáll Þórar- insson, reikninga safnaðarins fyrir liðið ár. Fjárhagsstaða safnaðarins er góð, þrátt fyrir miklar og kostnaðarsamar framkvæmdir við prestshús safnaðarins og fleira. Þá minntist safnaðarprestur þeirra safnaðarmeðlima, sem látist höfðu á árinu. Fráfarandi formaður, ísak Sig- urgeirsson, gaf ekki kost á sér til endurkjörs í safnaðarstjórn, né til ísólfsson, organisti. Um áratugi hefur þessi fjölhæfi tónlistarmaður lyft anda kirkjugesta og glatt þá með list sinni. Var starfs Sigurðar minnst á afmæli kirkjunnar á síðastliðnu hausti og honum þakk- að af alhug. Einnig hefur verið ákveðið að gera silfurskjöld með nafni Sigurðar og lengd starfsferils og festa á pípuorgel kirkjunnar. Með því vill söfnuðurinn votta þessum síunga og frjóa tónlistar- túlkanda þökk fyrir ógleymanlega þjónustu hans. Vonandi fær söfn- uðurinn enn um skeið að njóta listar hans i Fríkirkjunni í hjarta Reykjavíkur. Safnaðarprestur Grindavík: Fyrstu leigu- og söluíbúðir bæj- arins afhentar Grindavik, 23. júni. FYRSTU íhúðirnar sem byggðar eru í Grindavík skv. lögum um leigu- og söluibúðir á vegum sveitarfélaga voru afhentar sl. laugardag. íbúðirnar eru 8 að tölu, 2 leiguíbúðir og 6 söluíbúðir, í 3ja hæða fjölbýlishúsi við Heiðar- hraun 30b, og er það jafnframt fyrsta fjölbýlishúsið í Grindavík. Áætlað kostnaðarverð söluíbúð- anna er kr. 17 milljónir fyrir 2ja herbergja íbúð og 24,5 milljónir fyrir 3ja herbergja íbúð. Byggingarframkvæmdir hófust í byrjun árs 1979. Verktaki var Sigurður Ólafsson byggingar- meistari í Grindavík og Hamarinn h.f. í Hafnarfirði. Aðrir meistarar voru Ólafur Sigurðsson, múrarameistari, Al- freð Sveinbjörnsson, pípulagn- ingameistari og Árni Sveinsson, rafvirkjameistari, allir úr Grinda- vík og Ólafur Már Ólafsson, mál- arameistari, Keflavík og Steinþór Eyþórsson, Garðabæ sá um dúka-, flísa- og teppalagnir. 25 umsækjendur voru um þessar 8 íbúðir, sem nú voru afhentar. En ákveðið er að byrja á byggingu 8 íbúða í framhaldi af þessum áfanga, sem vonast er til að verði tiibúnar til afhendingar í árslok 1981. — Fréttaritari. Ki. 19.30 Kl. 19.50 Ki. 20.10 Kl. 20.35 Kl. 20.55 Kl. 21.15 Kl. 21.30 Kl. 22.00 Kl. 22.00 Kl. 02.00 Hornaflokkur Kópavogs undir stjórn Björna Guðjónssonar. Hestaíþróttir: íslenzki hesturinn sýnir listir sýnar eins og honum einum er lagiö. Brimkló i öllu sínu veldi ásamt Björgvin og Pálma leika nokkur lög. Fimleikasýning. Fóstbræóur syngja nokkur lög af sinni alkunnu snilld. Vélhjólakeppni. Ungir vélhjólakappar leiöa saman hesta stna. Knattspyrna atvinnumanna. Leikarar og alþingismenn keppa. Liöin skipa m.a.: Leikarsr: Bessi Bjarnason, Randver Þorláksson, Gísli Rúnar, Gísli Altreösson, Siguröur Skúlason, Guömundur Pálsson, Gísli Halldórsson, Þórhallur Sigurösson, o.fl. Atþingismenn: Ellert B. Schram, Friörik Sophusson, Árni Gunnarsson, Karvel Pálmason. Finnur Torfi Stefánsson, Siguröur Magnússon, Baldur Oskarsson og Jóhann Einvarös- son, o.ft. HVORT LIÐIÐ SÝNIR BETRI LEIK? Hátíóarslit. Lokadansieikur. Hljómsveítin Brimkló og Björgvin Halldórsson ásamt Pálma Gunnarssyni. Kosningasjónvarp. Sjónvarpaö veröur á þremur stööum t Höllinni frá úrslitum forsetakosninga. Flugeldasýning. Tökum öll þátt í íþrótta hatíöin Lokahátíð íþróttahátíðarinnar hefst kl. 19.30 á morgun sunnudag á Laugardalsvelli, og lýkur í Laugardalshöllinni kl. 2 e.m. með flugeldasýningu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.