Morgunblaðið - 29.06.1980, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 29.06.1980, Blaðsíða 32
Síminn á ritstjórn og skrifstofu: 10100 •RUrjjunblatitt* tvpmibhútíb Síminn a afgreiöslunni er 83033 3Horn,unbTal>i& SUNNUDAGUR 29. JÚNÍ 1980 Frambjóðendur til forsetakiörs Albert Guðmundsson ALBERT Sigurður Guð- mundsson er fæddur í Reykjavík 5. október 1923. Foreldrar hans voru Guð- mundur Gíslason, gullsmið- ur í Reykjavík og Indíana Katrín Bjarnadóttir. Eftir lát föður síns ólst Albert að mestu upp hjá ömmu sinni Ingibjörgu Guðmundsdótt- ur í Reykjavík. Albert lagði stund á nám við Samvinn- uskólann og lauk þaðan prófi 1944, en hélt þá utan til Glasgow og lauk prófi í verslunarfræðum frá Skerry's College 1946. Að því búnu lagði hann stund á framhaldsnám í London. Albert varð fyrsti atvinnu- maður Norðurlanda í knattspyrnu í Bretlandi, Frakklandi og ítalíu, en í þessum löndum var hann búsettur um árabil. Þegar Albert snéri heim 1956 stofnaði hann sína eigin heildverslun, sem nú er rekin af sonum hans. Auk þess starfaði hann í stjórn- um ýmissa íþróttafélaga og var m.a. formaður Knatt- spyrnusambands íslands á árunum 1968-1974. Albert er umboðsræðismaður Frakklands í Hafnarfirði og ræðismaður Frakklands í Reykjavík. Albert hefur átt sæti í borgarstjórn Reykjavíkur í fjölda ára og verið þingmaður Reykvík- inga frá 1974. Albert Guðmundsson er kvæntur Brynhildi Jó- hannsdóttur úr Reykjavík og eiga þau þrjú börn, þau Helenu Þóru, Inga Björn og Jóhann Halldór. Guðlaugur Þorvaldsson GUDLAUGUR Þorvalds- son er fæddur 13. október 1924. Foreldrar hans voru Þorvaldur Klemensson og Stefanía Tómasdóttir, út- vegsbændur að Járngerð- arstöðum í Grindavík Guðlaugur var einn fimm systkina. Hann fór 13 ára gamall í Flensborg- arskólann í Hafnarfirði og þaðan í Menntaskólann á Akureyri, þar sem hann lauk stúdentsprófi árið 1944. Hann kenndi árið eftir við Héraðsskólann að Núpi í Dýrafirði, en hóf síðan nám við viðskipta- deild Háskóla íslands og lauk þaðan prófi í við- skiptafræðum 1950. Guð- laugur starfaði á Hagstofu íslands í 15 ár og síðan í fjármálaráðuneytinu, þar sem hann var m.a. ráðu- neytisstjóri eitt ár. Árið 1967 tók Guðlaugur við prófessorsstöðu við Há- skóla íslands, og starfaði hann sem prófessor allt fram til 1973 þegar hann var kjörinn rektor háskól- ans. Guðlaugur gegndi starfi rektors Háskóla ís- lands þar til að á sl. ári að hann var skipaður ríkis- sáttasemjari. Guðlaugur hefur auk þessara starfa gegnt fjölda trúnaðar- starfa á mörgum sviðum. Guðlaugur Þorvaldsson er kvæntur Kristínu H. Kristinsdóttur úr Reykja- vík og eignuðust þau fjóra syni, en einn er látinn. Hinir eru Steinar Þór, Þorvaldur Óttar og Styrm- ir. Pétur J. Thorsteinsson PETUR J. Thorsteinsson er fæddur í Reykjavík 7. nóv- ember 1917, en hann ber nafn afa síns Péturs J. Thorsteinssonar sem um langt skeið rak útgerð og fiskverkunarstöð á Bíldudal við Arnarfjörð. Pétur lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1937, viðskipta- prófi frá Háskóla íslands 1941 og lögfræðiprófi 1944, og hefur frá þeim tíma helgað starfskrafta sína utanríkis- og viðskiptamál- um íslands. Pétur starfaði í Sendiráði íslands í Moskvu 1944—1947, og var formaður samninganefnda um við- skipti við Sovétríkin 1946 og 1947. Árin 1947-1953 vann hann að útflutningsmálum í utanríkisráðuneytinu í Reykjavík, en var þá skipað- ur sendiherra við sendiráðið í Moskvu, þegar sendiráðið var opnað þar að nýju. Pétur var sendiherra þar til 1961, í Bonn var hann sendi- herra 1961-1962, í París 1962-1965, og í Washing- ton 1965—1969. Samtímis var hann sendiherra í mörg- um öðrum löndum og hjá alþjóðastofnunum. Hann var ráðuneytis- stjóri utanríkisráðuneytis- ins 1969—1976 og jafnframt ritari utanríkismálanefndar Alþingis, en frá 1976 hefur Pétur verið sendiherra ís- lands í Kína, Japan, Ind- landi og fleiri Asíulöndum, með aðsetri í Reykjavík. Pétur J. Thorsteinsson er kvæntur Oddnýju Thor- steinsson og eiga þau þrjá syni, þá Pétur Gunnar, Björgúlf og Eirík. Vigdís Finnbogadóttir VIGDÍS Finnbogadóttir er fædd í Reykjavík 15. apríl 1930. Foreldrar hennar voru Finnbogi Rútur Þorvaldsson hafnarverkfræðingur og prófessor við Háskóla ís- lands, og Sigríður Eiríks- dóttir, hjúkrunarkona. Vig- dís átti einn bróður sem lést af slysförum. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykja- vík 1949, en stundaði síðan nám í frönsku og frönskum bókmenntum, með leikbók- menntir sem sérgrein, í hálft fjórða ár við háskólann í Grenoble og Sorbonne í Par- ís. Þegar heim kom starfaði Vigdís í 5 ár sem bókavörður og ritstjóri leikskrár í þjóð- leikhúsinu og annaðist hún einnig blaðakynningar fyrir leikhúsið. Þá stundaði hún nám við Háskóla íslands í ensku og enskum bókmennt- um og hélt áfram námi í frönsku og frönskum bók- menntum. Vigdís stundaði einnig nám við Háskólann í Kaupmannahöfn og í Sví- þjóð. Hún starfaði síðan hjá þjóðleikhúsinu á ný og kenndi jafnframt við Mennta- skólann í Reykjavík 1962— 1968, og síðar við Mennta- skólann í Hamrahlíð þegar hann var stofnaður. Síðan 1972 hefur Vigdís verið leik- hússtjóri hjá Leikfélagi Reykjavíkur í Iðnó, en sagði því starfi lausu sl. haust. Vigíds hefur frá 1976 starfað í ráðgefandi nefnd um menn- ingarmál á Norðurlöndum, kennt stundakennslu við Há- skóla íslands og gegnt marg- víslegum trúnaðarstörfum. Vigdís Finnbogadóttir á eina kjördóttur, Astríði sem er sjö ára. Kristján í Scala í kvöld KRISTJÁN Jóhannsson söngvari frá Akureyri syngur í kvöld í hinni frægu Scala-óperu í Mílanó, en hún ásamt Vínaróperettunni og Metropolitan eru frægustu sönghús í heimi. Kristján er fyrsti íslendingur- inn sem syngur í Scala, en Sigurð- ur Dements Fransson söng þar oft áður en hann flutti til Islands. Morgunblaðið ræddi við Kristján í gær, en að undanförnu hefur hann ferðast um ítalíu í tónleikaferð með 9 öðrum söngvurum sem unnu Verdi keppni 117 söngvara. Þá mun Kristján syngja á næst- unni aftur í Mílanó á Mariu Callas tónleikum þar sem hann er í úrslitum með 25 söngvurum af alls 340 sem spreyttu sig. Þá hefur Kristján nýlega gert samning við Svissneska sjónvarpið um söng- þátt og sitthvað fleira „skemmti- legt er á döfinni," sagði Kristján um leið og hann bað fyrir kveðjur heim. Sláttur haf inn víða um land SLÁTTUR er nú almennt að hef jast víða á landinu en grasspretta er þó misjofn eftir byggðarlögum. í lág- sveitum á Suðurlandi eru bændur viða byrjaðir að slá en lengst mun sláttur vera kominn undir Eyja- fjollum. 1 uppsveitum á Suðurlandi er sláttur hafinn á stöku bæ. í nágrenni Reykjavíkur eru bænd- ur víða búnir að slá en í Borgarfirði eru einstaka bændur byrjaðir að slá, en þegar vestar kemur, svo sem á Mýrar og Snæfellsnes, er spretta minni og fæstir byrjaðir að slá. Ekki er vitað til að sláttur sé hafinn í Dölum eða á Vestfjörðum og það sama er að segja um Hrútafjörð. í Húnavatnssýslu eru einstaka bænd- ur byrjaðir að slá. Við utanverðan Eyjafjörð er víða kal í túnum og einnig í Þingeyja- sýslum og er ekki vitað til, að sláttur sé hafinn hjá bændum þar, en í innanverðum Eyjafirði hófst sláttur fyrir nokkru. Á Upp-Héraði og í nágrenni Egilsstaða er sláttur hafinn á ein- staka bæ. Sömu sögu er að segja úr Hornafirði, en annars staðar á Austfjörðum er ekki vitað til að sláttur sé hafinn. Hvalvertíð gengur vel 127 hvalir eru komnir á land í Hvalstöðinni í Hvalfirði síðdegis í gær og hefur vertíðin gengið mjög vel það sem af er. 125 langreyðar hafa fengist og 2 búrhveli. Um 100 manns starfa nú í Hvalstöðinni. Kosninga- handbókin KOSNINGAHANDBÓKIN fyrir forsetakosningarnar er i Mbl. i dag á bls. 38 og 59. Kosninga- handbókin er þannig sett upp, að lesendur geta tekið hana í einu lagi út úr blaðinu og hafa þá samfellda opnu til að skrá á kosningatölur og úrslit.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.