Morgunblaðið - 29.06.1980, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.06.1980, Blaðsíða 1
Sunnudagur 29. júní Bls. 33—64 25. ágúst árið 1975 var frú Sandra Larson á ferð í bíl sínum á þjóð- veginum milli bæjanna Fargo og Bismarch í N-Dakótafylki í Banda- ríkjunum. Klukkan var rúmlega þrjú um nótt, og ætlaði konan þá um morguninn að taka próf til þess að öðlast réttindi sem fasteignasali. Með henni voru fimmtán ára dóttir hennar og fjölskylduvinur þeirra, sem ók bílnum. Er þau voru komin um það bil sjötíu kíló- metra frá Fargo, heyrðu þau skyndilega þrumur miklar og eldingar. Þegar þremenningarnir litu út um bílrúðuna sáu þau sér til mikillar furðu átta til tíu eldhnetti sem liðu áfram í beinni röð og stefndu þvert fyrir bílinn. Ekki gátu þau greint nein smáatriði á hnöttum þessum, en sáu þó að þeír voru um- leiknir reykskýjum. Hnattatrossan nam staðar u.þ.b. fimmtán metrum frá bílnum og sex metrum fyrir ofan kjarrskóg nokkurn. Þá skiptu þrír hnattanna skyndilega um stefnu og voru horfnir sjónum þremenninganna á augabragöi. Sandra hélt því fram síðar að hún hefði fundið til einhverrar furðutilfinningar í höfðinu við ásjón hnattanna. Maðurinn sem ók bílnum sagi að þegar hnett- irnir hefðu birzt hefði sér fund- izt bíllinn hægja á sér af ein- hverjum óskiljanlegum orsökum þótt hann hefði verið á áttatíu kílómetra hraða. „Mér fannst við skyndilega vera sem í klaka- böndum“ sagði hann. Annað sem gerðist var það að dóttirin, sem setið hafði milli móður sinnar og ökumannsins alla leiðina, sat nú í aftursætinu eftir atburðinn. Þegar þau létu setja benzín á bílinn í Tower City, urðu þau öll furðu lostin þegar í ljós kom að klukkan var orðin tuttugu mín- útur fyrir fimm. Ferðin þangað hafði því tekið þau klukkustund lengur en venjulega, en furðu- sýnin gat samt ekki hafa varað lengur en nokkrar sekúndur. Nokkrum mánuðum síðar fréttu tveir kunnir bandarískir vísindamenn af ofangreindum atburðum. Menn þessir, Dr. Leo Sprinkle og prófessor Allen Hynek, höfðu um árabil fengizt við rannsóknir á atburðum sem þessum. Fengu þeir nú leyfi móður og dóttur að láta dáleiða sig og reyna þannig að endurlifa atburði umræddrar nætur. Dá- leiðslan fór fram fjórða, fimmta og sjötta janúar 1975 og einnig átjánda janúar 1976 og þá í viðurvist John Colemans, sjón- varpsmanns frá Chicago. Við fyrstu tilraunirnar lýstu mæðg- urnar atburðum næturinnar og bar lýsingu þeirra algerlega saman. En við fjórðu dáleiðsluna, eftir að Dr. Sprinkle var búinn að þráspyrja Söndru um hina dul- arfullu sýn, gellur hún við og segir: „Þeir lentu". Heldur hún svo frásögninni áfram og segir að bíllinn hafi skyndilega stað- næmzt af sjálfum sér. Hafi hún þá misst meðvitund og fundizt hún svífa í lausu lofti. Af þessu má glöggt sjá hve varnarlaus og ráðþrota við erum gagnvart atburðum sem þessum. Eftirfarandi samtal vísinda- mannanna og frú Söndru Larson gerir grein fyrir klukkustund- inni sem þau glötuðu á leiðinni á svo óskiljanlegan hátt. Þegar þessar samræður áttu sér stað var frú Larson í djúpdáleiðslu, en það er ástand sem útilokar algerlega að nokkur geti skýrt eða haft áhrif á vitnisburð þess sem dáleiddur er. Larson: Ég sé hvernig bíllinn tekst á loft. Sprinkle: Hvert fór bíllinn? Larson: Eitthvað út í busk- ann. Sprinkle: Sáust ljósin ennþá? Larson: Sum þeirra. Sprinkle: Voru ljósin skærari eða daufari en áður? Larson: Ég veit það ekki. Ljósið angrar mig ekki lengur. Sprinkle: Nálgast bíllinn ljós- in? Larson: Já. Sprinkle: Hve stór er hnöttur- inn? Er hann stærri en hús? Larson: Hann er eins og stórt hnattlaga hús. Sprinkle: Stendur hann á jörðunni? Larson: Nei, hann svífur nokkrum metrum fyrir ofan jörðu. Þvínæst var líkami Söndru hrifinn af einhverjum eða ein- hverju, en hún var öll orðin stjörf. Ekki mundi hún ná- kvæmlega hvernig „innbyrðing" bílsins inn í hnöttinn fór fram, en þar inni sagðist hún hafa séð bílstjórann, og lá hann bundinn á rannsóknarborði, en dóttur sína sá hún hvergi. Síðan var Sandra Larson klædd úr öllum fötunum og borinn á hana vökvi sem gerði það að verkum að henni fannst hún lamast og kólna, og svo var skafið úr nefi hennar með hnífi. Hynek: Voru margir viðstadd- ir þegar þessu fór fram? Larson: Mér virtist það aðeins vera einn. Hynek: Hvernig var veran klædd? Larson: Hún var í einhvers- konar gúmmífötum. Hynek: Líktist veran mann- eskju eða var hún framandi ásýndum? Larson: Augun stóðu á stilk- um og virtust geta lesið hugsanir mínar. Söndru Larson fannst hún vera flutt til baka hálftíma síðar, og þá voru bæði dóttir Er hægt ad ko í nútíð og úr ni Ernst Meckelbt Medfylgjandi grein hans, sem brátt mun ast ur framtið 'tíö í fortíð? irg trúirþví. er útdráttur úr bók koma á markaðinn hennar og bílstjórinn komin á undan henni. Billinn var kominn ofan í skurð, og var hann í sextíu kílómetra fjarlægð frá þeim stað þar sem þau höfðu numið staðar. Þegar þau svo loksins héldu ferðinni áfram til Bismarck, var eins og þau hefðu skyndilega gleymt öllu sem gerzt hafði. Kynni að vera að þau hafi öll þrjú séð ofsjónir? Eða höfðu þau öll orðið fyrir nákvæmlega sömu eftirköstum eftir eitthvert sam- eiginlegt áfall? En það mælir allt á móti að svo hafi verið. Þá er aðeins eftir sú tilgáta að um svik og pretti sé að ræða. Framburður Söndru Larsons var rannsakaður ofan í kjölinn, og stóð allt heima sem hún hafði sagt, bæði hvað varðaði ökutíma og allt annað. Bæði Sprinkle og Hynek voru fullvissir um það að móðir og dóttir væru að segja satt. En hvern trúnað má á frásögn þessa leggja? Hvað gerðist raun- verulega þessa umræddu klukkustund? Var fólkið flutt nauðugt til rannsóknar út fyrir takmarkanir tíma og rúms? Hafði þessi klukkustund ekki bætzt við aldur þeirra? Það mælir margt með því að fólkið hafi raunverulega verið hrifið burt úr jarðneskum tíma og rúmi í eina klukkustund. En það er engin ný bóla að fólk telji sig verða vart við óskiljanleg fyrirbæri eða ufo (-unidentified objects), og er þess skemmst að minnast Kenn- eth Arnolds sá níu glóandi risaskífur á sveimi yfir Wash- ington árið 1947. I þúsundir ára hafa menn séð furðuhluti á himni, og hafa þeir verið í hinum margvíslegustu myndum. Voru tákn þessi og stórmerki þekkt meðal Egypta til forna, á dögum Alexanders mikla og á tímum Rómaveldis, en biskupar Miðaldanna gerðu allt sem í-þeirr'a valdi stóð til þess að bæla niður rannsóknir á slíkum fyrirbærum. Skáld og hugsuðir fyrri tíma, svo sem Lívíus, Plútark, Plíníus eldri og þeir Síseró og Seneka, reyndu að rekja þessi dularfullu himnafyr- irbæri til goðsögulegra orsaka, sem er ofur skiljanlegt. Lýsingar á þessum fyrirbær- um fyrri tma virðast mjög í samræmi við það sem menn hafa séð á vorum dögum. Frásagnir sjónarvotta eru það margar og greinargóðar að ótækt virðist að dæma þær allar sem heilaspuna, lygi eða ofsjónir einar. Lýsingarnar á fyrirbrigðunum eru mjög líkar á öllum tímum, en ekki má gleyma þeirri stað- reynd að sjónaukar og önnur rannsóknartæki voru ekki upp á marga fiska fyrrum. Tíðni þessara fyrirbæra síð- ustu þrjúþúsund árin virðist hrekja kenningu Erich von Dánikens um það að ætíð hafi verið um að ræða verur frá öðrum hnöttum. Ef svo hefði verið, hlyti áhugi þeirra á plán- etu vorri, sem er aðeins ein af mörgum milljörðum sinnar teg- undar í Vetrarbrautinni, að vera löngu dofnaður. Ekki virðist rétt að flokka öll óútskýranleg fyrirbæri undir heimsóknir frá öðrum plánetum. I sumum tilvikum er áreiðanlega um sjaldgæf náttúrufyrirbæri að ræða, missýnir og jafnvel pretti. Einnig eru merki þess að framtíðin geti haft áhrif á nútíð- ina, örvað þróun tækni og vís- inda og beint þeim á ákveðnar brautir. Hvernig væri annars SJÁ NÆSTU SÍÐU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.