Morgunblaðið - 29.06.1980, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. JÚNÍ1980
35
Innflutningur frystra sjávarafurða til Bretlands:
íslendingar með um
fjórðung markaðarins
ÍSLENDINGAR fluttu út
til Bretlands um 20 þús-
und tonn af frystum sjáv-
arafurðum, en það er um
f jórðungur þess, sem Bret-
ar keyptu erlendis frá af
þessum afurðum. Þetta
kom fram í viðtali við
Guðmund H. Garðarsson,
blaðafulltrúa Sölumið-
stöðvar hraðfrystihúsanna
í gær, en Guðmundur var
spurður álits á þeirri um-
ræðu og gagnrýni, sem
undanfarið hefur komið
fram á sölusamtökin um
að þau hafi ekki sinnt
mörkuðum Vestur-Evrópu
sem skyldi.
— Það er fyrst til að taka í
þessu efni, að fiskmarkaðir í
Evrópu hafa í áratugi fyrst og
fremst byggzt á sölu fresks fisks,
sem ýmist hefur verið af óthafs-
togurum á fjarlægari miðum og
smærri skipum í Norðursjó og
heimamiðum, sagði Guðmundur.
— Þessum fiski hefur verið landað
í helztu fiskihöfnum Evrópu í
Danmörku, V-Þýzkalandi, Hol-
landi, Belgíu, Frakklandi og Bret-
landseyjum.
— Þarna hefur verið um upp-
boðsmarkaði að ræða með miklum
sveiflum í verðlagi. Þar sem
N-Evrópubúar hafa ævinlega tek-
ið nýjan fisk fram yfir frystan, ef
þeir hafa átt á því nokkurn kost,
hafa markaðir í Evrópu verið
miklu takmarkaðri fyrir frystan
fisk heldur en Bandaríkin. Því
hefur Sölumiðstöð hraðfrystihús-
anna lagt áherzlu á að tryggja
sölu á miklu magni á frystum fiski
Ný tískuversl-
un opnuðá
Reyðarfirði
ReyÖarfirAi 26. júní.
NÚ NÝVERIÐ var opnuð hér
tiskufataverslunin Austurbær og
verslar hún aðallega með fatnað
frá Karnabæ í Reykjavik. Má þvi
segja að hér sé komin verslun
fyrir unga fólkið.
Eigandi verslunarinnar er Bolli
Eiðsson kennari. í mörg ár hafa
verið tvær verslanir hér en nú er
þetta að breytast því verslanirnar
eru orðnar fimm, tvær matvöru-
verslanir, verslunin Fis með
gjafavörur og fleira, verslun Aðal-
steins Eiríkssonar og svo nýja
verslunin Austurbær.
Júnímánuður hefur verið mjög
kaldur hér og voru það viðbrigði
frá því í maí því þá var hér
næstum því hitabylgja. í dag er
hér 10 stiga .hiti og er besti
dagurinn allan mánuðinn.
Gréta
Fundur um
jafnréttismál
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi fréttatilkynning frá
félagi vinstri manna i Háskóla
tslands.
„Framhaldsfundur um jafnrétt-
ismál verður haldinn mánudags-
kvöldið 30. júnf n.k. kl. 20.00 í
hliðarsal Félagsstofnunnar stúd-
enta. Til umfjöllunar eru málefni,
uppeldi og menntun kvenna. Til
hliðsjónar verða fystu tveir kaflar
bókarinnar „Half the Sky“ eftir
Bristol-kennahópinn og annað að-
gengilegt efni. Sem flestir eru hvatt-
ir til að mæta.“
Rætt við Guðmund
H. Garðarsson
um markaðsöflun
í Vestur-Evrópu
í Bandaríkjunum og nú er svo
komið að um 60 þúsund tonn af
frystum fiski voru seld þangað í
fyrra.
— Varðandi það atriði, að ekki
hafi verið hugað að markaðsöflun
annars staðar en í Bandaríkjunum
er rétt að taka fram, að útflutn-
ingur frystra sjávarafurða á veg-
um SH nam á siðasta ári yfir 100
þúsund tonnum. Af þessu magni
fóru 60 þúsund tonn til Bandaríkj-
anna, en um 9.500 tonn til Japan
og um 9 þúsund tonn til Sovétríkj-
anna. Það sem á vantar fór til
V-Evrópu og þar er hlutur Bret-
land stærstur eða 14.861 á vegum
SH.
— Talið er að heildarinnflutn-
ingur Breta á frystum sjávaraf-
urðum hafi verið um 80 þúsund
tonn á siðasta ári og þorskflök
verið þar af um 58 þúsund tonn, en
SH seldi á Bretlandsmarkaði um 9
þúsund tonn af frystum þorskflök-
um í fyrra. Heildarútflutningur á
frystum sjávarafurðum til Bret-
lands frá Islandi mun í fyrra hafa
verið um 20 þúsund tonn eða M af
þessum markaði.
— Þegar menn eru að tala um
brezka markaðinn ber að hafa það
í huga, að meðan á landhelgis-
stríðunum stóð frá 1972—1976 var
nær útilokað að selja frystan fisk í
Bretlandi. Þess vegna var útflutn-
ingur SH á frystum fiski til
Bretlands kominn niður í 2577
smálestir á árinu 1976. Á þeim
fjórum árum, sem liðin eru síðan
hefur SH tæplega sexfaldað út-
flutning sinn til Bretlands.
— í byrjun þessa árs var um að
ræða verulegan útflutning til
Bretlands á frystum fiski, en
vegna einstaklega hagstæðs tíð-
arfars og mikillar fiskigengdar í
Norðursjónum og nálægari fiski-
miðum hefur verið mikið framboð
á ferskum og ísuðum fiski í
Bretlandi og N-Evrópu. Þetta hef-
ur haft neikvæð áhrif á sölu frysts
fisks í Bretlandi og þar við bætist,
að seljendur kanadisks fisks hafa
gert tilboð með þeim hætti, að
erfitt er fyrir aðra að keppa við þá
sem stendur. Sá viðskiptamáti,
sem þeir nota flokkast undir
undirboð.
— Vegna erfiðrar markaðs-
stöðu, sem virðist vera að þróast í
Bretlandi og annars staðar í
V-Evrópu hefur stjórn SH tekið
þá ákvörðun að mæta þessum
erfiðleikum með auknu átaki, sem
felst í frekari eflingu sölu á þessu
markaðssvæði og frá hefur verið
skýrt í fréttum. Um er að ræða að
koma upp frystigeymslu og hugs-
anlega verksmiðju í Bretlandi og
söluskrifstofu á meginlandi í Evr-
ópu.
— Einnig er talað um önnur lönd
V-Evrópu, sem hugsanlegt sölu-
svæði og í því sambandi er hægt
að upplýsa, að t.d. heildarinn-
flutningur Frakka á frystum
þorskflökum var á síðasta ári
10.283 tonn og heildarinnflutning-
ur V-Þjóðverja á kældum og
frystum fiskflökum nam um 29
þúsund tonnum árið 1979. SH
hefur selt inn á þessa markaði,
sérstaklega V-Þýzkaland, en inn-
flutningur á frystum fiski þangað
er óverulegur. Árið 1979 seldi SH
þar flök, blokkir og heilfrystan
fisk sem nam um 2 þúsund
tonnum.
— Það sem setur því takmörk
hvort menn selja frystan fisk til
þessara landa er hvort kaupendur
þar vilja borga það verð, sem við
Islendingar þurfum að fá fyrir
hann. í þeim efnum hafa Banda-
ríkin og Sovétríkin ásamt Bret-
landi komist næst því að full-
nægja verðkröfum, sem útflytj-
endur frysts fisks frá íslandi hafa
þurft að gera, sagði Guðmundur
H. Garðarsson að lokum.
' ’ - TW«u-fí fíó
Stærri og betri búð í Austurstræti
BARNA- OG UNGLINGADEILD
KARNABÆR
Austurstræti 22, sími 85055.