Morgunblaðið - 29.06.1980, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.06.1980, Blaðsíða 14
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. JÚNÍ1980 Á ferð og flugi sumarið ’80 í sjó, í lofti, á landi Mörg ykkar kannast ef til vill við þennan leik. Þið'getið „gripið til hans“ hvort sem þið hossist í bifreið, líðið um loftin blá eða sitjið undir sátum úti á túni. Einn þátttakendanna bendir á einhvern úr hópnum og segir t.d.: I sjó — og svo byrjar hann að telja hægt og örugglega 1-2-3-4 og upp að tíu. Sá sem bent var á, á að nefna dýr í sjó sem allra fyrst, helst áður en hinn hefur talið upp að tíu. Ef hann getur það ekki, tekur hann við og spyr annan úr hópnum: í lofti, og svo byrjar hann líka að telja meðan hinn reynir nú að nefna eitthvert dýr, sem flýgur um loftin blá. Síðan gengur þetta koll af kolli, þangað til leikurinn hefur náð hámarki — þá er best að hætta. Styttið ykkur stundir. Gleymið ekki að láta ykkur líða vel. Njótið lífsins og gleðjið aðra. Nokkrar gamlar og góðar gátur 1. Hvor sér betur — sá sem er með eitt auga eða sá sem hefur tvö augu? 2. Hvaða eyja var stærst í heimi áður en Grænland fannst? 3. Hver gægist inn um hvers manns glugga, en kemst aldrei alla leiðina? 4. Hvaða farartæki er það, sem unnt er að stafa eins aftur á bak og áfram? 5. Hver er það sem fer þversum inn um kirkju- dyrnar? 6. Ég heyri allt, en segi ekkert... Hver er ég? 7. Hver dó án þess að hafa fæðst? 8. Hvað er það sem er í miðjum eldi, en brennur þó elíki’ iaia uinfQiui i nja uias ‘p 80 \ ja g ui^py 'i •Qsjjfa 9 ■jbujijjs [ii J3 Quoq uias ‘ujsg -q •ui]9S 'g ISUUBJ unq U8 joqb E5(i| ‘uBfXu B;sjæis qij3a jei||b jnjaq puE[uæjQ z •qa; Q3ui uuiq qqs jn;a8 UUBq QB IAq ‘QBÍtnE BUI3 Q3UI yg ( :HOAS Teskeið í veitingahúsi Þjónninn: Ég sá, að þú stakkst teskeið í vasann, vinur. Maðurinn: Já, rétt mun það vera. Læknirinn hefur sagt, að ég ætti alltaf af fá mér teskeið eftir matinn. Bros í veitingahúsi Þjónninn segir við samstarfs- mann sinn: Ég byrja alltaf á því að brosa strax snemma á morgn- ana. Illu er best aflokið. Heyrt á veitingahúsi Tveir vinir sátu saman og drukku kaffi í ró og spekt. Magnús: Jæja, þú hefur kannski tekið eftir því, að ég hef fengið ný heyrnartæki. Nú heyri ég allt, sem sagt er í kring um mig. Pétur: Ég samgleðst þér inni- lega. Hvað kostuðu tækin, Magn- ús? Magnús: Tólf mínútur yfir fimm, vinur. Vöðvar Prófessorinn: Hvaða vöðvar fá að njóta sín best, ef við færum í box? Stúdentinn: Hlátursvöðvarnir, herra prófessor. Það þarf að vökva grasið Faðirinn ræðir við ungan son sinn, sem hefur sofið heldur lengi á sitt græna: Ég bað þig um að vakna á sæmilegum tíma og vökva gras- ið. Sonurinn: Já, en það er rigning úti, pabbi. Faðirinn: Skiptir ekki máli, son- ur sæll. Þú átt regnkápu. Bartímeus blindi Með leyfi kaþólsku kirkjunnar munum við öðru hverju birta myndir og sögur úr vinsælum bókum. sem gefnar hafa verið út á undanförnum árum af kaþólsku kirkjunni. Vcgna plássleysis er ekki unnt að birta sögurnar í heild eins og þær eru í bókunum. og verður því aðeins birt úr þcim úrdráttur og fáeinar myndir. Fyrsta sagan. sem við birtum er hin þekkta saga um blinda manninn Bartimeus, sem treysti Jesú fyrir óskum sínum og áhyggjum og bað hann um að hjálpa sér. Einu sinni var Jesús á ferð til Jerúsalem. Margir lærisveinar voru samferða honum. Þegar Bartímeus heyrði til Jesú, bað hann um hjálp. Fólkið sagði honum að þegja, en hann fór samt til Jesú. í Jeríkó var blindur maður. Hann hét Bartímeus. Hann sat alltaf við veginn til að biðja fólk um peninga. Þegar Bartímeus opnaði augun gat hann séð. Hann var feginn og þakklátur og fylgdi Jesú upp frá þessu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.