Morgunblaðið - 29.06.1980, Side 12

Morgunblaðið - 29.06.1980, Side 12
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. JÚNÍ1980 Er _hita öldin“ hættuleKri en kjarn- orkan? VEÐRIÐ VERÉLD SKOTTULÆKNARl Heldur hug- læknir lifínu í Brezhnev? Loftslags- fróðum líst ekki á blikuna Um miðbik næstu aldar og jafnvel fyrr mun koltvísýringur í andrúmsloftinu hafa tvöfaldast með mjög afdrifaríkum afleiðing- um fyrir lífheiminn, ekki síst manninn sjálfan, er haft eftir ýmsum sérfræðingum um þessar mundir. Loftslagssérfræðingar telja að meðalhiti muni hækka um tvær eða þrjár gráður um heim allan og muni áhrifanna af þeirri loftslags- breytingu einkum gæta á suður- og norðurhveli. í grein í þýska vísindaritinu Umschau in Wiss- enschaft und Technik segir Klaus Meyer-Abich, sem er prófessor í nát.túrufræði í Essen, að þjóðir þriðja heimsins muni fara verr út úr þessum loftslagsbreytingum en iðnríkin. Á suðurhveli muni áhrif- in verða þau, að minna rignir og Meyer-Abich prófessor segir að aðeins innan fimm ára verði uppskeran e.t.v. ekki nema helm- ingur þess sem hún er í dag. Talið er að koltvísýringur í andrúmsloftinu sé nú sem næst 335 hlutar af milljón og aukist um einn eða tvo hluta árlega. Þegar koltvísýringurinn verður orðinn 500—600 hlutar af millj. mun loftslagið á jörðinni verða sam- bærilegt við hlýviðraskeiðið milli ísalda fyrir 125.000 árum, en þá voru ljón og flóðhestar á ferli í skógunum á Suður-Englandi. Þó tekur fyrst steininn úr þegar koltvísýringurinn nær 750 hlutum af millj. Heimskautsísinn á norð- urhveli jarðar mun bráðna, yfir- borð sjávar hækkar um 5—7 metra og regnbeltið færist 600— 700 km norður á bóginn í átt að norðurheimskauti. Hermann Flohn, prófessor í Bonn, sem á einnig grein í þessu þýska tímariti, lítur svo á, að „hitaöldin", sem af koltvísýringn- um leiðir, kunni að hafa enn skelfilegri afleiðingar í för með sér en þær hættur sem af kjarn- orkunni stafa. Fyrrverandi gengilbeina frá Georgíu sem telur sig geta framið kraftaverkalækningar er um þessar mundir vinsælasta númer- ið í hópi menntamanna í Moskvu, og sögur herma að Brezhnev forseti sé meðal viðskiptavina hennar. Konan heitir Dzhuna Davitashvili og ku taka um 250 rúblur eða 80 þúsund krónur fyrir meðferðina. Hún hefur jafnvel náð svo langt að vera getið með nafni í sovéska dagblaðinu Trud. Sovéski vísindamaðurinn dr. Aieksandr Spirkin skýrði blaðinu svo frá, að fröken Davitashvili hefði læknað alvarlegt húðmein á aðeins einu kortéri án lyfjanotk- unar. Hann lýsti eftirköstum meðferðarinnar á þennan veg: „Það kom fram ljós, rósbleikur blettur sem sýndi hvar nýr húð- vefur hafði myndast." Listamaður einn í Georgíu sagði að hún hefði læknað sig af höfuðverkjum með því að leggja fingur á andlit honum í nokkrar mínútur. Hitatilfinning hefði haldist í andlitinu í nokkra daga eftir meðferðina og höfuðverkirn- ir væru á bak og burt. í Georgíu hafa vestrænir fréttamenn komist á snoðir um að konan er Assyríubúi af ætt hug- lækna sem stundað hafa list sína kynslóð fram af kynslóð og gengið undir heitinu „hinir næmu*. Hún vakti fljótlega athygli menning- argeirans í Georgíu og eignaðist fastan hóp viðskiptavina meðal listamanna, listmálara, skálda og leikara. Síðan barst hróður henn- ar til Moskvu og þangað fer hún tíðar ferðir til að sinna sjúkling- um sínum. Vestrænir diplómatar segja að það gangi fjöllunum hærra í Moskvu að æðstu stjórnmála- menn landsins hafi leitað með- ferðar hjá henni, þeirra á meðal Brezhnev. Samkvæmt einni sögusögninni er hið dæmalaust hraustlega útlit Brezhnevs karlsins upp á síðkast- ið talið standa í tengslum við hugsanlega meðferð hjá fröken Davitashvili, en sumir diplómatar frá Vesturlöndum velta því fyrir sér, hvort verið sé að breiða út orðróm meðal almennings í þeim Brezhnev er sýnu brattari. tilgangi að koma við kaunin á ákveðnum mönnum í forystulið- inu og vekja athygli á elli þeirra og heilsuleysi. - UPI í MOSKVU ORYGGISMALl Ford sýpur seyð- ið af sparseminni Ef Ford-bílaverksmiðjurnar hefðu kostað 15 krónum meira upp á hvern bíl fyrir 10 árum hefðu þær trúlega getað sparað sér hundruð milljóna dollara tjón og mestu innköllun sem um getur í allri sögu bílaiðnaðarins. Það eru neytendasamtök í Bandaríkjunum, sem berjast fyrir öryggi í umferðinni, sem halda þessu fram en fyrir skömmu var gefin út skýrsla, þar sem fram kemur, að í 16 milljónum bíla, sem framleiddir voru á árunum 1972— 1979, sé sjálfskiptingin gölluð og hafi það valdið dauða 98 manna og meiðslum 1170 annarra. Bandarísku umferðaröryggis- málanefndinni, sem gaf skýrsluna út, höfðu borist kvartanir frá 23.000 bíleigendum, en svör Ford-fyrirtækisins voru þau ein, að slysin stöfuðu af mannlegum mis- tökum. 21. júlí nk. munu hefjast opinber réttarhöld þar sem niður- stöður nefndarinnar verða teknar fyrir, og ef þær verða samþykktar, verður Ford-fyrirtækinu gert skylt að kalla inn alla þá bíla, sem um ræðir, og gera við þá eigendunum að kostnaðarlausu. Þegar þess er gætt, að fyrirtækið tapaði rúmum 76 milljörðum króna á fyrsta fjórð- ungi þessa árs og bílasala þess í Bandaríkjunum hefur minnkað um 45%, má ljóst vera að afleiðingarn- ar geta orðið skelfilegar fyrir fyrirtækið. Gallinn í bílunum er sagður vera í stönginni, sem stjórnar sjálf- skiptingunni, sem flestir banda- HJONABANDl Það kostaði Haiti-búa um 350 milljónir króna. þegar hinn þybbni, 28 ára gamli eilífðarforseti þeirra gekk í það heilaga í síðastliðnum mánuði. Veislan var líka all- fjörug. með 101 fallhyssuskoti hjónakorn- unum til heiðurs og kampavfnsborðhaldi fyrir 5000 manns á forsetabúgarðinum. Sagt hefur verið frá viðburðinum sem einhvers konar grini. en í augum „Bahy Doc“ Duvalier forseta, sem ekki er nú beinlínis frjálslyndur sjálfur. var brúðkaup- ið meiri háttar sigur yfir gamla varðliðinu á Haiti. „dínosárunum“ svonefndu. sem hafa haft hin raunverulegu völd i sinum höndum frá því faðir hans, „Papa Doc“, lést árið 1971. Ekkja Papa Doc. hin óárennilega Mam- an Simone, hafði lengi staðið í vegi fyrir hjónabandi sonar sins. Það var ekki aðeins að það myndi draga úr áhrifum hennar sjálfr- ar og svipta hana stöðunni sem fremstu konu á Haiti. Hjónabandið myndi Ifka ýta undir sjálfstæði sonarins og vanhugsuð loforð hans um að færa ríkið til meira frjálslyndis. en Haiti er ekki aðeins eitthvert kúgað- asta rfki á vesturhveli jarðar. heldur einnig hið fátækasta. Fyrsta tilraun forsetans unga til að krækja sér i konu var hindruð á þann snjalla máta að láta einfaldlega reka konu- greyið úr landi. Maman Simone reyndi að heita nýju unnustuna sömu brögðum fyrr á þessu ári, en í þetta sinn brást henni bogalistin og tilraun til að taka stúlkuna fasta fór i handaskolum. Og það sem kannski gerði þetta allt enn Brúðhjónin: 101 fallbyssuskot og kampavín fyrir 5.000 manns. Tengdamamma varð að láta í minni pokann vandræðalegra. er að forsetafrúin nýja. Michelle Bennett, er ekki bara fráskilin tveggja barna móðir, heldur líka fyrrver- andi tengdadóttir Alix Pasquet höfuðs- manns, sem stóð í fylkingarbrjósti. þegar árás var gerð á forsetahöll Papa Docs fyrir 22 árum. Þótt forsetinn hrósi sigri i hjóna- bandsmálinu. getur það þó aðeins um stundarsakir hægt athygli frá vaxandi spennu innanlands og almennum vandræð- um stjórnarinnar. Straumur flóttafólks frá Ilaiti til Bandarikjanna hefur aukist gifurlega enda þótt fólksflutningarnir frá Kúbu hafi leitt athygli manna frá honum. Og i Bandarikjunum hafa Haiti-búar átt miklu erfiðara uppdráttar en Kúbumenn- irnir, þar eð þeir eru svo ólánsamir að koma ekki frá kommúnisku einræðisriki, heldur frá einræðisriki sem nýtur stuðnings Bandaríkjanna og þar með koma þeir að engu gagni i áróðursskyni. Mörgum hefur verið snúið heim aftur þar sem þeir lenda í klónum á hinni illræmdu öryggislögreglu forsetans. Þetta vandræðaástand hefur skapast um sama leyti og Mannréttindanefnd Amer- ikurikja birtir hvassyrta skýrslu þar sem pyndingar, aftökur og handahófskenndar fangelsanir eru sagðar hversdagslegir viðburðir hjá Baby Doc á Haiti enn i dag. Þar segir og að grundvallarmannréttindi séu „næstum ekki til“ og að stjórnin hafi einfaldlega brugðist loforði sinu um að gæta meira frjálslyndis. Það má geta sér til um launataxta í landinu, ef haft er i huga að hafnarverka- menn í höfuðborginni Port-au-Prince hafa verið i verkfalli og heimta 700 prósent kauphækkun — upp i 10 þúsund krónur á viku. - JEREMY TAYLOR V/ 23.000 kvartanir. rískir bílar eru búnir. Þegar bíln- um er lagt er stönginni ýtt áfram í „park“- eða stansstöðu, sem á þá um leið að læsa gírskiptingunni. Nú er það svo, að þar sem bíllinn á ekki að geta hreyfst í þessari stöðu, vilja níu ökumenn af hverjum tíu trassa það að draga upp hand- bremsuna. Um Ford-bílana er J. ’ð sagt, að séu þeir skildir eftir i gangi geti stöngin hrokkið úr stans-stöðu í næstu stöðu fyrir aftan, sem er „aftur á bak“, og bíllinn tekið á rás um leið. Ford-fyrirtækið hefur sagt, að ásakanirnar séu „tilhæfulausar að- dróttanir" og sýnt kvikmynd þar sem fram kemur að svipað er uppi á teningnum með aðrar bílategund- ir. Neytendasamtökin fyrrnefndu halda því fram, að tæknimenn fyrirtækisins hafi vitað um þennan galla fyrir tíu árum en neitað að gera nauðsynlegar breytingar, sem hefðu aðeins kostað um það bil 15 krónur á hvern bíl. —HAROLDJACKSON

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.