Morgunblaðið - 29.06.1980, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.06.1980, Blaðsíða 4
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. JÚNÍ1980 Kjörstaöir og kjördeildaskipting í Reykjavík við forsetakosningarnar 29. júní 1980 Álftamýrarskólinn: 1. kjördeild Álftamýrl — Ármúli, Fellsmúli til og meö nr. 9 2 Fellsmúlí 10 og til enda — Háaleitisbraut til og meö nr. 51 3. Háaleitisbraut 52 og til enda — Hvassaleiti til og meö nr. 45 4. Hvassaleiti 46 og til enda — Safamýrí — Síöumúli — Skeifan — Starmýri — Suöurlands- braut, vestan Elliöaáa — Steinahlfö. Arbæjarskólinn: 1. kjördeild. Árbæjarblettur — Hraunbær til og meö nr. 56 2. Hraunbær nr. 57 til og meö nr. 156 3. Hraunbær nr. 158 og til enda ásamt húsnöfnum austan Elliöaáa. Austurbæjarskólinn: 1. kjördeild: Reykjavík, óstaösettir — Egilsgata 1 2. Eiríksgata — Grettisgata 3. Guörúnargata — Klapparstígur 4. Laugavegur — Lindargata 5. Lokastígur — Njaröargata 6. Nönnugata — Skúlagata til og meö nr. 66 7. . “ Skúlagata nr. 68 og til enda — Þórsgata Breiöageröisskólinn: 1. kjördeild: Akurgeröi — Brautarland 2. Breiöageröi — Espigeröi nr. 2 3. Espigeröi nr. 4 og til enda — Grensásvegur til og meö nr. 56 4. Grensásvegur nr. 58 og til enda — Hjallaland 5. Hlíöargeröi — Kelduland til og meö nr. 9 6 Kelduland nr. 11 og til enda — Melgeröi 7. Mosgeröi — Sogavegur til og meö nr. 168 8 Sogavegur nr. 170 og til enda — Vogaland Breiöholtsskólinn: 1. kjördeild: Bleikagróf — Eyjabakki til og meö nr. 9 2. Eyjabakki nr. 10 og til enda — Hjaltabakki til og meö nr. 22 3. Hjaltabakki nr. 24 og til enda — Leirubakki til og meö nr. 10 4. Leirubakki nr. 12 og til enda — Vfkurbakki Fellaskólinn: 1. kjördeild: Álftahólar — Ðlikahólar til og meö nr. 6 2. Blikahólar 8 og til enda — Hraunberg 3. löufell — Krummahólar til og meö nr. 6 4. Krummahólar 8 og til enda — Rjúpufell 5. Smyrilshólar — Unufell til og meö nr. 32 6. Unufell frá nr. 33 og til enda — Vesturberg til og meö nr. 120 7. Vesturberg frá nr. 121 og tll enda — Æsufell Langholtsskólinn: 1. kjördeild: Álfheimar — Austurbrún 2 2. Austurbrún 4 og til enda — Efstasund 3. Eikjuvogur — Goöheimar til og meö nr. 12 4. Goöheimar 13 og til enda — Kleppsmýrarvegur 5. Kleppsvegur frá nr. 118 ásamt Kleppi — Langholtsvegur til og meö 114A 6. Langholtsvegur 116 og til enda — Ljósheimar til og meö nr. 11 7. Ljósheimar 12 og til enda — Sigluvogur 8 Skeiðarvogur — Sólhelmar til og með nr. 22 9. Sólheimar 23 og til enda — Vesturbrún Laugarnesskólinn: 1. kjördeild: Borgartún — Hofteigur 2. Hraunteigur — Kleppsvegur til og meö nr. 46 3. Kleppsvegur nr. 48 tíl og meö nr. 109 ásamt húsnöfnum — Laugarnesvegur til og meö nr. 104 4. Laugarnesvegur 106 til enda — Rauöalækur til og meö nr. 26 5. Rauöalækur 27 og til enda — Þvottalaugavegur ! Melaskólinn: 1. kjördeild: Álagrandi — Faxaskjól 2. Flyðrugrandi — Hagamelur til og meö nr. 18 3. Hagamelur 19 og til enda — Hringbraut til og meö nr. 46 4. Hringbraut nr. 47 og til enda — Kvisthagi til og meö nr. 8 5. Kvisthagi nr. 9 og til enda — Nesvegur til og meö nr. 59 6. Nesvegur 60 og til enda — Sörlaskjól til og meö nr. 58 7. Sörlaskjól nr. 60 og til enda — Ægisföa Miöbæjarskólínn: 1. kjördeild: Aöalstræti — Ðergstaöastræti 2. Bjargarstígur — Framnesvegur 3. Fríkirkjuvegur — Laufásvegur til og með nr. 41 4 Laufásvegur nr. 42 og til enda — Ránargata 5. Seljavegur — Tjarnargata til og með nr. 10D 6. Tjarnargata nr. 16 og til enda — Öldugata Sjómannaskólinn: 1. kjördeild: Barmahlíö — Bogahlíö 2. Bolholt — Drápuhlíö tii og meö nr. 41 3. Drápuhlíö nr. 42 og tll enda — Flókagata 4. Grænahlíö — Langahlfö 5. Mávahlfö — Mjóahlfö 6. Mjölnisholt — Stangarholt 7. Stigahlíð — Þverholt Ölduselsskólinn: 1. kjördeild: Akrasel — Engjasel tíl og meö nr. 68 2. Engjasel nr. 69 og til enda — Flúöasel til og meö nr. 74 3. Flúöasei frá og meö nr. 75 og til enda — Steinasel 4. Stekkjarsel — Þverársel ’ Elliheimiliö „Grund“: 1. kjördeild: Hringbraut 50 „Hrafnista“ D.A.S.: 1. kjördeild. Kleppsvegur „Hrafnista“ — Jökulgrunnur „Sjálfsbjargarhúsiö“ Hátún 12: 1. kjördeild: Hátún 10, 10A, 10B og Hátún 12 Kjörfundur hefst sunnudaginn 29. júní kl. 9.00 árdegis og lýkur kl. 23.00. Athygli er vakin á því, aó ef kjörstjórn óskar skal kjósandi sanna, hver hann er, meó því aó framvísa nafnskírteini eða á annan fullnægjandi hátt. Þegar gott er veður Sú dýrlega tíð, sem brosað hefur við okkur hér á suðvesturhorninu nú undanfarið, er sannarlega til þess fallin að njóta útivistar og gróðurs. Von- andi að sem flestir hafi getað notað frítíma sinn til þess að vera úti. Því er á það minnst hér, að vakin hefur verið athygli á, að borgarbúar virðast ekki notfæra sér nógsamlega almenningsgarða og úti- vistarsvæði þau, sem til boða standa. Það þarf vðast ekki að fara langt til að komast í snertingu við ósnortna náttúruna hér á landi, sé borið saman við önnur lönd. Þann kost kunna margir að meta, ungir sem aldnir, og notfæra sér ríkulega. En þegar svona vel viðrar, er um að gera að vera ekki að sinna því, sem að skaðlausu má bíða, heldur að drífa sig út í góða veðrið, fylla lungun af góðu lofti og njóta þess að vera til. Það gerir ekkert til þó að uppvaskið hrúgist upp á eldhúsborðinu, og annað í þeim dúr, úr því öllu má bæta þegar sól er sest að kveldi. wm - Umsjön: B&rgljót Ingólf&clóttir Aukin áfengisneysla kvenna í Bretlandi Það birtast stöðugt skýrslur um aukna áfengisneyslu kvenna í hinum ýmsu löndum hins vestræna heims. Ekki er langt síðan að sagt var frá þessu vandamáli í dagblaði, meðal kvenna í V-Þýskalandi. Á síðasta ári var haldin mikil ráðstefna í London (í Royal Free Hospital í Hampstead), þar sem sérfræðingar í lifrarsjúkdómum, frá 30 þjóðlöndum, báru saman bækur sínar. Af því tilefni skýrði Dame Sheila Sherlock, prófessor sem er yfirmaður rannsókna á lifrarsjúkdómum vegna áfengisneyslu í Bretlandi, frá því, að tíðni sjúkdómsins hefði aukist mjög frá því að hún hóf rannsóknir sínar fyrir þrjátíu árum. Sérstaklega væri þessi aukning áberandi meðal kvenna. Hún vildi kenna því um, að áfengi væri selt í öllum kjörbúðum og konur, sem ella hefðu látið það vera að kaupa áfengi, tækju með sér flösku, um leið og þær settu matvörur í körfuna og létu fylgja með húshaldskostnaði. Prófessorinn benti á, að það hefði verið nær óhugsandi, að konur færu inn í vínbúðir til að kaupa sér heila flösku af áfengi fyrir nokkrum áratugum. Gat hún þess, að það væri oft erfitt að átta sig á, að konur væru áfengissjúklingar, þær gætu oft leynt því fyrir umheiminum, sérstaklega þær sem væru heimavinnandi. En hún telur engan vafa leika á því, að þessi aukning á áfengisdrykkju kvenna sé ástæðan fyrir mikilli aukningu lifrarsjúkdóma meðal þeirra. Þegar skó- áburðurinn molnar. Það er óhemju leiðinlegt, að nota skóáburð sem molnar í dósinni og er ekki ósennilegt, að stundum sé honum beinlín- is hent, þegar þannig er kom- ið. Roskið fólk og gamalt hérlendis, vandist því, að nýta þurfti hlutina og spara. Það er alltaf til fyrirmyndar að fara vel með, þ.e. að sýna aðgæslu við allt það sem menn með- höndla og nota, ekkert fæst án þess að það sé greitt með peningum. Það er því fleira peningar en seðlarnir og myntin. En svo að vikið sé aftur að molnuðum skóáburði, sem er næstum fragangssök að nota, má koma í veg fyrir að hann þorni með því að setja álpappír yfir dósina áð- ur en lokið er sett á, eftir notkun. Sömuleiðis er alveg ágætt að setja slíka dós á heitan mistöðvarofn í smá- stund, þá er hægt að hræra áburðinum saman og gera heillegan á eftir. Að sjálfs- ögðu má aldrei setja slíkt á opinn eld. Það kemur gat á garðslönguna Allir hlutir geta bilað, en það þarf ekki endilega að fleygja þeim með það sama. Stundum er hægt að nota hlut, sem hefur bilað, á dálítið annan hátt og hafa gagn af lengur en ella. Einhver hugvitssamur maður benti t.d. á, að þó að kæmi gat á garðslönguna, mætti sem best gera úr henni nokkurskonar úðara, stinga fleiri göt á, setja á kranann og skrúfa frá. Götin eru ekki stór, svo úr þessu verður hinn besti úðari til að væta garð- flötina þegar of þurrt verður. Að dansa „tangó“ Áður fyrr á árum voru dansaðir, ýmsir dansar þar sem parið hélst í hendur og kom varla nálægt hvort öðru. Því var það, að þegar valsakóngurinn Strauss samdi lögin sín þóttu dansarnir, sem eftir völsunum voru dansaðir, nánast siðlausir, karlmennirnir héldu þéttingsfast utan um mitti konunnar. Það var reyndar bannað að dansa vals á tímabili. Þetta var auðvitað fyrir löngu síðan. En árið 1914 var kynntur nýr dans í löndum Evrópu, tangóinn frá Suður-Ameríku. Er skemmst frá því að segja, að siðavöndnu fólki fannst þessi dans, sem fyrst var nefndur argentískur tangó, allt annað en passandi. Það var ekki nóg með að herran héldi fast utan um dömuna, heldur sveigði hann hana aftur á bak á siðlausan hátt. Líklega eins og seinna var kallað að dansa „tangó með teygjum." Tangó-dans var aldrei bannaöur og smám saman vann hann sér fastan sess í samkvæmislífinu. Það var helst í kaþólskum löndum Evrópu, að dansinn mætti mótspyrnu og fylgdi því mikið tal, reiði og órói. Þar kom að Benedikt 15. (1854—1922), sem kjörinn var páfi 1914, sá sig tilneyddan til að taka afstöðu í málinu. Hann fékk par, sem stundaði selskapslífið í Rómaborg, til að dansa fyrir sig tangó, svo hann gæti sjálfur um dæmt. Páfinn sá ekkert athugavert við dansinn og leysti því það mál í eitt skipti fyrir öll. „Tangó með teygjum" hefur því verið dansaður, af miklu hispursleysi, allar götur síðan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.