Morgunblaðið - 16.07.1980, Qupperneq 1
32 SÍÐUR
157. tbl. 67. árg.
MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ1980
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Kaupmannahöfn:
Mótmæli
blossa upp
Frá Sveinbirni Baldvinssyni í
Kaupmannahófn. 15. júli.
í KJÖLFAR sprenginsarinnar í
Dansk Soyakagefabrik i Kaup-
mannahöfn sl. nótt hafa að nýju
blossað upp mótmæli íbúa í ná-
grenni hennar sem um árabil hafa
barist fyrir því að verksmiðjan yrði
lógð niður þar sem í henni eru
klórgeymar með um 200 tunnum af
klór.
Fyrst eftir sprenginguna var
óttast að leki gaeti komist að klór-
geymunum sem hefði þýtt að flytja
hefði þurft íbúa úr hverfunum næst
henni. Fljótlega kom í ljós að ótti
þessi var ástæðulaus.
Danska sjónvarpið sagði í kvöld að
mál þetta væri nú orðið pólitískt þar
sem umhverfismálaráðherrann og
innanríkismálaráðherrann hefðu
báðir boðað til fundar um það auk
þess sem yfirborgarstjóri Kaup-
mannahafnar sagði í gær að mál
verksmiðjunnar yrðu tekin fyrir á
borgarstjórnarfundi á næstunni.
Sjá nánari frétt á bls. 12.
Lézt þrátt fyrir
interferongjöf
GlasKow, 15. júlí. AP.
SAUTJÁN ára skozkur
piltur.
krabbameinssjúklingur, lézt i
Bandaríkja-
flaggið í
Moskvu?
Moskvu, Washington. 15. júli. AP.
TALSMAÐUR bandariska utan-
ríkisráðuneytisins sagði 1 kvöld
að haft yrði þegar i stað sam-
band við Alþjóða ólympíunefnd-
ina og reynt að koma í veg fyrir
það með öllum ráðum og dáðum
að bandaríski fáninn verði dreg-
inn að húni við slit ólympíuleik-
anna i Moskvu.
Talsmenn ólympíunefndarinnar
sögðu í Moskvu í dag, að það væri
viðtekin venja við slit hverra leika
að draga að húni fána þeirrar
þjóðar er sæi um næstu leika, og
yrði því ekki breytt að þessu sinni,
en næstu sumarleikar verða
haldnir i Los Angeles 1984. Tals-
maður nefndarinnar sagði að
lokaathöfnin væri óviðkomandi
þeirri þjóð er væri gestgjafi leik-
anna hverju sinni, hér væri um
sið á vegum Alþjóða ólympíu-
nefndarinnar að ræða, er ekki
yrði varpað fyrir róða.
gær, en hann hafði verið til
sprautumeðferðar með „undralyf-
inu“ interferon. Lyfið hefur verið
notað við meðferð krabbameins i
Bretlandi frá þvi skömmu eftir
áramót, og i maimánuði lézt ann-
ar krabbameinssjúklingur er hlot-
ið hafði interferonsprautur.
Samkvæmt upplýsingum heil-
brigðisyfirvalda, hafði skozki pilt-
urinn fengið interferonsprautur
reglulega frá því í marzmánuði.
Hann var þá með krabba á mjög
alvarlegu stigi, og sagði læknirinn
sem annaðist hann, að þá þegar
hefði verið ljóst að ekki yrði hægt
að bjarga lífi piltsins, þar sem
meinið hefði verið nánast komið í
mikilvægar stöðvar í heila hans.
Læknirinn sagði, að þetta benti
til þess, að „velja þyrfti úr á réttum
tíma“ þá krabbameinssjúklinga
sem beita ætti interferonmeðferð,
lyfið virtist koma að litlu gagni
fyrir þá, sem hefðu krabba á háu
stigi. Læknirinn hafði einnig til
meðferðar fyrri sjúklinginn sem
lézt í maí, tveimur vikum eftir að
hafa byrjað á interferonmeðferð.
Brezk heilbrigðisyfirvöld sögðu í
dag, að ólokið væri tilraunum með
interferon þar í landi, og of
snemmt væri að segja til um
árangur af lyfjameðferðinni.
KONUFUNDUR — Sendinefndir ýmissa Arabaríkja og annarra ríkja á heimsráðstefnu kvenna í
Kaupmannahöfn gengu af fundi í gærmorgun er frú Jihar E1 Sadat eiginkona Anwar Sadats
Egyptalandsforseta, sté í ræðustól á fyrsta degi ráðstefnunnar. Kvennalið samtaka Palestínuaraba (PLO) var
meðal þeirra er gengu af fundi og var þessi mynd tekin við það tækifæri, en einn fulltrúi PLO á fundinum er
Laila Khaled, fyrrverandi skæruliði PLO, og hefur vera hennar á ráðstefnunni vakið úlfaþyt. Laila Khaled er
fyrir miðju á meðfylgjandi mynd. Simamynd — AP.
Kvennaráðstefna SÞ. í Khöfn:
„Sprengjumál“ gætu
leyst ráðstefnuna upp
„DEILUR hafa mjög sett
svip sinn á kvennaráð-
stefnu Sameinuðu þjóð-
anna hér í Kaupmanna-
höfn. „Sprengjumál* eins
og Palestínumálið gætu
orðið til þess, að ráðstefn-
an leystist upp. Ég vona,
að svo verði ekki, því mörg
mál hér eru vel unnin og
þörf,“ sagði Guðrún Er-
lendsdóttir, einn af full-
trúum íslands á kvenna-
ráðstefnu Sameinuðu þjóð-
Þegar Jihan Sadat, eig-
inkona Egyptalandsfor-
seta, steig í ræðustól, gengu
fulltrúar Arabaríkja ásamt
anna í Kaupmannahöfn
samtali við Mbl.
í
Sovétmenn auka enn
loftárásir í Af ganistan
Washington. Islamahad. 15. júlí. AP.
SOVÉTMENN hafa enn aukið loftárásir á þorp og bæi í
Afganistan, að sögn handaríska utanríkisráðuneytisins í
kvöld. Talsmaður ráðuneytisins sagði. að með aðgerðunum
væru Sovétmenn að reyna að takmarka athafnafrelsi afg-
anskra uppreisnarmanna í dreifbýli.
Taismaðurinn sagði einnig, að
mikill fjöldi Afgana hefði síðustu
daga streymt til höfuðborgarinnar
Kabul, vegna harðra bardaga rétt
norðvestur af borginni. Margir
þeirra væru í herbúðum á borg-
armörkunum, þar sem yfirvöld
hefðu varnað þeim „inngöngu" í
Kabul.
Samtök afganskra frelsisafla
tilkynntu í dag, að fleiri hundruð
sovézkir og afganskir hermenn
hefðu fallið í bardögum í landinu
síðustu daga. Um 350 sovézkir
hermenn hefðu fallið í átökum í
Paktia-héraði nálægt landamær-
um Pakistans, þar hefðu einnig
verið skotnar niður tvær þyrlur og
eyðilagðir fjórir skriðdrekar. Þá
hefðu 12 sovézkir skriðdrekar ver-
ið eyðilagðir í bardögum við Chag-
ha Saraiy í Kunarfylki, og 80
sovézkir hermenn verið felldir og
þrír skriðdrekar þeirra verið eyði-
lagðir í átökum við Spen Durrah í
Kunarfylki. Loks hefði herflugvél
verið skotin niður og sjö skrið-
drekar verið eyðilagðir við Asmar
nálægt landamærum Pakistans.
Aðrar fregnir frá Kabul herma,
að átta starfsmenn heilbrigðis-
ráðuneytisins í Kabul hafi fallið,
er Sovétmenn hófu skothríð án
viðvörunar á þorpið Butkhak aust-
ur af Kabul. Ekki er vitað, hvort
árásin var fyrirfram ákveðin eða
hvort um mistök hafi verið að
ræða.
Loks hermdu áreiðanlegar
heimildir að slegið hefði í brýnu í
dag milli sovézkra hersveita og
afganskra frelsisafla í norðurhér-
uðunum, og fóru fregnir af þó
nokkru mannfalli í röðum sovézku
herjanna. Sovézka fréttastofan,
TASS, lýsti því yfir í dag, að
ekkert væri hæft í þeim fregnum,
að sovézkar flugvélar hefðu varp-
að sprengjum á 50—60 þorp í
Afganistan síðustu tvær vikurnar
og fellt þúsundir manna í þeim
aðgerðum.
Hvalur
í hættu
Lundúnum, 15. júlí — AP.
FASTLEGA má gera ráð fyrir
þvi að helztu hvalategundir
verði með öllu útrýmdar að
fáum árum liðnum. verði hval-
veiðum ekki hætt, sagði Sir
Peter Scott, brezki lífríkisfræð-
ingurinn í dag. en i næstu viku
hefst i Brighton á suðurströnd
Englands fundur Alþjóðahval-
veiðiráðsins, þar sem ákveðnir
verða hvalveiðikvótar í heims-
höfunum fyrir næsta ár.
Scott sagðist ekki binda vonir
við að samþykkt verði hvalveiði-
bann í næstu viku, en gera yrði
allt til þess að tryggja að eitt-
hvað miði í þá átt.
Hann sagði að það yrði skref í
rétta átt ef notkun „kalda“ skut-
ulsins yrði bönnuð, einkum við.
hrefnuveiðar á Indlandshafi og
við Suðurheimskautið. Einnig ef
samþykkt yrði griðasvæði fyrir
hrefnur á þessum hafsvæðum.
Ennfremur ef bannaðar yrðu
með öllu veiðar búrhvala á
Norður-Kyrrahafi og í Norður-
Atlantshafi, „þar sem ástandið
hefur færst til verri vegar".
Japanir og Sovétmenn eru
helztu hvalveiðiþjóðir, og er 99 af
hundraði allrar hvalkjötsfram-
leiðslu í heiminum neytt í Japan.
Auk þessara tveggja þjóða
stunda Brazilíumenn, Chilebúar,
íslendingar, Suður-Kóreumenn,
Norðmenn, Perúbúar, Spánverj-
ar og Formósubúar hvalveiðar.
fulltrúum kommúnista-
ríkja af fundi í mótmæla-
skyni, og mynduðu fyrir
utan dyrnar klapplið til að
trufla ræðu Jihan. Meðal
fulltrúanna, sem gengu af
fundi, var hin alræmda
Leila Khaleb, en hún tók
þátt í flugránum í upphafi
síðasta áratugs og komst á
forsíður heimsblaðanna.
Spurst hefur, að ísraels-
menn hyggist fara þess á
leit við Dani, að hún verði
framseld. Koma Khaleb til
Danmerkur hefur valdið
miklum úlfaþyt og hún
hefur verið kölluð „sendi-
boði dauðans". Dönsk
stjórnvöld hafa sætt gagn-
rýni fyrir að heimila henni
að koma til landsins.
Auk þessara deilna, greip
fulltrúi Kína iðulega framí
fyrir fulltrúa Kúbu, er hún
hélt ræðu. Kúbanski full-
trúinn, hins vegar, veittist
harkalega að Bandaríkjun-
um. Þá var því slegið upp í
dönskum blöðum í dag, að
danska sendinefndin muni
ganga af fundum ráðstefn-
unnar, ef samþykktar
verða vítur á ísraelsmenn.
Þannig er hver höndin upp
á móti annarri í Kaup-
mannahöfn og „hin þörfu
mál“ — það er jafnréttis-
barátta konunnar — hefur
fallið í skugga illdeilna og
sundurþykkju.
Sjá nánar frétt bls. 13.