Morgunblaðið - 16.07.1980, Page 5

Morgunblaðið - 16.07.1980, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ1980 5 Ferðamálastjóri: Innlendir aðilar vilja vernda hags- muni sína ÞETTA er nú ekki í miklum mæli ennþá, menn, sem vinna að ferða- þjónustu hér á landi. vilja tryggja stöðu sína og hagsmuni gagnvart erlendum aðilum. sem skipuleggja hingað ferðir fólks, og vilja ekki að þeir sjái að öllu leyti um þá hér innanlands, sagði Ludvig Hjálm- týsson ferðamálastjóri i samtaii við Mbl. í gær, en á Ferðamála- ráðstefnu var samþykkt ályktun þar sem varað er við þeirri þróun að erlendar ferðaskrifstofur taki að sér skipulag hópferða til ís- lands. Ferðamálastjóri sagði að í gildi væri samþykkt milli Norðurland- anna og margra Evrópuþjóða þar sem segði að ekkert mætti gera til að torvelda ferðir manna milli landa, en hér væri verið að vara við þeirri þróun að erlendir aðilar færu um of inn á verksvið innlendra aðila, svo sem leiðsögumanna o.fl. er hafa með erlenda ferðamenn að gera. l.jó«in. Höndlað með hamborgara i hamborgarabíl i höfuðborginni. Við teljum að flug- öryggi sé f ullnægt — segir forstjóri Flugleiða NEITUN flugumferðarstjóra á Akureyri um yfirvinnu á kvöldin hefur haft í för með sér vissa erfiðleika fyrir okkur, en við höfum reynt að bjarga okkur á annan hátt, með því að senda menn okkar norður til að gefa flugvélunum nauðsynlegustu upplýsingar um veður, vindátt, vindstyrk o.fl., sagði Sigurður Helgason forstjóri Flugleiða í samtali við Mbl. — Ég tel fráleitt að hér sé verið að stofna öryggi farþega og flugvéla í hættu. Öryggisnefnd FÍA er hvorki mótfallin né sam- þykk þessu fyrirkomulagi, hún er hlutlaus og því teljum við að öryggi sé fullnægt. Enda myndum við ekki leggja út í neina tvísýnu og gengjum ekki í berhögg við vilja öryggisnefndarinnar, sagði Sigurður. Hann kvaðst ekki vita til að lausn þessa máls væri í sjónmáli og sagði hann Flugleiðir brátt íhuga breytta áætlun ef sýnilegt væri að ekki rættist úr. — Annars eru þessar sífelldu deilur við einstaka starfshópa mikið áhyggjuefni og valda þær erfiöleikum i allri skipulagningu ferðaþjónustu, hélt Sigurður áfram. — Tíðindin spyrjast út og menn eru farnir að vantreysta íslendingum þegar um er að ræða ferðamál, því verkföll geta hvenær sem er skollið á og skemmt fyrir, enda ber þau mjög oft upp á mesta annatíma. Erlendir ferðaskrif- stofumenn eru farnir að hrista höfuðið þegar sölumenn okkar koma til að kynna landið og ferðir hér, og samdrátt í komu ferða- manna hingað má án efa rekja að nokkru til þessa álitshnekkis. Var að forð- ast árekstur í FRÉTT í þriðjudagsblaðinu var missagt að bifreiðarstjóri sendi- ferðabifreiðar hafi misst stjórn á bifreið sinni á Karlabraut svo að hún valt. Hið rétta er að hann var að forða árekstri við vinnutæki, sem ekið var út á götuna. Maður- inn meiddist í baki og á hendi. Siguröur Helgason um nýtingu flugmanna: Samanburður okkar gefur rétta mynd ÉG VEIT ekki hvoru megin sönnunarbyrðin liggur, en töl- ur okkar eru íengnar af sam- anburði við flugmenn annarra áætlunarflugfélaga á leiðinni yfir Norður-Atlantshaf og mér finnst því að flugmenn ættu að leggja fram tölur sínar, sagði Sigurður Helgason forstjóri Flugleiða, er hann var spurð- ur um viðbrögð við áskorun formanns Félags ísl. atvinnu- flugmanna að hann sannaði tölur um verri nýtingu flug- manna Flugleiða en annarra flugfélaga. — í þessum tölum er ekki notaður samanburður við leigu- flugfélög, enda gæfi slík viðmiðun ekki rétta mynd, sagði Sigurður ennfremur, — en samanburður á Flugleiðum og öðrum flugfélögum á Norður-Atlantshafsleiðum gefur fyllilega rétta mynd. Sigurður Helgason kvað lagða á það mikla áherslu af hálfu Flugleiða í yfir- standandi samningaviðræðum við flugmannafélögin, að ná betri nýtingu flugmanna, en slíkt væri nauðsynlegt til að Flugleiðir sætu við sama borð og önnur flugfélög á sömu leiðum og að félagið væri samkeppnisfært. Kvað hann í þessu sambandi launin ekki skipta höfuðmáli, nýtingin væri það sem mest væri um vert að fá lagfært. Hlé er nú á samningaviðræðum Flugleiða og félaga flugmanna fram í ágústbyrjun. Palle Fischer gest- ur Norræna hússins NORRÆNA húsið í Reykjavík hefur veitt danska rithöfundin- um Palle Fischer styrk til að gista ísland og er hann væntan- legur á næstunni. Palle Fischer er fæddur í Kaupmannahöfn 1928 og var móðir hans sænsk. Danski rithöfundurinn Palle Fischer. Að loknu háskólanámi var hann um hrið lektor í dönsku í Stokkhólmi. Fyrsta skáldsaga hans, „Skal vi gifte os med Miss Simpson", kom út árið 1963 og sú næsta, „Ikke særlig merkelig aften", tveimur árum seinna og vöktu þær báðar mikla eftirtekt í Danmörku. Nokkrar fleiri skáldsögur hafa komið út eftir hann svo og ritgerðasafn. í haust er væntanleg ný bók, „Den store badedag". Segir í frétt frá Norræna húsinu að verk Palle Fischer einkennist mjög af áhuga hans á manninum og eðli hans, hann dragi mjög fram hinar dýrslegu hvatir mannsins og þar sem hann komi mjög auga á hið kátlega í fari mannsins verði lestur bóka hans ekki til að vekja með lesendum leiða og þunglyndi, miklu fremur samúð með mannin- um og umhverfi hans. Þá segir i frétt Norræna hússins að það muni halda áfram eftir föngum að bjóða norrænum lista- mönnum styrki til að sækja heim ísland í því skyni að kynna sér land og þjóð. Herraskór í úrvali Stæröir 40—45 1. Ljósir, kr. 29.900.- 2. Brúnir, kr. 29.900.- 3. Brúnir, kr. 35.800.- 4. Hvítir, kr. 25.500.- 5. Ljósbrúnir, kr. 29.900.- 6. Ljósgráir, kr. 33.500.-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.