Morgunblaðið - 16.07.1980, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ1980
7
Yfirlýs-
ingagleði
Ekki fer á milli mála, að
formanni Framsóknar-
flokksins, Steingrími
Hermannssyni, þyki gam-
an að koma fram í fjöl-
miðlum. í sjálfu sér er
ekkert annað en gott um
það að segja, að stjórn-
málamenn séu iðnir við
að segja kjósendum
skoðun sína á þeim mál-
efnum, sem hæst ber
hverju sinni á hinum póli-
tíska vettvangi. Stjórn-
málabaráttan er ( senn
fólgin í kynningu á
mönnum og málefnum.
Skoðanamótun stjórn-
málamanna auðveldar
þeim leiðsögn þeirra og
forystu, þegar þeir kom-
ast (valdaaðstöðu.
Við myndun núverandi
ríkisstjórnar tók Stein-
grímur Hermannsson að
sér embætti sjávarút-
vegsráðherra. Hann hefur
nú setið í því í rúma sex
mánuði og óhatt er að
segja, að útlitið í útgerð-
armálum og fiskvinnslu
hafi sjaldan verið svart-
ara en nú, þrátt fyrir allar
yfirlýsingar ráöherrans.
Enda bera þær alltof oft
keim af því, að ráöherr-
ann viti ekki alltaf um
hvað hann er aö tala.
Ólafur Björnsson í
Keflavik vAur máls á
þeim vandræöum, sem af
þessari yfirlýsingagleði
getur leitt, í grein hér í
blaðinu í gær. Þar segir
meðal annars, þegar fjall-
að er um óljósar hug-
myndir sjávarútvegsráö-
herra um mótun fisk-
veiöistefnu: „Dagskipan-
in er að minnka vetrarafla
og óskilgreindar hug-
myndir um að „Takmarka
landanir fremur en veið-
ar“. (Hvað átt er viö með
þeirri hugmynd vefst fyrir
flestum, tæpast er mein-
ingin að geyma fiskinn í
skipunum).11
Síðan Steingrímur Her-
mannsson varð sjávarút-
vegsráðherra, hefur ekki
verið rætt um annað mál
meira en mótun nýrrar
fiskveiðistefnu. Þrátt fyrir
sex mánaða yfirlýsinga-
straum frá ráðherranum,
er engum enn Ijóst,
hvaöa fiskveiðistefnu
hann aöhyllist. Óhætt er
að fullyrða, að enginn
óskar eftir því, að stjórn-
málamenn séu sí og æ að
láta til sin heyra um ekki
neitt. Væri athugandi
fyrir sjávarútvegsráð-
herra að hafa það í huga
framvegis.
Á móti
innlendri
skipasmíöi
Með ofangreinda fyrir-
vara á gildi yfirlýsinga
sjávarútvegsráðherra í
huga, verða menn aö lesa
eftirfarandi ummæli hans
í viðtali við Vísi sl. laugar-
dag: „Ég vil stuðla aö því,
aö gamlir togarar fari úr
landi og nýir komi í stað-
inn. Með því móti verður
að vísu einhver aukning í
sóknarþunga, en ekki
eins mikil og ef togararn-
ir væru smíðaðir innan-
lands og engir færu í
staðinn. Eg er því hlynnt-
ari kaupum að utan en
nýbyggingu innanlands."
Síðan gefur ráðherrann
til kynna á hvern hátt
hann telur að fram-
kvæma eigi þessa reglu,
sem miöar að því aö taka
togarasmíðar frá innlend-
um skipasmíðastöðvum.
Hann er spurður um það,
hvort skuttogarinn Guð-
björg, sem seldur hefur
verið úr landi, komi ekki
strax aftur og ráðherrann
svarar með þessum
hætti: „Ef einhverjir
menn komast undir regl-
ur Fiskveiðasjóðs með að
senda skip úr landi og
kaupa annað í staðinn, þá
skiptir það ekki máli út af I
fyrir sig hvort það er |
Guðbjörgin eða annar
norskur togari, því hún I
verður orðin norskur tog- |
ari þá.“ (I) Og síðan bætir
ráðherrann við, að aldur |
Gubjargarinnar sé orðinn ,
svo hár, að endurnýjun >
sé æskileg.
Erfitt er aö slá nokkru I
föstu um það, hvað ráð- i
herrann er að fara með '
þessum orðum um stefnu |
sína varðandi endurnýjun .
fiskiskipaflotans. Þau eru I
( ætt viö setninguna I
„Takmarka landanir
fremur en veiðar“, en þó |
virðist af þeim mega i
ráða, aö Steingrímur Her- '
mannsson sé andvígur |
innlendri skipasmíði, af .
því að hún komi í veg I
fyrir, að unnt sé að fá i
leyfi til að kaupa nýjan
togara inn ( landið með |
því skilyrði, að eldri tog- <
ari sé seldur úr landi, en '
hann síðan fluttur inn |
aftur, eftir aö hann er
orðinn eign norskra aðila. I
Líklega á áhugi ráðherr- i
ans á slíkum eignatil-
færslum rætur að rekja til |
þess, aö rikisstjórnin hef- .
ur sérstakan áhuga á I
hvers konar milliliða- |
gróða og tilfærslum en
ekki nýrri verðmæta- I
sköpun. Verður þess i
vafalítið ekki langt að '
bíða, að sett verðl á fót |
sérstök ríkisstofnun til að .
greiða fyrir slíkum við- I
skiptum. |
TIL SÖLU
Lítið notuð
offset prentvél
St: 48x36 cm.
PRENTSMIÐJAN
SIMI 66416
Húsgögn á
Vörumarkaðsverði
Veggkorktöflur 3 stæröir, verð frá kr. 3.800.-
Furu veggbaðskápar, verð frá kr. 23.300.-
Speglar í fururamma, 6 stærðir, verð frá kr.
9.400.-
Frístandandi fatahengi úr brenni, verð kr.
25.200.-
Furublaöagrindur, verð frá kr. 11.400.-
Barnaborð með skúffu og 1 stóll úr brenni
kr. 19.700.-
Vegghillur — Kryddhillur — Kollar — Blóma-
grindur — Veggskápar — Rimlabekkir —
Diskarekkar — Hornhilla — Bakkaborð —
Hornskápar.
Ármúla 1 A. Sími 86112.
SALTKÖR - PLASTSTAMPAR - LÍNUSTAMPAR
Frá A/S STRAUMPLAST í Noregi bjóðum viö hvít
plastkör (polyethylen) í fleiri stærðum, sérstaklega
fyrir fiskiðnað og báta. Körin eru ótrúlega sterk og
auðvelt er að þrífa þau. Auövelt er að flytja körin meö
handafli og hvolfa úr þeim með lyftara.
Eftirfarandi stærðir eru á boöstólum:
— Söltunarkör 680 I með tvöföldum veggjum.
— Plaststampar 50-80 og 100 lítra.
— Línustampar 70 lítra.
A/S STRAUMPLAST hefur einnig á boöstólum
rotþrær úr þlasti og dreneringslagnir fyrir nýbygg-
ingar.
TRAUST h/f framleiðir:
— Lausfrystitæki, sérsmíöuð hér-
lendis.
— Saltflutninga- og söltunarkerfi
fyrir saltfiskverkendur.
— Skreiöarpressu sjálfvirka, sem
afkastar um 50 pökkum af
skreió á klukkustund og setur
pakkana í poka.
— Losunarbúnað fyrir fiskikassa.
— Kassaþvottavél.
— Slægingarvél fyrir kolmunna.
— Hreinsibúnaö fyrir frá-
rennsli.
— Hausara.
— Bryggjukrana.
— Fiskgáma í fiskiskip.
Fiskvinnsluvélar • Verkfræðileg ráðgjafarþjónusta • Skipulagning
TRAUST h/f flytur inn:
— Lausfrystitæki spíralgerö frá
Lewis Refrigeration Co.
— ísvélar fyrir skip og landstöövar
— Klórtæki.
— Rafmótora.
— Færibönd.
— Sjálfvirkar kælaklefahuröir.
— Gíra og gírmótora.
— Lykteyöingartæki fyrir fiski-
mjölsverksmiðjur.
— Kvarnir fyrir fiskúrgang.