Morgunblaðið - 16.07.1980, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 16.07.1980, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ1980 13 Kvennaráðstef na SÞ Allt logar í deilum í Khöfn „DEILUR haía mjög sett svip sinn á kvennaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna hér i Kaupmannahöfn. „Sprengjumár eins og Palestínumálið gætu orðið til þess, að ráðstefnan leystist upp. Ég vona að svo verði ekki, því mörg mál hér eru vel unnin,“ sagði Guðrún Erlendsdóttir, einn af fulltrúum íslands á kvenna- ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn. „Þegar eiginkona Anwars Sad- ats Egyptalandsforseta steig í ræðustól í dag gengu fulltrúar Arabaríkja af fundi í mótmæla- skyni. Það urðu dálítil læti því mikið klapplið var meðan hún flutti ræðu sína. Þá var fulltrúi Kína sífellt að grípa fram í fyrir fulltrúa Kúbu á meðan hún flutti ræðu sína. Þá er enn eitt „sprengjumálið". í dönsku blöðunum var því slegið upp í dag, að danska sendinefndin muni ganga af ráðstefnunni ef sam- þykktar verði vítur á ísrael," sagði Guðrún. Guðrún sagði, að ræða íslands yrði flutt á fimmtudag. Bæklingi yrði þá dreift meðal ráðstefnu- gesta, þar sem minnzt yrði á ýmis málefni, sem hefðu horft í fram- faraátt i réttindabaráttu íslenzkra kvenna. Guðrún nefndi í þessu sambandi þrjú mál — kvennafrí- daginn 19/6 1975, jafnréttislög- gjöfina og kjör Vigdísar Finn- bogadóttur sem forseta íslands. „Kjör Vigdísar hefur vakið óskap- lega athygli og sífellt er verið að spyrja okkur um Vigdísi. Það virðast bókstaflega allir vita af kjöri hennar og sífellt er verið að spyrja okkur hvort Vigdís muni ekki láta sjá sig í Kaupmanna- höfn,“ sagði Guðrún að lokum. Einar Ágústsson, sendiherra ís- lands í Kaupmannahöfn, er for- maður íslenzku sendinefndarinnar en aðrir nefndarmenn eru: Guðrún Erlendsóttir, Berglind Ásgeirs- dóttir, María Pétursdóttir, Guð- ríður Þorsteinsdóttir, Bergþóra Sigmundsdóttir, Ingibjörg Haf- stað, Vilborg Harðardóttir og Sig- ríður Thorlacius. í AP-fréttum frá ráðstefnunni segir, að deilur Araba og ísraels- manna hafi valdið mikilli truflun. Margir ræðumanna hafi notað ráðstefnuna til að koma pólitísk- um skoðunum sínum á framfæri þrátt fyrir yfirlýsingu um, að ráðstefnan skuli vinna að bættum hag kvenna — og halda sig utan við pólitískt dægurþras. Kínverjar réðust á Sovétríkin, Kúba lýsti andúð á Bandaríkjun- um. Áheyrnarfulltrúar frá PLO notuðu hvert tækifæri til að koma skoðunum sínum á framfæri. Full- trúar Arabalanda og flestra járntjaldslandanna gengu af fundi þegar Jihan Sadat, kona Egypta- landsforseta, steig í ræðustól. Þrátt fyrir það sagði sendinefnd Araba, að mótmælin beindust ekki að Jihan persónulega heldur að manni hennar og stefnu Egypta. í ræðu sinni lagði frú Sadat til að ráðstefnan gæfi frá sér yfirlýs- ingu, þar sem þess væri krafizt að ísraelsmenn skiluðu Aröbum aft- ur löndum sínum, sem þeir hafa hersetið síðan 1967. í samtali við danskt blað vildu Israelsmenn hvorki staðfesta né neita orðrómi um, að Israelsmenn hygðust fara þess á leit við Dani, að Leila Khaleb yrði framseld í hendur ísraelskum stjórnvöldum vegna hlutdeildar í ráni á ísraelskri farþegaflugvél árið 1970. Sagði talsmaður sendiráðsins að verið væri að íhuga aðgerðir. Það vakti athygli, að Kínverjar voru einu fulltrúar kommúnista- landa, sem ekki tóku þátt í mót- mælaaðgerðum gegn Jihan Sadat. Að sögn talsmanns Kínverja, þá styðja þeir málstað PLO en finnst ráðstefnan ekki staður til mót- mælaaðgerða. Koma hinnar 33ja ára gömlu Leilu Khaleb til Danmerkur hefur vakið mikla athygli og deilur. Sagt er að Isralesmenn muni fara fram á framsal hennar, en hún var viðriðin flugrán í upphafi síðasta áratugs. Samsæris- menn teknir fastir Tel Aviv. 15. júlí. AP. ÍSRAELSKAR öryggissveitir hafa handtekið fjóra Palestínuaraba frá Gaza-svæðinu, sem hafa haft í hyggj u í meira en ár, að myrða Ariel Sharon, landbúnaðarráð- herra ísraels. Fréttir í ísraelskum blöðum hermdu, að samsærismennirnir hafi ætlað að láta til skarar skríða gegn Sharon innan viku. Sharon er formaður nefndar, sem hefur umsjón með búferla- flutningum ísraelsmanna til Gaza-svæðisins, en Palestínuarab- ar líta á hann sem ógnun við áætlun þeirra um að stofna sjálfstætt ríki í Palestínu. Zenko Suzuki kosinn formaður FRJÁLSLYNDI flokkurinn í Japan kaus i dag Zenko Suzuki formann flokksins eftir lát Ohira, og mun hann taka við stöðu forsætisráðherra síðar i vikunni. Suzuki er 69 ára gamall og varð nýlega formaður fram- kvæmdanefndar flokksins. Hann þykir góður samningamaður og hefur oft greitt úr ágreiningi innan flokksins. Hann er litt þekktur af almenningi og hefur aldrei gefið opinberar yfirlýs- ingar um umdeild atriði eins og útgjöld til hermála eða hlutverk Japans sem vaxandi efnahags- og stjórnmálaveldis i heiminum. Hreinsanir í Kóreu Seoul, 15. júlí — AP. YFIRVÖLD í Suður-Kóreu til- kynntu í dag að 4.760 opinber- Veður Akureyri 10 skýjaö Amsterdam 18 skýjaó Aþena 35 heiöskírt Berlfn 20 skýjaó BrUssel 19 skýjað Chicago 36 heiðskírt Feneyjar 25 þokumóða Frankfurt 17 rigning Ftereyjar 10 skýjað Genf 20 rigning Jerúsalem 28 heiöskírt Jóhannesarborg 18 heiðskírt Kaupmannahöfn 17 skýjað Lissabon 28 heiöskírt London 18 skýjaö Los Angeles 30 skýjað Madríd 33 heiðskírt Malaga 26 léttskýjað Mallorca 26 léttskýjað Miami 34 skýjað Moskva 14 heiðskírt New York 33 heiðskírt Ósló 20 skýjað París 20 ríqninq Reykjavík 10 rigning Rómaborg 28 heiöskírt Stokkhólmur 20 skýjað Tel Aviv 30 heiðskírt Tókýó 29 heiðskírt Vancouver 18 heiðskírt Vínarborg 19 skýjað um embættismönnum hefði ver- ið sagt upp störfum, en í fyrri viku var 232 háttsettum emb- ættismönnum vikið úr starfi, og hafa því 4.992 opinberir starfsmenn orðið fyrir barðinu á hreinsunum í stjórnstofnun- um landsins. Talsmaður stjórnarinnar sagði, að þessar hreinsanir væru liður í þeirri viðleitni yfirvalda að útrýma spillingu og ótryggð úr embættismannakerfinu. Hann sagði að aðgerðunum væri ætlað að endurvekja traust al- mennings á yfirvöldum. 1969 — Apollo 11 skotið frá Kanaveralhöfða með fyrstu menn- ina sem eiga að ienda á tunglinu. 1962 — Úrskurðað í Norður- Rhódesíu að um slys hafi verið að ræða þegar Dag Hammarskjöid fórst með flugvél. 1951 — Leopold III Beigakonung- ur leggur niður vöid. 1949 — Kínverskir þjóðernissinn- ar stofna æðsta ráð undir forystu Chiang Kai-shek og brottflutning- ur til Taiwan hefst. 1945 — Fyrsta kjamorkusprengj- an springur í Nýju Mexíkó og kjarnorkuöid hefst. 1925 — Fyrsta þjóðkjörið þing í írak kemur saman. 1918 — Nikulás II Rússakeisari myrtur — Grikkir sigra Tyrki við Kutania í Tyrklandi. 1855 — Brezka þingið samþykkir að ríkin í Ástralíu nema Vestur- Ástralía fái sjálfstjórn. 1809 — Uppreisn hefst í Efri-Perú gegn stjórn Spánverja. 1649 — Mananiello, ieiðtogi upp- reisnar í Napoli gegn Spánverjum, ráðinn af dögum. 1537 — Jacques Cartier kemur úr annarri iandafundaferðinni í vest- urveg. 622 — Múhameðskt tímatal hefst. Afmæli. Sir Joshua Reynolds, enskur listmálari (1723—1792) — Roald Amundsen, norskur land- könnuður (1872-1928) - Trygve Lie, norskur stjórnmálaieiðtogi (18%—1968) — Ginger Rogers, bandarísk leikkona (1911—). Andlát. 1216 Innocentius páfi III — 1828 Jean Antoine Houdon, myndhöggvari — 1953 Hilaire Beloc, rithöfundur. Innlent. 1627 Tyrkir ræna Vest- mannaeyjar — 1874 Ráðgjafi skipaður fyrir ísland (C.S. Klein) — 1885 Fensmark bæjarfógeta á ísafirði vikið frá fyrir sjóðþurrð — 1889 Hið íslenzka náttúrufræðifé- lag stofnað — 1932 Bruggunar- verksmiðja finnst í Reykjavík — 1945 útför Guðmundar Kamban — 1953 Alþingiskosningar — 1968 Fernt fórst með Piper Cherokee — 1970 Útför Bjama Benediktssonar — 1973 Hannibai Vaidimarsson biðst lausnar og Björn Jónsson tekur við — 1974 Geir Hallgríms-' son óskar viðræðna um samstöðu til lausnar efnahagsvanda — 1863 f. Sigurður Thoroddsen. Orð dagsins. Stjórnmálamaöur er maður sem fylgir stefnu, sem þú ert ósammála; ef þú ert sammála honum er hann stjórnvitringur — David Lloyd George, brezkur stjórnmálaieiðtogi (1863—1945). ámánudag ÍSAFJARÐAR - AKUREYRAR - HÚSAVÍKUR Vörumóttaka í A-skáia til kl. 15°° á föstudag Hafóu samband EIMSKIP SIMI 27100

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.