Morgunblaðið - 16.07.1980, Qupperneq 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ1980
Kirkjukór Akraness
Kannski vita þeir
meira um okkur
pn ÁAur Fráferö
cii duur KirkjUkórs
Berlín
(Eyjaborgin)
Til Berlínar komum við er
kvelda tók, laugardaginn 31. maí.
Fengum við nærri ofbirtu er við
litum hótelið sem var það glæsi-
legasta sem þessi hópur hafði áður
séð. Þetta hótel heitir Palashótel
og kafnar ekki undir nafni, enda 5
stjörnu hótel. Þetta er ævintýra-
lega falleg bygging. Fórum við
þarna á skemmtistað í kjallara
hótelsins um kvöldið og var hann
ólíkur öllum slíkum stöðum sem
við höfum séð. Þetta hótel er
hannað af Svíum. Skammt frá
hótelinu er gríðarlegur útsýnis-
turn á þriðja hundrað m hár. Við
fórum þó aðeins í 200 m hæð með
lyftu og litum þar yfir hina miklu
en tvískiptu borg Berlín. Það er
ömurlegt að hugsa um alla þá sorg
sem þessi skipting hefur skapað.
Að morgni sunnudags 1. júní
skoðum við Pergamon safnið, sem
er safn fornra minja. Hér er hið
fræga Pergamon altari, en eins og
víðar er hér alltof margt að sjá á
of stuttum tíma. Minnistæðust
verður mér héðan gatan og borg-
arhliðið frá Babýlon sem hér
stendur í fullri stærð, Nebúkad-
nesar II hefur greinilega verið
smekkmaður hvað sem öðru líður.
Hér í Berlín er betra loft. Er hér
aðallega véla- og rafmagnsiðnaður
svo og postulínsverksmiðjur. Við
ökum um borgina áður en við
yfirgefum hana. Hér sjáum við
barnaleikvöll með ýmsum ævin-
týrapersónum, barnakaffihús og
vöruhús þar sem fullorðnir fá
aðeins aðgang í fylgd barna.
Auvitað er hér fullt af íþróttavöll-
um, skautahöll einnig. Við sjáum
hér næstelstu kirkju í Berlín,
byggða 1295 og Dómkirkjuna,
geysifallega byggingu. Franska
dómkirkjan stendur hér öll sund-
urskotin hið ytra, samt eru fluttar
þar guðsþjónustur. Það er undar-
legt að sjá tré tekin að vaxa á
sundurskotnum veggjum sumra
húsanna. Kannski táknrænt um
sigur lífsins yfir dauðanum.
Við kveðjum
Ingiborgu
Með hálfgerðri tregðu yfirgef-
um við þetta luxushótel. Við skilj-
um nú líka við leiðsögukonu okkar
Ingiborgu og mann hennar. Þessi
ágætu hjón tárast, er þau eru
kvödd af hópnum með gjöfum og
söng. Og það veit ég að við munum
fús verða við þeirri beiðni þeirra
að hugsa til þeirra síðustu mínútu
þessa árs og þá fyrstu þess næsta.
Ég er sannfærð um að söngur og
tónlist er þess megnugri en nokk-
uð annað að sameina hjörtu
manna hvar í heiminum sem er.
Ég vona líka að með þessari ferð
höfum við lagt okkar litla lóð á
vogarskál bættrar sambúðar og
skilnings í heiminum og ef svo er
getum við vel við unað.
Komið til
Hamborgar
Okkur brá nokkuð í brún er við
komum í hótel það í Hamborg sem
við skyldum dvelja á. Ekki var
þarna sturta eða bað finnanlegt
utan 2 herbergi sem reyndust
innihalda þennan lúxus. Ég held
að þetta hótel mundi flokkað
undir farfuglaheimili hér. En
kannski hentar það þó bezt fugl-
um himins, að minnst kosti hið
efra. Var svo lágt til lofts þar að
það var haft að gamanmálum að
menn gætu ekki greitt sér utan að
beygja höfuð sín. En auðvitað var
þessu öllu slegið upp í grín, því
það var skapgott fólk í þessari
ferð.
2. júní var æfing í Nikolaikirkj-
unni. Fórum við öll með neðan-
jarðarlest. Á eftir var farið í
skoðunarferð um borgina. Það var
stór munur hvað hér var betra loft
en á hinum stöðunum. Hér var
jafnvel dálítil gola. Þetta er geysi-
lega falleg borg. Um 50 prósent
vötn og skógar. Verzlun og sigling-
ar ráða hér ríkjum svo sem allir
vita.
Við ókum m.a. um auðmanna-
hverfi þar sem hver fermetri í lóð
kostar 5000 mörk. „Dýr mundi
Hafliði allur". Hér er allt gert til
að stemma stigu við mengun.
Auðvitað hafa Arabar haslað sér
völl hér í hverfinu og meðal
annars byggt sér „Mosku".
Tónleikar í
Nikolaikirkjunni
3. júní eru tónleikar í Nikolai-
kirkjunni. Það er mjög gaman að
syngja þarna og okkur er vel tekið
(sjá gagnr.). Okkur var boðið heim
til kórfólks sem gist hefur Akran-
es. Það var verulega gaman að
koma svona í heimahús og mót-
tökur allar rausnarlegar eins og
allsstaðar. Á heimleiðinni hendir
nokkur okkar það ævintýri að vera
keyrð heim af „strætó" sem fram-
takssömum ferðafélaga okkar
tókst að stoppa á götunni. Söng
bílstjórinn með okkur fullum hálsi
Lorelei og Góða tungl. Auðvitað
sungum við á okkar beztu þýzku
fyrir manninn, sem keyrði okkur
heim á hótel. Kannski maður fari
að reyna þetta í Reykjavík.
Kannski sú fegursta
í Liibeck
4. júní skoðum við Lúbeck.
Ræðismaðurinn kemur til móts
við okkur og fer með okkur um
borgina. Hér sjáum við heilar
götur frá dögum Hansakaup-
manna. Ég held að þessi borg sé sú
fegursta ef frá er talin Dresden,
en um það má lengi deila. Það sem
vekur sérstaka athygli er hversu
húsnæðismál aldraðra hafa verið
leyst hér á skemmtilegan hátt.
Aldrað fólk býr hér í gömlu hverfi
með þröngum göngugötum. Húsin
eru allar götur frá 1600 sum hver
og líkjast ævintýrahúsum. Þessar
götur eru svo lokaðar frá strætum
borgarinnar og skarkala heimsins
með hurðum. Þetta er lítil paradís.
Heimur út af fyrir sig. Öll húsin
Akraness
um Þýzkaland
hafa lítinn reit til ræktunar blóma
eða annars. Okkur er boðið í kaffi
og heimabakað hjá gæðakonum í
söfnuði Dómkirkjunnar í Lúbeck.
Þar höldum við tónleika um kvöld-
ið við góðar undirtektir (sjá
gagnr.). Um kvöldið sitjum við
veizlu í Ráðhúskjallaranum, í boði
sendiráðsins, að sjálfsögðu er
sungið fyrir fóikið þarna. Þetta
var mjög skemmtileg kvöldstund,
og elskulegar móttökur sem við
fengum þarna.
Ókeypis bað
og óvænt
5. júní eru flestir uppteknir af
að skoða sig um. Búðargluggarnir
eru líka stútfullir af hverskyns
freistingum, dýrum sem ódýrum.
Enda hefur hlaupið slík gróska í
farangurinn að engu er líkara en
um offjölgun sé að ræða hjá
töskunum. Eru strákagreyin sem
keyra bílana hugsandi yfir þessum
ósköpum. Nú fer að líða að lokum
hér í Hamborg og það er farið út
að borða á Zillertal. Reynast þar
landar fyrir allfjölmennir. Eins og
allir ferðalangar erum við forvitin
og höldum nokkur saman út að
skoða hina frægustu af öllum
frægum götum þessarar borgar.
Þarna er okkur kvenfólkinu fylli-
lega bætt upp sturtuleysið á hótel-
inu með hressandi baði. Var synd
að segja að dömur götunnar
drægju af sér við að baða okkur úr
hinum ólíklegustu ílátum. Einn
orðheppinn ferðafélagi sagði þetta
vera verkakvennafélagið á staðn-
um og væru þær að verja sinn
óskoraða rétt. Taldi hann þó að
þær væru öllur herskáari en
meðlimir í Verkakvennafél. Akra-
ness.
6. júní er ekið langleiðina til
Bonn og gist þar í geysilega
huggulegu hóteli. Þarna er sund-
laug, grasfletir og tennisvellir.
Sumir skella sér strax í sund og
svo er það sólbaðið. Fleiri láta sér
þó nægja þann lúxus að hafa aftur
bað.
Rínarsigling
7. júní er Bonn skoðuð. Þarna
ber fyrir augu þinghúsið og aðset-
ur kanslarans. Beethoven-húsið er
heimsótt og flutt þar eitt af
verkum hans. Svo er ekið upp með
Rínarfljóti. Þetta er sá hluti
ferðarinnar sem margir hafa beð-
ið eftir spenntir. Enda er þetta
eins og kóróna ferðarinnar. Við
stígum um borð í glæsilega ferju
sem siglir með okkur upp hinn
töfrandi Rínardal. Við verðum
sannarlega ekki fyrir vonbrigðum
með fegurðina hér. Auðvitað sung-
um við Lorelei á spari-þýzkunni
okkar er við fórum fram hjá
Lorelei-klettinum. Þarna er annar
kór, frá Arkansas, og við skipt-
umst á við þau að syngja. Gist er
skammt frá Frankfurt.
Að morgni 8. er svo haldið í
„stríð" við töskur og pinkla. Það er
ánægt fólk sem setzt upp í lífs-
reynda íslenzka flugvél á leið
heim. Því alltaf er nú heimkoman
bezti hluti hverrar ferðar, þótt
góðar séu. Sjón er sögu ríkari.
Kannski vitum við nú flest svolítið
meira en áður um þessa duglegu
þjóð í þessu tvískipta en fagra
landi. Kannski vita þeir líka sumir
meira um okkur en áður.
Að endingu vil ég nota tækifær-
ið og þakka öllum ferðafélögunum
ánægjulega samveru og sérstak-
lega vil ég þakka þeim sem gerðu
þessa ferð mögulega. Sjáumst
seinna.
Þórey Jónsdóttir
Skólaðar raddir frá
Yfirskrift gagnrýninnar t Lúbeck-
er Nachrichten hófst á oröunum:
„Frábærlega skólaðar raddir frá
íslandl".
Kirkjukór Akraness bauð í fyrra-
kvðld upp á sérstæöan samsöng
(kórkonsert) í Dómkirkjunni. Þaö
sérstæöa var í því fólgiö aö fyrri
hluta tónleikanna flutti þessi 50
manna kirkjukór frá íslandi nær
eingöngu verk eftir íslensk tón-
skáld sem hér eru óþekkt, s.s. Leif
Þórarinsson, en kantata hans, „Rís
upp, ó Guö", var hápunktur tón-
leikanna fyrir hlé.
í byrjun flutti þetta ágætlega
skólaöa söngfólk rólega lofsöngva
og sálmaútsetningar sem hæföu
vel kyrrlátri kvöldstemmningunni
og kom jafnvægiö milli kvenna- og
karlaradda þægilega á óvart.
Athyglisverö tengsl áttu sér staö
þegar Antonio Corveiras lék á
Marcussenorgeliö orgelforspll
Brahms, „O, Welt, ich muss dich
lassen", en í beinu framhaldi af því
söng kórinn fjórraddað kórverk
Bach, „Nun ruhen alle Wálder".
Nýtízkulegar hljómmyndir kváöu
viö eyrum áheyrenda í kantötu fyrir
kór, einsöngvara og orgel eftir Leif
Þórarinsson. Hauki Guölaugssyni,
sem stjórnaö hefur kórnum í tutt-
ugu ár, tókst meö öryggi aö halda
saman kórköflum meö flókinn
hljómgang og oft mjög óreglulegan
takt, djúpum orgelhljómum, sem
minna á túbu, og einsöngsþáttum
sem sungnir voru uppi á orgelloft-
inu.
Til aö draga úr áhrifum slíkrar
innsýnar í tónlist samtímans feng-
um viö eftir hlé aö heyra Ave verum
corpus eftlr Mozart, sem flutt var
meö ró og nánast hlédrægni. Síðari
hluti tónlelkanna náöi hámarki meö
Requiem eftir Gabriel Fauré, sem
samiö var 1887. Aö sjálfsögöu
viröist hljómsveitarútsetningin ólíkt
veigameiri en sú sem íslensku
gestirnlr vöidu, meö hreinum orgel-
undirleik. Þaö er nú einu sinni svo
aö erfitt er aö bæta upp missi
trompetanna í Sanctus. Þrátt fyrlr
þaö tókst Kirkjukór Akraness aö
túlka þetta erfiöa verk á sannfær-
andi hátt og hvftdi túlkunin á
traustum grundvelli.
K.D.
íslandi
Die Welt segir m.a.:
Mlð- Evrópubúar eiga erfitt meö
aö venjast þeirri hugsun aö oröiö
„menning" (Kultur) sé einnig til í
útjaöri álfunnar og þar lifi fólk
menningarlífi. ísland, þar sem alls
búa 200.000 manns, sannar þetta
og smábærinn Akranes, sem hefur
5.000 íbúa, staöfestir þá fullyrö-
ingu. Kirkjukór þaöan var í helm-
sókn í St.-Nikolaikirkjunni viö
Klosterstern og var þar á feröinni
söngflokkur sem fiutti fjölbreytta
efnisskrá meö kunnáttu atvinnu-
kóra.
í lokin segir, aö gestirnir úr
norörinu kalda hafi sungiö vel, meö
skólaöri tækni undir vandaöri
stjórn Hauks Guölaugssonar.
H.O.S.