Morgunblaðið - 16.07.1980, Side 19

Morgunblaðið - 16.07.1980, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ1980 19 Guðrún Jónsdótt- ir - Minningarorð Meðfylgjandi minningargrein birtist í blaðinu i gær, en við birtingu hennar féllu niður nokkrar setningar. Aðilar eru beðnir velvirðingar á því og fer greinin hér á eftir i heild: Fædd 9. júní 1922. Dáin 3. júlí 1980. Hún var dóttir hjónanna Kari- tasar Magnúsdóttur frá Eyri í Seyðisfirði vestra og Jóns J. Bjarnasonar skipstjóra, ættuðum úr Önundarfirði, bjuggu þau hjón lengi á ísafirði. Jón og bræður hans allir voru stórbrotnir dugnaðarmenn. Rósa- munda móðir þeirra missti mann sinn Bjarna Jónsson, er börnin voru öll í bernsku, kom hún þeim öllum til mikils manndóms af hi£um mesta dugnaði. Guðrún hafði mikla starfsorku, það gilti einu að hverju hún vann, húshaldi, hannyrðum eða skrif- stofuvinnu, allt var þetta gert á þann veg, að eigi varð betur gjört. Síðastliðinn hálfan annan áratug vann hún í Menntamálaráðuneyt- inu og trúi ég að öll hennar störf væru metin að verðleikum þa., hún naut þess að starfa þar og átti ágæta samstarfsmenn. Guðrún bjó ætíð með móður sinni, þar til hún giftist 6. ágúst 1966. Eftirlifandi eiginmaður hennar er Sveinn Jónsson Sveins- sonar, útgerðarmanns á Seyðis- firði. Sveinn er mikill mannkosta- maður og prúðmenni hið mesta. Attu þau saman góða ævidaga, bæði voru þau mjög fróð, ferðuð- ust mikið erlendis og nutu þess ríkulega að kynnast öðrum þjóð- Einkabarn Guðrúnar er Kjart- an, lögfræðingur. Faðir hans er Gunnar A. Pálsson lögfræðingur. Er Kjartan einkabarn beggja for- eldra sinna. Hann ólst upp hjá móður sinni og naut mikils ástrík- is ömmu sinnar, Karitasar. Hygg ég að Guðrún hafi hlotið barnalán mikið. Síðustu árin hefur hann haldið heimili með föður sínum og er einkar kært með þeim feðgum. Ég minntist á að Guðrún hefði haft mikla starfsorku, en hún var líka mjög starfsöm, sýndi það sig best, er hún þessi síðustu ár barðist við sjúkdóm sinn, það má segja að hún hafi unnið til síðustu stundar. Hún talaði um dauðann af svo miklu raunsæi, að ég undraðist, þetta var staðreynd, ekkert víl, enginn afsláttur, allt skyldi gert meðan stætt var. Kom þar fram sú ættarfylgja — þetta óbifandi traust — er margir af ættmönnum hennar veita um- hverfi sínu. Ég kveð nú Guðrúnu mágkonu mína og þakka henni samfylgdina, á hana bar aldrei skugga. Unnur Ágústsdóttir Litmyndir eru okkar sérgrein! UMBOOSMENN UM ALLT LAND [ffl HANS PETERSEN HF BANKASTRÆTI S: 20313 GLÆSIBÆ S: 82590 AUSTURVERI S: 36161 Sir Seretse Khama, fv. forseti Botswana. VATNAMÆLINGAR ríkisins hafa á undanförnum árum dýptarmælt flestöll helztu stöðuvötn landsins að sögn Sigurjóns Rist, vatnamæl- Forseti Botswana látinn Botswana, 13. júll. AP. FORSETI Botswana, Sir Seretse Khama, lést í höfuðborginni Gabor- one í gær úr krabbameini, 59 ára að aldri. Varaforsetinn, Dr. Quett Mas- ire, sem hafði verið á ferðalagi í Kína, var kallaður heim og settur forseti, þar til þingið kemur saman á föstudag og kýs nýjan forseta. Þykir Masire vera líklegasti eftirmaður Khama. Mikil sorg ríkti um allt landið eftir að tilkynnt hafði verið um andlátið og voru kirkjur víða yfir- fullar af syrgjendum. Elísabet Englandsdrottning sló Khama til riddara 1966, þegar hann varð fyrsti forseti Botswana eftir að landið hlaut sjálfstæði. Hún sendi þjóðinni skeyti ásamt Filipusi prins, þar sem þau segjast harma mjög andlát forsetans. ingamanns. sem nýkominn er úr mælingaferð á Austurlandi. Þessar mælingar eru gerðar fyrst og fremst i sambandi við virkjanir og rannsóknir fyrir væntanleg virkj- anastæði. „Að þessu sinni voru það Brúarör- æfi og Jökuldalsheiði sem við rann- sökuðum með sérstöku tilliti til hugsanlegrar virkjunar á Austur- landi. Það er nauðsynlegt að þekkja dýpt þessara vatna því stífla í Káradal yrði í svipaðri hæð og þau,“ sagði Sigurjón. Að þessu sinni voru mæld: Þrí- hyrningsvatn, sem er allstórt vatn á Brúaröræfum. Það reyndist vera 33 ■ metra djúpt. Á Jökuldalsheiði voru svo mæld vötnin Sænautavatn, sem er 24 metra djúpt, og Ánavatn, sem er 25 metra djúpt, en það er um 8 kílómetrar að lengd. Þá var Þverárvatn mælt og reyndist vera 12 metra djúpt og loks Gripdeild, sem er 9 metra djúpt vatn. Þessi vötn liggja öll í 560—600 metra hæð yfir sjávarmáli. ONNUR UMFERÐ EYKUR ENDINGUNA AK.LVSINí.A- SÍMINN ER: 22480 Dýptarmældi stöðu- vötn á Austurlandi L

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.