Morgunblaðið - 16.07.1980, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 16.07.1980, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 1980 25 fólk í fréttum + Páll páfi annar hefur gert víðreistara í embættistíö sinni en nokkur annar fyrirrennara hans. Nú er hann á ferö í Brazilíu en þar er mannamunur meiri en víöast hvar annars staöar. Hér er páfi á tali viö brazilískan Indíána, sem er meö spjót í vinstri hendi en í þeirri hægri er krossinn, hiö helga tákn kirkjunnar. ÞEIM ER FALLS VON SEM FLASAR + Ofurhuginn Steve Lewis frá Phoenix í Arizona í Bandaríkj- unum fer hér í loftköstum af öðrum tveggja bíla, sem geyst- ust aö honum á ógnarhraða, á 100 mílum á klukkustund. Steve ætlaöi aö reyna aö stökkva yfir bílana báöa í þann mund er þeir kæmu aö honum og voru viðstaddir tilraunina sjónvarpsmenn, sem eru meö þátt, sem nefnist „Þetta er ótrúlegt“. Eins og fyrr segir lenti Steve á seinni bílnum og hlaut aö launum brotna leggi og brákuö rif. LEITAÐ AÐ LÍFSMARKI + Fyrir nokkru vildi það til, að japönsku fiskiskipi hvolfdi í miklu óveðri sem geisaöi und- an Japansströndum. Björgunarmenn sjást hér klappa utan skipsskrokk- inn í von um að heyra til þeirra sem hugsanlega kynnu að vera á lífi, innilokaðir í skipinu. Hljómsveit Ingimars Eydai. Kátir dagar með hljóm- sveit Ingimars Eydal KÁTIR dagar heitir ný hljóm- plata sem Hljómsveit Ingimars Eydals hefur leikið á og MIFA- tónbönd á Akureyri gefa út. Ing- imar hefur verið með sex manna hljómsveit í Sjallanum á Akureyri sl. þrjú ár þar til í febrúar sl. er hljómsveitin tók til við lausavinnu og plötuupptöku í þrjá mánuði, en síðan var aftur tekið til við störf í Sjálfstæðishúsinu. Platan Kátir dagar er að öllu leyti unnin á Akureyri, nema pressun, sem var gerð í Hollandi. Upptakan fór fram í Studio Bimbo á Ákureyri. Hljómsveitina skipa, auk Ingimars og Helenu Eyjólfs- dóttur, Óli Olafsson söngur, Gunnar Gunnarsson hljómborð, Eiríkur Höskuldsson gítar og bassi og Jón Sigurðsson trommur. Sumarbústaöa- eigendur Þessir vinsælu ofnar fást hjá okkur. GEíSiBf

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.