Morgunblaðið - 16.07.1980, Qupperneq 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ 1980
RAFP/NU U j
BRIDGE
Umsjón: Páll Bergsson
Líkurnar á slæmri lexu aukast
mjoj? þeKar andstæðinKarnir
segja á litil spil. Sá, sem sat í sæti
austurs hafði oft rekið sík á
þetta. Ilann ákvað því að fara
óvenju varleKa ok á daKÍnn kom,
að það var eins K«tt.
Suður gaf, austur-vestur á
hættu.
Norður S. G1097
H. KG10974
T. 1074 L. -
Vestur Austur
S. D832 S. ÁK
H. 652 H. ÁD83
T. Á32 T. 6
L. 743 Suður S. 654 H. - L. ÁKD982
T. KDG985
L. G1095
Suður opnaði á þrem tíglum og
norður sagði þrjú hjörtu. Út af
fyrir sig var sú sögn tóm vitleysa
enda kom í ljós, að austur var sá
eini, sem gat notfært sér hana.
Hann varð viss um, að spilið lægi
illa, hætti að hugsa um slemmu og
sagði bara fimm lauf. Suður dobl-
aði, það varð lokasögnin og út kom
tígulkóngur.
„Nú, hann rífur strax af mér
innkomuna. Gott að vera ekki í
slemmunni, ellefu slagirnir verða
nógu erfiðir", hugsaði austur með
sjálfum sér. Eðlileg viðbrögð virð-
ast, að taka á ásinn og svína strax
hjarta. En minnugur sagnar norð-
urs ákvað austur að eignast ekki
fyrsta slaginn. Norður hlaut að
eiga hjörtun öll sex og eftir doblið
hlaut suður að eiga laufin fjögur.
Hann lét því lágt frá blindum í
tígulkónginn en suður spilaði aft-
ur tígli, sem austur trompaði. Þá
tók austur þrjá slagi á tromp,
spaðaás og kóng og afhenti suðri
síðan slag sinn á trompið en hann
átti þá ekki annað en spaða og
tígul til að spila. Blindur átti
hæstu spilin í báðum litunum og
um leið gat austur látið í þau
tapspil sín í hjarta. En að því
loknu var tími til kominn að svína
í hjarta og fá þar ellefta slaginn.
En mínus 500 hefðu orðið stað-
reynd ef sagnhafi hefði ekki stað-
ist freystinguna í byrjun spilsins.
*
Ast er...
72.’
... oð láta hana
halda megrunar
kúrinn.
.1
1 Jp jg é o t
Wiri
>ia*
Mamma af hverju komum við
ekki með brauðskorpu handa
pabba eins og handa dýrunum i
dýragarðinum?
Teikning undirbúin á auðan vegg Alþýðuhússins.
Tólf ára krakkar máluðu
úteyjalífið á Alþýðuhúsið
„Vinna Bakkabræð-
ur hjá Hitaveitu
Reykjavíkurborgar?“
Þegar ég var nýkomin úr
sumarfríi erlendis núna í vikunni,
sagði kona í fjölbýlishúsinu, sem
ég bý í, mér frá því, að maður frá
Hitaveitunni hefði skipt um
vatnsmæli fyrir mína íbúð vegna
þess að „tölurnar hefðu ekki
hækkað milli aflestra". Þar sem
skipt var um mæli fyrir fáeinum
mánuðum (að mínu frumkvæði) og
veðrið hefur verið mjög gott síðan,
hef ég einfaldlega ekki skrúfað frá
ofnunum hjá mér síðan í byrjun
mái og þá sýndi nýi mælirinn að
notkunin hefði verið 5 tonn.
Fyrir utan sumarfrí og veður-
blíðu vil ég nefna Danfoss-kerfi og
sparsemi sem ástæðu fyrir því að
„tölurnar hækka ekki“ hjá mér.
Ég vildi gjarnan fá upplýst hjá
ráðamönnum Hitaveitu Reykja-
víkur: 1) Kostnað við akstur,
vinnulaun og nýjan mæli. 2)
Fjölda mæla, sem árlega er skipti
um á svæði H.R. án þess að haft sé
samband við notendur mælanna.
3) A að skipta aftur um mæli hjá
mér í september, ef „tölurnar
hækka ekki“ nógu mikið?
Með kaldri kveðju.
G.D. (F. 25), Kópavogi.
P.S. Fyrir heitt kranavatn er
sér mælir, sem snýst!
• Vísa til
Vigdísar
Vistmaður á Elliheimilinu
Grund sendir þessa vísu:
Hamingjan þér veitist vina
að því svo ég vík.
Vigdís borin Finnboga
dýrðar drottning slík.
Haraldur Jónsson.
Úteyjalífsmyndin á lokastigi. Þeir á efsta pallinum eru að mála
lundahausinn.
TÓLF ára nemendur í Vestmanna-
eyjum gerðu að vanda í vor
veglega veggskreytingu á eitt hús í
Eyjum, en slíkt verkefni er hluti
af prófi þeirra á vorin. Hafa tólf
ára nemendur í Eyjum skreytt eitt
hús á ári í Eyjum um árabil og
unnið það verk fagurlega og á
sérstæðan hátt undir stjórn Sigur-
finns Sigurfinnssonar teiknikenn-
ara.
Að þessu sinni var valið verk-
efnið: Úteyjalíf, og voru í því
sambandi málaðar ýmsar teikn-
ingar úr bjargbúskapnum, lunda-
veiði, eggjataka, varpstaðir og
kort af Eyjunum, en myndirnar
vinna krakkarnir í samvinnu við
kennara sínn. Það var austurgafl
Alþýðuhússins sem varð fyrir vai-
inu að þessu sinni, en færri en
vilja fá notið listrænna hæfileika
hins unga Eyjafólks, því það er
aðeins máluð ein mynd á ári en
margir um hituna. Meðfylgjandi
mynd tók Sigurgeir þegar unnið
var að verkinu. — á.j.
Hluti af málaraliðinu sem virkilega lét hendur standa fram úr
ermum eins og sjá má.
COSPER
IC PIB
COSPER
Þér þurfiö
myndi t.d.
glugga!
aö komast í annað loftslag, frú mín. — Ég
byrja á því að flytja stólinn yfir að þessum