Morgunblaðið - 16.07.1980, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. JÚLÍ1980
31
■r ^ J A \ mm ...
SyJ JC- Wk
[V | * I f L
j|íf® Hip> ÉL J M
1JB -M Æ 1 I L fjlííU Wwáfj mm mmjgþj mJI fiZMj JjraM
• Reykjavikurmeistarar Vikings 1980. Fremri röð frá vinstri: Þórður Marelsson, Jóhannes Bárðarson, Aðalsteinn Aðalsteinsson, Diðrik
Olafsson, fyrirliði, Heimir Karlsson og ómar Torfason. Efri röð frá vinstri: Youri Sedov, þjálfari, Ragnar Gislason, Magnús borvaldsson. Lárus
Guðmundsson, Helgi Helgason. Gunnar Gunnarsson og Hinrik Þórhailsson. Ljosm. Mbi. Krístínn
Víkingar meistarar
VÍKINGAR urðu í gærkvöldi
Reykjavíkurmeistarar i knatt-
spyrnu er þeir unnu Þrótt 2:1.
Þessi siðbúni úrslitaleikur fór
fram á Laugardalsvellinum i
heldur leiðinlegu veðri, rigningu
og dumbungi. Þróttararnir voru
mun meira með knöttinn en sókn
þeirra var fremur bitlaus. Hins
vegar áttu Vikingarnir mörg
hættuleg upphlaup og tvö glæsi-
mörk Lárusar Guðmundssonar
tryggðu þeim titilinn.
Þróttararnir voru mun spræk-
ari í fyrri hálfleik en Víkingarnir
óvenju daufir og reyndar oft á
tíðum aðeins áhorfendur að því
sem fram fór. En þrátt fyrir
yfirburði úti á vellinum gekk
Þrótturunum erfiðlega að skapa
sér færi, enda má segja að Vík-
ingsvörnin hafi verið þétt fyrir.
Á fyrstu mínútu seinni hálfleiks
skoruðu Víkingarnir fallegt mark.
Knötturinn var gefinn út á kant-
inn til Hinriks Þórhallssonar, sem
sendi laglega sendingu fyrir
markið til Lárusar Guðmundsson-
ar og hann skoraði með viðstöðu-
lausu skoti. Fallegt mark. Og á 15.
mínútu seinni hálfleiks bættu
Víkingarnir við öðru marki og var
það sérlega glæsilegt. Þeir léku þá
vörn Þróttar sundur og saman,
Hinrik, Ómar Torfason og Heimir
Karlsson, og að lokum var það
Heimir sem sendi laglega send-
ingu á Lárus. Hann lék mjög
laglega á Jón markvörð og sendi
boltann af öryggi í netið.
Eftir þetta mark drógu Vík-
ingarnir sig aftar á völlinn og
þyngdist þá sókn Þróttar mjög.
Sóttu þeir svo að segja án afláts
en tókst aðeins að skora eitt mark
þrátt fyrir mýmörg tækifæri. Var
Diðrik markvörður oftast sá klett-
ur, sem sóknirnar strönduðu á. Á
25. mínútu komst Páll Ólafsson í
dauðafæri. Diðrik varði skot hans
en boltinn barst út í teiginn til
Jóhanns Hreiðarssonar, sem sendi
hann framhjá varnarmönnum
Víkings og í markið. Fleiri urðu
mörkin ekki og Víkingarnir hrós-
uðu sigri, sínum fjórða í Reykja-
víkurmótinu frá upphafi.
í leikslok afhenti Egill Skúli
Ingibergsson Diðrik Ólafssyni
fyrirliða Víkings sigurlaunin.—SS.
2 breytingar a
íslenska liðinu
Þór tók 2 stig
Akureyrar-Þór gefur ekkert
eftir í toppbaráttu 2. deildar, en
liðið sótti ísafjörð heim í gær-
kvöldi. Vann Þór öruggan sigur
og hefur tekið beina stefnu á 1.
deildina. Þórsarar skoruðu tví-
vegis í gærkvöldi, en ÍBÍ náði
hins vegar ekki að svara fyrir
sig. Bæði mörkin voru skoruð i
fyrri hálfleik.
Hafþór Helgason skoraði fyrra
mark Þórs og áður en langt um
leið hafði Guðmundur Skarphéð-
insson bætt öðru marki við. Úr því
sem komið var, freistuðu Þórsarar
þess að halda fengnum hlut og
tókst það með ágætum, ekki er
hægt að segja annað.
sor/gg.
Haukar sterkari
Frá Þórarni Ragnarssyni,
fréttaritara Mbl. í Halmstad:
íslenska knattspyrnulandsliðið
kom hingað til Halmstad i
Svíþjóð í gær og annað kvöld
mætir liðið Svíum i landsleik.
Ferðin frá Osló tók 3 klukku-
stundir og voru menn dálítið
þreyttir. Janus Guðlaugsson
kom til móts við hópinn í
Stokkhólmi og Ásgeir var vænt-
anlegur á hverri stundu.
Guðni Kjartansson landsliðs-
þjálfari tjáði Mbl. að hann
myndi gera tvær breytingar á
íslenska liðinu, Ásgeir og Janus
myndu byrja inn á . Ekki vildi
Guðni tjá sig nánar um breyt-
ingarnar, en reikna má með því
að þeir félagarnir komi inn í
liðið í stað Árna Sveinssonar og
Magnúsar Bergs. Tveir leikmenn
íslenska liðsins, þeir Örn
Óskarsson og Þorsteinn Ólafs-
son, leika sem kunnugt er með
sænskum liðum. Báðir telja þeir
að leikurinn gegn Svíum verði
erfiðari heldur en leikurinn gegn
Noregi. Svíar leika markvissari
knattspyrnu og eiga sterkari
einstaklinga heldur en Norð-
menn.
Landsliðsþjálfari Svía, Lars
„Laban" Arneson, var meðal
áhorfenda að landsleik íslands
og Noregs. í viðtölum við sænsk
blöð er haft eftir honum, að
Svíar geti engan veginn leyft sér
að leika einhverja „sumarleyf-
isknattspyrnu" gegn íslending-
um. Segir Arneson að íslenska
liðið hafi komið á óvart fyrir
getu sakir og auk þess bætist nú
í hópinn tveir sterkustu atvinnu-
manna liðsins. Arneson sagði þá
Pétur Ormslev og Sigurlás Þor-
leifsson hafa staðið sig manna
best í íslenska liðinu og það yrði
að hafa góðar gætur á þeim. Þá
sagði einvaldurinn að þeir Mar-
teinn og Trausti hafi einnig
verið mjög sterkir. Tveir
atvinnumanna Svía munu mæta
íslendingum. Þeir eru Hasse
Borg sem leikur með vestur-
þýska liðinu Eintrakt
Braunschweig og Ralf Edström,
sem er félagi Ásgeirs Sigur-
vinssonar hjá Standard.
Selfyssingar máttu þola tap á
heimavelli sinum gegn Haukum í
gærkvöldi, er liðin áttust við i 2.
deild íslandsmótsins i knatt-
spyrnu. Lokatölur leiksins urðu
3—1 fyrir Hauka. eftir að staðan
í hálfleik hafði verið jöfn, 1 — 1.
Það sem helst setti mark sitt á
leikinn var óhemju þungur og
slæmur völlurinn á Selfossi. Var
leikurinn fyrir vikið frekar slakur.
En Haukarnir áttu sigurinn skilið,
þeir voru sterkara liðið, fljótari í
knöttinn og ákveðnari.
Loftur Eyjólfsson skoraði fyrsta
mark Hauka strax á 1. mínútu.
Kom markið eftir hrikaleg varn-
armistök hjá Selfossi. 20 mínútum
síðar jöfnuðu heimamenn með
marki Ámunda Sigmundssonar.
Kristján Kristjánsson kom Hauk-
um yfir á nýjan leik á 65. mínútu,
er hann potaði knettinum í netið
eftir að þvaga hafði myndast við
mark Selfyssinga. Fimm mínútum
fyrir leikslok innsiglaði Ólafur
Jóhannesson sigurinn með marki
úr vítaspyrnu. Voru heimamenn
ekki ýkja ánægðir með þann dóm.
kp/gg.
Léttur sigur KA
Heimsmetsjöfnun
KA nældi sér i tvö auðveld stig
i 2. deild íslandsmótsins i
knattspyrnu í gærkvöldi, er Völs-
ungur sótti liðið heim. Er nú svo
komið, að KA og Þór, sem vann
einnig i gærkvöldi, eru langefst í
2. deild og stefnir allt í að bæði
Akureyrarliðin flytjist i 1. deild.
KA vann Völsung 4—0, staðan í
hálfleik var 2—0.
Eyjólfur Ágústsson skoraði
fyrsta markið úr víti á 31. mínútu,
brotið var gróflega á Elmari innan
vítateigs. 7 mínútum síðar bætti
Gunnar Gíslason öðru markinu
við með hörkuskalla. Þriðja mark-
ið skoraði Eyjólfur Ágústsson á
78. mínútu, hann fylgdi þá fast
eftir skoti óskars Ingimundar-
sonar sem Gunnar markvörður
Straumland hálfvarði. Potaði Eyj-
ólfur í netið. Nokkru síðar rak
Óskar sjálfur endahnútinn á allt
saman, er hann einlék í gegnum
vörn Völsunga og skoraði laglega.
sor/gg.
BREZKI stórhlauparinn Steve
Ovett jafnaði heimsmet landa
síns, Sebastian Coe, í 1500 metra
hlaupi i Osló i gærkvöldi, hljóp á
3:32,1 minútu. A siðustu metrun-
um gaf Ovett sér góðan tíma til
að veifa til áhorfenda og varð þar
með af mctinu. Mjög góður ár-
angur náðist í 1500 metra hlaup-
inu, og einnig i 5000 metra
hlaupi.
Stefán Hallgrimsson UlA
keppti á mótinu og hljóp 400
metra grindahlaup á 52,75 sek-
úndum. Sigurvegari varð Banda-
rikjamaðurinn Edwin Moses, sem
hljóp á 48,36 sekúndum.
Sovéskur
sigur
SOVÉTMENN sigruðu Dani
2—0 í vináttulandsleik i
knattspyrnu sem fram fór á
Lenin-leikvanginum í Moskvu
um helgina. Rússarnir höfðu
allan tímann mikla yfirburði og
gat sigurinn þess vegna hæg-
lega orðið enn stærri. Þeir
skoruðu hins vegar ekki fyrr en
i síðari hálfleik. Fydir Cherin-
kov braut isinn á 58. minútu og
skömmu siðar skoraði Valery
Gazzeya annað mark.
Heimsmet
Sovéska stúlkan Tatiana
Byriulina setti um helgina nýtt
heimsmet í spjótkasti. Átti at-
vikið sér stað á umfangsmiklu
frjálsíþróttamóti í Moskvu.
Tatiana kastaði spjótinu 70.08
metra. Austur-þýska stúlkan
Ruth Fuchs átti eldra heims-
metið. Það hljóðaði upp á 69,96
metra og setti hún það met fyrr
á þessu sumri.
Forest á
eftir Brady
Framkvæmdastjórar enska
stórliðsins Notthingham For-
est. þeir Brian Clough og Peter
Taylor, staðfestu um helgina.
að þeir væru á höttunum eftir
Liam Brady. miðvallarleik-
manninum frábæra hjá Arsen-
al. Samningur Brady hjá Arsen-
al er útrunninn og hefur kapp-
inn látið í það skina að hann
verði ekki lengur í herbúðum
Arsenal.
Brady haföi hins vegar látið
hafa eftir sér að hann hygði á
knattspyrnu á Spáni. á ltaliu
eða í Vestur-þýskalandi. Brady
er metinn á rúmar tvær milljón-
ir sterlingspunda og enn hefur
ekkert erlent félag falast eftir
honum. Það hefur hins vegar
enska liðið Manchester Utd.
gert og eins og dæmið er í dag.
þykir líklegast að Brady hafni
þar. Brady myndi þar væntan-
lega taka stöðu Mick Thomas.
sem örvfættur tengiliður. Mætti
þá ætla að United myndi tefla
fram sterku liði á næsta keppn-
istímabili. með þá Ray Wilkins.
Steve Coppell, Sammy McIIroy
og Liam Brady á miðjunni.
Standard
sigraði
Standard Liege, lið Ásgeirs
Sigurvinssonar. gerði jafntefli
við svissneska liðið Neuchatel.
2—2. í smámóti sem haldið er í
Liege um þessar mundir. Neu-
chatel komst í 2—0 með mörk-
um Lutri og Dullivard. Stand-
ard svaraði tvívegis fyrir sig
snemma i síðari hálfleik. V«H>r-
deckers og Vandermissen skor-
uðu mörkin.
Tahamata
til Standard
ÁSGEIRI Sigurvinssyni og fé-
lögum hans hjá Standard Liege
mun bætast góður liðsauki á
næstunni, því Standard er um
þessar mundir að ganga frá
kaupum á hollenska landsliðs-
manninum Simon Tahamata frá
Ajax. Eins og knattspyrnuunn-
endur muna eflaust frá Laugar-
dalsvelli í fyrra er Tahamata
framherji í fremstu röð, smá-
vaxinn en afar fljótur og leikinn.
Honum gekk mjög illa í lok sl.
keppnistímabils og missti þá
stöðu sína hjá Ajax. Er það talin
ástæða þess að hann vill nú leita
á ný mið.