Morgunblaðið - 13.08.1980, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.08.1980, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 1980 Togarar í þorsk- veiðibanni í tæpa fimm mánuði í ár? TAKMARKANIR á þorskveiðum það scm eftir er ársins voru til umræðu á fundi sjávarútvegsráð- herra með hagsmunaaðiljum i gær. Liklegt er. að takmarkanir frá 16. átfúst til ioka nóvember verði með þeim hætti. að 16. ágúst til 30. september verði toffurunum ncrt að vera 13 daga frá þorskveiðum og frá 1. októ- ber til 30. nóvember er gert ráð fyrir 18 daga þorskveiðibanni. Þá er reiknað með 18 daga þorskveiðibanni i desember. en það er þó ekki ákveðið. Fari þetta o INNLENT eftir verða það samtals 142 dagar á árinu eða tæpir 5 mánuðir, sem togararnir verða í þorskveiði- banni. Kristján Ragnarsson formaður LÍÚ, sagði í gær, að útvegsmenn hefðu óskað eftir að tamörkunum á þorskveiðum frá 16. ágúst til 30. nóvember yrði ekki skipt heldur yrði um eitt tímabil að ræða. Með því hefðu útgerðarmenn betur getað skipulagt veiðarnar og í því falist veruleg hagræðing. Sjávar- útvegsráðuneytið hefði fallist á þetta, en komið á móts við óskir útgerðarmanna og aðeins tvískipt tímabilinu, en ekki fjórskipt því eins og hugmyndir voru uppi um. — Þó svo að mönnum sýnist sitt hvað um þessar friðunaraðgerðir, þá tel ég ekki að við höfum sparað okkur til skaða, sagði Kristján Ragnarsson. — Uppbygging hrygningarstofnsins á eftir að koma okkur til góða og því höfum við viljað halda okkur við þau markmið, sem við settum okkur í upphafi ársins, sagði Kristján. Kristján Ragnarsson formaður LIU: „Pólitísk fyrir- greiðsla ræður meiru en annað66 — STJÓRNMÁLAMENN eru að gera það óbærilegt fyrir útvegsmenn að vera ábyrgir og taka þátt í mótun þeirrar fiskveiðistefnu. sem morkuð er á hverjum tíma. með því að vinna kerfisbundið að fjölgun skipa. sagði Kristján Ragnarsson. formaður LÍÚ. — Þetta gera þeir þrátt fyrir margitrekaðar yfirlýsingar um að flotinn sé of stór og þarna ræður pólitisk fyrirgreiðsla meiru en allt annað. — Fyrir hvern nýjan togara, að athuga með kaup á togara fyrir ítölum þykja söltuð þorskflök hið mesta lostæti og hafa þeir keypt um 500 tonn af þessari framleiðslu í ár, en varan er unnin víðs vegar um landið af 30—40 aðilum. Á dögunum var verið að skipa út söltuðum þorskflökum í Reykjavik og tók Ólafur K. Magnússon þá þessa mynd. Undirskriftum safnað meðal bænda: Mótmæla ákvæði skatta- laga um áætlun tekna sem bætist við, þarf að fjölga skrapdögum þeirra sem fyrir eru um 6. Nokkur skip hafa bætzt í flotann á þessu ári og nú er verið að smíða fimm togara, sem fara eiga til Hólmavíkur, Grundar- fjarðar, Húsavíkur, Skagastrand- ar og Reykjavíkur. Loks er verið Þórshöfn og Raufarhöfn. Við kaup á því skipi skilst manni, að til standi að brjóta allar þær reglur, sem settar hafa verið til að takmarka skipakaup, með því að láta Framkvæmdastofnun fjár- magna kaupin, sagði Kristján Ragnarsson. „ÞAÐ ER rétt að bændur ætla ekki að taka við þessu þegjandi. Við ætlum ekki að láta híða okkur flata niður í svaðinu. Við ætlum að bera hönd fyrir okkur. Nóg hefur samt dunið á okkur bændum á þessu ári. kvótakeríi og fóðurvöruskattur,“ sagði Þorvarður Júlíusson. bóndi á Söndum i Miðfirði i samtali við Mbl. Þorvarður er einn forsvars- manna hóps bænda, sem stendur fyrir undirskriftasöfnun meðal bænda til að mótmæla fram- kvæmd þess ákvæðis skattalag- anna, sem heimilar að áætla mönnum í atvinnurekstri tekjur í samræmi við það, sem þeir ættu að hafa haft, ef þeir hefðu stundað hliðstæð störf hjá öðrum. Þorvarður sagði, að tekjur bænda hefðu í mjög mörgum tilvikum verið hækkaðar af skatt- stjórum frá því sem bændur hefðu talið fram. Þetta væri gert með vísan í reglur, sem ríkisskattstjóri hefði gefið út um framkvæmd fyrrnefnds ákvæðis skatta- laganna, en samkvæmt þessum reglum, hefðu viðmiðunartekjur hjóna, sem bæði stæðu að bú- rekstrinum verið 5,6 milljónir króna. „Bændur hafa látið bjóða sér ýmislegt án þess að rísa upp. Menn taka hins vegar ekki við þessum ástarbréfum frá skatt- stjóranum þegjandi og síst þegar mönnum er tilkynnt að tekjur þeirra hafi verið hækkaðar um jafnvel 3 til 5 milljónir króna. Þetta gerist eftir eitthvert mesta harðindaár í sögu landsins og erfiðleika í landbúnaði. Við ætlum að safna liði og látum frá okkur heyra áður en Alþingi kemur saman í haust," sagði Þorvarður. Vinsamleg afstaða til máls Kovalenkos „ MÁL Kovalenkos var rætt lítil- lega á rikisstjórnarfundinum i morgun og ég held mér sé óhætt að segja, að menn hafi sýnt málinu vinsamlega afstöðu,“ sagði Friðjón Róbert Arnfinnsson i kvikmyndinni Leit að eldi: Leikur foringja manna sem uppi voru fyiír 40 þúsund árum RÓBERT Arnfinnsson, leikari við Þjóðleikhúsið hefur nú fengið leyfi frá störfum til að leika i bandarisku kvikmyndinni Leit að eldi, sem tekin verður hér á landi i haust að hluta til. Eins og áður hefur komið fram mun Róbert leika eitt af fjórum stærstu hlutverkunum i myndinni, sem á að gerast á forsögulegum tíma. Auk hans munu fjölmargir íslendingar fara með smærri hlutverk i myndinni, en ákveðið hefur verið að myndataka fari fram í Þórsmörk síðla í ágúst og í september. í samtali við blaðamann Morgunblaðsins í gær kvaðst Róbert vera nýkominn heim frá Lundúnum, en þar dvaldi hann í viku við undirbúning vegna kvik- myndatökunnar. Eðli myndefn-. isins samkvæmt hefði þurft að gera ýmsa búninga og gerfi sem ekki yrði unnt að gera hér á landi. Þá hluti annast hinn heimskunni Christopher Tucker, sem meðal annars er kunnur fyrir gerfin í sjónvarpsmynda- flokknum Ég Claudíus. Myndin mun sem áður segir gerast á forsögulegum tíma, eða nánar til tekið fyrir um það bil 40 þúsund árum. Mun Róbert leika foringja þjóðflokks sem nýlega hefur tekist að hagnýta sér eldinn, og þar með náð forskoti á aðra þjóðflokka. Þjóð- flokkur sá er hér um ræðir á að tilheyra Homo sapiens, eða hin- um viti borna manni, en einnig munu koma við sögu frumstæð- ari ættbálkar. Myndin er unnin í náinni samvinnu við vísinda- menn, sem rannsakað hafa þetta tímabil, og reynt að geta sér til hvernig þá var umhorfs. Ástæða þess að ákveðið var að taka hluta myndarinnar upp hér á landi síðla sumars, er sú, að ísöld á að vera að ganga í garð, og því þóttu haustlitir og umhleyp- ingasöm veðrátta í Þórsmörk henta vel til myndatökunnar. Róbert sagði, að þrátt fyrir að myndin yrði öðrum þræði vísindalegs eðlis, þá væri hún spennandi og dramtísk um leið. Róbert Arnfinnsson leikari. Auk þess sem útiatriði verða tekin hér á landi, verður kvik- myndað í Afríku og víðar, en þar munu íslenskir leikarar ekki koma við sögu. Inniatriði verða síðan tekin í Sheppton Studios í London, þar sem Star Wars og fleiri kunnar myndir hafa verið teknar. Leikarar í myndinni eru ekki heimskunnir, þar sem leik- stjórinn telur að slíkt myndi einungis trufla áhorfendur er þeir sjá svo sérstæða mynd. Hlutverk Róberts í myndinni er þannig til komið, að hið bandaríska fyrirtæki óskaði eft- ir því við Félag íslenskra leikara, að teknar yrðu prufur af leikur- um hér, og var það gert. Skömmu síðar kom svo skeyti frá Century Fox, þar sem sagði að Róbert væri kjörinn í eitt fjögurra aðalhlutverka myndar- innar. Róbert kvaðst vera mjög ánægður með að fá tækifæri til að leika í umræddri mynd, og hefði sér alls staðar verið tekið af mikilli vinsemd. Hvort hér væri á ferðinni tækifæri til að verða heimsfrægur, kvaðst hann ekki einu sinni hafa leitt hugann að, en kvaðst telja það að íslenzkum leikara væri boðið hlutverk af þessu tagi, heiður fyrir íslenska leikarastétt. Þórðarson, dómsmálaráðherra, er Mbl. spurði hann i gær um umræð- ur rikisstjórnarinnar um mál flóttamannsins Viktors Kovalenk- os, sem Friðjón kynnti á ríkis- stjórnarfundinum. „Það kom engin gagnrýni fram á meðhöndlun málsins til þessa og það var talið rétt, að málið yrði áfram í höndum dómsmálaráðherra," sagði Friðjón. „Ég á von á því, að vita eitthvað ákveðnara um framvindu málsins á morgun." Mbl. hafði samband við Jerry Callas, blaðafulltrúa bandaríska sendiráðsins í Reykjavík, og spurði hann, hvort eitthvað væri að gerast hjá bandarískum stjórnvöldum í máli Kovalenkos. „Hinn venjulegi gangur mála er sá,“ sagði Callas, „ að einstaklingur, og í þessu sérstaka tilfelli þá með tilstyrk íslenzku ríkisstjórnarinnar, snýr sér til flóttamannanefndar Sameinuðu þjóðanna, sem sendir málsskjölin áfram til bandarísku ríkisstjórnar- innar, sem síðan athugar málið og tekur sína ákvörðun. Þessi gangur mála getur tekið sinn tíma, vikur og jafnvel mánuði." Pylsur lækka í verði PYLSUR i pylsuvagninum i Tryggvagötu í Reykjavík — „Bæjarins bestu“ hafa nú verið lækkaðar i verði. Nú kostar „ein með öllu“ 600 krónur, i stað 650 króna áður, en pylsa með öllu nema remulaði kostar nú 590 krónur í stað 640 áður. Ástæða þessarar verðlækkunar eru auknar niðurgreiðslur á land- búnaðarafurðum, sem komu til framkvæmda um síðustu mánaða- mót.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.