Morgunblaðið - 13.08.1980, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 13.08.1980, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 1980 vltP MORöJKc.'v MTtlNU '' í’ v -'Z___________ __ GRANI GÖSLARI ©PIB unnmi 261"? Ég skil ekki hvernig á því stendur aft hann er þrjár vikur á eftir áætlun með verk sitt, þegar hann hefur afteins unnið hér i tvær vikur? ást er... ... ferskur morgunkoss. BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Tvimenninfrskeppni, sem kennd eru við Philip Morris tóbaksfirmað, er orðin fastur mánaðariegur liður i bridgelifi meginlands Evrópu. Keppni þessi er haldin viðs vegar um álfuna og spilið i dag kom fyrir i einni þeirra i Hollandi. Suður gaf. Norður S. 986 H. G7632 T. KG76 L. Á Suður S. ÁD4 H. ÁD1098 T. 832 L. 53 COSPER © Pl B Hún hafði engan til að leika sér við úti i skóginum. Keflvísk leik- list 95 ára Skúli Magnússon skrifar: „Fyrstu öruggu heimildirnar um uppfærslu á leikriti í Keflavík eru frá 1885. Þá var leikin Nýárs: nóttin eftir Indriða Einarsson. í ár eru því liðin 95 ár frá þeim atburði. Á þessum árum er kunn- ugt um 99 leikverk, stór og smá, sem flutt hafa verið af Keflvíking- um heima og heiman. Eru þá meðtalin verk sem börn og ungl- ingar hafa flutt á skemmtunum í barnastúku og skólum. Ljóst er þó, að mun fleiri verk hafa verið sýnd hér en sökum gloppóttra heimilda verður harla lítið um margar sýningar vitað. • Góðtemplarar og Freyja Benda má á, að góðtemplara- reglan hélt hér uppi mjög öflugu félags- og menningarlífi frá því fyrir aldamót, og er eiginlega brautryðjandi leiksýninga í bæn- um. Fleiri félög hafa og leikið mikið, t.d. kvenfélagið Freyja, sem starfaði af miklum dugnaði á fyrri hluta þessarar aldar. En lítið er vitað um félag þetta og sama sem ekkert um leiksýningar þess. Þannig hefur margt farið forgörð- um sem aldrei hefur á bók komist. En eftir að blaðaútgáfa efldist geymdist margt sem ella hefði tapast með öllu. Þar koma bæði staðarblöð og dagblöð til. Samkvæmt samantekinni skrá skiptast hin 99 leikverk þannig eftir árum: Fram til 1900: 3 verk ársett. 1 óársett. 1901 — 1910: Heimildir vantar um sýningar. 1911—1920: 1 árfærð uppfærsla. 1921—1930: 1 árfærð uppfærsla. 1931—1940: 11 ársettar uppfærsl- ur. 10 óársettar 1929 til 1935. 1941—1950: 13 ársettar uppfærsl- ur. 17 óársettar 1936—1950. 1951—1960: 13 ársettar uppfærsl- ur. 1961—1970: 9 ársettar uppfærslur. 1971—1980: 14 ársettar uppfærsl- ur. Alls er ársett 71 uppfærsla, en óársettar 28. • Blómaskeið 1929-50 Ljóst er, að leiksýningarnar eiga sinn blómatíma við stofnun Ungmennafélags Keflavíkur 1929. Er svo fram yfir 1950, en þá hættir félagið að sinna leiklist. Afleiðingin af því var stofnun áhugamannaleikfélags 1961, sem hét Stakkur. Arið 1967 fær félagið nýtt nafn og hefur verið kennt við Keflavík síðan. Síðustu árin hefur félagið starfað af þrótti þrátt fyrir marg- víslega erfiðleika, sérstaklega vöntunar á húsi. Keflavík, 10. ágúst 1980.“ Ferðafélag íslands: Ferð á slóðir Reynistaðabræðra Við næstum öll borðin í keppn- inni opnaði suður á 1 hjarta, sem vestur doblaði. Norður hækkaði þá í 4 hjörtu og varð það lokasögnin. Ut kom laufkóngur og suður- spilararnir fóru eftir líkunum þegar hjarta var svínað svo vestur fékk á kónginn blankan. í reynd skiptir þá litlu máli hverju vestur spilar. En margir skiptu í lágan tígul. Gosi blinds sá um þann slaginn og um leið má segja, að vinningur hafi verið öruggur. Sér þú hvernig? Þegar Svíinn Hans Lind var með spil suðurs spilaði hann trompi á ásinn og svo tígli með blindum. Vestur tók með ás og spilaði tíguldrottningu, sem tekin var með kóng. Lind spilaði sig heim á hendina á tromp og trompaði laufið. Því næst spilaði hann fjórða tíglinum frá blindum og lét spaða af hendinni í stað þess að trompa. Þetta var hinn sígildi leikur að láta tapslag í gefinn slag og um leið var vestur endaspilaður. Hann gat engu spilað án þess að rétta sagnhafa tiunda slaginn svo að svíningin í spaðanum var óþörf. Snyrtilega unnið úr spili. NÚ í haust eru liðin 200 ár siðan bræðurnir frá Reynistað I Skagafirði, þeir Bjarni og Eln- ar, synir Halldórs Bjarnasonar, sýslumanns og klausturhaldara og Ragnheiðar Einarsdóttur konu hans, urðu úti ásamt þremur förunautum sinum, er þeir voru á leið yfir Kjðl með um 200 fjár og 16 hesta. Þeir höfðu keypt þetta fé á Suður- landi og hugðust reka það norður yfir Kjöl heim til Skaga- fjarðar. Vorið eftir fundust lík tveggja förunauta þeirra bræðra, dautt fé og dauðir hestar í hrauninu skammt fyrir norðan Kjalfell, en lík bræðranna og Jóns Aust- manns, foringja fararinnar, voru hvergi sýnileg. Öll atvik varð- andi þetta slys þóttu hin undar- legustu og opinber rannsókn var hafin að frumkvæði þeirra Reynistaðahjóna og eru endalok þeirra málaferla mörgum kunn. Til að minnast þess atburðar, efnir Ferðafélag íslands til ferð- ar á Kjöl um næstu helgi, 15.—17. ágúst. Verður farið frá Reykjavík n.k. föstudagskvöld kl. 20 og ekið að Hveravöllum og gist þar í húsi. Á laugardag verður gengið eftir gömlu göt- inni suður yfir hraunið að Bein- hól þeim stað, sem slysið varð. Þar mun Haraldur Matthiasson menntaskólakennari á Laugar- vatni greina frá helztu atvikum í sambandi við slysið. Gist verður á Hveravöllum næstu nótt, en komið heim á sunnudag. í síðasta mánuði var reist nýtt hús á Hveravöllum. Fréttatilkynning.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.