Morgunblaðið - 13.08.1980, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 13.08.1980, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 1980 15 Fórnarlömb Allen fleiri en talið var Port au Prince, Haiti, 12. ágúat. AP. TALA þeirra sem fórust í felli- bylnum Allen. þegar hann gekk yfir Uaiti, kann að fara nokkuð yfir 200, að sögn bandarisks embættismanns i dag. Fellibylur- inn fór yfir suðurhluta Ilaiti fyrir réttri viku og var vind- styrkurinn um 170 milur á klst. Fulltrúar bandarískra hjálpar- stofnana á Haiti segja, að næg matvæli berist nú til þeirra hér- aða sem verst urðu úti í veður- hamnum enda séu vegir allir opnir og lítil flóð hafi orðið. í fréttum frá Corpus Christi í Texas sagði, að tveir hafi látist i fellibylnum, hundruð þúsunda hafi orðið að flýja heimili sín og tjónið muni líklega verða meira en 200 millj. dala. Jimmy Carter Bandaríkjaforseti lýsti yfir neyð- arástandi í sex héruðum Suður- Texas í gær og hét íbúunum ýmiss konar aðstoð yfirvaldanna. Svo mjög hefur dregið úr Allen að hann er nú aðeins taiinn til venjulegra lægða en veldur þó enn miklum rigningum og flóðum í Mið- og Suðvestur-Texas. 17.000 menn til æf inga Bonn, 12. ágúnt. AP. RÚMLEGA 17.000 bandariskir hermenn og flugmenn fara til Evrópu að taka þátt i árlegum heræfingum i ágúst og september að sögn bandarisku herstjórnar- innar i Stuttgart i dag. Þrjú þúsund þeirra hermanna, sem taka þátt í æfingunum „Ref- orger", verða úr varahernum, fleiri en dæmi eru til áður. Rúmlega 900 menn og 48 F-4E Phantom II þotur taka þátt í æfingum flughersins, „Crested Cap“. Flugvélarnar og mennirnir koma frá Johnson-flugstöðinni í Norður-Karólínu. Rúmlega 900 fallhlífahermenn frá 82. herfylkingu í Fort Bragg, N.K., fara til Evrópu og munu stökkva beint á æfingasvæðið, sem hefur ekki verið gert áður. Megin- liðssveitin í æfingunum verður 1. brynvædda herfylkið í Fort Hood, Texas. Þetta verða 12. „Reforger" æf- ingarnar. Vestur-Þjóðverjar munu taka þátt í þeim og notaðir verða flugveilir í Englandi, Belgíu, Hol- landi og Luxemborg auk Vestur- Þýzkalands. Fréttir í stuttu máli Jarðskjálftar í Grikklandi Aþi'nu. 12. áifÚHt. GRÍSKA jarðskjáiftastofnunin sagði í dag, að tveir meðalsterkir skjálftar hefðu orðið í Austur- Grikklandi í dag. Engar fréttir eru um manntjón eða skemmdir á mannvirkjum. Stofnunin sagði að síðasta sólarhring hefðu orðið 15 skjálftar á þessum slóðum sem væru meira en 3 á Richter- kvarða að styrkleika. Barist í Thailandi BanKkok. 12. áKÚHt. AP. THAILENSKIR fótgönguliðar með sprengjuvörpur og stór- skotavopn voru sendir til aðstoð- ar landamæravörðum í Norð- ur-Thailandi eftir að kommún- ískir skæruliðar höfðu skotið niður þyrlu frá thailenska hern- um. Talið er að skæruliðar kommúnista hafi goldið mikið afhroð í þessum átökum. Stökk úr 275 m hæð Toronto, 12. ágúst. AP AMERÍSKUR ofurhugi, Dar Robinson að nafni, stökk í dag ofan úr 275 m háum turni í Toronto, en turninn er ein hæsta bygging í heimi. Þetta er í annað sinn sem Robinson leikur þenn- an leik. Hann féll 214 m til jarðar en var þá stöðvaður af kapli sem hann var festur við. í fyrra sinnið opnaði hann fallhlíf undir það síðasta og lét sig svífa til jarðar. Skógareldar í Kanada Úranium-borg. Kanada. 12. ágúst. AP. TALSMAÐUR kanadísku ridd- aralögreglunnar sagði í dag, að skógareldar, sem hefðu lagt í auðn meira en 1000 hektara skóglendis, hefðu valdið því að um 700 manns hefðu orðið að flýja heimili sín. Eldarnir geisa ennþá en vonir standa til að unnt verði að hefta útbreiðslu þeirra. 700 farast í flóðum Nýju-Dclhi. 12. ágúst. AP. MIKLAR monsúnrigningar og flóð herja enn á Norður-Indlandi og er hermt í fréttum í dag, að tala látinna sé komin í 700. Flestír hafa farist í Utaar Pra- desh, 430 manns. Gangesfljót sem er heilagt í augum hindúa, hefur flætt yfir bakka sína og eru akrar og mörg hundruð þorpa undir vatni. Þúsundir manna hafa flúið heimili sín. Hryðjuverkið í Bologna: Fyrrv. lögregluforingi handtekinn Parts, 12. ágúst. AP. FRANSKUR lögregluforingi, sem vikið hafði verið úr starfi fyrir að taka þátt i samtökum hægri öfgamanna. hefur játað að hafa farið til Bologna og annarra italskra borga í júli til að hafa samband við skoðanabræður sina þar. Hann neitar þvi þó að vera viðriðinn sprenginguna á járn- brautarstöðinni f Bologna 2. ág- úst sl„ að því er segir i franska blaðinu Quotidien de Paris i dag. Franska lögreglan sem hefur samstarf við þá ítölsku við rann- Frakklandi sókn sprengingarinnar, yfirheyrði lögreglumanninn fyrrv. í gær að ósk þeirra síðarnefndu. Franska blaðið sagði að lögreglumaðurinn, Paul-Louis Durand að nafni, hefði sagst hafa verið í Bologna sem hver annar ferðamaður og enn- fremur hitt vini sína að máli. 86 ára gamall maður frá Bol- ogna dó í dag af sárum sem hann hlaut í sprengingunni á járnbraut- arstöðinni og er fjöldi látinna þá kominn upp í 81. Fimm manns liggja enn á milli heims og helju á sjúkrahúsum í Bologna. ÓVEÐUR í CORPUS CHRISTI. Hjólreiðamennirnir í Corpus Christi í Texas bjóða hér vatni og vindi byrginn sl. laugardagskvöld þegar fellibylurinn Allen var i þann veginn að koma inn yfir Texasstrendur. Stuðningsaðgerðir við S-Kóreustjórn Seoul, 12. ágúst. AP. FJÖLDAFUNDIR til stuðnings „hreinsunarherferð“ stjórnvalda í Suður-Kóreu eru nú haldnir viða þar i landi og koma þeir i kjölfar frétta um að Bandarikja- menn muni styðja Chun Doo- Hwan, yfirmann hersins og nú- verandi ráðamann, ef hann gæti sýnt fram á að hann hefði stuðn- ing kóresks almennings. Fjöldafundirnir til stuðnings stjórnvöldum hófust í borginni Suwon sl. laugardag og voru þátttakendurnir þar 30.000. Síðan hafa verið haldnir fundir í Pusan og öðrum borgum og í dag voru þeir í Seoul og Kwangju, þar sem óeirðirnar urðu hvað mestar í maí sl. Yfirmaður Bandaríkjahers í S-Kóreu, John Wickman hershöfð- ingi, sagði í viðtali við AP, að „ef Chun hershöfðingi kemst til valda á löglegan hátt og sýnir að hann hefur stuðning almennings, mun- um við styðja hann.“ Wickman sagðist taka undir það með sum- um öðrum að stjórnin hefði áunn- ið sér virðingu almennings með hreinsunarherferðinni á hendur spilltum embættismönnum. I fréttum frá Washington segir að Bandaríkjastjórn sé ekki sam- mála yfirlýsingum Wickmans og sagði talsmaður innanríkisráðu- neytisins, að „enginn háttsettur bandarískur hershöfðingi í S-Kóreu gæti gefið slíkar yfirlýs- ingar. Sá sem þær gaf mælti ekki fyrir munn bandarísku stjórnar- innar.“ S-Kóreski andófsmaðurinn Kim Dae-Jung, sem bíður þess nú í fangelsi að verða dreginn fyrir herrétt, fékk í dag í fyrsta sinn heimsókn konu sinnar og lögfræð- ings. Hann var handtekinn þann 17. maí sl. Kona Kims sagði í símaviðtali, að maður sinn hefði Genf 12. ájtúst. AP. FULLTRÚAR Perú létu að því liggja i dag á ráðstefnu i Genf þar sem fjallað er um endurskoð- un samningsins um bann við útbreiðslu kjarnorkuvopna. að svo kynni að fara að fulltrúar þróunarríkjanna neituðu að und- irrita hann að nýju. 10 ár eru liðin frá þvi að samningurinn gekk i gildi. í ræðu sem fulltrúi Perúmanna hélt þar sem hann gagnrýndi ekki beðið um viðkomandi lög- fræðing enda gengi hann erinda stjórnarinnar. Kim verður eins og fyrr segir dreginn fyrir herrétt og sakaður um að hafa ýtt undir óeirðirnar í maí sl. Hann á yfir höfði sér dauðadóm ef hann verður sekur fundinn. Bandarískir embættis- menn segja, að þeir hafi beðið um að lifi hans yrði þyrmt en s-kóresk yfirvöld segjast ekki hafa fengið neinar beiðnir þar að lútandi. kjarnorkuveldin harðlega, sagði hann, að ef ráðstefnunni lyki án þess að aðildarríkjum samnings- ins, einkum þróunarríkjunum, yrðu gefin nægileg trygging fyrir því að hann yrði haldinn, gæti svo farið að samningnum yrði hafnað. 114 þjóðir hafa undirritað samninginn um bann við út- breiðslu kjarnorkuvopna og af þeim hafalll ekki slík vopn undir höndum. I samningnum er kveðið á um að stefnt skuli að því að kjarnorkuvopnakapphlaupinu skuli hætt og í kjölfar þess komi algjör afvopnum. Fulltrúi Perú- manna gagnrýni það einnig að það vantaði í samninginn að kjarn- orkuveldin hétu því að beita ekki þessum vopnum gegn þeim þjóð- um sem ekki hefðu þau. „Við erum að selja tilveruréttinn fyrir baunadisk," sagði hann. Charles N. van Doren, varafor- maður bandarísku sendinefndar- innar, vildi ekki gera of mikið úr orðum Perúmanna og taldi að ólíklegt væri að nokkurt aðildar- ríkjanna endurnýjaði ekki undir- ritun sína. Enn jafntefli Abano Terme, Italiu. 12. ágúst. AP. SJÖTTA skák þeirra Ro- berts Htibners frá V-Þýskalandi og Lajos Portisch frá Ungverjalandi í áskorendaeinvíginu lauk í dag með jafntefli. Einvígið er nú hálfnað og hefur öllum skákunum lokið með jafntefli. Sjöunda skákin verður tefld á miðvikudag. Dregur sig í hlé bíði hann ósigur Rosemont, Illinois, 12. ágúst. AP. JOHN B. Anderson, sem ætlar að bjóða sig utan flokka í forsetakosningunum i Banda- rikjunum á hausti komanda, sagði i dag, að ef hann byði ósigur í kosningunum „muni hann líklega hætta stjórnmála- afskiptum“. í viðtali við fréttamann sagði Anderson, að hann ætlaði ekki að ganga aftur í Repúblikana- flokkinn. „Það væru svik við óháða afstöðu mína,“ sagði hann. Anderson sagði, að ef hann yrði kosinn forseti hygðist hann koma á fót samsteypu- stjórn repúblikana og demó- krata. Hann sagði, að hann og stuðningsmenn hefðu nú upp- fyllt ákveðin skilyrði fyrir fram- boði í 32 ríkjum og í höfuðborg- inni og væru bjartsýnir á að það tækist einnig í öðrum ríkjum. John B. Anderson Perú gagnrýnir kjarnorkuveldin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.