Morgunblaðið - 13.08.1980, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 13.08.1980, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 1980 5 6 mánaða afmæli ríkisstjórnarinnar: „Gengissig meira en reiknað hafði verið með“ Frá blaðamannaiundi for- sætisráðherra í gær í til- efni af 6 mánaða afmæli ríkisstjórnarinnar. Frá vinstri: Guðmundur Bene- diktsson ráðuneytisstjóri, dr. Gunnar Thoroddsen forsætisráðherra og Jón Ormur Ilalldórsson að- stoðarmaður ráðherra. Ljósmynd Mbl. Kristinn. Á BLAÐAMANNAFUNDI sem dr. Gunnar Thoroddsen íorsætisráðherra boAaði til i gær i tilefni af 6 mánaða afmæli rikisstjórnarinnar spurði blaðamaður Mbl. ráðherrann að þvi hvort afrek rikisstjórnarinnar væru slik að ástæða væri til að halda upp á sex mánaða afmæli, sérstaklega með tilliti til þess að i stærstu málum á vettvangi ríkisstjórnarinnar væri staðan sú að 19% gengisfelling hefði orðið á G mánaða ferli stjórnarinnar og gjaldeyrir kostaði nú 23% meira. að skattaálögur hafa sennilega aldrei verið meiri á fólki í landinu og verðbólgan 56%. Forsætisráðherra svaraði því til að ekki hefði staðið til að fjalla sérstaklega um afrekin, fremur veita upplýsingar um það sem gert hefði verið og væri að gerast, um afrekin yrði fjallað á ársafmælinu og þá yrði boðið upp á tertu. Kvað dr. Gunnar forsendur Þjóðhags- stofnunar í sambandi við verðbólgu- spá miðast við það sem gert hefði verið en ekki það sem ætti að gera, en ráðherran kvað útlit fyrir það að verðbólgan yrði undir 50% í árslok. Þá kvað ráðherrann gengissig hafa orðið meira en ríkisstjórnin hefði reiknað með. í upphafi blaðamannafundarins fjallaði forsætisráðherra um mál- efnasamning ríkisstjórnarinnar þar sem kveðið væri svo á um að berjast ætti við verðbólguna og beita ýmis- konar aðhaldsaðgerðum. Kvað ráð- herrann þetta hafa verið gert á undanförnum mánuðum og hefðu margir kvartað, ríkisfyrirtæki, einkafyrirtæki og verzlunaraðilar m.a. Þá kvað ráðherra stefnt að hallalausum rikisbúskap og skuld ríkissjóðs við Seðlabankann væri nú 7,5 milljarðar króna miðað við 12 milljarða á sama tíma sl. ár. Ráðherran sagði að fiskvinnslan ætti nú við vanda að glíma sem rekja mætti til seinni hluta árs 1979. Kvað ráðherrann að haldið yrði áfram að greiða úr vanda frystihúsanna og stefnt að stöðugu gengi og minni tilkostnaði innan- lands. Blaðamaður spurði dr. Gunnar að því hvort hann væri ánægður með niðurstöðu skattheimtunnar? „Ríkisstjórnin hefur ákveðið að koma á fót nefnd allra flokka til þess að kanna hvað gera skuli til úrbóta í skattamálum," svaraði dr. Gunnar, „hér er um að ræða lög frá 1978, sem að vísu hefur verið breytt verulega þannig að það leiðir til hækkana á gjöldum hjá ýmsum aðilum, en hins vegar eru atriði eins og sérsköttun hjóna sem þýða upp- haflega verulega hækkun skatta og skrifast ekki á núverandi ríkis- stjórn. Eftir að skattar hafa nú í fyrsta sinn verið lagðir á samkvæmt þessum lögum verður málið kannað." „En hvað finnst þér sem þing- manni Reykvíkinga að skattahækk- un hjá þeim milli ára er yfir 60% og mun vera meiri en víðast hvar á landinu." „Ég tel að beinir skattar séu of háir hér og það ber að stefna að því að lækka beina skatta." Dr. Gunnar var spurður að því hvort hann yrði í framboði til formannskjörs í Sjálfstæðisflokkn- um á næsta Landsfundi flokksins. „Ég hef lýst því yfir að ég telji að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að skipta um formann. Æskilegast væri að það gæti orðið með sam- komulagi, en ég tel það mesta misskilning að kosning formanns í stjórnmálaflokki þurfi að vera ævi- ráðning. Ég sækist ekki eftir for- mennsku í Sjálfstæðisflokknum, en hef sagt að ef meirihluti landsfund- armanna óskar eftir slíku mun ég ekki skorast undan því. Ég tel að þeir tveir sem eru á öndverðum meiði í þessu máli eigi að reyna að komast að samkomulagi um nýjan mann.“ En þá var dr. Gunnar spurður hvort slíkar ákvarðanir væru ekki í höndum Landsfundar. „Landsfundur myndi að sjálf- sögðu hafa úrslitavald," svaraði ráðherrann. Síðan var forsætisráð- herra spurður hvort hann teldi enga áhættu fylgja því að veiða 400 þús. tonn af þorski á árinu? „Það er ákaflega mikið vanda- mál,“ svaraði dr. Gunnar „að ákveða þessa tölu, en við reynum að taka tillit bæði til sjónarmiða fiskifræð- inga og reyndra fiskimanna, en ég nefni ekki hvað ég tel æskilegast í þessum efnurn." Auk þess komu fram á blm.fund- inum eftirtaldar spurningar og svör: „Hvernig telur þú að afgreiða eigi mál sovézka flóttamannsins hjá íslenzkum stjórnvöldum, á að veita honum landvistarleyfi?" „Málið er í gagngerðri skoðun og könnun hjá dómsmálaráðuneytinu." „En hvert er þitt álit?“ „Mér dettur ekki í hug að tala um það.“ „Menn velta því fyrir sér hvort of mikið af starfsorku þinni hafi farið í karp við þína eigin flokksmenn og að af þeim sökum hafir þú ekki beitt þér sem skyldi í stjórnun landsins?" „Það hefur lítil orka farið í að þrátta við mína eigin flokksmenn þótt Morgunblaðið hafi beint óþægi- legum skeytum til mín á þessu ári, þá hef ég ekki svarað slíku og beint orku minni að öðrum atriðum og betri." „í síðustu kosningum boðaðir þú og aðrir sjálfstæðismenn að afnema skyldi alla vinstristjórnar skattana, en nú veitir þú forstöðu ríkisstjórn sem hefur fleytt þeim sköttum áfram og að auki bætt við öðrum nýjum.“ „í samstarfi flokka er ekki hægt að ná öllu fram, en varðandi þessa yfirlýsingu sjálfstæðismanna má benda á, að þegar formaður Sjálf- stæðisflokksins lagði fram sitt fræga plagg í stjórnarmyndunar- tilraun sinni í ársbyrjun, þá var ekkert minnst á þessi atriði." „Er hugsanlegt að bráðabirgðalög Ekki nægar birgðir...! MORGUNBLAÐIÐ skýrði frá því í gærdag, að Félag matvörukaup- manna hygðist krefjast opinberr- ar rannsóknar á þeim mikla kjötskorti, sem nú er í verzlunum. I síðustu málsgrein slæddist meinleg villa inn. Þar var haft eftir Jónasi Gunnarssyni for- manni félagsins, að ef það sannað- ist, að birgðir væru til nægar í landinu væri um fjársvikamái að ræða, því viðkomandi aðilar þyrftu ekki að greiða af afurða- lánum meðan birgðir ekki seldust. Hið rétta er, að standa átti, að ef það sannaðist, að ekki væru til nægar birgðir í landinu væri um fjársvikamál að ræða. Biðst blaðið velvirðingar á þessum mistökum. EFÞAÐERFRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU AlGLVSINIiA SIMINN ÉK: 22480 verði sett varðandi vísitölumál þannig að gengisbreyting hafi ekki áhrif á vísitöluna?" „Það er ekki hægt að svara þessu á þessari stundu, en þetta hefur ekki verið rætt í ríkisstjórninni og ekki í efnahagsmálanefndinni." „Er gert ráð fyrir því að vextir lækki á árinu eins og sagt var í upphafi stjórnar þinnar og hvað mikið þá?“ „Vextir lækka miðað við það sem verðbólgan lækkar." Þá var ráðherra spurður að því hvort hann væri sammála því eins og haldið hefði verið fram hjá andstæðingum Sjálfstæðisflokksins að auglýsa þyrfti eftir stjórnar- andstöðunni? „Stjórnarandstaðan fannst vestur í Bolungarvík," svaraði dr. Gunnar, „þegar auglýst var, en ég legg engan dóm á stjórnarandstöðuna, hún ger- ir sitt bezta." „Er það rétt að það vanti 14 milljarða til þess að útflutningsupp- bótadæmi bænda gangi upp, 8 millj- arða til sauðfjárræktunar og 6 milljarða til mjólkurframleiðslu?" „Eg hef ekki séð neinar tölur um útflutningsuppbætur til bænda.“ „Er stefnt að því nú að falla frá kvótakerfinu í landbúnaði?" „Það er ekkert hægt að segja um þaö, það eru margir vankantar á framkvæmd kvótakerfisins." „Telur þú að 86 þús. kr. í dagpen- inga til ráðherra og greiddur hótel- kostnaður að auki sé við hæfi?“ „Ég get engan dóm lagt á það.“ „Mikitl hallarekstur hefur verið í ýmsum greinum útflutningsiðnað- arins eins og t.d. ullar- og skinna- iðnaði. Hver telur forsætisráðherra að þessi staða sé miðað við fyrri ár?“ „Erfiðleikar í ullar- og skinnaiðn- aði stafa fyrst og fremst af innlendu verðbólgunni og ráðstafanir til bóta hljóta að fylgja aðgerðum til þess að draga úr verðbólgu.“ „Olafur Jóhannesson, utanríkis- ráðherra og Ólafur Ragnar Gríms- son alþingismaður, hafa deilt um það að undanförnu hver hafi umboð til þess að afgreiða mál varðandi eldsneytisgeyma við Keflavíkur- flugvöll?” „Málið heyrir undir utanríkisráð- herra, en ég hef sagt að þar sem um fjárfrekt mál sé að ræða sé eðlilegt að fjallað sé um það í ríkisstjórn- inni, en þessi framkvæmd verður ekki tengd lánsfjáráætlun næsta árs.“ „Hvað verður með niðurgreiðslur eftir 1. sept. n.k.?“ „Nokkur viðbótarhækkun hefur verið ákveðin fyrir 1. sept. eða um 300 millj. kr. samkvæmt viðmiðun- arreglu frá sl. ári.“ „Hefur ríkisstjórnin ákveðið að- gerðir í sambandi við hinn mikla vanda Útvegsbanka íslands sem tengist ýmsum byggðarlögum landsins þannig að þau búa við ástand sem er svipað og í vanþróuð- um ríkjum?“ „Vandamál Útvegsbanka íslands hefur verið rætt í ríkisstjórninni og það er verið að kanna hvaða leiðir henta. Könnunin liggur fyrir." „Hvenær verður málið afgreitt til framkvæmdar?" „Það er ekkert hægt að segja um það, en það er aðkallandi." SUMMA RABSKÁPM Útkoman kemurá ðvart! KRISTJflfl SIGGEIRSSOO HE LAUGAVEGI 13, REYKJAVÍK. SÍMI 25870

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.