Morgunblaðið - 13.08.1980, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.08.1980, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 1980 Þetta gerðist 13. ágúst 1978 — 150—200 farast í spreng- ingu í palestínskri byggingu í Beirút. 1974 — Bardagar milli Tyrkja og Kýpurhersveita eftir misheppnað- ar viðræður í Genf um frið á Kýpur. 1968 — Sprengja springur nálægt bifreið Georgs Papadopoulosar, forsætisráðherra Grikkja, sem sakar ekki. 1%1 — Austur-Þjóðverjar loka Brandenborgarhliðinu og landa- mærum til að stöðva straum flóttamanna frá A-Þýzkalandi. 1960 — Mið-Afríku-lýðveldið fær sjálfstæði. 1945 — Heimsþing zíonista krefst flutninga á einni milljón Gyðinga til Palestínu. 1932 — Adolf Hitler hafnar beiðni Hindenburgs forseta um að vera varakanzlari Franz von Pap- en. 1898 — Bandarískt herlið Wesley Merritts á Filippseyjum tekur Manila af Spánverjum. 1814 — Höfðanýlenda í Suður- Afríku verður brezk nýlenda. 1792 — Franskir byltingarmenn fangelsa frönsku konungsfjöl- skyiduna. 1704 — Orrustan um Blenheim (Marlborough og bandamenn Breta sigra Frakka). 1624 — Loðvík XIII skipar Rich- elieu kardinála forsætisráðherra í Frakklandi. 1521 — Hernando Cortez tekur Mexíkóborg eftir viðureign við Azteca. Afmæli — Albert Sorel, franskur sagnfræðingur (1824—1906) — Fidel Castro, leiðtogi Kúbu (1926—) — Alfred Hitchcock, brezkættaður kvikmyndaleikstjóri (1899—1980) — John Ireland, brezkt tónskáld (1879-1962). Andlát — 1863 d. Eugene Dela- croix, listmálari — 1910 d. Flor- ence Nightingale, brautryðjandi í hjúkrunarmálum — 1912 d. Jules Massenet, tónskáld — 1946 d. H.G. Wells, rithöfundur. Innlent — 1875 d. Bólu-Hjálmar — 1912 Kristján Jónsson skipaður dómstjóri — 1939 d. Björn Krist- jánsson ráðherra — 1950 400 ára minningarhátíð Jóns bps Arason- ar á Hólum — 1957 Kekkonen forseti kemur í heimsókn — 1974 Ólafi Jóhannessyni falið að kanna stjórnarmyndun. Orð dagsins — Fréttir fjalla annað hvort um slys sem dynja yfir eða vofa yfir — Dr. Samuel Johnson, enskur orðabókarhöf- undur (1709—1784). Veður víða um heim Akureyri 10 skýjaó Amsterdsm 20 skýjaó Aþens 33 heióskírt Bsrcelona 26 alskýjaó Berlín 19 rigning BrOseel 21 skýjað Chicsgo 25 skýjaó Feneyjar 28 þokumóóa Frankfurt 27 skýjaó Færeyjar 12 rigníng Genf 22 skýjað Helsinki 28 skýjaó Jerúsalem 29 heiðskírt Jóhannesarborg 17 heiðskirt Kaupmannahöfn 19 skýjaö Las Palmas 25 iéttskýjaó Lissabon 28 heióskírt London 20 skýjaó Los Angeles 34 heióskírt Madrid 35 heióskírt Malaga 27 heióskírt Mallorca 29 skýjað Miami 30 rigning Moskva 18 rigning New York 34 rigning Osló 21 skýjað París 23 skýjaó Reykjavík 14 léttskýjaó Rio de Janeiro 32 skýjaó Róm 29 heióskírt San Fransisco 15 heióskírt Stokkhólmur 17 skýjaó Tel Aviv 30 heióskírt Tókýó 30 heióskírt Vancouver 30 heióskírt Vínarborg 23 skýjaó Jimmy Carter fram- bjóðandi demókrata Það hefur gengið á ýmsu hjá Jimmy Carter undanfarin fjögur ár og hann ekki alltaf átt sjö dagana sæla. Hann hefur þó engan áhuga á að skipta um starf eða flytja búferlum og stefnir hraðbyri út í ólgandi kosningabaráttu i von um að halda forsetatitii Bandarikjanna í f jögur ár til viðbótar. Carter hefur ekki tekið fullan þátt í kosningabaráttunni það sem af er. Hann sigraði Edward Kennedy, öldungardeildarþing- mann frá Massachusetts, í 24 forkosningum af 34 úr Hvíta húsinu, þar sem hann vann að lausn vandamála þjóðarinnar, en sérstaklega þó gíslanna í Teheran. Hann margneitaði að eiga kappræður við Kennedy, og óvissa ríkir því um, hvaða stefnu hann mun taka í baráttunni, sem í hönd fer. Carter gerði mikið úr reynslu- og sambandsleysi sínu í Was- hington í kosningunum 1976. Hann var gagnrýndur fyrir að gera ekki góða grein fyrir málef- nalegri stefnu sinni. Hann lýsti yfirgripsmiklum áætlunum í orkumálum, um heilbrigðis- tryggingar og um lausn á vanda- málum stórborga og sagði, að Bandaríkin ættu að beita sér fyrir auknum mannréttindum og vopnaeftirliti í heiminum. Hann lét hjá liggja, hvernig hann ætlaði að koma þessu í kring, en talaði um opna og hreinskilna ríkisstjórn. Það var rétt hjá Carter, að hann og starfsmenn hans voru utan að komandi í Washington 1976. Enda tók það þá nokkurn tíma að læra á kerfið. Carter náði kjöri upp a eigin spýtur og skuldaði engum neitt þegar hann tók við embætti. Þingmenn og aðrir valdamenn í flokknum stóðu heldur ekki í þakkarskuld við hann. Samstarf Hvíta húss- ins og þingsins var því brösótt í byrjun kjörtímabilsins og Carter reyndist erfitt að fá tillögur sínar samþykktar í þinginu. Hann hefur þó komið í gegn mestum hluta orkustefnu sinn- ar, og þingið samþykkti eftir harða baráttu samninga stjórn- ar hans um Panamaskurðinn, sem létu skurðinn í hendur Panamabúum. Heilbrigðistrygg- inamál hafa setið á hakanum. Carter er á öndverðum meiði við Kennedy varðandi þau. Hann vill koma sjúkrasamlagi á smátt og smátt, en Kennedy vill gera það í einum áfanga. Stuðn- ingsmenn Carters vona, að hann láti málið til sín taka á næsta kjörtímabili, þegar hann þarf ekki lengur að óttast bar- áttu við Kennedy. Carter hefur átt gott samstarf við flesta borgarstjóra í landinu. Ástandið í stórborgum hefur þó lítið batnað í stjórnartíð hans. Efna- hagskreppan í landinu nú kemur einna verst niður á þeim og gæti leitt til óeirða, ef illa fer. Efnahagsmál munu væntan- lega valda Carter mestum erfið- leikum í kosningabaráttunni. Hann kenndi Gerald Ford í baráttunni 1976 um atvinnuleys- ið í landinu. Eftir kosningarnar tókst honum að vinna bug á því,en við tók mikil verðbólga. Nú hefur hann náð tökum á henni með harðri stefnu í pen- inga- og vaxtamálum, en at- vinnuleysi hefur að nýju rokið upp úr öllu valdi. Carter kennir utan að komandi aðstæðum um efnahagsvandann — fyrst og fremst miklum verðhækkunum á olíu á síðustu árum — en Slappað af með Kosalynn. fer 1 iw. * r vafasamt er, að andstæðingar hans láti því ómótmælt. Utanríkismál munu einnig verða til umræðu í kosningabar- áttunni og valda Carter erfið- leikum. Bandarísku gíslarnir eru enn í haldi í Teheran. Carter er stoltur af, að enginn Bandaríkj- amaður hefur látið lífið í orrustu í stjórnartíð hans, en dauði átta hermanna í misheppnaðri til- raun stjórnarinnar til að frelsa gíslana með valdi varpar skugga á stolt hans. Camp David sam- ningur ísraelsmanna og Egypta, sem Anwar Sadat og Menachem Begin undirrituðu 1978 fyrir tilstilli Carters, er rós í hnappa- gat Carters, en hún hefur fölnað, því litið hefur orðið úr loforðum um frekari samninga þjóðanna. Carter skrifaði undir samn- inga um takmörkun kjarnorku- vopna (SALT II) ásamt Leonid Brezhnev, leiðtoga Sovétríkj- anna, í Vín fyrir ári, en banda- ríska þingið hefur enn ekki samþykkt þá og vafi leikur á, hvort Carter mun reyna að koma þeim í gegnum þingið. Innrás Sovétríkjanna í Afganistan í desember sl., kenndi Carter lexíu um stjórnarherrana í Kreml, eins og hann sagði sjálfur. Af- staða hans í utanríkis- og varn- armálum hefur harnað til muna síðan. í stað þess að beita sér fyrir samdrætti í fjárútlátum til öryggismála, eins og hann gerði fyrir fjórum árum, vill hann nú efla hernaðarstöðu Bandaríkj- anna og hefur í þeim tilgangi komið aftur á herkvaðningu ungra manna, svo hægt verði að grípa til þeirra, ef í harðbakk- ann slær. Flestir gagnrýnendur Carters fallast á, að hann vilji vel, en hann skorti hæfni og dómgreind til að stjórna landinu sem skyldi. Enginn sakar hann þó um heimsku. Sagt er, að hann hafi látið stjórnazt af atburðarásinni i stað þess að stjórna henni — eða verið ótrúlega óheppinn. Siðasta dæmið er Billy- hneykslið. Það gaus upp á þeim tíma, þegar Carter hefði átt að vinna að sættum meðal demó- krata fyrir landsþingið, en þurfti í þess stað að fjölyrða um samskipti bróður síns við Líbýu, sem höfðu varað í tvö ár. Carter hefur átt láni að fanga í óláni. í október sl. sýndu skoðanakannanir, að Kennedy myndi sigra hann auðveldlega í forkosningabaráttunni. Það snerist við, þegar gíslarnir voru teknir í íran og Rússar réðust inn í Afganistan. (Sumir spyrja: Hverjir stjórna Bandaríkjunum, kjósendur eða Brezhnev og Ayatollah Khomeini?) Fjaðra- fokið út af Billy virðist hafa verið út af litlu, og fólk hefur fundið til samúðar með Carter og fjölskyldu hans og andúðar á æsing fréttamanna. Enginn annar forseti hefur átt jafn litlu fylgi að fagna í skoð- anakönnunum, eins og Jimmy Carter fyrr í sumar. Það segir þó lítið um, hvernig honum muni farnast í kosningunum í nóv- ember. Carter er þrautseigur stjórnmálamaður og stendur sig bezt í gervi frambjóðanda. Hann var kjörinn forseti í nóvember 1976, jafnvel þótt fjöldi kjosenda hefði spurt „Hvaða Jimmy?" aðeins nokkrum mánuðum fyrr. Carter hefur nú vald forseta- embættisins í hendi sér. Þótt það geti komið honum í koll á stundum, þykir líklegra, að hann beiti því sér í hag í kosningabar- áttunni og láti ekki bola áer auðveldlega úr embætti. ab Sadat, Carter og Begin i Camp David 1978. Samningarnir voru rós i hnappagat Carters en hún hefur fölnað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.