Morgunblaðið - 13.08.1980, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 13.08.1980, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDÁGUR 13. ÁGÚST 1980 3 Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Öryggismálanefnd: Störf nefndarinnar eru í hættu vegna útúrsnúninga UNDIRRITAÐIR fulltrúar Sjálf stæðisflokksins i Örygífismála- nefnd mótmæla málatilbúnaði Ólafs Ragnars Grimssonar, for- manns þingflokks Alþýðubanda- lagsins, sem hann segir byggðan á greinargerð nefndarinnar vegna umræðu og skrifa um kjarnorkuvopn á íslandi og samin var að tilmælum utanríkisráð- herra. í viðtali við Þjóðviljann, sem birtist 12. ágúst, endurtekur Ólaf- ur Ragnar Grímsson staðhæfingar, er hann fyrst kynnti í fréttatíma útvarpsins, og segir byggðar á greinargerð Öryggismálanefndar, sem sé, að tveir fyrrverandi banda- rískir hershöfðingjar fullyrði, að hér séu geymd kjarnorkuvopn. Með þessu afflytur Ólafur Ragnar Grímsson greinargerð nefndarinn- ar og það, sem þar segir. í fyrsta lagi lætur hann ekki getið núverandi starfa þessara manna, sem hér um ræðir en þeir eru Gene La Rocque, fyrrum flota- foringi, forstjóri stofnunarinnar Center for Defense Information í Washington, og B.K. Gorwitz, fyrr- um hershöfðingi, aðstoðarforstjóri stofnunarinnar. í öðru lagi lætur — gagnrýna fram- komu formanns þingflokks Alþýðubandalags hann þess ekki getið, að til þessar- ar stofnunar einnar er unnt að rekja allar fullyrðingar erlendra aðila um að hér á landi kunni að vera kjarnorkuvopn. í þriðja lagi lætur hann þess ekki getið, að rannsóknarstarfsmenn þessarar stofnunar töldu heimildir hennar fyrir þessum fullyrðingum, sem fyrst birtust 1975, ekki nægilega áreiðanlegar en forstjóri stofnun- arinnar tók málið úr þeirra hönd- um og ákvað útgáfu. I fjórða lagi lætur hann þess ekki getið, að Gene La Rocque segist ekki vera 100% öruggur um að staðhæfing sín um kjarnorkuvopn á íslandi sé rétt. í fimmta lagi lætur hann þess ekki getið, að Gene La Rocque sagði, þegar hann var beðinn um heimildir fyrir niðurstöðunni frá 1975, að stofnun sin hefði með 156 ríki í heiminum að gera og hefði ekki tíma til að fara ofan í mál, sem væri orðið fimm ára gamalt. í sjötta lagi lætur hann þess ógetið, að með greinargerð Öryggismála- nefndar fylgi sem fylgiskjal yfir- lýsing Center for Defense Inform ation, sem fyrst var birt opinber- lega hér á landi í Morgunblaðinu 31. maí. Er það eina staðfesta opinbera yfirlýsing stofnunarinnar um þetta mál og þar er kveðið svo að orði: „NATO flotastöðin á ís- landi er einn þeirra staða, þar sem ýmislegt bendir til, að finna megi kjarnorkuvopn.” Og í sjöunda lagi lætur Ólafur Ragnar Grímsson þess ógetið, að umræddir fyrrver- andi yfirmenn í Bandaríkjaher hafa aldrei gegnt neinum skyldu- störfum í beinum tengslum við ísland. Við teljum það dæmi um mikinn einfeldningshátt að byggja alfarið á yfirlýsingu þessara tveggja for- stöðumanna Center for Defense Information og neita á þeim grunni alfarið að viðurkenna gildi allra þeirra staðfestu yfirlýsinga, sem fyrir liggja, um að hér á landi séu alls ekki kjarnorkuvopn. Verða menn að efast um vilja þeirra, sem þannig láta til að leggja hlutlægt mat á hagsmuni íslands í utanrík- is- og varnarmálum. í greinargerð Öryggismálanefndar er leitað fanga hjá fjölmörgum öðrum aðil- um, sem ekki telja líklegt, að hér sé að finna kjarnorkuvopn. í Þjóðviljanum 12. ágúst 1980 segir Ólafur Ragnar Grímsson: „öryggismálanefndin hefur aflað sér upplýsinga um það hvernig öryggisgæslu kjarnorkuvopna sé háttað erlendis, og er sú lýsing óhugnanlega lík þeirri öryggis-' gæslu sem nú fer fram á Patter- sonflugvelli í Keflavík." Hér er mjög hallað réttu máli. I greinargerð Öryggismálanefndar er stuttlega lýst gerð kjarnorku- vopnageymslna og öryggisgæslu við þær. Nefndin hefur ekki gert neinn samanburð á þeim upplýs- ingum og ráðstöfunum á vegum varnarliðsins á Keflavíkurflug- velli. Á það var bent í umræðum nefndarinnar um þetta mál af okkur fulltrúum Sjálfstæðisflokks- ins, að komi í ljós eftir að frekari gagna hefur verið aflað, að búnað- ur varnarliðsins sé á einhvern hátt svipaður því og er við kjarnorku- vopnageymslur erlendis, felist hvorki í því að hér séu kjarnorku- vopn né þau séu hér ekki. Viðbún- aður hers er miðaður við verstu hugsanlegu aðstæður og í honum kann að felast að nauðsynlegt sé að taka á móti kjarnorkuvopnum á íslandi á hættustundu eða í neyð- artilvikum. Þann möguleika hafa hvorki íslensk stjórnvöld né erlend útilokað, en til þess þarf samþykki íslensku ríkisstjórnarinnar. Við höfum litið svo á, að með Öryggismálanefnd ætti að stuðla að skynsamlegri umræðum um öryggi lands og þjóðar og byggja í því efni á haldgóðum upplýsingum. Hafa störf okkar í nefndinni við það miðast. Ekki virðist hið sama vaka fyrir Ólafi Ragnari Gríms- syni eins og hér hefur verið lýst. Hefur hann tileinkað sér hefð- bundin vinnubrögð andstæðinga þeirrar stefnu, sem hefur reynst þjóðinni farsæl í öryggismálum í rúm 30 ár. Eigi að leiða Öryggis- málanefnd inn á braut útúrsnún- inganna, teljum við heppilegast, að nefndin verði strax lögð niður. 12. ágúst 1980. Matthias Á. Mathiesen. Björn Bjarnason. SIÐASTATÆKIFÆRI! TUTTUGU T0MMU TÆKIN ERU UPPSELD ÖRFÁ26” C0L0RAMA TÆKI EFTIR TVÖHUNDRUÐ ÚT 0G 722.222* ÁFIMMMÁNUÐUM Philips gædi Litasjónvarpstœkin frá Philips eru viðurkennd fyrir topp-gæði, - bæði hér- lendis og erlendis. Philips kann tökin á tækninni, enda hafa fjölmargir framleiðendur annarra tækja valið Philips tæknibúnað og myndlampa í framleiðslu sína. Philips Colorama er 26 tommu sér- hönnun frá Eindhoven, eitt besta sem Philips hefur framleitt. Colorama er Philips vara. Það eitt tryggir gæðin. Sérstökkjör Fyrir þá, sem vilja eignast fullkomið Philips Colorama litasjónvarpstæki með afborgunarskilmálum; getum við boðið þau með 200.000 króna útborgun og eftirstöðvamar á fimm mánuðum. Þessi kjör eru einungis bundin við Philips Colorama tækin á meðan birgðir endast. Það er ósennilegt að við getum boðið sambærilegt verð og kjör á öðrum tækjum seinna meir. Adeinsein scnding Við hjá Heimilistækjum hf. vorum svo ljónheppin að komast að sérstöku sam- komulagi um eina sendingu af hinum þekktu Philips Colorama litasjónvarps- tækjum. Þetta þýðir það, að við getum boðið tækin úr þessari einu sendingu fyrir aðeins 922.222 krónur. Þeir, sem staðgreiða tækin fá jafnframt 5% afslátt. Þvi miður getum við aðeins bundið þetta tilboð við Colorama tækin - og sennilega aðeins úr þessari einu sendingu. Hafðu samband Söludeild okkar i Hafnarstræti 3 og verslunin að Sætúni 8 mun sýna og selja Philips Colorama næstu daga. Komdu og skoðaðu myndgæðin. Þvi miður getum við ekki tekið tæki frá fyrir þig. Þú verður að koma niðureftir ef þú vilt tryggja þér tæki. Hafnarstræti 3 — Sætúni 8.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.