Morgunblaðið - 29.08.1980, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST 1980
í ,til -
Islands
ferma skipin
sem hér
segir:
AMERÍKA
PORTSMOUTH
Bakkafoss 2. sept.
Berglind 17 sept
Bakkafoss 22. sept.
Brúarfoss 25. sept.
NEWYORK
Berglind 15. sept
HALIFAX
Selfoss 5. sept
Brúarfoss 30. sept
BRETLAND/
MEGINLAND
ANTWERPEN
Alafoss 1. sept.
Bifröst 11. sept.
Álafoss 15. sept
Eyrarfoss 22. sept.
Álafoss 29. sept
Eyrarfoss 6. okt.
ROTTERDAM
Álafoss 3. sept.
Bifröst 10. sept.
Álafoss 17. sept.
Eyrarfoss 24. sept
Álafoss 1. okt.
Eyrarfoss 8. okt.
FELIXSTOWE
Álafoss 2. sept
Mánafoss 9. sept.
Álafoss 16. sept.
Eyrarfoss 23 sept
Álafoss 30. sept.
Eyrarfoss 7. okt.
HAMBORG
Álafoss 4. sept.
Mánafoss 11. sept.
Álafoss 18. sept.
Eyrarfoss 25. sept.
Álafoss 2. okt.
Eyrarfoss 9. okt.
WESTON POINT
Urriöafoss 27. ágúst
Urriöafoss 10. sept.
Urriöafoss 24. sept.
Urriöafoss 8. okt.
NORÐURLÖND/
EYSTRASALT
KRISTIANSAND
Dettifoss 29 ágúst
Dettifoss 12. sept.
Dettifoss 22. sept.
MOSS
Dettifoss 28. ágúst
T ungufoss 4. sept.
Dettifoss 9 sept
Tungufoss 18. sept.
Dettifoss 23. sept.
Mánafoss 30. sept.
BERGEN
T ungufoss 1. sept.
Tungufoss 15. sept.
Mánafoss 29. sept.
HELSINGBORG
Dettifoss 25. ágúst
Háifoss 1. sept.
Dettifoss 12. sept
Háifoss 15. sept.
Dettifoss 26. sept.
GAUTABORG
Dettifoss 27. ágúst
Tungufoss 3. sept.
Dettifoss 10. sept
Tungufoss 17. sept
Dettifoss 24. sept.
KAUPMANNAHOFN
Dettifoss 26. ágúst
Háifoss 3. sept
Dettifoss 11. sept.
Háifoss 17. sept.
Dettifoss 25. sept.
HELSINKI
írafoss 26. ágúst
Múlafoss 3. sept
írafoss 15. sept.
Múlafoss 25. sept.
VALKOM
írafoss 27. ágúst
Múlafoss 4. sept.
írafoss 16. sept.
Múlafoss 26. sept.
RIGA
írafoss 29. ágúst
Múlafoss 6. sept.
írafoss 18. sept.
Múlafoss 29. sept.
GDYNIA
írafoss 30. ágúst
Múlafoss 7. sept
írafoss 19. sept.
Múlafos 30. sept.
Frá REYKJAVÍK:
á mánudögumtil
AKUREYRAR
ÍSAFJARÐAR ,==
EIMSKIP
Boðvar Guðmundsson
Arnar Jónsson
„Partísaga
um frændráð44
— spaugileg saga í böðverskum stíl
Á dagskrá hljóðvarps í kvöld kl. 22.35 er smásaga eftir Böðvar
Guðmundsson, „I’artísaga um frændráð“. Arnar Jónsson leikari les.
Saga þessi er í smásagnasafninu Sigur úr seinni stríðum, sem út kom
1978. Segir þar frá ungum manni er tæmist arfur. Leitar hann ráða hjá
mikilsmegandi frændum sínum um ráðstöfun fjárins. Útgerðarmaður-
inn vill fá hann í útgerð og heildsalinn býður honum að gera félag með
sér. Og ungi maðurinn verður heildsali, hefur störf hjá frændanum og
fer í utanlandsreisu á vegum fyrirtækisins. Hjólin snúast hratt og
heildsalan fer á hausinn. Þá er komið að unga manninum að hugsa sitt
og reyna að ná áttum.
— Spaugileg saga í böðverskum stíl, sagði Arnar Jónsson.
Þá kom kónguló
Á dagskrá sjónvarps í kvöld kl. 22.30 er bandarísk sjónvarpsmynd
frá árinu 1972, Þó kom kónguló (Along Came a Spider). Aðalhlutverk
leika Suzanne Pleshette og Ed Nelson.
Marteinn Becker er prófessor í efnafræði. Hann verður hrifinn af
stúlku sem vekur athygli hans á sér í kennslustund með því að fá hann
til að gapa. En þessi nemandi prófessorsins er ekki allur þar sem hann
er séður.
— Áhorfendum er haldið í óvissu til síðasta augnablkis, nokkuð
forvitnileg og spennandi mynd, sagði þýðandi texta, Dóra Hafsteins-
dóttir.
„Ég man það enn“ kl. 10.25:
Prestur sá viðvörun-
armerki í miðri messu
- svört segl birtust úti á haffletinum
Á DAGSKRÁ hljóðvarps I dag
kl. 10.25 er þátturinn „Ég man
það enn“ i umsjá Skeggja Ás-
bjarnarsonar. Aðalefni: „Sjóræn-
ingar i Strandarvík". gömul fær-
eysk saga, séra Garðar Svavars-
son les þýðingu sina.
— Þessi saga er eftir færeyskan
rithöfund Georg V. Bengtsson, og
birtist í dönsku blaði sem löngu er
hætt að koma út, sagði Skeggi
Ásbjarnarson. — Sagan er í
Tyrkjaránsstíl og gerist á svipuð-
um tíma og við fengum að kynn-
ast sjóræningjum, fyrir rúmum
þremur öldum.
Stöðug hætta vofði
yfir ihúunum
Sögusviðið er lítið færeyskt
þorp, Strandarvík, á vesturströnd
Straumeyjar. Ibúarnir eiga stöð-
ugt yfir höfði sér landtöku sjó-
ræningja, sem fara um rænandi
og ruplandi. Eina vörn íbúanna er
að kveikja elda til viðvörunar,
strax og svört segl sjást á hafi úti.
Og þá flýr hver sem betur getur í
felur.
Prestur sleit sam-
komunni samstundis
Og það er eitt sinn á messudegi,
að presti verður litið út um
Ijórann á kirkjunni sinni, þegar
hann er í miðri messu. Hann sér
að merki er gefið um að sjóræn-
ingjar nálgist og hann slítur
samkomunni samstundis. Fólkið
flýr í ofboði til felustaðar sem það
átti vísan í fjalli alllangt fyrir
ofan þorpið. Presturinn sem er
ekkjumaður og lítill sonur hans
eru síðastir á flóttanum og skósíð
hempan sem presti hefur ekki
gefist tími til að afklæðast, tefur
hann á flóttanum. Ræningjarnir
hafa skotið út báti og láta ófrið-
lega.
Presturinn er hræddur um
drenginn og felur hann í kletta-
skoru, þar sem hann gefur sér
fyrst tíma til að fara úr hemp-
unni, og hraðar sér síðan áfram í
átt til felustaðarins.
Séra Garðar Svavarsson.
Drengurinn
var horfinn
Bliku dregur á loft. Prestur
lítur til hafs og ser að ræningj-
arnir eru að yfirgefa eyna. Kirkj-
an stendur í björtu báli.
Fólkið heldur aftur til byggða
en drengurinn finnst hvergi. Ohug
slær á menn. Og það brestur á
óveður.
Færeyskur sönghópur, Sang-
bræður, syngur og leikur andleg
lög frá Færeyjum, sagði Skeggi
Ásbjarnarson að lokum, — en við
fáum einnig að heyra íslenska
tónlist, því að við munum minnast
á höfuðdaginn og gamlar hug-
myndir um það að ráða megi í
veðurfar fram í tímann eftir því
hvernig viðrar þann dag.
Utvarp Reykjavík
FÖSTUD&GUR
29. ágúst
MORGUNINN
7.00 Veðurfregnir. Fréttir.
Tónleikar.
7.20 Bæn. 7.25 Tónleikar. Þul-
ur velur og kynnir.
8.00 Fréttir.
8.15 Veðurfregnir. Forustugr.
dagbl. (útdr.). Dagskrá.
Tónleikar.
8.55 Daglegt mál. Endurt.
þáttur Þórhalls Guttorms-
sonar frá kvöldinu áður.
9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund barnanna:
„Koiur og Kolskeggur“ eftir
Barböru Sleight. Ragnar
Þorsteinsson þýddi. Margrét
Helga Jóhannsdóttir les (14).
9.20 Tónleikar. 9.30 Tilkynn-
ingar. Tónleikar.
10.00 Fréttir. 10.10 Veður-
fregnir.
10.25 „Ég man það enn“.
Skeggi Ásbjarnarson sér um
þáttinn. Aðalefni: „Sjóræn-
ingjar í Strandarvík“, gömul
færeysk saga. Séra Garðar
Svavarsson les þýðingu sina.
11.00 Morguntónleikar. Renata
Tebaldi syngur ariur úr
óperum eftir Giuseppe Verdi
með Nýju fílharmoníusveit-
inni í Lundúnum; Oliviero de
Fabritiis stj./ Zvi Zeitlin og
Sinfóníuhljómsveit útvarps-
ins í Munchen leika Fiðlu-
konsert op. 36 eftir Arnold
Zchönberg; Rafael Kubelik
stj.
SÍDDEGIÐ
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veður-
fregnir. Tilkynningar.
Tónleikasyrpa. Dans- og
da'gurlög og léttklassísk
tónlist.
14.30 Miðdegissagan: „Sagan
um ástina og dauðann" eftir
Knut Hauge. Sigurður Gunn-
arsson endar lestur þýðingar
sinnar (23).
15.00 Popp. Vignir Sveinsson
kynnir.
15.50 Tilkynningar.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15
Veðurfregnir.
16.20 Síðdegistónleikar.Svjat-
oslav Rikhter leikur Prelúdí-
ur og fúgur nr. 1 —6 úr fyrra
hefti „Das Wohltemperierte
Klavier“ eftir Johann Seb-
astian Bach/ Budapestkvart-
ettinn leikur Strengjakvart-
ett nr. 9 í C-dúr op. 59 nr. 3
eftir Ludwig van Beethoven.
17.20 Litli barnatíminn.
Stjórnandi: Gunnvör Braga.
Efni m.a.: Ragnheiður Gyða
Jónsdóttir les „Söguna af
Selastúlkunni“ úr þjóðsög-
um Jóns Árnasonar. Guðrún
Guðlaugsdóttir les Ijóðin
„Selur sefur á steini“ og
„Sofa urtubörn“ úr Vísna-
bókinni.
17.40 Lesin dagskrá næstu
viku.
18.00 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
KVÖLDID
19.00 Fréttir. Víðsjá. 19.45 Til-
kynningar.
20.00 Robert Stolz 1880-1980.
Gylfi Þ. Gislason minnist 100
ára afmælis tónskáldsins.
(Áður útv. 24. ágúst s.l.).
21.00 Fararheill. Þáttur um
útivist og ferðamál í umsjá
Birnu G. Bjarnleifsdóttur —
áður á dagskrá 24. þ.m.
22.00 Jascha Heisetz leikur á
fiðlu lög eftir Wieniawski,
Schubert, Drigo og Mendels-
sohn; Emanuel Bay leikur á
píunó.
22.15 Veðurfregnir. Fréttir.
Dagskrá morgundagsins.
22.35 „Partísaga um frænd-
ráð“, smásaga eftir Böðvar
Guðmundsson. Arnar Jóns-
son leikari les.
23.00 Djassþáttur í umsjá Jóns
Múla Árnasonar.
23.45 Fréttir. Dagskrárlok.
SKJANUM
FÖSTUDAGÚR
29. ágúst
20.00 Fréttir og veður
‘20.30 Auglýsingar og
dagskrá
20.40 í dagsins önn
Fyrri mynd um heyskap
fyrr á timum.
20.55 Dansað í Moskvu
Atriði úr sýningu, sem
fram fór að lokinni setn-
ingarathöfn ólympiuleik-
anna i Moskvu.
Sovéskir þjóðdansarar
sýna dansa úr hinum ýmsu
landshornum.
(Evróvision — Sovéska og
danska sjónvarpið).
21.35 Rauði keisarinn
Annar þáttur. (1924 —
1933).
Þegar Lenín var allur,
hófst harðvítug valdabar-
átta meðal oddamanna
kommúnistaflokksins. Stal-
í, ín var ekki í þeim hópi, en
j þegar upp var staðið hafðí
hann baéði tögl og hagldiirfi
Þá var skammt ab biðá
stórra tiðinda.
Þýðandi og þulur Gylfi
Pálsson. í
22.30 Þá kom kónguló
(Along Came a Spider)
Bandarisk sjónvarpsmynd
frá árinu 1972. Aðalhlut-
verk Suzanne Pleshette og
Ed Nelson.
Marteinn Becker er pró-
fessor í efnafræði. Hann
verður hrifinn af stúiku,
sem hann kennir. en hún er
ekki öll þar sem hún er séð.
Þýðandi Dóra Hafsteins-
dóttir.
23.40 Dagskrárlok.