Morgunblaðið - 29.08.1980, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST 1980
Opin kvenna-
keppni á Leiru
OPIN kvennakeppni í Kolfi íer
fram á Hólmsvelli við Leiru
sunnudaxinn 31. ágúst. Keppt
verður með og án forKjafar.
George V. Hannah úrsmiður
gefur verðlaunagripi þá sem
keppt verður um á mótinu.
• %
Vildarkjör
á stórleik
Vals og ÍA
EINS og sagt hefur verið frá í
Mbl.. leika IA og Valur einn af
úrslitaleikjum 1. deildarinnar á
Akranesi í kvöld og hefst leik-
urinn klukkan 18.00. „Stuð-
menn Vals“ ætla að fjólmenna á
Skagann. en hægt verður í
tilefni af leiknum að komast
með Akraborginni á vildarkjör-
um. Hún fer frá Reykjavík
klukkan 16.00 og fer síðan
aftur til Reykjavikur klukkan
20.30, þegar leiknum er nýlok-
ið. Ferðin kostar aðeins 5000
krónur og er miði á vöilinn
innifalinn i verðinu.
• *
v.#'
Leiöréttingar!
NOKKRAR smávillur skutu
upp kollinum í frásögn Mbl. af
bikarkeppni FRÍ 16 ára og
yngri. í íyrstu skal leiðrétt að
IBK keppti þarna sem lið, en
ekki UMFK. I>á féll niður nafn
Matta ó. Stefánssonar, en hann
varð þriðji í kringlukasti með
29,40 metra. I>á varð Jónina
Helgadóttir þriðja i spjótkasti
kvenna með 28,47 metra.
• «
\s!L
Svisslendingar
heppnir gegn
frískum Dönum
Svisslendingar gerðu ekki
betur en að merja jafntefli i
vináttulandsleik gegn I)onum.
sem tefldu ekki fram einum
einasta atvinnumanni. Var
svissnesk alþýða ekki sérlega
ánægð með frammistöðu sinna
manna, og löngu áður en ieikn-
um lauk, voru áhorfcndur farn-
ir að streyma burt af vellinum.
Danska liðið var meira að segja
sterkari aðilinn og óheppið að
sigra ekki i leiknum. Lars
Bastrup skoraði fyrst fyrir
Dani, en Jorge Pfister tókst að
jafna áður en yfir lauk.
• »
Ron Rico-golf
um helgina
RON RlCO-keppnin í golfi fer
fram á Hvaleyrarvellinum um
helgina. Er þetta siðasta opna
keppni Keilis á þessu sumri. Er
hér um 18 holu flokkakeppni að
ræða og hefst keppni á laugar-
dag klukkan 8.30, en á sunnu-
dag klukkan 9.00. Meistara-
flokkurinn hefur keppni á
sunnudeginum klukkan 10.00.
Það er fyrirtækið ETH Matthi-
sen sem gefur verðlaunagripi.
Guðsteinn
leikur
með UMFN
í vetur
Landsliðsmaðurinn snjalli,
Guðsteinn Ingimarsson, sem leik-
ið hefur með Njarðvikingum í
úrvalsdeildinni hefur nánast
ákveðið að vera áfram með félagi
sínu í vetur. Orðrómur hefur
verið uppi um. að Guðsteinn
hyggist leika með einhverju
Reykjavíkurfélaganna í vetur,
þar sem hann hefur flutt á
höfuðborgarsvæðið. Helst voru
fslandsmeistarar Vals nefndir i
þvi sambandi. _I>að eru allar
likur á að ég spili með Njaðvik-
ingum í vetur,“ sagði Guðsteinn i
samtali við Mbl.
Ekki er að efa, að Njarðvíkingar
muni koma sterkir til leiks í
úrvalsdeildinni. „Markamaskín-
an“ Danny Shouse leikur með
liðinu og verður fróðlegt að sjá
samvinnu Guðsteins og Shouse. Þá
hefur Þorsteinn Bjarnason ákveð-
ið að leika með sínum gömlu
félögum eftir að hafa snúið heim
úr atvinnumennsku í knattspyrnu.
H.Halls
• ólafur Jónsson fyrirliði fs-
lenska landsliðsins fær i nógu að
snúast ásamt félögum sínum i
vetur.
V ' \ ®
""'V-
■ ■
Möguleiki ffyrir hendi á B-keppninni
- íslendingar í léttari riðlinum - m.a. með Búlgörum og Frökkum
Eftir þvi sem Morgunblaðið
kemst næst hefur verið dregið í
riðlana tvo sem keppt verður í í
B—keppninni sem fram fer í
febrúar 1981. Mbl. á eftir að fá
þetta staðfest. en allar líkur
benda til að riðlaskiptingin sem
hér fylgir verði óbreytt i Frakk-
landi. Samkvæmt framanskráðu.
er islenska landsliðið i riðli með
Svisslendingum. Svíum, ísrael-
um, Búlgörum og Frökkum. í
hinum riðlinum leika hins vegar
Austurrikismenn, Pólverjar,
Danir, Tékkar, Norðmenn og
Ilollendingar. Má þvi glöggt sjá,
að íslendingar geta vel við út-
komuna unað.
Það eru sex þjóðir sem komast
upp í A—flokk að B—keppninni
lokinni. íslendingar verða því að
ná a.m.k. þriðja sætinu í sínum
riðli. Nú, það er kannski heldur
villandi að vera að ræða um léttari
riðil. því í raun og veru eru allar
þessar þjóðir færar um að sigra
Island. En fram hjá því má heldur
ekki horfa, að þetta eru allt þjóðir
sem Island á góða möguleika gegn.
Þetta myndi horfa öðru vísi við ef
landinn væri í sterkari riðlinum.
Eins og komið hefur fram, mun
landsliðið takast á við verkefnin
með nýjan þjálfara við stjórnvöl-
inn, en 1. september tekur Hilmar
Björnsson formlega við embætti
landsliðseinvalds. Hilmar hefur
margsannað að hann er gæða-
Sveit Breiðabliks sem sigraði í 4x20 m boðhlaupi og setti nýtt
íslandsmet. F.v. Ragna Ólafsdóttir, Birna Bentsdóttir, Hrönn
Guðmundsdóttir og Helga D. Árnadóttir.
þjálfari og treystandi til að
stjórna landsliðinu í hinum erfiðu
verkefnum sem fram undan eru.
Búið er að semja um rúmlega 20
landsleiki í vetur fram undir
B—keppnina, þ.á m. Norðurlanda-
mót sem fram fer í Hamar í
Noregi í október.
Adidas móti
komið á fót
4-LIÐA mótinu sem fram átti að
fara í Kiel í Vestur-býskalandi
með þátttöku Dankersen, Nett-
elsted. Víkings og Vals um helg-
ina hefur verið aflýst. Víkingar
afboðuðu þátttöku sina i fyrra-
dag, en þegar KR-ingar hugðust
ganga í þeirra stað sögðu bjóð-
verjarnir stopp.
Þess í stað hafa Valur, KR,
Fram og Fylkir komið á laggirnar
nýju handboltamóti, Adidas-mót-
inu svokallaða, en Adidas umboðið
hér á landi bauðst þegar til að
veita verðlaun til keppninnar.
Mótið fer fram á Selfossi að þessu
sinni. Á laugardaginn verða tvær
umferðir, KR mætir Fram og
Fylki, einnig mætir Valur sömu
liðum. Á laugardaginn klukkan
10.30 leika síðan Fram og Fylkir
og strax á eftir KR og Valur.
Pearson undir
hnífinn í
fimmta sinn
Stuart Pearson, miðherjinn
kunni, sem leikið hefur með West
Ilam siðustu misserin, þarf að
leggjast undir skurðarhnifinn i
fimmta skiptið á ferli sinum. Að
venju er það vinstra hnéð sem
angrar kappann. Pearson lék
áður með IIuII og Manchester
Utd. og náði hátindi frægðar
sinnar sem miðherji United. Lék
hann m.a. 15 landsleiki fyrir
England. brálát meiðsl gerðu
honum ætið lifið leitt og urðu
m.a. til þess að United gafst upp
á öllu saman og seldi hann til
West Ham.
Þrátt fyrir uppskurðarfargan
hefur Pearson klifið ýmsa tinda.
Hann skoraði annað marka Un-
ited þegar liðið sigraði Liverpool í
úrslitum bikarkeppnninar 1978.
Og í fyrra átti Pearson stórleik er
West Ham kom öllum á óvart og
lagði Arsenal í úrslitum sömu
keppni.
• Stuart Pearson.
i