Morgunblaðið - 29.08.1980, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 29.08.1980, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST 1980 MOBÖíJN-Vv^ KAfpinu S «! -r*^_ -r. ' .' •'L__. 'i.J’á GRANI GÖSLARI ásí er. ... <k) þurfa ekki að kvíða ein- mana komandi degi. 'we 805 Ék keypti hann af eskimóa — á förnum vegi. — Hann ók átta gata tryllitæki. Fyrirspurn óperuunnanda EF ÞAÐ ER FRÉTTNÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í MORGUNBLAÐINU „ X3> AH.I VSlNí. \ SIMINN KK: 22480 COSPER 8585 «*€0 SK COSPER Hann skyldi þó ekki vera þyrstur? Guðrún Á. Simonar söngvari skrifar: „Eg hringdi í Velvakanda vegna fyrirspurnar óperuunnanda — af hverju íslenskir óperusöngvarar syngju aldrei óperur í útvarpið. Hann nefndi t.d. Mariu Markan, Guðmund Jónsson og mig. Stúlka sem gegndi í síma Vel- vakanda tók viðtalið við mig og til þess að vera viss um að allt kæmist til skila spurði ég hana hvort hún hefði ekki segulbands- tæki. Mér til undrunar svaraði hún því neitandi. • Veitir ekki af að hafa segulband Ég hélt að þáttur eins og Velvakandi ætti að hafa svona græjur, ekki veitir af, eins og kom á daginn í viðtalinu við mig. Stúlkan fullvissaði mig um að allt kæmist til skila, en þvi miður varð allt brenglað, þegar það kom í biaðinu og mér lögð í munn orð eins og „óhvetjandi". Er þetta orð til í íslensku máli? Spyr sá sem ekki veit. Ég hringdi daginn eftir og talaði við stúlkuna og sagði, að ég væri mjög óánægð. Hún sagði bara, að ég skyldi skrifa til Velvakanda, því að hún væri að fara til útlanda. Þannig afgreiddi hún málið, og baþ mig einu sinni ekki afsökunar! • Innlenda efnið geymt en því erlenda fleygt Jæja, nú ætla ég að skrifa hið rétta í þessu máli. Áður fyrr voru óperur fluttar beint af leiksviði í gegnum útvarp- ið, og allir, sem áttu segulbands- tæki, gátu tekið upp eftir vild. Þessu var hætt, en ekki veit ég hver var ástæðan. Því miður eiga þeir ekki nema e.t.v. 1—2 óperur og einhverja búta úr óperum, þessu var öllu fleygt eða það týndist. Ef íslenskir söngvarar sungu prógrömm með innlendu eða erlendu efni, þá var það innlenda geymt, en erlendu efni yfirleitt hent í ruslakörfuna, ef ég má taka svo til orða. • „Einhver“ góð- viljaður lofaði okkur að eiga sumt af þessu Sumt af þessu innlenda efni ,var ágætt, en annað var bara rusl. Stundum vorum við beðin um að syngja lög eftir ýmsa, sem kölluðu sig tónskáld, en lítið skemmtilegt að syngja. Ég gerði lítið af því, en það gerðu aðrir söngvarar og það ku hafa verið vel borgað. ísienskir söngvarar hafa sungið í útvarpið mikið af erlendum lögum og aríum frá fyrstu tíð, en flestu hefur því verið komið fyrir kattarnef. Stundum hefur „einhver" góðvilj- aður í útvarpinu lofað okkur að eiga sumt af þessu. • Magnús hefur sungið meira en Fuglinn í f jörunni T.d. er til prógramm með Magnúsi Jónssyni, allt aríur, eitt Bfl téi-n AUCLÝSINCASTOFA MYNDAMÓTAHF Vinabæjamót í Nokia í Finnlandi í SUMAR var haldið vinabæjarmót í Nokia í Finnlandi. Mættir voru fulitrúar allra vinabæjanna en þeir eru Blönduós — Horsens — Moss — Karlstað og Nokia. Fulltrúarnir voru bæði frá norrænu félögum viðkomandi bæja og sveitarstjórnum. Mótið hófst með kynningarfundi síðdegis komudag. Iðnaðarbærinn Nokia, sem telur 23.G12 íbúa liggur norð-vestur af Helsinki. Hann var hluti af hinu forna Birkala héraði, sem skiptist eftir árið 1922 í norður og suður hlutann. Norður-Birkala varð kaupstaður árið 1937 og ári seinna var nafninu breytt í Nokia. í dag er bærinn, sem er um 15 km frá Tammerfors mikill iðnað- arbær með stærstu gúmmíverk- smiðju á Norðurlöndum og timb- uriðnaði svo eitthvað sé nefnt. Þess vegna er hann oft kallaður „Græni iðnaðarbærinn". Bærinn er í hraðri uppbygg- ingu, þar sem stór og fullkomin iðnskóli er í byggingu. Þar er einnig nýbyggð fullkomin heilsu- gæslustöð, sundhöll og bókasafn og bera allar þessar byggingar vott um snilli Finna á sviði byggingarlistar. Var fulltrúunum einnig sýnt stórt elliheimili. Mörg mál voru rædd varðandi samskipti þessara vinabæja og samþykkt m.a. að skiptast á heimsóknum og koma á ungl- ingaskiptum. Síðasta daginn gróðursettu fulltrúarnir vináttutré, svokall- aða „Birkala-björk“, á einu aðal- svæði bæjarins, sem tákn vináttu og vaxandi samskipta í framtíð- inni. Undanfarna mánuði hefir sýn- ing á teikningum 10—11 ára barna frá öllum vinabæjum verið haldin á hinum Norðurlöndunum við mjög góða aðsókn. I ráði er að sýningin verði haldin á Blönduósi í haust. Voru móttökur allar eins og best verður á kosið. Fulltrúi Blönduóss á vinabæjarmótinu var sr. Árni Sigurðsson, formað- ur Norræna-félagsins á staðnum. Sr. Árni Sigurðsson gróðursetur vináttutré i Nokia. Sr. Árni er formaður Norræna-félagsins á Blönduósi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.