Morgunblaðið - 29.08.1980, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 29.08.1980, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST 1980 29 VELVAKANDI SVARARí SÍMA 10100 KL. 13-14 FRÁ MÁNUDEGI af því besta, sem Magnús hefur sungið. Nú er Magnús eigandi að þessu prógrammi, Útvarpið þarf ekki lengur að nota það. Þar er til nóg af plötum með erlendum tenórum sem ekki þarf að borga fyrir afnot af. En Magnús hefur sungið fleira en Fuglinn í fjör- unni! • Þýskur söngvari fær það en íslenskur ekki Ég get ekki séð neitt sem réttlætir það, að þýskur söngvri fær að syngja frönsk lög í útvarp- ið, en íslenskur söngvari fær það ekki. Okkar erlendu prógrömmum er fleygt eftir fyrstu notkun. • Góður og framsýnn maður tók þær upp Ég hef að láni tvær óperur, Þessir hringdu . . . • Púkk frábært Atli örn hafði samband við Velvakanda og bað fyrir kveðjur og þakklæti til Sigrúnar Valbergs- dóttur og Karls Agústs Úlfssonar, stjórnenda þáttarins Púkk, sem hefur verið á dagskrá hljóðvarps á mánudagskvöldum. — Mér finnst það miður að eiga ekki lengur von á þessum þætti, og þar ber margt til. Stjórnendurnir eiga þar auð- vitað stærstan hlut, þeir hafa aldrei leyft sér að kasta til höndunum við undirbúning þátt- anna; þeir hafa talað gott mál, skipulagt sinn tíma á ferskan og oft smellinn hátt og vandað efnis- val og efnismeðferð. Sigrún og Karl höfðu stjórn á hlutunum og blönduðu frjálslega saman gamni og alvöru, tónlist og tali. Það verður vandaverk að taka við af þeim og gera þætti sem jafnast á við Púkk og eru samboðnir ungu fólki, sem gerir kröfur um eitt- hvað meira en diskó. „La Bohéme" og „Tosca“. Það var góður og framsýnn maður, sem tók þær upp beint frá útvarpinu. Ég veit af fleirum, sem gerðu hið sama. Þökk sé þeim fyrir það! • Hafði hljóm- sveitina í hendi sér Það væri hægt að nefna fleiri óperur, sem til eru, t.d. „II Trova- tore“ og „Don Pasquale". Ég held að ég hafi aldrei heyrt Sinfóníu- hljómsveitina leika eins vel og í „La Bohéme". Það var Rino Cast- agnino, sem stjórnaði. Hann hafði hljómsveitina alveg í hendi sér. Það er mikið kraftaverk. • Hrein „mafía“ fyrir íslenska söngvara Það má nefnilega segja það sama um sinfóníuhljómsveit og sagt er um einsöngvara, að hver um sig heldur að hann sé stór- veldi. Ef þeir flyttu óperur með ís- lenskum söngvurum, þá þyrftu þeir að borga okkur, ég tala nú ekki um Sinfóníuhljómsveitinni, sem er hrein „mafía“ fyrir ís- lenska söngvara. Sumir söngvarar eiga bönd með söng sínum við undirleik hljóm- sveitarinnar. Það gengur erfiðlega að ræða við ráðamenn þar, í því skyni að fá leyfi til að gefa út plötu. Þetta yrði aldrei gróði, en góðar heimildir um íslenska söngvara, hvað þeir hafa gert og geta ennþá. • í hálfgerðu fangelsi með okkar söng Af því að ég fór að skrifa, þá er þetta orðið lengra en símtalið. Því miður erum við í hálfgerðu fangelsi með okkar söng. Við íslenskir söngvarar förum ekki út í langt nám til að syngja eingöngu íslensk lög, þó að þau séu góðra gjalda verð. Ég vona að íslenskir söngvarar fari að vakna af sínum „Þyrnirós- arsvefni", ég þar á meðal, og geri eitthvað í þessum málum. • Ættum að fá minnst hálftíma Það er einkennilegt, að þó að við eigum tvo starfandi söngvara hjá Ríkisútvarpinu, hefur sama og ekkert gerst í máli okkar. Það er þáttur í útvarpinu, sem heitir „Islenskir einsöngvarar og kórar“, hann var á kvöldin, stundum í 15—20 mín. Oft komust ekki að nema tvö lög, því að þá þurftu leikarar að ganga fyrir og koma sínu leikriti að. Af hverju þurfum við að vera með kórum? Þeir ættu að vera í sér þætti. Við ættum að fá minnst hálftíma þátt, og ef einsöngvari syngur einsöng með kór, eins og kemur fyrir, þá er ekkert annað en að tilkynna það um leið og söngvarann. Það á alls ekki að blanda þessu saman. Nú er búið að breyta þessu 1 morgunmál- ið. Vonandi fáum við að vera í friði með hálftíma-prógramm, þar sem eingöngu koma fram íslenskir einsöngvarar. Það er mikið hægt að skrifa um ástand í íslenskum söngmálum, ég vona að þetta sé byrjunin til hins betra.“ • Athugasemd Velvakandi biður Guðrúnu Á. Símonar velvirðingar á mistökum þeim sem hún nefnir í tilskrifi sínu og kann þá skýringu helsta að svona mikill ferðahugur hafi verið búinn að grípa sumarstúlkuna sem ansaði. Utsala Kjólar frá 12.000- Nýtt og fjölbreytt úrval af kvöldkjólum í öllum stæröum, hagstætt verö. Trimm- gallar frá kl. 12.000- Dömupeysur frá kr. 2.000- Úrval af ódýrum skólapeysum. Mussur frá kr. 8.000- Jakkapeysur og vesti í úrvali. Fatasalan, Brautarholti 22, inngangur frá Nóatúni. Seljasókn Stuðningsfólk séra Úlfars Guðmunds- sonar í Seljasókn. Skrifstofan í FáksheimHinu v/Breiðholtsbraut verður opin kl. 17—22 laugardag kl. 13—20 sunnudag kl. 9—23 og þá verður kaffi og opiö hús í Fáksheimilinu Kosið verður á sunnudaginn 31. ágúst í Ölduselsskóla kl. 10—23. Símarnir eru: 39790 og 29791 Stuðningsfólk HÖGNI HREKKVlSI Umsjón: Margeir Pétursson Á alþjóðlegu kvennaskákmóti Búdapest í Ungverjalandi í vor kom þessi staða upp í skák sovézka stórmeistarans Kozlov- skaju. sem hafði hvítt og átti leik, og Klimovu, Tékkóslóvakíu. 21. d5! (Ef nú 21. ... exd5 þá 22. e6+) Hxcl. 22. IIxcl - Dxd5, 23. IIc7+ - Kg8, 24. Dcl - Hd8. 25. Dh6 - Hd7, 26. Hc8+ - Hd8 27. Rg5! og svartur gafst upp.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.