Morgunblaðið - 29.08.1980, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 29.08.1980, Blaðsíða 17
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST 1980 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 5.000.00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 250 kr. eintakiö. Flugleiðir og stjórnvöld Loftleiðir byggðu á sínum tíma umsvif sín á Atlantshafs- flugleiðinni á því, að halda sér utan við IATA, alþjóðasam- tök flugfélaga, og buðu á þeirri forsendu lægri fargjöld en aðrir. Forráðamenn fyrirtækisins lögðu áherslu á, að þeir teldu almenna samkeppni treysta best hag farþega og neituðu þess vegna að sætta sig við almenn fargjöld, sem samræmd voru innan vébanda IATA. íslensk stjórnvöld studdu málstað Loftleiða og Bandaríkjastjórn sætti sig við sérstöðu fyrirtækis- ins. Ýmsar aðrar ríkisstjórnir voru tregar til að veita Loftleiðavélum lendingarréttindi vegna lágra fargjalda. Má í því sambandi til dæmis minna á baráttuna, sem háð var bæði af íslensku ríkisstjórninni og Loftleiðamönnum fyrir lendingar- rétti á Norðurlöndunum fyrir um það bil tíu árum. Jimmy Carter, Bandaríkjaforseti, tók svipaða afstöðu og Loftleiða- menn, þegar hann ákvað fyrir nokkrum árum að heimila almenna samkeppni á flugleiðum til Bandaríkjanna yfir Atlantshaf. Síðan hefur verið háð almennt verðstríð á þessari flugleið og nú hafa Flugleiðir, arftaki Loftleiða, orðið að draga saman seglin. Flugrisarnir hafa haft betur og hinir sem minna mega sín orðið að draga sig í hlé. Ekki er séð fyrir endann á hinni hörðu samkeppni, sem hefur orðið miskunnarlausari fyrir þær sakir, að eldsneytiskostnaður hefur margfaldast samhliða henni. Þeir, sem nú sitja með pálmann í höndunum, eru neytendur, þeir fá far yfir hafið á lægra verði en nokkru sinni fyrr. Þessar staðreyndir er rétt að menn hafi í huga, þegar fjallað er um þann gífurlega vanda, sem Flugleiðir glíma nú við og leitt hefur til fjöldauppsagna á starfsfólki félagsins. Um leið og hugsjón íslensku brautryðjendanna um frjálsa samkeppni í flugi milli Evrópu og Bandaríkjanna rætist, verða þeir undir í baráttunni. Við þau tímamót hljóta að vakna ýmsar spurningar. Eðlilegt er, að því sé velt fyrir sér, hvort af hálfu íslenskra stjórnvalda hafi verið staðið þannig að málum, að hæfileg skilyrði hafi verið sköpuð fyrir starfsemi Flugleiða hér á landi. Hafa íslensk stjórnvöld komið þannig fram gagnvart ríkis- stjórnum annarra landa, að það hafi verið Flugleiðum til framdráttar í erfiðleikum þeirra. Með ýmsum rökum má halda því fram, að svo hafi ekki verið. Almennt má segja, að þannig hafi verið haldið á stjórn íslenskra efnahagsmála, að fyrirtækjum í harðri alþjóðlegri samkeppni hafi verið gert ólíft að starfa hér. Óvissa hefur ríkt á vinnumarkaði og í gengismálum og verðbólguhjólið hefur snúist svo hratt, að öll áætlanagerð hefur verið miklum erfiðleikum bundin. Ahrifamenn í stjórnarflokkum, eins og til dæmis núverandi formaður þingflokks Alþýðubandalagsins, hafa dylgjað um málefni og rekstur Flugleiða á Alþingi og kröfur hafa verið uppi um það, að sérstakir fulltrúar ríkisvaldsins væru settir stjórnendum fyrirtækisins til höfuðs. Slíkt vekur ekki traust út á við. Ummæli ráðuneytisstjóra samgönguráðuneytis- ins í Luxemborg géfa ekki til kynna, að af hálfu samgönguráð- herra íslands hafi honum verið veittar haldgóðar upplýsingar um vandræði Flugleiða. Liggur til dæmis ekki ljóst fyrir, hvort lendingargjöldum á Keflavíkurflugvelli verði létt af vélum Flugleiða í Atlantshafsflugi, þótt það hafi verið gert í Luxemborg. Með því að leggja á alltof háan og ósanngjarnan flugvallaskatt hefur skattaglöð vinstri stjórn fælt erlenda ferðamenn frá íslandi og dregið úr ferðalögum íslendinga. Hún fann einnig upp það ráð að taka upp tvöfalda gengisskráningu, þannig að ferðamenn verða að greiða 10% hærra verð fyrir gjaldeyri en aðrir. Vísitöluleikur hefur leitt til þess, að fargjöldum á innanlandsflugleiðum hefur verið of þröngur stakkur sniðinn miðað við rekstrarkostnað flugfélaga. Loks hljóta menn að velta því fyrir sér, hvort skynsamlegt hafi verið af vinstri stjórninni 1971-74 að beita sér fyrir sameiningu Flugfélags íslands og Loftleiða með þeim hætti sem þá var gert. Þetta allt kemur til álita við mat á vandræðum Flugleiða á líðandi stund. Það er ósanngjarnt að skella skuldinni aðeins á stjórnendur fyrirtækisins eins og einkum verður vart í Þjóðviljanum, þar sem menn eru kampakátir yfir því, hvernig komið er, slá um sig og segja: Sagði ég ekki. Er furðulegt, hvernig menn hafa geðslag til að velta sér þannig upp úr erfiðleikum þjóðþrifafyrirtækis og hundruða starfsmanna þess, um leið og þeir vilja ekkert annað leggja af mörkum en illmælgina. Flugsamgöngur innanlands og milli íslands og annarra landa verða ekki með viðunadi hætti nema stjórnvöld skapi einkaaðilum eðlileg skilyrði til að stunda þær. MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST 1980 17 Rabbað við Runólf Hallfreðsson skipstjóra á Bjarna Ólafssyni: „Verðum á rækju fram á haustið — töpum svo mikið á loðnunni“ BJARNI Ólafssson AK 70 land- aði í K»“r um 25 tonnum af rækju i Reykjavík ok er hrúttóverðmæti aflans um 6R milljónir króna. Þetta var annar rækjuveiðitúr skipsins, en í þeim fyrri fengust 38.5 tonn og var verðma'tjð þá um 99 milljónir króna. Áhöfn skipsins fær 29% af skiptaverði, en 14 eru um borð, og þeir skipverjar sem Mbl. ræddi við inni í Sundahöfn i gær létu vel af þessum veiðiskap og sögðust halda að hann ka mi vel út fyrir áhöfnina. Skipið er byggt í Svíþjóð 1978 og í því er 200 rúmmetra frystilest og 30 rúmmetra frystiklefi. í sumar voru keyptir tveir frystiskápar í skipið og var kostnaðurinn við þá um 30 milljónir króna. Rækjan er flokkuð í 3 flokka þegar eftir að hún veiðist og fer mestur hluti hennar í 2 flokka, þ.e. 40—60 rækjur í kíló eða 60—80 stykki í kílóið. Rækjunni er síðan raðað í eins kílós öskjur og þannig sett inn í frystiskápa. Þaðan eru öskj- urnar teknar þegar rækjan hefur verið fryst og 12 öskjur settar í kassa. Áhöfnin hefur því talsvert umstang við rækjuna fyrir utan sjálfar veiðarnar. Þegar Morgunblaðið bar að í Sundahöfn í gær var verið að landa úr Bjarna Ólafssyni af fullum krafti. Þrátt fyrir annríkið gaf Runólfur Hallfreðsson útgerð- armaður og skipstjóri sér tíma til að spjalla við blaðamann og sagði hann, að rækjan væri seld til Japan. Færi hún beint úr lestum skipsins í frystigám og héldi síðan 3. september áleiöis til Japan. Sagði Runólfur, að rækjan væri unnin í neytendaumbúðir um borð og færi beint í japanskar verzlan- ir. „Þeir vilja helzt fá rækjuna (Ljósm. Kristján) Heilfrystri rækjunni landað úr Bjarna ólafssyni AK 70 í Sundahöfn í gær. Rækjunni er pakkað í neyt endaöskjur um borð í skipinu og fer þannig i verzlanir í Japan, en þarlendir borða rækjuna hráa. svona Japanirnir, helzt með öllum öngum og hárum, sem skepnunni fylgja og borða hana síðan hráa. Ef frekar væri hreyft við rækj- unni myndu þeir borga minna fyrir hana,“ sagði Runólfur. „Ég er enn ekki farinn að átta mig á því hvernig þetta kemur út hjá okkur, en þetta ætti að geta orðið sæmilegt fyrir mannskap- inn. Við höfum verið á rækjunni á Strait-banka um 140 mílur út af Vestfjörðum, en þangað er um 18 tíma sigling frá Akranesi. Við erum nýgræðingar í þessu, en þeir hafa verið að segja okkur, að nú sé bezti tíminn að byrja, því rækjan sé orðin stór og góð á þessum slóðum. ísinn hrjáði okkur fyrst þegar við vorum að byrja í sumar, en ekki lengur og þó veður geti orðið misjöfn á þessum slóðum í haust þá er þetta stórt og gott skip. Þetta hefur gengið svolítið mis- jafnlega hjá okkur. í sumar þegar við vorum nýbyrjaðir fengum við ein 5 tonn í hali og vorum varla farnir að reyna frystitækin. Það varð hálfgert pat á okkur þegar þetta gerðist, en sannarlega hefðu hölin mátt verða fleiri af þessari stærð. Annars erum við með 10 tonna frystigetu á sólarhring og tækin hafa reynzt ágætlega. Ég skal ekki segja um hvort rækjan Runólfur Hallfreðsson skipstjóri og útgerðarmaður. sé framtíðin, en menn verða að gera eitthvað og reyna að skapa verðmæti. Bjartsýnn? Jú, mér sýnist þetta vera leið. Verður maður ekki alltaf að vera bjart- sýnn? Hugmyndin er að vera á rækj- unni eitthvað fram á haustið, jafnvel út október eftir því hvern- ig gengur. Við töpum svo mikið á loðnunni, að það liggur ekkert á að byrja á henni. Við fáum að veiða 16.100 tonn, en tvö síðustu ár veiddum við yfir 30 þúsund tonn hvort árið. sagði Runólfur Hall- freðsson að lokum. Hvort rækjuveiðar eru framtíð- in fyrir stærri skipin vildi Runólf- ur ekki segja um, en hins vegar er víst, að margir líta þennan veiði- skap nú hýru auga. Djúprækju- veiðarnar gengu yfirleitt mjög vel í sumar og voru bátar af öllum stærðum og gerðum á þessum veiðum. Nefna má rækjutogarann Dalborgu, loðnuskip, skuttogar- ann Bessa og minni báta ailt niður í um 30 tonn. Meðan Morgun- blaðsmenn stöldruðu við í Sunda- höfn komu útgerðarmaður og skipstjóri Grindvíkings til að ræða málin við kollega sína á Bjarna Ólafssyni, en skipin eru systurskip. Sjálfsagt fylgjast fleiri með af athygli hvernig gengur hjá Þeim Akurnesingun- um. Wtr/f? #/. Ríkisstjórnin óskar eftir við- ræðum við Seðlabankann um framkvæmd lánskjarastefnu MORGUNBLAÐINU barst í gær eftirfarandi fréttatilkynning frá Seðlabankanum: „í lögum um stjórn efnahags- mála frá vorinu 1979 er mörkuð sú stefna í lánskjaramálum, að kom- ið skuli á fullri verðtryggingu bundins sparifjár og jafnvægi Suðurland: Fagnaður ismanna i SJÁLFSTÆÐISFÉLÖGIN í Ár- nessýslu efna til fagnaðar í Árnesi laugardaginn 30. ágúst og hefst hann kl. 21. Ávarp flytur Matthías Á. Mathiesen alþingismaður og söngvararnir Ólöf Kolbrún Harð- milli vaxtastigs og verðbólgu fyrir árslok 1980. I framhaldi af þessu var ákveð- ið, að aðlögun lánskjara að þessu marki skyldi nást í sjö ársfjórð- ungslegum áföngum, hinn fyrsti 1. júní 1979, en hinn síðasti 1. desember 1980. Næsti áfangi þess- sjálfstæö- Arnesi ardóttir og Garðar Cortes syngja ýmis kunn lög við undirleik Jóns Stefánssonar. Þá mun hljómsveit- in Frostrósir leika fyrir dansi fram eftir nóttu. Fagnaðurinn er öllum opinn. arar aðlögunar ætti því að vera 1. september n.k. I samræmi við þetta hefur bankastjórn Seðlabankans gert ríkisstjórninni grein fyrir stöðu þessara mála, svo og þeirri breyt- ingu verðbótaþáttar, sem nú þyrfti að eiga sér stað, miðað við þær reglur, sem fylgt hefur verið tilþessa. í framhaldi af því samþykkti ríkisstjórnin að taka upp viðræður við Seðlabankann um framkvæmd lánskjarastefnunnar, og gerir hún þá ráð fyrir því, að vaxtakjör haldist óbreytt þar til öðru vísi verði ákveðið. Þessi ósk um frest- un er byggð á áformum ríkis- stjórnarinnar um aðgerðir gegn verðbólgunni, sem falið gætu í sér endurskoðun á ákvæðum laga um stjórn efnahagsmála, að því er varðar aðlögunartíma og aðra framkvæmd verðtryggingar. Ennfremur er þá gert ráð fyrir endurskoðun á kjörum afurðalána, sérstaklega gengisbundinna lána útflutningsatvinnuveganna, þann- ig að þeir njóti hagstæðari kjara en verið hefur. Á fundi bankaráðs Seðlabank- ans í dag gerði bankastjórnin grein fyrir þessari afstöðu ríkis- stjórnarinnar, og var talið óhjá- kvæmilegt að fresta frekari ákvörðunum í vaxta- og verð- tryggingarmálum, unz lokið væri þeim viðræðum, sem ríkisstjórnin hefur óskað eftir við Seðlabank- ann um framkvæmd lánskjara- stefnunnar." Matthías Á. Mathiesen Garðar Cortes ólöf K. Harðardóttir ÞAÐ SEM nú er að gerast í Póllandi flettir ofan af þeirri blekkingarhuiu. sem alþýða austantjaldslandanna hefur lengi verið sveipuð, sagði Magn- ús L. Sveinsson, formaður V.R., er Mbl. leitaði til hans. Það ætti nú að vera öllum ljóst, að það sósialíska þjóðskipulag, sem Pólland og önnur austantjalds- lönd, hafa húið við, hefur ekki veitt alþýðu þessara landa þau réttindi og það frelsi, sem við hér á Islandi teljum eins sjálf- sagt að búa við eins og að hafa vatn til að drekka. Flett ofan af blekking arhulunni í Póllandi segir Magnús L. Sveinsson Þvert á móti hefur þjóðskipu- lag þessara landa fjötrað verka- lýðinn í hlekki kúgunar og ófrelsis, andlega og efnalega. Krafa pólsks verkalýðs í dag er meðal annars að fá að starf- rækja frjáls verkalýðsfélög og búa við ritfrelsi. Þetta lætur undarlega í eyrum okkar hér á íslandi, sem teljum þetta eins sjálfsagt og að dagur rísi að morgni. Því hefur kröftuglega verið haldið fram af tals- mönnum þess þjóðskipulags, sem Pólverjar hafa búið við, að það veiti alþýðunni fullkomið frelsi, enda væri tryggt með þessu dásamlaga skipulagi, að alþýðan sjálf réði öllu, hún hefði alræðisvald. Ekkert skipulag gæti tryggt manninum full- komnara frelsi og fullnægði bet- ur þörf hvers einstaklings til þess að ráða sér sjálfur. Þeir eru ekki svo fáir hér á landi, sem hafa gerst talsmenn þessa „dýrðarríkis" og láta ekk- ert tækifæri ónotað til að préd- ika það á torgum og mannamót- um. Nú verður allur heimurinn hins vegar vitni að því, að allt eru þetta svívirðilegar blekk- ingar. Jafnvel meiri blekkingar en mestu andstæðingar þessa kerfis hefðu sjálfir trúað. Okkur Islendingum er hollt að bera saman það frelsi sem við raun- verulega búum við samkvæmt því þjóðskipulagi, sem meiri- hluti þjóðarinnar hefur valið sér, við þá mynd sem okkur og öllum heiminum birtist nú, þeg- ar pólskur verkalýður slítur af sér hlekki kúgunar og ófrelsis, sem þjóðskipulag sósíalískra ríkja hefur búið þeim og fjöldi manna hér á landi hafa gerst talsmenn fyrir og segja að tryggja eigi fyrirheitna ríkið. Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins í Vestfjarðakjördæmi: Hik og ráðleysi einkennir aðgerðir ríkisstjórnarinnar AÐALFUNDUR Kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Vest- fjarðakjördæmi var haldinn í Reykjanesi við ísafjarðardjúp. laugardaginn 23. ágúst síðast liðinn. Á fundinn mættu þing- menn Sjálfstæðisflokksins í Vestfjarðakjördæmi, auk full- trúa víðs vegar að úr kjördæm- inu. Mikil eindrægni rikti með fundarmönnum. Engilbert Ingvarsson á Mýri var endurkjörinn formaður Kjör- dæmisráðsins. Með honum í stjórn eru: Jón G. Stefánsson Flateyri, Óskar Kristjánsson Suðureyri, Sigurður Guðmunds- son Bíldudal og Geirþrúður Charlesdóttir ísafirði. Elísabet Agnarsdóttir Isafirði sem gegnt hefur störfum gjaldkera gaf ekki kost á sér til endurkjörs og voru henni þökkuð góð störf. Matthías Bjarnason alþingis- maður sem sæti á í stjórnar- skrárnefnd, flutti framsöguer- indi um stjórnarskrármálið og vék ekki síst að kjördæmismál- inu sem verið hefur ofarlega á baugi undanfarin ár. Að lokinni ræðu Matthíasar hófust almenn- ar umræður sem voru málefna- legar og stóðu lengi dags. I lok fundarins var samþykkt stjórnmálaályktun aðalfundar Kjördæmisráðs Sjálfstæðis- flokksins í Vestfjarðakjördæmi. Er hún á þessa leið: Um þessar mundir er hálft ár liðið frá því að núverandi ríkis- stjórn var mynduð. í upphafi bundu margir vonir við þessa ríkisstjórn og væntu þess að hún réðist af alefli gegn þeim vanda er að steðjaði. Nú eru þessar vonir brostnar. Hik og ráðleysi einkennir at- hafnir allar. Stjórnin hefur hneigst að ríkisforsjá, aukið skattheimtuna og þannig fært fjármagn og völd úr höndum einstakiinga til ríkisins. Með þeim hætti er búið að atvinnu- vegunum að atvinnuöryggi fjöl- margra er hætta búin. Álögur á landbúnað hafa verið auknar. Innlendir kostnaðarliðir hækka geysilega umfram tekjuaukningu og útflutningsgreinar eru því reknar með stórtapi. Gegn þessum vanda þarf að ráðast af djörfung. Brýnasta verkefni sjálfstæðismanna er að sameinast gegn vinstri öflunum og hefja hugsjónir til vegs og virðingar, landi og þjóð til far- sældar." Stjórnmálaályktunin var sam- þykkt einróma, með öllum greiddum atkvæðum. Þá var á aðalfundinum tekin afstaða til hugmynda að próf- kjörsreglum sem reifaðar hafa verið innan Sjálfstæðisflokksins. Samþykkti fundurinn ályktun þar sem fram kemur afstaða til prófkjöra og framkvæmda þeirra. í samþykktinni segir: „Kjördæmisráð Sjálfstæðis- flokksins í Vestfjarðakjördæmi samþykkir að beina því til þing- flokks Sjálfstæðisflokksins að hann beiti sér fyrir setningu löggjafar um samræmd prófkjör allra flokka er fram fari á sama tíma.“ Þessi ályktun var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. (Fréttatilkynning).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.