Morgunblaðið - 29.08.1980, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 29.08.1980, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST 1980 + Maöurinn minn, INGÓLFUR ÞORSTEINSSON, Granaskjóli 7, lést 27. ágúst á öldrunardeild Landspítalans. Guðlaug Brynjólfsdóttir. f Eiginkona mín, VALGERDAR KR. GUNNARSDOTTUR, fyrrum Ijósmóóir í Bæjarhreppi, Strandasýslu, Ægisíðu 113, Reykjavík, lézt miövikudaginn 27. ágúst. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna. Arnkell Ingimundarson. + SIGURBJÓRN HALLDÓRSSON, frá Háfshjéleigu, sem andaöist á Borgarspítalanum 26. ágúst veröur jarösunginn laugardaginn 30. ágúst, athöfnin hefst kl. 2 í Þykkvabæjarkirkju. Jaröaö verður í Háfskirkjugaröi. Fyrir hönd vandamanna. Kristján Gíslason. + útför móöur okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ELÍSABETAR BJARNADOTTUR, Sólbergi, Bolungarvík, veröur gerö frá Hólskirkju laugardaginn 30. ágúst kl. 2.00 e.h. Pé,ur Jón880n' Fjóla Olafsdóttir, Ingibjörg J. Jónsdóttir, Guömundur Kr. Jónsson, Guömundur B. Jónsson, Fríöa Pétursdóttir, Halldóra Jónsdóttir, Hjalti Einarsson, Sólberg Jónsson. Lucie Einarsson, Karifas B. Jónsdóttir, Haukur Tómasson, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum innilega auösýnda samúö og vinsemd viö andlát og útför eiginmanns míns, fööur okkar og stjúpfööur, SÉRA SIGUROAR KRISTJÁNSSONAR, Drápuhlíö 8, Reykjvík, Margrét Hagalínsdóttir, Agnes M. Siguróardóttir, Hólmfríóur Siguróardóttir, Rannveig Sif Siguröardóttir, Smári Haraldsson. + Þakka innilega auösýnda samúö viö andlát og útför eiginmanns míns, GUÐMUNDAR TÓMASAR GUÐMUNDSSONAR, frá Hellissandi. Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks 4d á Landspítalanum og útgerðar Skarösvíkur. Unnur Pétursdóttír. Innilegar þakkir færum viö öllum þeim fjölmörgu sem vottuöu okkur samúö og vinarhug viö fráfall og útför, MAGNUSAR Á. ÁRNASONAR, listamanns, Ágústa Sigfúsdóttir, Valdís Vífilsdóttir, Brynja Vífilsdóttir, Vífill Magnússon. + Viö þökkum af alhug samúö og hlýju viö andlát og útför, AXELS Ó. OLAFSSONAR, innheimtustjóra Ríkisútvarpsins, og margvíslegan heiöur sýndan minningu hans. Þorbjörg Andrésdóttir, Anna Axelsdóttir, Ólafur Ó. Axelsson, Svana Víkingsdóttir, Ingibjörg Axelsdóttir, Sæmundur Rögnvaldsson, Höskuldur og Þorbjörg. Minning: Björgvin Sæmunds- son bœjarstjóri Fæddur 4. mars 1930 Dáinn 20. ágúst 1980 Björgvin Sæmundsson, bæjar- stjóri í Kópavogi lést 20. þ.m. Hann varð bráðkvaddur undir stýri á bifreið sinni á Holtavörðu- heiði. Björgvin var fæddur á Akureyri 4. mars 1930, sonur hjónanna Sæmundar Steinssonar og Magneu Magnúsdóttur. Hann varð stúdent frá M.A. 1950 og lauk fyrrihlutaprófi í verkfræði við Háskóla Íslands árið 1954. Prófi í byggingarverkfræði lauk hann í Kaupmannahöfn árið 1957. Hann vann um tíma sem verkfræðingur og rak eigin verkfræðistofu. Bæj- arstjóri var hann á Akranesi 1962 til 1970, þá varð hann bæjarstjóri í Kópavogi og gegndi því starfi til dauðadags. Eftirlifandi eiginkona Björgvins er Ásbjörg Guðgeirsdóttir, bók- bindara og Guðrúnar Sigurðar- dóttur. Börn þeirra eru tvö: Hildisif, 20 ára og Kjartan, 17 ára. Ég kynnt- ist Björgvin ekki fyrr en 1970 er hann réðst til okkar sem bæjar- stjóri í Kópavogi. Þá strax hófst fjölþætt samstarf okkar að málum Kópavogsbæjar, á það samstarf bar aldrei skugga. Á síðasta ára- tug hefur uppbygging Kópavogs- bæjar verið ör og því viðfangsefn- in, sem bæjarstjóri og bæjarstjórn hefur átt við að glíma margþætt. Það var okkur Kópavogsbúum mikið lán að njóta frábærra starfskrafta Björgvins, eldmóður hans og áhugi var á stundum með ólíkindum og hlífði hann sjálfum sér hvergi. Bær í svo örum vexti eins og Kópavogur krefst mikillar árvekni í starfi bæjarstjóra. Verk- efnin eru mörg, stór og smærri, sem kalla á úrlausnir, en framkvæmdageta bæjarins tak- mörkuð svo velja verður og hafna. Við slíkar aðstæður kom röggsemi og glöggskyggni Björgvins ljóst fram. Björgvin var og óþrjótandi í að fitja upp á nýjungum í stjórnsýslu bæjarins og vann þar mikið og gott verk og mörg éru sporin sem hann skilur eftir á þeim vettvangi. Björgvin var málafylgjumaður og mikill samningamaður og var ávallt fljótur að greina kjarna hvers máls og átti auðvelt með að setja fram skoðanir sínar skýrt og skorinort jafnt í sókn sem og í vörn. Á starfsferli sínum átti hann mikinn þátt í að tryggja hagsmuni Kópavogsbúa í bráð og lengd á fjölmörgum sviðum. Skal það ekki upptalið hér, en verk hans tala sínu máli. Það var athyglisvert og um leið ánægjulegt að finna hve annt Björgvin lét sér um hag og aðbúnað starfsfólks bæjarins. Þar fylgdust að forustuhæfileikar og manngæska. Björgvin hafði einlægan áhuga á að efla samstarf við nágranna okkar á Norðurlöndum. Kópavog- ur er í vinarbæjartengslum við bæi á öllum Norðurlöndunum, þar með talið á Álandseyjum, í Fær- eyjum og Grænlandi. Hann var óþreytandi í að greiða götu vax- andi samskipta við íbúa vinabæja okkar. Mér er kunnugt um að hana naut mikillar virðingar í vinabæjunum hjá þeim, sem höfðu kynnst honum. Björgvin var mikill starfsmaður og ósérhlífinn. Það gerðist oft, þegar unnið var að úrlausn mikils- verðra mála, að hann tók verkefn- in með sér heim að kvöldi og kom morguninn eftir með tillögu að úrlausn. Þær eru áreiðanlega margar næturnar, sem hann vakti heima við vinnu sína. Mér er vel kunnugt um að Björgvin gekk ekki ávallt heill heilsu til starfa, en það var fjarri honum að kvarta eða hlífa sér. Við Kópavogsbúar eigum honum mik- ið að þakka fyrir árangursrík störf hans fyrir bæjarfélag okkar. Það var þroskandi og ánægjulegt að eiga samtarf við slíkan mann- kosta mann. Ekki verður Björgvins svo minnst né starfa hans að ekki verði getið hans ágætu konu, Ásbjargar. Hún stóð af alúð og festu með honum í hverju sem var. Heimili þeirra bar húsbændunum fagurt vitni. Gestrisni þeirra hjóna var einlæg. Þeir eru margir gestirnir, innlendir og erlendir, sem eiga hugljúfar minningar frá heimsókn sinni til þeirra. Við hjónin þökkum þá traustu vináttu, sem Björgvin sýndi okkur. Hann reyndist okkur best þegar mest á reyndi. Við vottum Ásbjörgu, börnun- um og aldurhnignum tengdafor- eldrum og öðrum aðstandendum hans okkar dýpstu samúð. Áxel Jónsson. Lokaö frá hádegi í dag föstudag vegna jaröarfarar BJÖRGVINS SÆMUNDSSONAR, bæjarstjóra. Wilhelm Norðfjörö, umboðs- og heildverslun, Hverfisgötu 49, Rvík. Lokað vegna jaröarfarar Skúla Steinssonar forstjóra í dag föstudaginn 29. ágúst frá kl. 12 til kl. 5 e.h. Sólning h.f., Smiöjuvegi 32—34 Kópavogi. ra Skrifstofur ^ Kópavogskaupstaðar veröa lokaöar frá kl. 12 á hádegi föstudaginn 29. ágúst vegna jarðarfarar Björgvins Sæmundssonar bæjarstjóra. Bæjarritari Það voru váleg tíðindi sem okkur starfsmönnum Kópavogs- kaupstaðar bárust að morgni hins 20. ágúst sl. Bæjarstjórinn okkar Björgvin Sæmundsson hafði látist kvöldið áður á leið í næturstað í Munaðarnes, þar sem hann dvald- ist í sumarfríi sínu í öðru af orlofshúsum Starfsmannafélags Kópavogskaupstaðar. Okkur setti hljóða um stund yfir þessari helfregn. Það var erfitt að skilja hvernig þetta gat gerst svona snöggt. Björgvin hafði kvatt okkur fyrir viku, svo hress og léttur í lund. Ekki var þarna „Elli kerlingu" um að kenna því Björgvin var aðeins fimmtugur að aldri. Fyrir þá sem ekki þekktu var þetta óskiljanlegt, en þeir sem betur vissu áttuðu sig er á leið. Þarna var að verki leyndur óvinur, sem verður svo mörgum mannin- um að fjörtjóni. Þrátt fyrir van- heilsu hafði Björgvin aldrei látið á neinu bera né borið sjúkdóm sinn á torg. Hann vann sinn fulla starfsdag eins og ekkert hefði í skorist með atorku og dugnaði þess manns, sem lætur sér ekkert mannlegt óviðkomandi. Þau rúmlega 10 ár sem Björgvin var bæjarstjóri var samstarf hans við starfsmenn bæjarins með miklum ágætum. Hann gerði sér far um að fylgjast sem best með öllu og lét sér annt um starfsfólk sitt. Kom það m.a. fram í því að ætíð er leita þurfti til hans með málefni sem vörðuðu starfsmennina, var hann boðinn og búinn að veita þá aðstoð er þurfti og stóð í valdi hans. I starfi hafði Björgvin reglu á öllum hlutum og vann að heilindum að þeim verkefnum sem honum var trúað fyrir. Hann var fastur fyrir, en lipur að sama skapi ef því var að skipta. Það hafa eflaust verið skiptar skoðanir um Björgvin Sæmunds- son eins og aðra dauðlega menn, en um það eru ekki skiptar skoðanir að bæjarfélagið okkar hefur nú orðið að sjá að baki dugmiklum hæfileikamanni og góðum dreng. Þau ár sem Björgvin var bæjar- stjóri helgaði hann Kópavogi alla krafta sína og hlífði sér hvergi. Og þó að einhvers staðar standi, að maður komi í manns stað, er ekki örgrannt um að erfitt reynist að fylla í það skarð sem nú er rofið við fráfall hans. Við starfsmenn Kópavogskaup- staðar kveðjum nú bæjarstjóra okkar og samstarfsmann og þökk- um honum samfylgdina, sem var alltof stutt. Við hefðum svo sann- arlega kosið að fá að njóta sam- fylgdar hans lengur. Ásbjörgu eiginkonu hans og börn- um þeirra, Hildisif og Kjartani, vottum við dýpstu samúð okkar og hryggð. Að endingu vil ég svo sérstak- lega þakka Björgvin fyrir sam- starf okkar þann stutta tíma sem við unnum saman. Og fyrir þann hlýhug og þá vinsemd sem hann auðsýndi mér og fjölskyldu minni alla tíð. Fari hann í friði þessi ágæti drengur, um hann verður aldrei sagt að hann hafi níðst á því, sem honum var trúað fýrir. Björn Þorsteinsson, íorm. Starfsmanna- félags Kópa- vogskaupstaðar. Hinsta kveðja írá U.m.f. Breiðablik í Kópavogi. „Skjott hefur sol bruKÖið sumri. því séó hef ég fljÚKa fannhvita svaninn úr sveitum til sóllanda fegri;** Jafnvel það sem maður þykist hafa skynjað að gæti verið í aðsigi kemur jafn óvænt. Við sem höfum þekkt Björgvin Sæmundsson og fylgst með heilsu hans síðustu ár höfum ekki verið óttalausir um það sem nú er skeð og þó var erfitt að trúa því að líf þessa kraftmikla og skelegga manns héngi á svo veikum þræði. En þó Björgvin sé látinn þá lifir minningin um góðan dreng og félaga. Það er svo sannarlega margs að minnast frá þeim árum er Björgvin Sæ-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.