Morgunblaðið - 29.08.1980, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST 1980
23
mundsson hóf fyrst störf sem
bæjarstjóri hér í Kópavogi. Öll
þau tiltæki athafnaglaðra manna
sem þá var hrundið úr vör hefðu
ekki náð landi jafn farsællega
hefði hans ekki notið við. Nánustu
samstarfsmenn Björgvins munu
lengi minnast þessara stunda með
þakklæti og þá ekki síst æskufólk-
ið sem hann var ávallt reiðubúinn
til stuðnings við. Við minnumst
hinnar miklu skipulagningar fé-
lags- og æskulýðsstarfs í bænum,
byggingu hins myndarlega
íþróttaleikvangs og aukins stuðn-
ings við íþróttafélögin í bænum.
Öll þessi mál voru honum sér-
staklega hugleikin og studd af
miklum áhuga.
Björgvin kom hingað frá Akra-
nesi þar sem stuðningur við
íþróttastarfið er meiri og almenn-
ari en víðast annars staðar hér á
landi. Strax á fyrstu árum hér í
Kópavogi kom Björgvin inn í raðir
áhugamanna um stuðning við
Breiðablik og tók þá þátt í stofnun
Styrktarfélags Breiðabliks og var
kosinn í fyrstu stjórn þess. Árið
1977 var Björgvin sæmdur heið-
ursskildi knattspyrnudeildar
Breiðabliks fyrir frábæran stuðn-
ing við félagið, en þá viðurkenn-
ingu hafa fáir hlotið. Það voru
ánægðir menn sem hittust í
áhorfendastúkunni á Kópavogs-
velli þegar hann var fyrst tekinn í
notkun. Þar var Björgvin hrókur
alls fagnaðar eins og svo oft áður
þegar fagnað var unnum áfanga á
þessum árum. Og þó hann Björg-
vin sé ekki lengur á meðal okkar
þá á ég bágt með að trúa því að
hann verði fjarstaddur á slikum
stundum framtíðarinnar. Eins og
við öll, þá hafði Björgvin Sæ-
mundsson sína kosti og galla og
sýnist sjálfsagt sitt hverjum en í
mínum huga voru kostirnir svo
margfaldir að hitt féll í skuggann.
Eg vil svo aftur vitna í Jónas
Hallgrímsson og segja:
nKættir þú margan aö mörKU.
svo minnst verður lennri,
þýömennid, þrekmenniÖ vilaöa ..
Við Breiðabliksmenn, allir sem
einn, heiðrum minningu Björgvins
Sæmundssonar, bæjarstjóra og
sendum ágætri elskulegri konu
hans Ásbjörgu og börnum, okkar
dýpstu samúðarkveðjur um leið og
við þökkum allt liðið.
Fyrir hönd U.m.f. Breióahlik
Guttormur Sigurbjörnsson.
Náinn samstarfsmaður og vinur
er horfinn. Eftir situr söknuður og
ráðgátan um lífið. Fyrir tæpum
níu árum hófust kynni okkar, er
ég kom til starfa hjá Félagsmála-
stofnun Kópavogs. Björgvin var
þá nýorðinn bæjarstjóri í Kópa-
vogi, en hafði þá þegar öðlast
mikla reynslu í sveitarstjórnar-
málum og naut ég góðs af því og
allar götur síðan. Fyrir leiðsögn
hans og samfylgd vil ég nú þakka.
Björgvin var feikilegur eljumað-
ur og ætti verkefnið hug hans var
nánast ekki hvílzt fyrr en lausn
var fengin. Hann var einnig sér-
stakur málafylgjumaður og
starfsáhugi hans var tíðum örv-
andi.
Margar fleiri myndir koma upp
í hugann, sérstök nákvæmni
Björgvins og skipulögð vinnu-
brögð. Enn eitt var áberandi í fari
hans — stundvísin — sem því
miður prýðir of fáa. Hann gerði
miklar kröfur til sjálfs sín og oft
til annarra líka , var heill og
óskiptur í verkum sínum, hvort
heldur hann var bæjarstjóri í
Kópavoginum eða snúningastrák-
ur í Eyjafirðinum.
En það fór ekki framhjá vinum
hans og samverkamönnum, að
hann gekk ekki heill til skógar
síðustu árin. Hitt gladdi mig, að
síðustu starfsdagana virtist hann
óvenju hress og hvatti fyrir allan
mun, að við kæmum í framkvæmd
ýmsum sameiginlegum verkefn-
um.
Það er gott að minnast þess nú,
að í næstliðinni viku nutum við
hjónin samvista við Björgvin og
Ásbjörgu á heimili okkar, er
ráðamaður frá Odense, vinabæ
Kópavogs, var hér á ferð. Þá lék
hann á als oddi að gömlum og
eftirminnilegum hætti. Smitandi
hlátur hans og góðlátlegt grínið
brá ljóma á kvöldið. Þess í milli
talaði hann af mikilli þekkingu
um sveitarstjórnarmál, enda hafði
hann langa og fjölþætta reynslu í
þeim efnum. Það jók einnig á gildi
þessarar kvöldstundar, að þennan
dag voru tíu ár liðin frá því að
Björgvin hóf störf í Kópavogi.
Á þessum árum hefur orðið
gjörbreyting á bæjarfélaginu og
gefur það auga leið, hvern þátt
bæjarstjórinn á í þeim breyting-
um.
Heimíli átti Björgvin fagurt og
gott. Þess minnumst við sam-
starfsfólk hans lengi, er hann hélt
okkur dýrðlega veizlu í vetur á
fimmtugsafmæli sínu.
Björgvin var mikill gæfumaður
í einkalífi. Ásbjörg, hans ágæta
kona, var honum hinn styrki
bakhjarl og mætti erilsömu starfi
hans með miklum skilningi. Fáguð
framkoma hennar á hugi fólks.
Tvö efnileg börn eignuðust þau,
Hildisif og Kjartan, sem nú
stunda framhaldsnám.
Það hefur verið hljótt yfir
bæjarskrifstofunum á liðnum dög-
um, stóllinn hans er auður, en
minningin um góðan dreng lifir.
Við hjónin vottum þér Ásbjörg,
börnunum og öllum ástvinum
dýpstu samúð í þungbærri sorg og
biðjum algóðan Guð að vernda
ykkur og styrkja.
Kristján Guðmundsson.
Þegar ég sest niður til að rita
nokkur kveðjuorð til vinar míns
Björgvins kemur margt fram í
hugann frá ógleymanlegum stund-
um, sem við hjónin áttum með
Ásbjörgu og Björgvin undanfar-
inn áratug, sem kynni okkar hafa
staðið.
Björgvin tók við starfi bæjar-
stjóra í Kópavogi 1970 og hófst þá
þegar kunningsskapur okkar, sem
leiddi til traustrar vináttu milli
fjölskyldna okkar þegar tímar
liðu.
Við hjónin áttum því láni að
fagna að ferðast töluvert með
þeim Ásbjörgu og Björgvin, m.a.
til Noregs og Finnlands, vegna
starfa okkar. I slíkum ferðum var
Björgvin sjálfkjörinn fararstjóri
þar sem dugnaður hans og kraftur
var nánast óþrjótandi og áhugi
hans á norrænu samstarfi slíkur
að árangur náðist.
Björgvin átti fjölda vina hvar-
vetna sem hann kom og nutum við
samferðarfólk hans oft góðs af.
Samstarf og samvinna okkar
var mjög mikil á sviði sveitar-
stjórnarmála hér á höfuðborgar-
svæðinu og hittumst við því oft.
Björgvin var mjög léttur í lund og
átti auðvelt með að tjá sig bæði í
þröngum hópi svo og í fjölmenni
og setti hann jafnan mál sitt fram
á auðskiljanlegan hátt.
Björgvin var mjög lánsamur í
einkalífi sínu. Heimilið að Skjól-
braut 20 ber þess glöggt vitni að
þar hafa samhent hjón staðið að
verki. Áhugamál þeirra hjóna
voru flest þau sömu og þau
Hildisif og Kjartan eru efnisfólk.
Nú þegar leiðir skilja í bili er
margt sem við sem eftir erum
vildum segja, en flest hljómar það
hjáróma þegar við hugsum til
Ásbjargar og barnanna, sem nú
sjá á bak góðum heimilisföður.
Eitt er þó huggun þeim sem
eftir eru, vissan um góðan
leiðsögumann, sem undirbýr komu
þeirra þangað sem allra leiðir
liggja að lokum.
Ásbjörg, Hildisif og Kjartan,
þið hafið misst mikið, því þið
áttuð mikið. Megi guð styrkja
ykkur í sorg ykkar.
Sigríður Gyða
og Sigurgeir Sigurðsson,
Seltjarnarnesi.
Stjórnkerfi sveitarfélaganna er
þannig byggt upp, að mikil ábyrgð
hvílir á hverjum þeim einstakl-
ingi, sem þar hefur valizt til
forustustarfa. Á seinustu tveim-
ur áratugum hefur verið að vaxa
upp og mótast ung stétt bæjar- og
sveitarstjóra, sem hafa sérhæft
sig í stjórn sveitarfélaga og gefið
sig heila og óskipta að því verk-
efni. Viðfangsefnin hafa líka verið
risavaxin, eins og sjá má á mörg-
um þéttbýlisstöðum, sem tekið
hafa stakkaskiptum í útliti vegna
mikilla verklegra framkvæmda
samtímis því sem félags- og menn-
ingarmál hafa verið færð til nú-
tímalegri samfélagshátta. Hver
dagur í lífi slíkra manna kallar á
ný og krefjandi viðfangsefni, og
fátt mun fjarlægara í huga þessa
starfshóps en vald dauðans.
Menn setti því hljóða, er fregn-
aðist um hið sviplega fráfall
Björgvins Sæmundssonar, bæjar-
stjóra í Kópavogi, en hann var
einn þeirra, sem hafði helgað störf
sín sveitarstjórnarmálum sem
bæjarstjóri í tveimur kaupstöðum,
á Akranesi og í Kópavogi, á
miklum vaxta- og umbrotatímum
í báðum þessum bæjum. Hann
hafði orðið bráðkvaddur undir
stýri í bifreið sinni á Holtavörðu-
heiði hinn 20. ágúst sl. Hafði hann
gengið á útsýnishól, þar sem vítt
sást norður af og suður og nýlega
setzt undir stýri á ný, er kallið
kom. Hann hafði kennt sér las-
leika upp á síðkastið, en hugðist
nú nota hina sólríku sumardaga
sér til hvíldar og hressingar.
Björgvin Sæmundsson var
fæddur á Akureyri 4. marz 1930,
sonur hjónanna Magneu Magnús-
dóttur og Sæmundar Steinssonar,
sem lengi var afgreiðslumaður
fyrir Flóabátinn á Akureyri.
Hann lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum á Akureyri árið
1950 og hafði því fyrr á þessu ári
bæði haldið upp á fimmtugsaf-
mæli sitt og þrjátíu ára stúdents-
afmæli, sem hann minntist í hópi
skólafélaga sinna á aldarafmæli
Menntaskólans á Akureyri í vor.
Björgvin lauk fyrrihlutaprófi í
verkfræði frá Háskóla íslands á
árinu 1954 og prófi í byggingar-
verkfræði frá Danmarks Tekniske
Hojskole árið 1957. Hann starfaði
í eitt ár á verkfræðistofu Sigurðar
Thoroddsen í Reykjavík, en var
ráðinn bæjarverkfræðingur á
Akranesi árið 1958.
Á árinu 1962 var Björgvin
ráðinn bæjarstjóri á Akranesi og
gegndi því starfi í átta ár, en hinn
10. ágúst árið 1970 varð hann
bæjarstjóri í Kópavogskaupstað
og hafði gegnt því starfi í réttan
áratug hinn 10. ágúst sl.
Er Björgvin settist við stjórn-
völinn í Akraneskaupstað mun
honum fljótlega hafa orðið ljóst,
að mörg verkefni einstakra sveit-
arfélaga varð að leysa á víðtækari
grundvelli en svo, að þau yrðu
eingöngu leyst heima fyrir. Eitt
erfiðasta verkefni þeirra kaup-
staða, sem þá ráku sjúkrahús, var
að standa undir hallarekstri
þeirra. Björgvin beitti sér því
strax fyrir breytingum þar á.
Hann var einn af stofnendum
Landssambands sjúkrahúsa, var
kosinn fyrsti formaður þess og var
þar í forystu, meðan hann var
bæjarstjóri á Akranesi og einu ári
betur eða til ársins 1971. Hann
átti sæti í þriggja manna ríkis-
skipaðri nefnd, sem gera skyldi
tillögur um breytingar á fjármála-
legum samskiptum ríkis og sveit-
arfélaga í rekstri sjúkrahúsa, og
mun hafa átt drjúgan þátt í þeirri
mikilvægu breytingu til betri veg-
ar, sem þá var gerð á fjármálum
sjúkrahúsanna í landinu.
Björgvin var í eðli sínu félags-
lyndur, og fleiri trúnaðarstörf
lögðust á herðar hans á vettvangi
sveitarstjórnarmála. Hann var
kosinn í undirbúningsnefnd að
stofnun Samtaka sveitarfélaga í
Vesturlandskjördæmi á árinu
1969 og sat í stjórn þeirra sam-
taka fyrir Akraneskaupstað, með-
an hann var þar bæjarstjóri; hann
valdist sem varamaður í fyrstu
stjórn Hafnasambands sveitarfé-
laga, var lengi varamaður í stjórn
Brunabótafélags íslands og vald-
ist til trúnaðarstarfa hjá Samtök-
um sveitarfélaga í Reykjanesum-
dæmi.
Björgvin átti sæti í fulltrúaráði
Sambands íslenzkra sveitarfélaga
á árunum 1970—1974 og tók öðru
hverju sæti í stjórn sambandsins,
er hann var varamaður í stjórn
þess á árunum 1974—1978. Sam-
bandinu var hann mjög innan
handar um ýmis verkefni, m.a. á
sviði tæknimála. Hann átti sæti í
þriggja manna verkfræðinga-
nefnd, sem á árunum 1969—1971
samdi greinargerð og tillögur, sem
gefnar voru út sérprentaðar, um
tilhögun sorphirðu og sorpeyð-
ingar hjá sveitarfélögum. Hann
flutti oftar en einu sinni fram-
söguerindi á ráðstefnum og nám-
skeiðum sambandsins og tók virk-
an þátt í mótun stefnu og starfs-
hátta í hinum ýmsu málaflokkum,
sem verið hafa til úrlausnar á
undangengnum árum, bæði um
innri mál sveitarfélaga, svo sem
gjaldskrárgerð á ýmsum sviðum,
svo og um samskipti sveitarfélag-
anna við ríkisvaldið. Til hans var
jafnan gott að leita — og með
honum gott að starfa.
Norræn samvinna var Björgvin
mjög hugleikin. Hefur hann nán-
ast verið ómissandi hjálparhella í
starfi sambandsins á því sviði,
m.a. við framkvæmd norrænna
sveitarstjómarráðstefna á Laugar-
vatni á árunum 1972 og 1977 og við
fyrirlestrahald og fundarstjórn á
slíkum ráðstefnum annars staðar
á Norðurlöndum, og við móttöku
norrænna gesta á landsþingum
sambandsins. í starfi sínu sem
bæjarstjóri í Kópavogi hélt hann
norrænni samvinnu fram, svo
kaupstaðurinn er í öndvegi ís-
lenzkra bæja að því er vinabæja-
samstarf snertir. Hann beitti sér
fyrir því, að kaupstaðurinn tók
upp vinabæjasamstarf við bæ í
Grænlandi og á Álandseyjum og
að Kópavogskaupstaður, fyrs'tur
íslenzkra sveitarfélaga hélt Nor-
ræna menningarviku með miklum
menningarbrag í október 1977.
Á starfstíma Björgvins hafa
orðið miklar breytingar á starfs-
háttum og stjórnkerfi Kópavogs-
kaupstaðar, sem ýmis önnur
sveitarfélög hafa tekið til eftir-
breytni, svo sem á sviði félags-
mála og menningarmála.
Leiðir okkar Björgvins höfðu
legið saman fyrr en á vettvangi
sveitarstjórnarmála. Við vorum
báðir í sumarvinnu við lagningu
raflínu frá írafossi við Sog til
Reykjavíkur sumarið 1953. Hann
var verkfræðinemi .og annaðist
mælingar. Ég átti að heita flokks-
stjóri í hópi „trésmiða“, sem
tókum við hæðarpunktunum og
skyldum smíða mótin undir þau
miklu stálmöstur, sem bera raflín-
urnar þessa leið. Ekki hallaðist á
um fagréttindin, og þótti mér
viðurhlutamikið að taka við
punktunum af svo gáskafullum
ungum manni, sem þessi verk-
fræðinemi var með gamansemi á
vörum við svo áríðandi störf. En
af alvöru áminnti hann okkur
„smiðina" um að halda nú vel
hæðinni, því jarðvegurinn var
gljúpur og haustregn í aðsigi.
Burðarþol stálmastranna væri
undir því komið, að nákvæmlega
væri fylgt uppgefnum hæðar-
punktum. Því kemur mér þessi
mynd í huga, að margir munu þeir
vera orðnir hæðarpunktarnir, sem
Björgvin Sæmundsson hefur gefið
samferðarfólki sínu um dagana til
áttavísunar á ýmsum sviðum, og
reynslan sannaði ávallt, að þeim
punktum mátti treysta. Margir
njóta verka hans, og svo mikið er
víst, að minning hans mun halda
sinni hæð í vitund þeirra, sem
þekktu hann bezt.
Með fráfalli Björgvins Sæ-
mundssonar er stórt skarð höggv-
ið í raðir íslenzkra sveitarstjórn-
armanna. Hann helgaði allt ævi-
starf sitt ekki aðeins stjórnun
tveggja kaupstaða í örum vexti á
tímum mikilla umbrota, heldur
einnig hagsmunamálum sveitarfé-
laganna í heild. Hann var ávallt
vakandi fyrir velferðarmálum
þeirra og leitandi að nýjum og
bættum stjórnarháttum á ýmsum
sviðum. Það er mikill missir að
slikum manni.
Björgvin kvæntist hinn 20. apríl
árið 1957 eftirlifandi eiginkonu
sinni, Ásbjörgu Guðgeirsdóttur
bókbindara Jónssonar og eignuð-
ust þau tvö börn, Hildisif nú 20
ára og Kjartan, 17 ára, sem bæði
eru í foreldrahúsum og í skóla.
Þótt sveitarstjórnarmenn hafi
misst góðan félaga úr sínum hópi,
er fráfall fjölskylduföður tilfinn-
anlegra. Fjölskyldunni votta ég
innilega samúð.
Unnar Stefánsson.
Kveðja frá bekkjar-
systkinum
Það var fríður stúdentahópur-
inn, sem útskrifaðist frá Mennta-
skólanum á Akureyri hinn 17. júní
árið 1950. Fyrsti stóráfanginn á
lífsleiðinni var að baki, og gleðin
réði ríkjum. Við vorum þess al-
búin að ganga til frekari glímu við
vandamál lífsins, minnug þeirra
hvatningarorða okkar ástsæla
skólameistara, Þórarins Björns-
sonar, sem hann mælti til okkar í
skólaslitaræðu sinni um morgun-
inn, „að enginn verður sterkur,
nema hann stælist í átökum, og
enginn verður hamingjusamur,
nema hann finni máttinn í sjálf-
um sér.“
Stúdentahópurinn frá M.A.
dreifðist til frekara náms og
starfa. Örðu hvoru komum við
saman, til þess að gleðjast í góðra
vina hópi. Síðast hittumst við i
sumar á þrjátíu ára stúdentsaf-
mæli okkar, fyrst í Reykjavík og
síðan á Akureyri. Þá var jafn-
framt vegleg hátíð, 100 ára afmæli
Menntaskólans á Akureyri. Sam-
koma sú hófst með minningarhá-
tíð að Möðruvöllum í Hörgárdal í
sumarveðri, eins og það verður
fegurst við Eyjafjörð. Hátíð þess-
ari lauk í Menntaskólanum á
Akureyri þrem dögum síðar, hinn
17. júní.
Björgvin Sæmundsson, skóla-
bróðir okkar, var þessa daga, sem
endranær, léttur í skapi og hrókur
alls fagnaðar. Ekkert okkar grun-
aði þá, að það væri í síðasta sinn,
sem hann kæmi í bekkjarhóf til
okkar. Hinn 20. ágúst sl. hvarf
hann skyndilega og óvænt yfir
móðuna miklu. Hann er sá þriðji,
sem yfirgefur hópinn, tveir voru
farnir áður. Björgvin mun hafa
kennt nokkurs lasleika undanfarið
en flíkaði því lítt.
Björgvin var fæddur á Akureyri
hinn 4. marz árið 1930, sonur
hjónanna Sæmundar Steinssonar
bónda að Hrúthóli í Ólafsfirði og
Magneu Magnúsdóttur bónda að
Þverá í Ólafsfirði. Að loknu stúd-
entsprófi stundaði Björgvún nám í
verkfræði við Háskóla Islands og
lauk þaðan fyrrihlutaprófi árið
1954. Hann lauk kandídatsprófi í
byggingaverkfræði frá tæknihá-
skólanum í Kaupmannahöfn í
janúar árið 1957. Hann var bæjar-
verkfræðingur á Akranesi 1958—
1960, rak sjálfstæða verkfræði-
stofu á Akranesi um hríð og varð
bæjarstjóri Akraneskaupstaðar
árið 1962. Björgvin var bæjar-
stjóri Kópavogsbæjar frá 1970 til
dauðadags.
Björgvin var kvæntur Ásbjörgu
Guðgeirsdóttur bókbindara í
Reykjavík Jónssonar og eiga þau
tvö börn, Hildisif og Kjartan.
Ásbjörgu, börnunum og öðrum
nánum ættingjum vottum við
innilegustu samúð okkar.
Björgvin Sæmundsson var
starfsmaður og fullur áhuga á
hverju því verki, sem hann tók sér
fyrir hendur. Það ríkti aldrei nein
lognmolla, þar sem hann var.
Honum hlotnaðist sú hamingja að
stælast á átökum lífsins og að
finna máttinn í sjálfum sér.
Þótt það sé ætíð sorgarefni að
sjá á bak manni á bezta aldri frá
óloknu lífsstarfi, þá höfum við þá
trú, að með dauðanum höfum við
aðeins vistarskipti og ljúkum
kveðju okkar með orðum Jónasar
Hallgrímssonar, er hann yrkir um
vin sinn látinn:
Flýt þór. vinur. I íeKra heim.
Krjúptu hö fótum frióarhoóans
ok fljÚRÓu á va nKjum morKunroóans
meira aó starfa kuAs um Koim.