Morgunblaðið - 06.09.1980, Síða 1

Morgunblaðið - 06.09.1980, Síða 1
48 SÍÐUR OG LESBÓK LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 1980 Prentsmioja Morgunblaosins. Opinberun tækniþekk- ingar veldur fjaðrafoki MiddleburK. Virtrinlu, 5. september. — AP. OPINBERUN Carterstjórnarinn- ar á tækniþekkingu, sem gerir orrustuþotur ósýnilegar i radar, er nú orðiA eitt heista kosninga- málið i Bandarfkjunum. Henry Kissinger, fyrrum utanrikisráð- herra sagði i kvöld, að þessi þekking hefði verið álitin eitt helsta leyndarmái Bandarikj- anna i augum stjórnar Geralds Fords, fyrrum forseta. Kissinger hitti blaðamenn að máii eftir tveggja klukkustunda langan fund með Ronald Reagan. Hann sagði, að Ford hefði álitið að allt ætti að gera, til að halda þessari þekkingu leyndri. Ronald Reagan, forsetafram- bjóðandi repúblikana hefur ásak- að Carter um að hafa gert opin- bert leyndarmál og þannig stefnt öryggi Bandaríkjanna í hættu. Ýmsir fyrrverandi herforingjar hafa látið í ljósi vonbrigði með að tækniþekking þessi skuli hafa ver- ið gerð opinber, — kallað það brot á öryggisreglum, og það gefi Sov- étmönnum færi á, að svara þessari nýju tækni. Embættismenn Carterstjórnar- innar hafa vísað þessari gagnrýni á bug og sagt, að vonlaust hafi verið að halda þessu leyndu vegna leka, sem átt hafi sér stað. Stórsókn Rússa í Afganistan: Sprengigildrur Sovét- manna drepa fjölda bama Kúbanskur liðsafli sagður í landinu Islamabad. 5. september. — AP. SENDIMENN erlendra ríkja í Kabul, höfuðborg Afgan- istans, eru nú að kanna óstaðfestar fréttir um að kúbanskur liðsafli sé kominn til landsins til að hjálpa aðþrengdri leppstjórn Karmals forseta, að því er haft er eftir vestrænum sendimönnum í dag. Haft er eftir afgönskum heimildum, að skæruliðar hafi setið fyrir og ráðist á 200 manna flokk Kúbumanna, Rússa og afganskra stjórnar- hermanna 26. ágúst sl. Umsátr- ið er talið standa í sambandi við mikla sókn Sovétmanna gegn skæruliðum í Panjshir-dalnum fyrir norðan Kabul. Fréttir herma að bardagar geisi nú á fjórum stöðum í Afganistan en einkum þó í Panjshir-dalnum. Vart hefur orðið við mikla liðsflutninga Rússa á þeim slóðum vegna sóknarinnar gegn skæruliðum. í mars síðastliðnum hlupust nær allir afgönsku stjórnarher- mennirnir í Panjshir-dalnum og í nálægri herstöð undan merkj- um og tóku upp baráttuna við hlið landa sinna gegn sovéska innrásarliðinu. Haft er eftir áreiðanlegum heimildum, að Rússar hafi tekið upp á því aftur að varpa niður úr flugvélum leikföngum og öðrum smáhlutum, eins og pennum, kveikjurum og vasa- ljósum, sem springa þegar þeir eru handleiknir. Það eru eink- um börn sem hafa orðið fórnar- lömb þessara dulbúnu sprengna og er hermt að mörg hafi látizt og slasazt í Wardak-héraði Spáir allsherjarkreppu í kommúnistaríkjunum MUnchen. 5. septemher. — AP. „ALLSHERJARKREPPA" er í uppsiglingu í fylgiríkjum Sovétríkj- anna og eru verkföllin i Póllandi til marks um það, var haft eftir tékkneska andófsmanninum Jiri Lederer í dag. blaðamannafundi, sem hann hélt í Múnchen í dag, lýsti hann skoðunum sinum á ástandinu í Austur-Evrópu- ríkjunum. ,Um er að ræða pólitíska, efnahagslega en umfram allt hug- myndafræðilega kreppu. Atburðirn- ir í Póllandi munu ekki endurtaka sig í Tékkóslóvakíu en sá dagur mun koma, að allt kerfið staðnar og hrynur saman eins og spilaborg," sagði hann. Jiri Lederer, sem er 56 ára gamall blaðamaður, var á sínum tíma fang- elsaður fyrir andóf gegn tékkneskum stjórnvöldum. Hann hyggst sækja um pólitískt hæli í Vestur-Þýska- iandi. Lederer, sem er einn af upphafs- mönnum Mannréttindaskrárinnar '77, fór frá Prag sl. mánudag ásamt pólskri konu sinni og dóttur. Á Tékkneski andófsmaðurinn Jiri Lederer, einn af upphafsmönnum Mannréttindahreyfingarinnar ‘77, sést hér á blaðamannafundi i Munchen i gær, þar sem hann skýrði frá ástæðunum fyrir því að hann yfirgaf land sitt ásamt fjölskyldu. Til vinstri á myndinni er kona hans, Elzbieta, og i miðið er stórmeistarinn Ludek Pachmann, sem einnig er útlægur. Gierek settur af Kania tekinn við formennsku Varsjá. 5. sept. — AP. MIÐSTJðRN pólska kommúnista- flokksins ákvað i kvöid, að Stani- slav Kania skyldi taka við embætti fiokksleiðtoga af Edward Gierek, sem nú er sagður vera á sjúkrahúsi vegna hjartaáfalls. Þessar fréttir voru hafðar eftir hinni opinberu pólsku fréttastofu. Stanislav Kania, sem er 53 ára, var yfirmað- ur stjórnstöðvar kommúnista- flokksins 1968—1971 þegar hann varð ritari miðstjórnarinnar. Sem slikur bar hann ábyrgð á aðgerð- um lögreglunnar. hersins og ör- yggiseftirlitsins. Jozef Pinkowski, hinn nýji for- sætisráðherra pólsku stjórnarinnar, sagði í dag í ræðu, sem hann hélt í pólska þinginu, að stjórnin ynni að því að endurvekja traust þjóðarinn- ar á stjórninni, en varaði jafnframt við tilraunum til að grafa undan kommúnismanum og tengslum við Sovétríkin. Pinkowski hét því, að staðið yrði við samkomulagið við verkamenn og bar lof á kaþólsku kirkjuna fyrir hennar þátt í að leysa deilurnar. Pinkowski hélt ræðu sína á fyrsta fundi pólska þingsins frá því að verkföllin hófust í Póllandi. Athygli vakti, að Edward Gierek, leiðtogi kommúnistaflokksins, var fjárver- andi en síðla dags var skýrt frá því að hann væri á sjúkrahúsi vegna hjartaáfalls. I ræðu sinni sagði Pinkowski, að hlutverk verkalýðsfélaganna yrði aukið en forðaðist að nota orðið „óháð“ og „frjáls" um þau. Engin hækkun verður á kjötverði, laun verða hækkuð og úrval nauðsynja- vara aukið. Ennfremur lofaði hann því, að stjórnin mundi setja fyrir árslok ný lög þar sem dregið yrði úr ritskoðun. Forsætisráðherrann bar mikið lof á kaþólsku kirkjuna fyrir tilraunir hennar til að binda enda á verkföll- in. Hann sagði, að kirkjan „hefði fært Póiverjum heim sanninn um forsjálni hennar og einlæga föður- landsást“. Hann sagði, að tengslin við Sovétríkin væru afar „þýð- ingarmikil“ og eru þau ummæli sett í samband við það sameiginlega verkefni pólskra fjölmiðla um þess- ar mundir að sannfæra önnur Varsjárbandalagslönd um að engin frjálsræðistíð sé að renna upp í Póllandi. Lítill árang- ur af útvarps- truflunum Moskvu, 5. «eptember. AP. RÚSSAR. sem um hálfsmán- aðarskeið hafa reynt að trufla vestrænar útvarpssendingar til Sovétrikjanna, hafa ekki haft erindi sem erfiði, að þvi er haft er eftir útvarps- mönnum á Vesturlöndum og rússneskum hlustendum. Þrátt fyrir að Rússar leggi ofurkapp á truflanirnar og noti til þess mikinn mannafla og geysidýr tæki, geta rússneskir borgarar enn hlustað á út- varpsstöðvarnar Voice of Am- erica, BBC og Deutsche Welle, sem útvarpa á rússnesku til Sovétríkjanna. Truflanirnar hófust 20. ágúst sl. í kjölfar verkfallanna í Póllandi Voice of America útvarpar til allra héraða í Rússlandi á 10 bylgjulengdum samtímis og gerir það rússneskum truflun- arstöðvum ákaflega erfitt fyrir. Norsk stjórnvöld vilja koma upp Nato-vopnabúri í Þrændalögum Ósló. 5. sept. — Frá fréttarltara Mbl. NORSKA rikisstjórnin er sam- þykk þvi, að á vegum Atlantshafs- handalagsins verði komið fyrir miklum vopnabirgðum. einkum stórskotaliðsvopnum. i Þrænda- lögum i Mið-Noregi. Hernaðarsér- fræðingar NATO og Handaríkj- anna hafa talið nauðsynlegt að þessum vopnum yrði komið fyrir í Norður-Noregi. Vopnin eru hugs- uð fyrir bandariskan herafla sem sendur yrði til Norcgs eí til rússneskrar innrásar kæmi. Norska Stórþingið hefur i raun margsinnis samþykkt þá tilhög- un. Um síðustu helgi fóru Banda- ríkjamenn fram á það við norsk stjórnvöld, að þau tækju afstöðu til þessa máls svo að hægt yrði að ganga frá áætlunum um framlög til varnarmála í Bandaríkjunum fyrir árið 1981. Innan stjórnar- flokksins, Verkamannaflokksins, er mikil andstaða við vopnabúr í N-Noregi og er samþykkt stjornar- innar talin málamiðlun milli stríð- andi fylkinga. Norskir og bandarískir hernað- arsérfræðingar gagnrýndu í dag þessa málamiðlun stjórnarinnar mjög harðlega og sögðu, að vopna- búr í Þrændalögum kæmu að engu haldi enda um 1000 km. frá landa- mærum Noregs og Sovétríkjanna. Fulltrúar borgaraflokkanna hafa tekið í líkan streng.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.