Morgunblaðið - 06.09.1980, Page 2

Morgunblaðið - 06.09.1980, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 1980 Samningamál ASÍ og VSÍ: Lognið á und- an storminum? MIKIL kyrrð ríkir nú við samn- inKaborðin í húsakynnum sátta- semjara ríkisins, enda hefur ekki verið haldinn sáttafundur milli ASÍ og VSÍ i viku tíma, en viðrseðuslit urðu fostudaKÍnn i fyrri viku. í gær kom þó viðræðu- nefnd ASÍ saman á enn einn fundinn til þess að fjalla um stöðu samningamála. Niðurstaða fund- arins var að nefndin kæmi aftur saman á mánudag og aftur á miðvikudaK. fyrir o(? eftir fund Gervasoni kominn til Islands FRAKKINN Garvesoni, sem beðið hefur um hadi á Islandi sem pólitiskur flóttamaður, er kominn hinuað til lands frá Danmörku til þess að reka á eftir erindi sinu. Baldur Möller ráðuneytis- stjóri i dómsmálaráðuneytinu staðfesti i samtali við Mbl. i Kærkvöldi að Garvesoni hefði komið til landsins á þriðjudax- inn mcð ferjunni Smyrli. Lögfræðingur hans hefur sett sig í samband við íslenzk stjórnvöld og ítrekað þá ósk Frakkans að hann fái hér hæli sem pólitískur flóttamaður. Voru skýrslur teknar af Gar- vesoni í gær og mun ráðuneytið taka mál hans til meðferðar eftir helgina. Garvesoni er landflótta frá Frakklandi og hefur undanfarið búið í Danmörku. Mál hans hefur verið til athugunar hjá dómsmálaráðuneytinu um nokkra hríð, „enda óvenjulegt að beðið sé um pólitískt hæli bréflega", eins og Baldur Möller sagði í gærkvöldi. 43ja-mannanefndar ASl, sem boð- uð hefur verið til fundar á þriðju- dag. Alþýðusambandið bíður nú eftir niðurstöðum í allsherjaratkvæða- greiðslu Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, en gangi allt að óskum um söfnun kjörgagna, verð- ur talið um helgina, í kvöld eða fyrramálið. Nokicur félög innan Alþýðusambandsins hafa þegar aflað sér verkfallsheimildar og má þar sérstaklega nefna Verkalýðsfé- lagið Vöku i Siglufirði og Einingu á Akureyri. Bíða félögin nú ákvörð- unar 43ja-manna nefndar ASÍ um framhald og aðgerðir, en búizt er við því, að nefndin óski eftir verkfallsheimild aðildarfélaganna og að jafnvel verði ákveðinn boðun- ardagur verkfalla í lok september eða byrjun okóber. Því getur verið, að kyrrðin við samningaborðið nú sé aðeins lognið á undan storminum. Kvíabryggja: Maður brenn- ist illa VISTMAÐUR á Kvíabryggju á Snæfellsnesi brenndist illa s.l. miðvikudag. er hann var að brenna rusli. Maðurinn, sem er um tvítugt, var fluttur samdæg- urs til Reykjavikur og liggur hann nú á gjörgæzludeild Borg- arspitalans. Hann er ekki talinn i lifshættu. Maðurinn var að brenna rusli þegar logi gaus upp og læsti sig í manninn. Atvik eru óljós en eftir því sem blaðið kemst næst mun eldur hafa læst i föt mannsins auk þess mun hann hafa brunnið í andliti. Tveir starfsmenn Rann- sóknarlögreglu ríkisins fóru í gær vestur að Kvíabryggju til að rann- saka þetta mál. Stöðva sölu tóbaks og áfeng- is til flugáhafna á útleið UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ til kynnti i gær að ákveðið væri að stöðva alla sölu á áfengi og tóbaki til flugáhafna á leið út úr landinu. Ilafa flugáhafnir haft heimild til slikrar verzlunar eins og aðrir á leið út úr landinu hingað til. Kristján Pétursson deildarstjóri Tollgæzlunnar á Keflavíkurflug- velli sagði að ástæöan fyrir þessu væri sú að bæði Fríhöfnin og flugliðar hefðu ekki virt þær eftirlitsreglur sem tollgæzlan hefði í þessum efnum þótt beiðnir um slíkt hefðu verið ítrekaðar. Þá sagði Kristján að þetta væri gert til þess að koma í veg fyrir að áfengi lenti eftir ólöglegum leið- Myndasögur Moggans á Heimttissýningunni: Högni og kattabandið á fullri ferð KATTABAND Morgunblaðsins hefur skemmt gestum heimilis- sýningarinnar undanfarna daga og er ávallt fjöldi fólks, bæði barna og fullorðinna, sem fylgist með þeim félögum sprella í sýningarbás Morgunblaðsins. Högni er að sjálfsögðu í aðal- hlutverkinu og fisksalinn, Sonja og villikötturinn láta ekki sinn hlut eftir liggja. Þeir félagar spila á ýmis hljóðfæri, spjalla við krakkana og rífast innbyrðis á viðeigandi hátt. Högni er sjálfur all aðsópsmikill eins og lesendur blaðsins þekkja hann á síðum Morgunblaðsins, en þeir félagar koma fram kl. 3, 6 og 9 í sýningarbás Morgunblaðsins í Laugardalshöllinni. „Luxair taldi áhætt- una vera of mikla“ segir Sigurður Helgason forstjóri RÍKISSTJÓRNIN hefur nú fengíð greinargerð þá sem hún bað stjórn Flugleiða um varðandi stöðu og fjárhag fyrirtækisins, en í samtali við Sigurð Helgason forstjóra Flugleiða sagði hann að meginatr- iðin sem þar komu fram hafi birst í Morgunblaðinu i viðtölum og fréttum. Aðspurður um ástæðuna fyrir þvi að slitnað hefði upp úr viðræðum milli Luxair og Flug- leiða um samvinnu á Norður- Atlantshafinu sagði Sigurður að það væri sitt mat að Luxair hafi talið áhættuna of mikla á þessum rekstri, of vafasama eins og á sta^ii án þess að meira kæmi til. Sigurður sagði að í greinargerð- inni til ríkisstjórnarinnar væri fjallað um þessar samningaumleit- anir sem hófust fyrir tilstilli ríkis- stjórnarinnar, síðan hafi fulltrúar flugfélaganna rætt málin, þá hafi Flugleiðir skilað áliti til ýmissa aðila og samgönguráðherra hafi ávallt fylgst með málinu og síðan hafi niðurstaðan hjá Flugleiða- mönnum orðið sú að ekki hafi verið unnt að komast lengra með málið án frekari aðgerða. Leitt að sjá fram á að Flugleiðir hætti f lugi til Luxemborgar — YFIRVÖLD Luxemborgar hafa skýrt málin frá sinni hlið og telja ekki grundvöll fyrir því að ganga til samstarfs við Flugleiði með þeim fjárhagsskuldbindingum, sem það hefði í för með sér. sagði Einar Ólafsson forstjóri Cargolux í sam- tali við Mbl. í gærkvöld. er hann var spurður um stöðu Flugleiða 1 Lux- emborg. Mörgum nýjum þáttum frestað vegna seinagangs í afgreiðslu VETRARDAGSKRÁ Sjónvarpsins var til umræðu á fundi Ctvarpsr ráðs í gær og samþykkti Útvarpsráð fyrir sitt leyti þá áætlun, sem Sjónvarpið lagði fram. Ilins vegar er ólíklegt að þessi áætlun komist til framkvæmda að öllu leyti í vetur, þvi mikill dráttur varð á afgreiðslu dagskrárinnar. Morgunblaðið ræddi í gær við Hinrik Bjarnason, forstöðumann Lista- og skemmtideildar, og spurðist fregna um helztu nýmæli í dagskrá vetrarins. skaup, sem hér hafa verið gerð, taka þaðan beztu atriðin og búa til nokkra þætti með því efni. Ég geri ekki ráð fyrir að það verði í vetur, því þetta átti að vinnast á haust- mánuðum. fslenzk söngvakeppni, sem á milli 4—500 lög komu í, frestast af sömu orsökum, því mikla forvinnu þarf til aðþað megi fara sæmilega fram. Á næstu dögum tökum við afstöðu til þess hvenær hægt verður að fram- kvæma hana. — Spurningakeppni geri ég ráð fyrir að verði eins og áætlað er, þ.e. að hún fari fram einhvern tíma í vetur. Fyrirhugað er að gera sex þætti þar sem verða spurninga- leikir eins og áður hefur verið gert, — Þessi áætlun Lista- og skemmtideildar um fasta innlenda dagskrárliði í haust og vetur var lögð fram í útvarpsráði 20. júní og frá henni loksins gengið núna, þ.e.a.s. afgreiðslu á þessum liðum, en sumir þerra eru þess eðlis, að þeir munu óumflýjanlega raskast vegna þess langa tíma, sem þetta hefur tekið, sagði Hinrik. — Þeir föstu þættir, sem verið hafa í Sjónvarpinu, verða áfram, þ.e. Stundin okkar, Vaka og Skon- rokk geri ég ráð fyrir og vildi gjarnan að hægt væri að ná innlendum atriðum inn í það og það verður athugað. Við gerðum tillögu um skemmtiþætti og höfum hug á að fara yfir þau áramóta- en ekki er ákveðið hver stjórnar þeim. Fyrirhugað er að hafa með ákveðnu míliibili, viku- eða hálfs- mánaðarlega, stuttan þátt, sem héti Kvæði. Leikari flytur kvæði, það verður myndskreytt með ýms- um hætti og í þessu yrði farið yfir breitt svið, allt frá fyrri öldum til nútíðar. Væntanlega gerum við tilraun með þetta í fyrsta skipti í október eða nóvember. Þá höfðum við gert ráð fyrir nokkru, sem gæti heitið Mynd dagsins og þar yrði stutt kynning á myndlistarverki í tengslum við fréttir, en í augna- blikinu er óljóst hvenær okkur tekst að koma þessu i kring. — Við höfðum gert ráð fyrir að í desember yrðu 13 5 mínútna þætt- ir, sem yrðu sendir út strax að loknum fréttum á komudögum jólasveinanna og hétu Jólasvein- arnir. Þá er þáttur, sem á að heita Tónskáld eða Tónlistarmaður mánaðarins og þar gerum við ráð fyrir að gera skil verkum einstakra tónskálda eða tónlistarmanna, flytja verk eftir hann eða af tónlistarmanninum og kynna í 40 mínútna þætti. Þetta get ég ekki sagt hvenær hefst, því það er háð þeim vinnuáætlunum, sem við get- um núna gert. — Um erlenda þætti er það að segja, að við höfum sett inn á október-drög upphafið að þáttum, sem heita „Tinker, tailer, soldier, spy“. Alec Guinnes leikur aöalhlut- verkið og fyrst og fremst er fjallað um viðskipti brezkrar leyniþjón- ustu við rússneska. Ég á von á að þarna sé gott efni á ferðinni. Sápuna fær fólk aftur að sjá við tækifæri, þegar Shelley lýkur í þessum mánuði. Nýi þátturinn með Guinnes kemur í staðinn fyrir Kaz í október. Líka verður á ferðinni danski þátturinn „Vores vár“, sem er skrifaður af Klaus Rifbjerg og við gerum ráð fyrir að hann hefjist síðari hluta október, en þetta eru 4 þættir, sem fjalla um sjöunda áratuginn. — Eðlilega er mikið talað um Flugleiði hér um þessar mundir, þetta hefur verið stórt nafn hér í 25 ár og okkur þykir leitt að sjá jafnvel fram á það, að félagið hætti flugi hingað, eins og fram hefur komið, sagði Einar ennfremur. Þá sagði hann útilokað að aðilar í Luxemborg væru reiðubúnir að taka við af Flugleiðum ef það hætti nú, þar yrði að koma til samvinna við önnur félög og því væri ekki fráleitt að möguleiki yrði á samstarfi við Luxemborgara í einhverri mynd. Ekki kvað Einar líklega samvinnu Cargolux og Flug- leiða um farþegaflutninga. Hjá Boeing verksmiðjunum í Seattle í Bandaríkjunum er nú að verða tilbúin ný flutningaþota af gerðinni B-747, sem Cargolux hefur keypt og verður hún afhent 8. október. Sagði Einar þotuna vera sambærilega við fyrri B-747 þotu félagsins, nema hún væri burðar- meiri og sparneytnari. Þá sagði Einar að mikið framboð væri nú í heiminum á fragtvélum og hörð samkeppni í þessari atvinnugrein, en Cargolux er nú fjórða stærsta fyrir- tækið í heiminum, sem annast ein- göngu vöruflutninga. Tæplega 66% sögðu já TALIÐ var í atkvæðagreiðslu Starfsmannafélags Reykjavíkur- borgar um samkomulagið við borg- ina í gærkvöldi. 2121 var á kjörskrá og greiddu 1041 atkvæði eða 49.08%, 686 sögðu já eða 65.89%, nei sagði 331 eða 31.79%. 24 seðlar voru auðir. í gær voru einnig talin atkvæöi hjá Starfsmannafélagi Akureyrar- bæjar, en þar voru 477 á kjörskrá. Atkvæði greiddu 196 eða 41%. Já sögðu 156 eða 79.6%, nei sögðu 37 og 3 seðlar voru auðir og ógildir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.