Morgunblaðið - 06.09.1980, Side 7

Morgunblaðið - 06.09.1980, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 1980 7 r Hallelúja!! Þjóöviljinn segir svo um olíumálin í gær — og má raunar segja aö { þessum oröum sé öll stefna blaösins fólgin: „Tómas fái kross Klippari hefur ekki gert mikiö af því um dagana að mæra Tómas Arna- son, en skjóta mætti því aö nýkjörnum forseta sem helst vill kross á fólk fyrir frumkvæöi aö góö- um hlutum, aö hengja á viöskiptaráðherrann kross fyrir lofsvert aö- geröarieysi í olíumálum. Nóg er komiö af athafna- seminni i bráö. — ehk. Ríkisrekiö flugfélag Forystugrein Vísis á fimmtudag fjallaöi um Flugleiöamáliö — og er svohljóðandi: „Miklar og tíöar fráttir berast af vettvangi flugmála. Sam- drátturinn í Atlantshafs- fluginu og uppsagnir starfsliös Flugleíöa hafa haft í för meö sér ringul- reiö og hverskyns æsi- fréttir. Um það er eitt aö segja aö hvatvísi kann aldrei góöri lukku aö stýra og vonandi ber kappíð ekki skynsemina ofurliði í þeim eftirleik sem fyrirsjáanlegur er. í því fréttaflóöi og frá- sögnum sem yfir dynja vekur aö sjálfsögðu mesta athygli aö yfir 300 starfsmenn hjá Flugleið- um hafa óskaö eftir því aö fá flugrekstrarleyfi á umræddri leiö og félags- málaráðuneytið hefur haft millígöngu um viö- ræöur þar aö lútandi. Fer þar ekkert milli mála aö þaö er meö það í huga aö ríkið gerist beinn eöa óbeinn aöili, aö því flug- félagi. Nú er ekkert viö því aö segja, að flugmenn og aörir, sem unniö hafa viö flugrekstur taki höndum saman og setji á fót nýtt fyrirtæki. Þaö er mönnum sem betur fer frjálst aö hefja atvinnurekstur. Þó veröur að segja það ærlega, og meö fullum velvilja gagnvart áhugasömum flug- mönnum, að ekki er í fljótu bragói unnt aó sjá, hvernig þeim á aó takast aó halda uppi flugi yfir Atlantshafió, þegar hvert flugfélagió á fætur ööru upplýsir um stórfellt tap vegna þessa sama flug- rekstrar. Á árinu 1978 var hagnaöur amerískra flug- félaga af Atlantshafsflugi fimm hundruð milljarðar króna, en nú er því spáó aö tapið á þessu ári verði tvö hundruó milljaröar króna. Þetta er ískyggileg þróun, og hvernig á lítið flugfélag á íslandi, sem hefur takmarkaöa aö- stööu til samkeppni, eng- an bakhjarl og nánast óþekkt meö öllu, að bera sig vió þessar aöstæöur? Slíkar ráóageróir eru mikil dirfska og áhættu- spil. Undarleg eru einnig af- skipti félagsmálaráöu- neytisins. Þaö er nýtt og einkar frumlegt aó þaó náöuneyti skuli taka samgöngumál upp á sína arma þegar til er heilt ráöuneyti sem fer meö samgöngumál. Skýringin á þessu frumkvæöi alþýöubanda- lagsmanna í félagsmála- ráðuneytinu er án alls vafa sú, aö notfæra sér ringulreióina og hrinda af staö ríkisreknum flug- rekstri. Þaó er full ástæða til aó vara alvarlega við þess- um ráðageröum. Hvaó sem líður erfiöleikum Flugleiöa, sem vonandi eru aðeins tímabundnir, er fráleitt meö öllu aö ^ rfkió þjóðnýti fyrirtækið eöa hefji sambærilegan flugrekstur. Ríkisrekstur er ekki hótinu betri eöa líklegri til árangurs eins og á stendur. Atvinnurekstur sem ekki ber sig, er aðeins atvinnubótavinna, dulbú- ió atvinnuleysi, sem fjár- magnað er meö ríkis- styrkjum og skattpening- um. íslendingar leysa ekki sitt vandamál með slík- um aögerðum. Það er sjálfsagt mark- mið sósíalísta sem sölsað hafa undir sig flest völd með tilstyrk nytsamra sakleysingja, aö færa at- vinnurekstur á flestum sviðum yfir á hendur ríkisins. En sósíalismi og gerviiausnir í atvinnu- málum er ekki leióin út úr ógöngunum. Þaö er flest- um Ijóst og ekki síst flugmönnum. Sú stétt er sjálfstæö og á allt undir eigin hæfni og starfi. Því verður ekki trúað að flug- menn vilji eiga þátt í því, aö þróa íslenskt þjóöfé- lag í átt til sósíalisma og þjóönýtingar. Flugmenn Flugleiða og annaö starfsfólk sem nú hefur fengið uppsagnar- bréf á alla samúö skilió. Menn hafa skilning á þeirra áhyggjum. En vandi augnabliksins má ekki veróa vatn á myllu sósíalista. Þaö er aö fara úr öskunni í eldinn. Tótnas fti kr0SS „.;„„»riheíurektog_efl Tómasj ertmiki6 ,-om helst iUl en sK3»va Tómas ArJ'nyk)órnum torseto mattiþvt aft nS^s - fólk {ynr sem hetst viU * hiutum, »6 (rumkvsó' aJ^sklptaráí>herrarm iumálum Nög hengja a v‘w ( vrert ahgeroar^ wross fyrir ^ots vtXö er Kotniö "............ ... yiÁÞvl að ^ v ^ n« göngo^4';. » w—... Irumkv r afathafnarseminm > f 09 sKori L“ Vissir þú aö LITLI BROÐIR“er a Nýr valkostur í j—« - i j ■ . orkusparnaði! fOCif~fOCiS Hreyfilshúsinu S. 82980 dagar cftir Nú er síöasta sýningarhelgin runnin upp. Viöopnum klukkan 1. Lokum kl. 11. Heimilið Opið í dag laugardag frá 7—12. Laugalæk 2, sími 35020. •Sækiö' Norrænan lýðháskóla í Danmörku Hægt er aó velja um mörg fög; sund, stjórnunarþekkingu, leiösögn, mótun, hljómlist. 6 mánaöa námskeiö 1/11-30/4 og 4 mánaöa 3/1-30/4. Skrifiö og biöjiö um skólaskýrslu og nánari upplýsingar. Myrna og Cari vnbæk UGE FOLKEHOJSKOLE DK-6360 Tinglev, sími 04 - 64 30 00 Austurbær Lindargata Ármúli Samtún. Vesturbær Skerjafjöröur fyrir sunnan flugvöll. Hringið í síma 35408

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.