Morgunblaðið - 06.09.1980, Síða 13

Morgunblaðið - 06.09.1980, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 1980 13 ■v. ar nefndir eru einnig þess eðlis að þær starfa stutt, eða eðli verksins er þannig að það ónýt- ist eftir ákveðinn tíma. • Margs konar starfssviö nefnda Það dæmi um nefnd, sem að framan var tekið, er einkennandi fyrir nefnd sem hefur það hlut- verk að vera hjálpartæki við- komandi stjórnvalds við stefnu- mótun og ákvarðanatöku. Það eru hins vegar margar annars konar nefndir, t.d. fastanefndir sem starfa óháðar ráðherra, t.d. í stjórn lífeyrissjóðs ríkisins og í stjórnum ýmissa fyrirtækja. Þá má nefna nefndir sem hafa það starfssvið að undirbúa laga- frumvörp, nefndir sem móta stefnu um ótal atriði eftir að lög hafa verið sett og taka til framkvæmdarinnar á lögunum. t Hverjir veljast til nefndarstarfa? Oft er sagt að nefndir séu til þess eins að vera bitlingar leiðitamra embættismanna, en þegar skyggnst er bak við töidin kemur það brátt í ljós að til nefndar- starfa eru kvaddir menn úr öllum þjóðfélagshópum og úr mörgum starfsgreinum. í flestar mikilvægar nefndir virðist vera valið með það að leiðarljósi að starf nefndarinnar verði sem árangursríkast þótt ekki fari hjá því að ýmsar nefndir verði að teljast bitlingar fyrir þá sem í þeim sitja. t Akvörðun um þóknun vegna nefndarstarfa Hér á landi sitja tveir menn í svokallaðri þóknunarnefnd og þeir ákveða hversu háar upp- hæðir skuli greiddar fyrir laun- uð nefndarstörf. Greiðsla vegna nefndarstarfa er ætíð innt af hendi eftir að nefnd hefur lokið störfum og er gangurinn sá, að viðkomandi ráðuneyti sendir þóknunarnefnd erindi þess efnis að nefnd hafi skilað áliti og lagt niður störf. Ef þóknunarnefnd- armönnum finnast ekki nægjan- legar upplýsingar vera fyrir hendi kalla þeir á sinn fund nefndarmenn og fá nánari upp- lýsingar um störf nefndarinnar, en ákvarða að öðrum kosti greiðslu til nefndarmanna. Við mat á greiðslum er reynt að meta þá yfirvinnu sem lögð er fram við ákveðið nefndarstarf og taka þóknunarnefndarmenn einnig tillit til mætinga á fundi. Það er ljóst, að það er ekki auðvelt verk að ákveða laun vegna nefndarstarfa og sú stað- reynd að embættismenn sinna oft nefndarstörfum í vinnutíma sínum gerir málið enn erfiðara við að eiga. Yfirleitt fá allir nefndarmenn jafnmikið greitt fyrir störf sín, án tillits til vinnuframlags, en þó fá formenn nefnda 25—50% hærri greiðslur en aðrir enda feli formanns- starfið í sér meiri vinnu. Um tíma var farið út á þá braut að greiða embættismönnum lægra kaup en einkaaðilum, en hæsta- réttardómur kvað upp úr með það fyrir fáum árum að slíkt væri ólöglegt. Reglan er sú, að fyrir nefndarstörf er greitt yfirvinnukaup sam- kvæmt 16. launaflokki, þriðja þrepi og fer upphæðin eftir því hve nefndin telst vera margar nefndareiningar. í íslenska stjórnkerfinu eru starf- andi mjög margar nefndir sem hafa margvísleg áhrif og snerta marga aðila. Þær kosta skatt- borgarana drjúgan skilding og það ætti því alltaf að vera sjálfsögð krafa að stjórnvöld leitist við að endurmeta störf allra nefnda með reglulegu mí llibili. Gerningar og uppákomur t umsögn Ólafs M. Jóhannes- sonar um nýlist eða tilrauna- myndlist („Gerningar og uppá- komur“), sem birtist hér í blað- inu síðastliðinn þriðjudag, brenglaðist textinn verulega. Þetta er einskonar tæknileg upp- ákoma í nýlistarstíl og skrifar höfundur undir það. Hjúkrunarfélag íslands: Uppfyllir mennt- unin þær kröfur sem gerðar eru? — Umræðuefni á norrænum fulltrúa- fundi sem haldinn verður hérlendis Árlegur fulltrúafundur Samvinnu hjúkrunarfræðinga á Norðurlöndum, fer að þessu sinni fram á Hótel Loftleiðum dagana 9.—11. september nk. Aðalumræðuefni verður: Menntun hjúkrunarfræðinga á Norðurlöndum og uppfyllir menntunin þær kröfur sem gerðar eru til hjúkrunarfræð- inga. Fyrirlesarar verða frá öllum Norðurlöndunum. Jafnframt fara fram umræður í hópum. Fundinn sitja 85 þátttakend- ur, en samvinnan hefur um 170 þúsund hjúkrunarfræð- inga innan sinna vébanda. Á þessu ári er Samvinna hjúkrunarfræðinga á Norður- löndum 60 ára og verður þess minnst með hófi að Hótel Sögu. Suimr éldavélar frá ELECTROIUX eru auðvitaö með Iðlástursafni, tölvustýringu temaospJatu, sjálívirkum steikarmoeli og hitaskáp. Electrolux eldavélarnar eru meðal þeirra þekktustu í heimi. Fyrst og fremst vegna gæða- og svo auðvitað vegna tækni- nýjunga. Electrolux hefur oftast verið á undan samtíðinni í eld- hústækni. Þegar þú velur Electrolux eldavél geturðu valið eldavélagerð, sem hentar plássi og pyngju. Úrvalið og möguleikarnir eru margvís- legir. Electrolux 3 o Aðrorekki. Kynningarbæklingur ókeypis. Það er óráðlegt, að kaup eldavél án þess að kynna sér vandlega hvaða möguleikar standa til boða. Vörumarkaðurinn sendir þér í pósti ókeypis, litprentaðan mynda- og upplýsingabækling. Sendu okkur nafn þitt og heimilisfang, eða hringdu í Electrolux deildina, simi: 86117 og við sendum þér bækling um hæl. ARMULA 1a - F.F.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.