Morgunblaðið - 06.09.1980, Page 15

Morgunblaðið - 06.09.1980, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 1980 15 Jóni Nordal líkt við Síbelíus + ISLENSKIR tónlistarmenn létu í sumar að sér kveða á tónlistarhátíð, sem haldin var i borginni Manchester i Vermont i Bandaríkjunum. Þar var verk Jóns Nordals, „TvísOngur", flutt og var mjög vel tekið ef marka má blaðadóma. Þeim Mark Reed- Jón Nordal Gnðný Guð- mundsdóttir man og Guðnýju Guðmundsdótt- ur var boðið til Bandarikjanna til þess að leika allar fiðlusónöt- ur Beethovens. og var mikið lof borið á flutning þeirra. í tengsl- um við hátiðina var námskeiða- hald og voru alls á milli 40 og 50 manns á námskeiðunum og þeirra á meðal fimm íslendingar: Auður Hafsteinsdóttir fiðluleik- ari, Ásdis Valdimarsdóttir á lág- fiðlu, Gréta Guðnadóttir á fiðlu og Steinunn Þorvarðsdóttir á pianó. Þau eru öll nemendur i Tónlistarskóla Reykjavíkur. Þá var Þórhallur Birgisson fiðlu- leikari i Manchester en hann stundar nám i Bandarikjunum. Flutningur verks Jóns Nordals mæltist mjög vel fyrir eins og áður sagði og í Manchester Ver- mont Journal birtist gagnrýni eftir Wallace Scudder, og bar hann mikið lof á verkið. Þau Mark Reedman og Guðný Guðmunds- dóttir voru einleikarar. „Tvísöng- ur“ Jóns Nordals var frumfluttur í Málmey í byrjun árs og í Reykja- vík var verkið flutt í mái. En gefum Scudder orðið: „Að loknu hléi var „Tvísöngur" Jóns Nordals fluttur í fyrsta sinn í Bandaríkjunum. Verkið er fyrir fiðlu, lágfiðlu, strengjahljómsveit, píanó og slagverk. Jón Nordal er eitt helsta tónskáld íslendinga og hann samdi verkið árið 1979 og á íslandi var það flutt undir stjórn Gilberts Levine (hann stjórnaði einnig í Vermont). Jóni Nordal er á íslandi líkt við Síbelíus hinn finnska. I „Tvísöng" gætir áhrifa, svipað og í „Tapíólu“ Síbelíusar. Þjóðlagið er báðum þessum tón- skáldum hugleikið og í tónlist þeirra eimir mjög af sérkennilegri norrænu — saga fólksins eins og hún kemur fram í gömlu þjóðlög- unum, — landslagsins, fjallanna, íssins.“ Lágmyndin í garðshorninu, sem sýnir gamla bæinn að Snússu. (Ljósm. Sig. Sigm.). Bærinn að Snússu í Ásatúnsgarði óskar Indriðason við störf i garðinum að Ásatúni. Á BÆNUM Ásatúni í Hruna- mannahreppi búa systkinin Lauf- ey, Hallgrímur og Óskar Indriða- son og þykir snyrtimennsku þeirra við brugðið. Þau hafa á síðari árum nokkuð dregið sam- an seglin i búskapnum, en sem fyrr vekur athygli hversu mynd- arlegt er að koma heim að Ásatúni og garðurinn við heimili þeirra er bæði fallegur og vel hirtur. í garðshorninu hafa þau komið upp lágmynd af gamla bænum í Ásatúni, sem Axel Helgason mód- elsmiður gerði. Gamla hluti er einnig að finna í þessu horni garðsins, t.d. myliusteina, hlóð- arpott og upp úr myndinni er stuðlabergssúla úr landareigninni. Bærinn í Ásatúni hét Snússa fram til ársins 1937. Bærinn, sem lág- myndin er af, var byggður árið 1903 og þar eru systkinin þrjú fædd ásamt stórum systkinahópi. Nýr bær var byggður að Snússu árið 1929 og árið 1968 var byggt nýtt einbýlishús úr steini að Ásatúni. 50 ára og fær í flestan sjó! Afmælisbarnið i sínu rétta umhverfi eða á heimavelli í Hellisey. (Ljósm. Sigurgeir). Hálfrar aldar afmæli hátíðlegt í Hellisey ÞAÐ ER ekki venja Morgunblaðsins að greina frá fimmtugsafmælum. en Illað- varpanum finnst tilhlýðilegt að gera á þessu eina undantekn- ingu. Páll Steingrímsson. kvik- myndagerðarmaður úr Eyjum. varð fimmtugur á dögunum og þar sem afmadisdagur hans. 25. júlí. er einmitt um það leyti. sem lundaveiðitíminn er í há- marki. sá Páll sér ekki annað fa-rt. en bjóða gestum til sín út í Ilellisey. Páli fannst fráleitt að yfirgefa eyjuna sína á hávertíð- inni til þess eins að fagna hálfri öld. Þá var skynsamlegra að bjóða Eyjamönnum til sín í eyjuna. Páll hefur Heliisey á leigu ásamt þremur bræörum sínum og þangað sækja þeir ýmis fjörefni, þ.á m. egg og lunda. Þetta tvennt var einmitt uppi- staðan í veizlukostinum, sem upp á var boðið í afmælinu, en einnig síld, hákarl og annað fiskmeti að úteyjasið. Eitthvert lítilræði var síðan haft með til að skola þessu niður. Veðurguð- irnir léku við Pál og gesti hans þennan dag og svo stillt var um kvöldið að ekki blakti hár á höfði. Jafnvel var hægt að hafa logandi á kertum í brekkunni fyrir ofan skála Helliseyinga. 37 manns sóttu hófið og marg- ir þeirra mæta sjálfsagt aftur S Hellisey að 10 árum liðnum, en Einar Sveinbjörnsson fær sér maður fylgist með borðhaldinu. Páll hefur þann sið að halda upp á stórafmæli í Hellisey. í þessar veizlur mæta menn ekki fljúg- andi, akandi eða gangandi, held- ur tuðrandi eins og einhver gestanna orðaði það. Hátíðabún- lundasmakk, en Siggi loftskeyta- ingurinn er mjög mismunandi, sumir mæta í sínum hvunndags- fötum, en aðrir með sluffu og tilheyrandi, þó svo að sá útbún- aður sé ekki keyptur í kuffffé- laginu. Álseyingur ásamt Adda Suðureying. Eins og sjá má er afmælisklæðnaðurinn marghreytilegur, þverslaufur. gúmmistigvél og ofanigirt. enda þurftu flestir að koma í hoðið á gúmmituðrum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.