Morgunblaðið - 06.09.1980, Side 21
21
lok um áramót 1978 og 1979 og
engar sérstakar umræður um
starfsaldurslistann áttu sér stað
fyrr en fór að brydda á fyrstu
alvöruerfiðleikum Flugleiða varð-
andi Ameríkuflugið.
Þó að hér hafi verið tíðrætt um
þessa blessuðu breiðþotu félagsins,
sem flaug svo ekki á vegum þess
nema samtals í rúmt hálft ár, þá er
þess vænst að menn skilji að hér var
um að ræða algjört prinsipp-mál,
sem hefði getað leyst þennan erfiða
Gordions-hnút sem starfsaldurs-
listamálið var og er.
Ef flugmenn FÍA sýndu eitthvað
annað en sanngirni í því máli, þá fer
nú að vefjast fyrir manni hvað það
hugtak merkir yfirleitt. En til þess
að lengja ekki málið um of, skal nú
tekin fyrir næstsíðasta uppsögn
flugliða hjá Flugleiðum h/f.
Um áramótin 1979 og ’80 var sagt
upp 135 starfsmönnum Flugleiða,
þar af 24 flugmönnum. Þessir 24
flugmenn voru allir úr röðum FLF.
Þeir brugðust að vonum illa við og
reyndu að kenna því um, að sam-
drátturinn, sem var orsök uppsagn-
anna, væri vegna taps á innanlands-
fluginu. Þessu mótmælti forstjóri
Flugleiða og segir í blaðagrein í
Mbl. 3. jan. 1980 undir fyrirsögn-
inni: „Uppsagnir réðust af gildandi
starfsaldursiista flugmanna DC-8
og DC-10 véla Flugleiða" ... „Það er
því alger misskilningur, sem for-
maður F.L.F. heldur fram að upp-
sagnir Loftleiðaflugmanna hafi
komið til vegna innanlandsflugsins.
Þær voru vegna samdráttar á
Norður-Atlantshafsleiðinni", og
ennfremur í sama blaði: „vegna þess
að hjá flugmönnum Flugleiða eru
nú 2 starfsaldurslistar, koma upp-
sagnirnar eingöngu niður á þeim, er
starfa á DC-8 þotum úr því að
fækka á um slíka vél“.
Nú vaknar sú spurning, vegna
síðustu uppsagna og væntanlegra
endurráðninga, hvers vegna sami
háttur var ekki á hafður. Það er
talað um að meginorsök samdrátt-
arins nú sé vegna rekstrarörðug-
leika á Norður-Atlantshafsleiðinni,
sem starfrækt hefur verið með DC-8
þotum, og það hefur einnig verið
talað um að selja 1 eða jafnvel 2
B-727 þotur félagsins, þó hefur
stjórn Flugleiða lýst því yfir nýlega,
að samkvæmt vetraráætlun muni
meiningin vera að starfrækja 2
B-727 þotur. Það er staðreynd, að
ennþá liggur ekki fyrir sameigin-
legur starfsaldurslisti flugmanna.
Og hér að framan hefur verið leitast
við að sýna fram á, að flugmenn
Flugfélags íslands fyrrverandi hafa
reynt að sýna sanngirni í því máli.
En nú, þegar allt er komið í óefni
hjá FLF-flugmönnum, þá eru þeir
allt í einu orðnir reiðubúnir til að
samþykkja títtnefndan lista og það
sem meira er, nú er þeim skítsama
snýst um að afstýra. Sannleikur-
inn er sá, að raunvextir geta ekki
verið markmið peningalegrar
stefnu (monetary policy). Slík
stefna, eins og hún er túlkuð
hvarvetna í hinum vestræna
heimi, miðast fyrst og fremst við
atvinnuástand á hverjum tíma.
Vextir af velti-innlánum í Banda-
ríkjunum, Kanada og EBE-lönd-
um hafa langtímum saman verið
neikvæðir (minni en verðbólgan),
þó að reynt sé að halda vöxtum
bundinna spari-innlána ofar núll-
punktinum. Það er mögulegt hér
líka með sveigjanlegu vaxtakerfi,
sem ég hefi áður skýrt. Treg
innlána-aukning í bönkum nýverið
stendur í beinu sambandi við
framtalsskyldu sparifjár, sem var
formlega upp tekin í vetur. Það
var misráðið, því að almenningur
á íslandi er að vonum tortrygginn
gagnvart stjórnvöldum — og vill
heldur þola lága vexti af sparifé
en eiga yfir höfði sér skattasvip-
una þegar minnst varir.
Ég er í hópi þeirra, sem telja, að
áhrif peninga í hagkerfinu séu
allajafnan „permissíf." Þannig
gerir aukið peningaframboð verð-
bólgu mögulega, en veldur henni
ekki. Einn helzti verðbólguvaldur
hérlendis er hallarekstur ríkisbús
og röng skatta-pólitík. Það var t.d.
afdrifaríkt fyrir verðlagsþróun
allar götur síðan 1940, að inn-
heimtir voru skattar af neikvæð-
um inniánsvöxtum og verðbréfa-
vöxtum, meðan útlánsvextir af
eyðslu- og fjárfestingarlánum
voru frádráttarbærir á tekju-
framtali og því beinlínis greiddir
niður af ríkissjóði.
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 1980
um allan aðlögunartíma, nú þarf
engan slíkan, bara að láta nýja
listann taka gildi strax. Allt hið
liðna á að vera gleymt og grafið.
DC-10 þota? Hver er að tala um
hana núna. Veit nokkur hvort hún
kemur nokkru sinni til félagsins
aftur. Og þetta, að þeir hefðu sagt,
að það stefndi örygginu í voða, ef
þeir ættu að fara að fljúga F-27 í
innanlandsflugi? Það var nú bara
svona grín, ekki satt! Nú er það eina
réttláta að segja upp öllum aðstoð-
arflugmönnum á F-27, og nærri
öllum á B-727 svo að þeir félagar
geti tekið við þeim sætum sem þar
losna. Svarið við þessu er, nei. Nú
skulu þeir skera upp eins og til var
sáð. Sú forysta, sem þeir félagar í
FLF hafa kosið yfir sig, skal nú
koma þeim úr þeim vanda, sem hún
hefur sett þá í.
Við í FÍ A erum orðnir langþreytt-
ir á að vera sífellt sá er vægir. Við
sögðum fyrir löngu síðan, að eina
réttláta lausnin varðandi sameigin-
iegan starfsaldursiista væri að fara
eftir lögmætum fastráðningardög-
um með réttlátum aðlögunartíma —
og það segjum við enn. Sömuleiðis
segjum við varðandi síðustu upp-
sagnir, að þar hefði eina réttláta
leiðin verið að nota sömu aðferð og
stjórn Flugleiða beitti um sl. ára-
mót, enda varði hún aðgerðir sínar
þá eins og fyrr greinir. Eigi að
fækka flugmönnum félagsins, sem
vissulega er ástæða til að harma,
engu síður en fækkun annarra
starfsmanna, þá verður það að koma
rétt niður á mönnum. Það er
staðreynd, eins og margoft hefur
verið bent á undanfarið, að ástæð-
urnar fyrir núverandi örðugleikum
Flugleiða h/f er Ameríkuflugið, sem
stundað hefur verið á DC-8 vélum
félagsins og af flugmönnum í FLF.
Þetta er flugleið, sem þeir hafa taiið
sig eiga sérstakan rétt á, og nú
verða þeir bara að taka því. Sömu-
leiðis ef fækkað verður á þeim
leiðum sem Flugfélagsflugmenn
hafa flogið, þá verða þeir að taka
því. Þetta er sárt, en afar einfalt.
Fari það hins vegar svo, að
sameiginlegur starfsaidurslisti
verði með einhverjum hætti neydd-
ur upp á flugmenn og stjórn Flug-
leiða fækki flugmönnum sínum
samkvæmt honum, þá er rétt að
benda á þann aukakostnað sem slíkt
hefði í för með sér vegna „Cross-
tékkunar" áhafna á aðrar vélar en
þeir hafa áður flogið. Og væri það
undarleg ráðstöfun hjá félagi, sem
stendur svo höllum fæti fjárhags-
lega sem raun ber vitni nú.
Hitt er svo allt annað mál, að
vonandi fást ný verkefni fyrir Flug-
leiðir svo að unnt verði að endur-
ráða sem flest starfsfólk. Við í FÍA
vonum innilega, að framtíðin beri
þá gæfu í skauti sér.
Kjartan Norðdahl
Allar Pennabúðirnar eru stútfullar af splunkunýjum
skólavörum. Bókum, blokkum, blýöntum, strokleörum,
skólatöskum, o.fl. o.fí. — og svo pennum fyrir alla aldurs-
f |oKK3
Komið í Pennabúðirnar og veljið nýju skólavörurnar, þær
gera skólaveruna miklu skemmtilegri.
Hallarmúla 2, Laugavegi 84,
U~7l ll lll II Hafnarstræti 18
KALMAR ’80
□ Viö höfum nú gjör-
breytt og stækkaö sýn-
ingarhúsnæði okkar í
Skeifunni 8, Reykjavík.
□ Þar er nú veröld inn-
réttinga í vistlegu hús-
næöi, sem á sér enga
hliöstæöu hérlendis.
□ Kalmar innréttingar
eru staölaöar einingar
sem notast í allt húsiö
og einnig sumarbústaö-
inn. .^íi^
□ Hringiö eöa i
skrifiö eftir
nýjum bæklingi
frá Kalmar.
kajmar r ,
innréttingar hf.
SKEIFUNNI 8, SÍMI 82011