Morgunblaðið - 06.09.1980, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 06.09.1980, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 1980 45 TT VELVAKANDI SVARARí SÍMA 10100 KL. 13-14 FRÁ MANUDEGI efni, en veitir ekki af liðsauka á stundum. Finnst mér að ekki væri úr vegi að fá einn eða tvo bíla úr slökkviliði borgarinnar og bleyta rækilega í lýðnum — enginn verður verri þótt hann vökni. kannski hefði einhver bara gott af þessu og vaknaði af drykkjuvím- unni. Jafnvel finnst mér koma til álita að lögreglan beiti táragasi við aðstæður eins og sköpuðust um helgina. Eitthvað verður að gerast svo að lát verði á þessum skrílslát- um. Burt með þennan óaldarlýð, hvar sem hann safnast saman til skemmdarverka. Ég þykist mæla fyrir munn margra öskureiðra samborgara minna." Þessir hringdu . . . • Hafið hund- ana í bandi Elín hringdi og bað Velvak- anda um að koma fyrir sig ábend- ingu til hundaeigenda. Hún sagð- ist hafa verið á gangi í borgar- landinu og mætt á förnum vegi manni og hundi. Engin ól lá á milli þessara tveggja og er ekki að orðlengja það að hundurinn tekur til fótanna og hendist í áttina til hennar. — Eg hef allt frá barn- æsku mínní veríð óskaplega hrædd við hunda og ég ætla ekki að reyna að lýsa þeirri skelfingu sem greip mig þegar hundurinn kom þarna í áttina til mín á harðastökki. Og þegar hann sent- ist á mig, þá barði ég blint frá mér og fannst mín síðasta stund upp runnin. Ég heyrði óljóst að maður- inn kallaði til mín að hundurinn væri meinlaus, en á svona stund- um starfar hugsunin ekki eftir venjulegum leiðum. Ég lifði þetta vissulega af og það sem eftir stóð var gremjufull reiði. Ég var að hugsa um að kæra manninn til lögreglunnar. En svo rann mér reiðin. Mér finnst að fólk eigi að lifa í sátt og samlyndi og ég ákvað að hringja fremur í Velvakanda og koma þeirri ábend- ingu til hundaeigenda að gæta þess að hafa hunda sína í ólum, hafi þeir minnstu tilhneigingu til þess að rása svona frá eigendum sínum. Það eru fleiri en ég, sem eru haldnir hundahræðslu, og at- vik eins og þarna varð, geta haft alvarlegar afleiðingar í för með sér, þó að enginn sé bitinn eða brákaður. Verkamaður á Þórshöfn hringdi í Velvakanda og kvað engan grundvöll fyrir að verða við kauphækkunarkröfum Alþýðu- sambands íslands. — Vinnuveit- SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson í undanrásum Moskvumeistara- mótsins í ár kom þessi staða upp í skak meistaranna Arbakovs, sem hafði hvítt og átti leik, og Losevs: 37. Hxf7! - Kxf7 (Eftir 37.... Dxf7 er svartur mát í ein- um) 38. Dh7+ og svartur gafst upp, því hann er óverjandi mát. endasambandið hefur þegar boðið það sem fært er að bjóða. Eina leiðin til að þetta hætti að vinda endalaust upp á sig er að taka vísitöluna úr sambandi, og þetta vita menn ósköp vel. íbúi í Grjótaþorpinu hafði sam- band við Velvakanda og kvartaði sáran undan því hernaðarástandi sem ríkti á hans heimaslóð um hverja einustu helgi. — Þú getur sent ljósmyndara út til mín, það er ekki langt að fara, og þá getur þú séð og sýnt öðrum hvernig þeir hafa leikið gamalt og virðulegt tré sem prýddi aðkomuna að húsinu hérna. Þetta er gjörsamlega óþol- andi ástand. HÖGNI HREKKVISI Rætt við bókavörð í Siglufirði: Minningarherbergi um sr. Bjarna Þor- steinsson Skjalasafn varðandi atvinnu- og menningarsögu Sigluf jarðar Bókavarðafélag íslands gekkst fyrir bókavarða- námskeiði á dögunum. Mbl. tókst að ná í Óla J. Blöndal. bókavörð í Siglu- firði, og lagði fyrir hann fáeinar spurningar varð- andi safnið nyrðra. Séra Bjarni Þorsteinsson, sókn- arprestur, tónskáld og þjóðlaga- safnari hafði forgöngu um stofnun bókasafnsins, sem opnað var 1916, eins og um fleiri menningarmál í Siglufirði fyrrum, sagði Óli. Lestr- arfélag, sem sr. Bjarni stofnaði, sá um safnið fyrstu árin, en árið 1920 tók bæjarfélagið við rekstri þess og hefur annast síðan. Bókasafnið er nú til húsa á neðstu hæð ráðhúss bæjarins, eða frá árinu 1964, í vistlegum og þægilegum húsakynnum. Safnið fær innan skamms viðbótarhús- næði í þessu húsi, á annari hæð, bæði geymslurými til nýrra starfsþátta, en mikið vantar á að það húsnæði sé fullunnið þann veg að nýta megi. I safninu eru nú um 40 þúsund bindi, ef allt er talið, tvítök og smáprent. Útlán á sl. ári vóru tæplega 42 þúsund, en safnið þjónar Siglufjarðarkaupstað (rúmlega 2000 íbúar), Siglunesi og Fljótum. Einnig lánar safnið bæk- ur í skip, sem gerð eru út frá Siglufirði. Þá er þjónusta við Sjúkrahús Siglufjarðar fastur lið- ur í starfseminni. Frá árinu 1078 hefur safnið og annast hljóðbóka- þjónustu (fyrir blinda), en upphaf þessa starfs var vegleg gjöf frá Lionsklúbbi Siglufjarðar. Spari- sjóður Siglufjarðar hefur um langt árabil verið safninu drjúgur stuðningsaðili. Kjartan Bjarna- son, fv. sparisjóðsstjóri, Björn Jónasson, núverandi sparisjóðs- stjóri og stjórn sjóðsins, eiga þakkir skilið fyrir þann stuðn- ing, margháttaðan. Til stendur að koma upp, í tengslum við safnið, minningar- herbergi um sr. Bjarna Þor- steinsson, tónskáld, þar sem geymdir verða ýmsir munir hans: orgel, skrifborð, helgisiðabók, nótnahandrit o.m.fl. Sr. Bjarni var oddviti Siglfirðinga í áratugi, bæði í veraldlegum og andlegum efnum, og oft nefndur „faðir Siglufjarðar". Hann lagði og merkt ævistarf, á sviði tónmennt- ar og þjóðlagasöfnunar, í menn- ingarbanka þjóðarinnar. Eini eft- irlifandi niðji sr. Bjarna, Bein- teinn fv. útgerðarmaður, hefur verið mjög hjálplegur um útvegun muna föður síns. Þá er hugmyndin að inn af þessu minningarherbergi verði annað minna, sem í væru hljómflutningstæki af beztu teg- und og þar væri hægt að hlusta á. lög sr. Bjarna, íslenzk þjóðlög og ÓH J. Blöndal þjóðlög frá sem flestum löndum, sem yrði mjög í anda hans. Þarna eiga og að vera ýmis músíkrit, uppsláttarrit, nótur o.s.frv. Þá höfum við mikinn hug á að koma upp skjalasafni til varð- veizlu á gögnum varðandi at- vinnu- og menningarsögu Siglu- fjarðar, sagði Óli J. Blöndal, bókavörður. Siglufjörður var um langt árabil höfuðstaður síldveiða og síldariðnaðar, sem var þunga- miðja í þjóðarbúskapnum fyrri helming þessarar aldar. Hér vóru á þriðja tug söltunarstöðva, auk mikilvirkra síldarverksmiðja, sem unnu lýsi og mjöl, og vóru í raun fyrsta hérlenda stóriðjan. Ekki er verjandi að þetta „gullaldartíma- bil“ í sögu staðar og þjóðar, glatist, ef unnt er að draga fram í dagsljósið minjar þess, s.s. starfs- tæki, verzlunarbækur, handrit er geyma gamlan fróðleik, myndir o.s.frv., sem segja þessa merku, liðnu sögu og varðveita til fram- tíðarinnar. Bókasafn Siglufjarðar hefur tryggt sér húsnæði fyrir minn- ingarherbergi um sr. Bjarna og skjalasafn til varðveizlu á gögnum varðandi atvinnu- og menningar- sögu staðarins. Þetta húsnæði er að vísu ekki fullgert, aðeins tilbúið undir tréverk. Það þarf mikla fjármuni til að gera það hæft til notkunar. Við höfum því sótt um styrk á fjárlögum næsta árs, 1981, til þessa verkefnis, og væntum skilnings stjórnvalda. Töluverðar breytingar hafa orð- ið á skipulagningu Bókasafns Siglufjarðar hin síðari árin. Tekið hefur verið upp svokallað Dewey- kerfi, sem gerir safnið auðveldara fyrir notendur. Hefur verið unnið að þessari breytingu sl. 3 ár með velvilja og hjálpsemi Kristínar Pétursdóttur, bókafulltrúa ríkis- ins, sem hefur unnið með bóka- verði að þessari breytingu, sagði Óli J. Blöndal að lokum. Órói og óöld í Tyrklandi lstanbul, 4. sept. AP. 16 MANNS féllu í T-w.-•• • _ . Ji munai 1 Z* er hryðjuverkamönnum vinstri og hægri manna kennt 'úlíi. Með þessum morðum er tala fallinna komin upp í 64 i þessari viku og virðist upplausnin í Tyrklandi fara stöðugt vaxandi. í hverfi heldra fólksins í Istan- bul voru lögreglumaður og tveir almennir borgarar skotnir þegar fjórir menn óku um á stolnum bíl og létn o... _ ____aivuinnoina dynja a veg- farendum. Tveir vinstrisinnaðir verkamenn fundust myrtir í fá- tækrahverfi Istanbul-borgar og setið var fyrir tveimur mönnum og þeir myrtir í Adana í Suður- Tyrklandi. Herlögum hefur verið komið á í þriðjungi Tyrklands til að reyna að stemma stigu við vaxandi ókyrrð en á þessu ári hafa fallið 2000 manns og 3800 frá árinu 1975.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.