Morgunblaðið - 06.09.1980, Side 48

Morgunblaðið - 06.09.1980, Side 48
Síminn á afgreiðslunni er ^ <w 83033 Mnmiwpmpnp IDvraimblnbib ^ JHvrennblnbib LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 1980 IMMWMNNMÍÍCSfe Síminn ‘ á afgretösiunni er 830331 Jflorcunblebib ■— _ K' Fundur starfsfólks í flugi: Nýtt flugfélag um Atlantshafsflugið? HÓPUR fólks, sem starfar að fluitmálum, hélt I uar fund á Kjalarnesi þar sem rætt var um stóAu islenskra flugmála. framtið AtlantshafsfluKsins ok m.a. hu«s anleKa stofnun nýs fluKfélaK-s. Fundinn sátu m.a. forystumenn ýmissa stéttarfélaKa, sem starfa að fluKmálum. Tuttugu til þrjátíu manns sátu fundinn og var ákveðið að fylgjast vel með framvindu og gangi mála. I samtali við Mbl. í gærkvöldi sagði Baldur Oddsson formaður Félags Loftleiðaflug- manna, sem var einn fundarmanna, að fólk óttaðist mjög framtíð Atl- antshafsflugsins og teldi að það mætti alls ekki leggja niður, því það væri svo snar þáttur í atvinnulífi landsins. „Það vilja allir", sagði Baldur, „að þetta flug haldi áfram, þótt tap sé á því sem slíku um sinn, því það er ljóst að það er þjóðhagslega hag- kvæmt að það haldi áfram og'hlýtur að rofa til í þeim efnum. Það eru svo ótal margir þættir, sem spinnast inn í Atlantshafsflugið, ekki aðeins flugfólk og beint starfslið Flugleiða, heldur hundruö og þúsundir ann- arra borgara þessa lands. Fyrir utan það, að tengjast Fríhöfn, íslenskum markaði og mörgum fyrirtækjum þá snertir þessi rekst- ur beiniínis og óbeinlínis þá fjöl- mörgu, sem vinna að ferðamálum, bílstjóra, ferðaskrifstofur, hótel- rekstur og fleira. Það er ljóst, að detti þetta flug niður, verður ekki hægt að taka þráðinn upp aftur og því er mikil- vægt, að þeir, sem láta sig málið varða, leggi á það áherslu, að kynna ríkisstjórninni vilja fólksins í þess- um efnum, að starfsmenn í flugi, blaðamenn og stjórnmálamenn taki höndum saman í þessum efnum", sagði Baldur Oddsson að lokum. VSÍ leitar hófanna um sérviðræður Vinnuveitendasamband íslands hefur orðað við a.m.k. eitt sérsam- band innan Alþýðusambands ís- lands, hvort sérsambandið væri tilbúið i sérviðræður um kjara- samning. Sérsamband þetta. sem er Uandssamhand iðnverkafólks. hafnaði þessari málaleitan og er nó viðræðunefnd ASÍ kunnugl um þessa málaleitan. svo og sáttasemj- ara ríkisins. Fleiri sérsambönd munu bíða átekta um þróun samn- ingamálanna. en þau munu þess alls ekki fráhverf. að athugað verði, hvcrt sérviðræður myndu leiða. Fundur var í fyrradag milli Iðju í Reykjavík og Félags íslenzkra iðn- rekenda, þar sem fulltrúar Vinnu- veitendasambandsins voru við- staddir. Þar var þessari hugmynd um sérviðræður fleygt af fulltrúa VSÍ, en viðbrögð fulltrúa Iðju muuu hafa verið mjög neikvæð. Undanfar- ið hafa átt sér stað óformlegar viðræður milli Guðmundar J. Guð- mundssonar og Þorsteins Pálssonar um launaflokkaskipan fyrir Verka- mannasamband íslands, en helzta deilumál aðila hefur einmitt verið um þessa flokkaskipan. Hafa þessar viðræður farið fram með vitund Guðlaugs Þorvaldssonar, sáttasemj- ara ríkisins. Talið er, að forystumenn sérsam- banda vilji bíða og sjá hvað setur um framvindu þessara óformlegu við- ræðna, áður en sérsambönd hefji viðræður við sérsambönd innan VSI, sem alls ekki virðast útilokaðar, a.m.k. við sum sérgreinasambönd, bregðist sú von, að unnt verði að ná sameiginlegum heildarsamningum milli ASÍ og VSÍ. (Ljósm. ÓI.K.Mag.) Skólarnir eru víst byrjaðir. Ætli það sé ekki ástæðan fyrir einbeitingunni i svip þessara stallsystra, sem stikuðu um Austurstrætið með skólatöskurnar í haustblíðunni i gær. Launahækkun verzlunar- og skrifstofufólks um 2,5% ÚTREIKNINGAR á tilboði Vinnu- veitendasambands íslands til Al- þýðusambands íslands, sem gerðir hafa verið gagnvart verzlunar- mönnum sýna, að tilboðið er mjög langt frá þvi að tryggja verzlun- armönnum, sem eiga sambærilega starfsfélaga innan BSRB, jafn- háar kauphækkanir og opinberir starfsmenn fá. Samkvæmt upplýs- ingum Magnúsar L. Sveinssonar, formanns Verzlunarmannafélags Reykjavikur eru þessir verzlun- armenn tæplega hálfdrættingar á við opinbera starfsmenn i kaup- hækkunum. Magnús L. Sveinsson kvað tilboð VSÍ hafa í för með sér um 7 þúsund króna kauphækkun á mánuði að meðaltali hjá verzlunar- og skrifst- ofufólki á launabili, þar sem sam- bærilegir starfsmenn innan BSRB fá 14 þúsund krónur. „Það er því hyldýpi milli verzlunarmanna og opinberra starfsmanna, hvað þetta varðar," sagði Magnús L. Sveinss- on, og bætti við: „Við getum ekki skrifað undir samning, nema hann sé í takt við samning opinberra starfsmanna, enda er það yfirlýst af framkvæmdastjóra Vinnuveit- endasambandsins, að eðlilegt sé að Þorsk- og ýsuárgangar virðast í góðu meðallagi FYRSTU niðurstöður liggja nú fyrir úr leiðangri fiskifræð- inga, sem farinn var í siðasta mánuði, til að kanna fjölda og ástand fiskseiða. Samkvæmt þeim eru árgangar þorsks og ýsu frá 1980 í meðallagi og jafnvel aðeins fyrir ofan það. Loðnuárgangurinn er ekki líkt því eins stór og árgangarn- ir frá 1972—1976, en hins vegar mun betri en árgangurinn frá 1978 og virðist hrygning og klak loðnunnar hafa tekizt með ágætum í vor. Fjöldi karfaseiða var hins vegar lítill og útlit er fyrir lélegan árgang. Morgunblaðið ræddi í gær við Hjálmar Vilhjálmsson, fiskifræðing, um niðurstöður þessa leiðangurs. — Það var byrjað á þessum athugunum árið 1970 þannig að þetta er ellefta árið sem svona könnun er gerð, sagði Hjálmar. — Henni er ætlað að veita fyrstu upplýsingar um hvers megi vænta af árgangi þess árs af hinum ýmsu tegundum nytjafiska hér við land. Það hefur komið í ljós, að það eru aðallega fjórar tegund- ir, sem gagnlegar upplýsingar fást um, þ.e.a.s. þorsk, ýsu, loðnu og karfa. Friðriksson þar leiðangursstjóri. var sömuleiðis hætti og áður. — í þessum leiðangri núna voru tvö hafrannsóknaskip, Bjarni Sæmundsson, þar sem Vilhelmína Vilhelmsdóttir var leiðangurs- stjóri, og Árni sem ég var Verkaskiptingin með svipuðum Bjarni var mest á Grænlandshafi, við Austur-Grænland, á Dohrn- banka og hérna Suðvestanlands. Við vorum fyrst og fremst útaf Norðvestur-, Norður-, Austur- og Suður-landi. Við könnuðum þó einnig sundið milli Vestfjarða og Grænlands og þar nokkuð vestur eftir, þannig að svæði skipanna sköruðust dálítið. — Við erum að vinna úr gögnum, en það má segja að við séum komin með helztu niður- stöðurnar í hendurnar, þó svo að enn eigi eftir að gaumgæfa athug- anir og niðurstöður betur. Að því er varðar svæðið, sem Árni Frið- riksson kannaði, þ.e. íslenzka svæðið, þá er svo að sjá, að þorskur og ýsa séu meðalárgang- ar. Tölunni fyrir þorskinn svipar mjög til meðaltals, en þorskseiðin voru hins vegar vel á sig komin og betur en oft áður. Því má ætla að fjöldinn skili sé vel og árgangur- inn frá 1980 gæti því orðið í góðu meðallagi. — Hið sama gildir um ýsuna, niðurstöðutalan þar er ákaflega svipuð flestum tölum í athugun- um okkar frá 1970, að undanskild- um árunum 1976 og 1978, en þá tókst ýsuklak sérlega vel. Seiðin voru vel á sig komin og þessi árgangur gæti orðið aðeins fyrir ofan meðallag. — Um loðnuna er það að segja, að seiðafjöldinn er ekkert nálægt því, sem hann var þegar mest var um loðnuseiði, þ.e.a.s. á árabilinu 1972—1976. Hann er hins vegar verulega miklu meiri en árgang- urinn frá 1978, en þá mældist minnsti fjöldi loðnuseiða í þessum rannsóknum okkar og það er sá árgangur, sem bera mun uppi veiðina í haust og næsta vetur. Loðnuseiðin voru tiltölulega stór og útbreiðslusvæði þeirra nokkuð víðáttumikið, þannig að mér lízt ekki illa á árganginn. Ég er satt að segja alveg hissa á því hvað komið hefur út úr hrygningunni í vor, en sennilega er skýringuna að finna í því góðæri, sem verið hefur í sjónum í ár, þannig að það sem hefur farið í sjóinn virðist hafa skilað sér mjög vel, sagði Hjálmar Vilhjálmsson. Eins og áður sagði kannaði Vilhelmína Vilhelmsdóttir á Bjarna Sæmundssyni einkum út- breiðslu og fjölda karfaseiða. Niðurstöður hennar athugana munu vera þær, að þessi karfa- árgangur sé slakur og fjöldi seiða annar minnsti frá því að athugan- irnar hófust árið 1970. Karfinn hefur þá sérstöðu, að hann er hægvaxta og kemur ekki inn í veiði fyrr en um eða eftir 12 ára aldur. Því hafa fiskifræðingar ekki samanburð á seiðatalningu og fjölda nýliða. þessar launahækkanir séu sambæ- rilegar. VSÍ telur sig hafa boðið 6,25% að meðaltali, en það sem að verzlunarmönnum snýr er um 2,5%.“ Samkvæmt útreikningum á til- boðinu til verzlunarmanna nemur prósntuhækkunin á lægsta taxta verzlunarmanna 3,5%. A 10. taxta, þar sem t.d. er afgreiðslufólk, sem lokið hefur grunn- eða gagnfæð- askóla og samsvarar 4. flokki í gamla launaflokkakerfinu er kaup- hækkunin á hluta starfsmanna aðeins 4.888 krónur eða 1,6%. Reiknað hefur verið út að meðal- talshækkun verzlunarmanna sé á bilinu 2,5 til 2,9% eftir því, hver fjöldi manna í hverjum flokki er. Hæsta prósentutala, sem unnt er að finna er á 8. flokk í samræmda skalanum eða 2. flokk í hinum gamla. í honum er afgreiðslufólk og skrifstofufólk í 3 mánuði. Pró- sentan í þeim flokki er 4,9%. Nautakjöt hækkar um 12 til 13V2% SEXMANNANEFND hefur náð samkomulagi um bráðabirgðaverð á nautakjöti og hækkar smásölu- verð á nautakjöti samkvæmt þvi um 12 til 13'/2% að meðaltali. Þetta nýja verð tekur ekki gildi fyrr en ríkisstjórnin hefur staðfest samkomulag nefndarinnar og er talið líklegt að nýja verðið komi til framkvæmda eftir helgina. Nýja verðið er bráðabirgðaverð, hliðstætt því verði sem nú er í gildi á mjólk og kartöflum, og gildir aðeins þar til sexmannanefnd hefur náð samkomulagi um nýjan verðlags- grundvöll. Verð á nautakjöti til bænda hækkar vegna þessa bráða- birgðasamkomulags um 11% en ekki mun gert ráð fyrir breytingum á niðurgreiðslum vegna nýja verðsins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.