Morgunblaðið - 01.11.1980, Page 1
48 SÍÐUR OG LESBÓK
243. tbl. 68. árg.
LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 1980
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Khadafy
flúinn
á náðir
Rússa?
Kairó. 31. október. — AP.
EGYPSKA blaðið Al-Gom-
houriiya sagði í frétt í dag. að
Moammar Khadafy Líbýu-
leiðtogi heíði flúið úr höfuð-
borginni og hefðist nú við í
sovézkri herstöð í eyðimörk-
inni.
Blaðið bar diplómata fyrir
fregninni, en þar sagði, að Kha-
dafy ætti „við hættulegar sál-
rænar flækjur að stríða og væri
vonlaus um bata“. Elaðið sagði,
að hvarf Khadafys væri samsæri
sovézkra og kúbanskra ráðgjafa
hans, til að vernda hann gegn
hugsanlegri byltingartilraun eða
uppreisn í herjum landsins.
Sagði blaðið að sovézkar her-
sveitir hefðu umkringt stöðvar
Líbýuhers í Tobruk og Oqba-
ben-nafe.
Orðalagi umdeildra
greina verður breytt
Varsjá. 31. október. — AP.
LEIÐTOGAR frjálsra verkalýðsfélaga og Jozef Pink-
owski forsætisráðherra sættust í kvöld á að reyna að
breyta orðalagi umdeildra greina um stofnskrá Sam-
stöðu, og þar með opna leið til málamiðlunar er afstýrði
verkföllum, sem verkalýðsleiðtogarnir höfðu hótað 12.
nóvember næstkomandi, ef ekki yrði árangur af fundi
þeirra með Pinkowski.
Eftir að fundur verkalýðsleið-
toganna og Pinkowskis hafði stað-
ið frá morgni til kvölds voru enn
mörg ágreiningsefni óútkljáð, að
sögn eins þátttakanda í fundinum.
„En stofnskráin verður umorðuð
þannig að báðum líki,“ sagi hann.
Borgardómur Varsjár samþykkti
stofnskrána fyrir viku, en skaut
inn í hana grein þar sem sagði að
félögin virtu forsjá kommúnista-
flokksins og sósíalískt skipulag.
Kröfðust leiðtogar Samstöðu að sú
klásúla yrði felld niður og hótuðu
verkföllum ella, en nú virðist sem
þeir hafi slakað á þeim kröfum, að
sögn fréttaskýrenda. Komu aðilar
sér saman um að reyna að ná
samkomulagi um breytt orðalag
fyrir 10. nóvember næstkomandi.
Á fundinum féllst Pinkowski á
beiðni Walesa og félaga hans um
Bakhtiar um stjórn Khomeinis í íran:
95
Endalokin nálgast
66
Mílanó. 31. október. — AP.
ANDSPYRNA gegn Khomeini-stjórninni í íran hefur breiðzt
út tii nokkurra bæja landsins að sögn Shapour Bakhtiar
fyrrverandi forsætisráðherra í viðtali við blaðið „Occhio“ í
Mílanó í dag. „Endalok einræðisherrans nálgast“ sagði
Bakhtiar.
Hann lagði áherzlu á stuðning
sinn við íranska hermenn í baráttu
þeirra við íraska „innrásarmenn" og
skýrði frá því að hann stæði í
„sambandi" við íraska embættis-
menn „þar sem ég er þess albúinn að
gera bandalag við djöfulinn til að
bjarga íran og gera Khomeini
áhrifalausan."
Bakhtiar sagði að stjórnarher-
menn hefðu drepið 138 „ættjarðar-
vini“ og tekið um 500 til fanga. Æ
fleiri tækju upp riffla sína, skamm-
byssur og sprengjur og tækju þátt í
aðgerðum skæruliða, einkum í bæj-
um. Þjóðfylking yrði fljótlega
mynduð til að samræma baráttu
skæruliðahópa. Ef risaveldin hættu
að styðja Khomeini mundi hann
„glata völdunum innan sex daga.“
Friðartilraunum var haldið áfram
í stríði írana og íraka í dag. Indria
Gandhi, forsætisráðherra Indlands,
sendi R.D. Sathe utanríkisráðherra
sinn til Teheran með orðsendingu til
Bani-Sadr forseta, þar sem hún
lýsir von sinni um skjótan endi
átakanna.
Loftvarnaflautum var þeytt í
Bagdad um hádegisbil og Irakar
sögðu að þeir hefðu „lokið við“ að
Þota bíður þess
að sækja gísia
London. Washinifton, Tchoran, 31. október. AP.
ABOLHASSAN Bani-Sadr, forseti írans. heldur á morgun.
laugardag. blaðamannafund er verður útvarpað og sjónvarpað og
var jafnvel talið í kvöld að hann mundi þá tilkynna að gíslarnir
bandarísku yrðu leystir úr haldi gegn ákveðnum skilyrðum, er
þingið hefði komið sér saman um, en útvarpið í Teheran skýrði
frá þvi í dag, að samkomulag hefði náðst í þinginu um
„sanngjarna aðferð“ til lausnar gíslamálsins, og Moyammed Ali
Rajai forsætisráðherra lýsti því yfir á útifundi í dagt „að
varahlutir yrðu neyddir út úr Bandaríkjamönnum“. en Irana
skortir mjög varahluti í hergögn sín til bardaganna við íraka.
Talið er, að sú yfirlýsing tals-
Imanns bandaríska utanríkisráðu-
neytisins í kvöld, að Bandaríkja-
stjórn hafi ekki í hyggju að lýsa
stuðningi við Reza Pahlavi, son
fyrrum Iranskeisrara, er tók sér
keisaratign í Egyptalandi í morg-
un, þar sem stjórnin viðurkenni
úrslit kosninganna í apríl, muni
mýkja íranska valdamenn og auð-
velda frekar lausn gíslamálsins.
Var af hálfu fréttaskýrenda litið á
þessa yfirlýsingu sem nánast
beina viðurkenningu bandarískra
stjórnvalda á stjórn Khomeinis.
Frá því var skýrt í dag, að frá
því í byrjun vikunnar hefði þota
flugfélagsins SAS staðið tilbúin á
Arlanda-flugvelli við Stokkhólm
til þess að fara með aðeins tveggja
klukkustunda fyrirvara til Teher-
an og fljúga gíslunum þaðan til.
ótilgreinds áfangastaðar í
V-Þýzkalandi, þó ekki til Frank-
furt, að sögn forstjóra Scanair-
flugfélagsins.
„Haft var samband við okkur
frá umboðsskrifstofu í London
fyrir viku síðan, en við vitum ekki
hver viðskiptamaðurinn er,“ sagði
forstjórinn.
Seint í kvöld skýrði einn íransk-
ur þingmaður, Assadollah Bayat,
frá því í símtali til AP-fréttastof-
unnar, að þingmenn skiptust í tvo
hópa í afstöðunni til þess hvort
láta skyldi þá lausa fyrir eða eftir
bandarísku forsetakosningarnar
næstkomandi þriðjudag. Þá væri
hópur þingmanna sem vildi halda
gíslunum þar til að samið hefði
verið um vopnahlé í stríði Irana og
íraka. „Annars er þetta spurning
um tíma, allir vilja leysa málið,"
sagði þingmaðurinn.
Reza Pahlavi, sonur fyrrum íranskeisara, lýsti sig i gær keisara
írans við athöfn i Kubbeh-höllinni i Kairó, en fjölskylda hans
hefur hafst við i höllinni frá þvi að hún kom til Egyptalands i
marz siðastliðnum. í ræðu, sem hinn nýi keisari flutti við þetta
tækifæri, hvatti hann alla þjóðrækna írani til að bindast
samtökum og binda endi „á martröðina“ sem þjóðin hefur orðið
að þola frá þvi að Khomeini erkiklerkur komst til valda.
Meðfylgjandi mynd var tekin við athöfnina í Kubbeh-höll í gær.
Símamynd-AP.
að fá að gefa út eigið fréttablað er
koma mun út vikulega, en það
verður að lúta opinberri ritskoð-
un. Einnig hefði stjórnin lofað að
láta af hendi prentvélar er gerðar
hefðu verið upptækar, og loks
hefði verkalýðsleiðtogunum verið
lofað að þeir fengju sérstaka tíma
í sjónvarpi.
umkringja olíuborgina Abadan og
kveikt í oliuleiðslum og olíugeymum
í nágrannabænum Khosrowabad.
íranar sögðu að Ab'adan hefði orðið
fyrir gífurlega harðri stórskotaliðs-
árás, en byltingarverðir hefðu af-
stýrt nýjum tilraunum íraka til að
gera skriðdrekaáhlaup á leiðir inn í
borgina úr norðri.
Ráðfæringar hófust í Öryggisráði
SÞ í kvöld um stríð írana og
íraka. Fulltrúar Þriðja heimsins í
ráðinu hafa reynt að ná samkomu-
lagi um ályktun sem báðir stríðs-
aðilar geti sætt sig við.
Ef þú
giftist...
Miinster, 31. október. — AP.
UNGUR einhleypur vest-
ur-þýskur bóndi auglýsti í
dag eftir konuefni og hét
því að gefa hinni útvöldu
búgarð sinn, sem metinn
er á um fimm milljónir
marka, eða um einn og
hálfan milljarð íslenskra
króna.
„Ef þú stendur þig vel við
búskapinn í eitt ár og
samþykkir síðan að giftast
mér, færðu búgarðinn að
launum," sagði í auglýsing-
unni.
Talsmaður búnaðarsam-
bands Westfalen-Lippe
héraðs sagði í dag, að aug-
lýsingin væri táknræn fyrir
vanda er steðjaði að fjöl-
mörgum ungum v-þýzkum
bændum í dag; að finna
konuefni er væri hæf til að
sinna búverkum.
Afganir
beiðast
hælis
í Mekka
Nýju Dehll, 31. uktóber. — AP.
NÓKKUR hundruð aíg-
anskra pílagríma í Mekka
neita að hverfa aftur til
heimalandsins og hafa
beiðst hælis í Saudi-
Arabíu. að sögn vestrænna
diplómata. í þessum hópi
eru fjölmargir afganskir
embættismenn, en dipló-
matarnir sögðust ekki
hafa vitneskju um hvort
pílagrímarnir fengju land-
vist.
Diplómatarnir skýrðu einnig
frá því, að tveir þriðju allra
lækna er verið hefðu í Afganist-
an fyrir þremur árum, eða um
eitt þúsund læknar, hefðu flúið
land, og að um helminguy þeirra
500 er eftir væru, störfuðu í
afganska hernum.