Morgunblaðið - 01.11.1980, Síða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 1980
Merkur áíaruci náðist í gær í heilbrÍKðisþjónustu á Suðurnesjum,
þe«ar tekin var þar i notkun efri hæð nýbyKKÍntíar við Sjúkrahús
Keflavíkurlæknishéraðs. Bára Kjartansdóttir Einholti 2, Garði,
var sú fyrsta sem la^ðist inn á hina nýju deild ok i fyrrinótt fæddi
hún myndarlext sveinbarn, 15 merkur og 56 cm. Eiginmaður Báru
er Guðni Adolpsson. Á myndinni má sjá Báru með soninn ok hjá
standa Kristján SÍKurðsson, sjúkrahússlæknir, ok Hulda Björns-
dóttir, ljósmóðir. Ljósm. Mbl. Ásdís.
Benedikt Gröndal, formaður Alþýðuflokksins:
Taldi stjórnarandstöðu
farsælasta sumarið 78
— í innanflokksmálum ber að leita samkomulags til
þrautar áður en hrópað er í f jölmiðlum um atkvæðagreiðslu
BENEDIKT Gröndal, formaður
Alþýðuflokksins, var eftir kosn-
ingarnar 1978 þeirrar skoðunar,
að „farsa'last mundi vera“ fyrir
þingflokk Alþýðuflokksins að
vera í stjórnarandstöðu.
í ræðu á hátíðarfundi 39. flokks-
þings Alþýðuflokksins í gærkvöldi
sagði Benedikt m.a.: „Bæði fyrir
og eftir kosningasigurinn 78 var
ég persónulega þeirrar skoðunar,
og dró enga dul á það í samtölum
við menn, þótt varhugavert væri
að segja það opinberlega, að far-
sælast mundi vera fyrir hinn nýja
og unga þingflokk að byrja á því
Eyjólfur Sigurðsson, gjaldkeri Alþýðuflokksins:
Segir sig úr flokkn-
um vegna samstarfsins
við Alþýðubandalagið
„ÉG hef starfað í Alþýðuflokkn-
um síðan ég var 16 ára. En nú hef
ég komizt að þeirri niðurstöðu.
að ég eigi ekki lengur samleið
með Alþýðuflokknum og því þyk-
ir mér rétt að tilkynna hér, að ég
hef gengið úr Alþýðuflokknum,“
sagði Eyjólfur Sigurðsson. gjald-
keri Alþýðuflokksins, i lok ræðu
sinnar á 39. flokksþingi Alþýðu-
flokksins i gær. Eyjólfur hefur
verið gjaldkeri Alþýðuflokksins
síðan 1978, 1976—78 var hann
formaður framkvæmdastjórnar
flokksins og í flokksstjórn og
miðstjórn hefur hann setið í 20
ár.
Eyjólfur sagði, að þessi ákvörð-
un sín ætti ekkert skylt við þær
sviptingar, sem nú ættu sér stað í
forystumálum Alþýðuflokksins.
Hann hefði verið eindreginn and-
stæðingur þeirrar ríkisstjórnar,
sem Alþýðuflokkurinn hefði geng-
ið til í ágúst 1978, og ekki legið á
þeirri skoðun sinni, en þá hefðu
ýmsir þingmenn, sem sáu ofsjón-
um yfir ráðherrastólum, kallað sig
flokkssvikara og fleiri ónefnum.
„Öllum er kunn sorgarsaga Al-
þýðuflokksins síðan og við, sem
Þremur mönnum bjargað
ÞREMUR mönnum var naumlega
bjargað af skurðgröfu. sem komin
var í kaf í miklum vatnavöxtum í
Fljótsdal í gærdag.
Mennirnir fóru á vörubíl og
skurðgröfu til að laga veg í Fljótsdal
milli Jökulár og Keldnaár. Mjög
mikill vöxtur hljóp í árnar, svo
mikill að vatnsyfirborðið hækkaði
um 20 cm á nokkrum mínútum.
Mennirnir lentu í sjálfheldu milli
ánna. Brugðu þeir á það ráð að
yfirgefa bílinn og fara í gröfuna.
Björgunarsveitin á Egilsstöðum var
kölluð til hjálpar og fór hún til
mannanna á jarðýtu. Þegar komið
var á staðinn um áttaleytið var
grafan komin í kaf en mennirnir
voru á þaki hennar og höfðu þeir
bundið sig við gröfuna með köðlum.
Komið var með þá til bæja um
ellefuleytið í gærkvöldi.
Geysimikil úrkoma var í gær og
urðu víða skemmdir á vegum á
Austurlandi.
ekki samþykkjum samstarf við
Alþýðubandalagið í neinni mynd,
sjáum þess nú öll merki, bæði hjá
flokknum og í verkalýðshreyfing-
unni, hvaða afleiðingar það hef-
ur,“ sagði Eyjólfur.
Mbl. ræddi við Eyjólf eftir ræðu
hans, en hann kvaðst aðeins vilja
undirstrika það, að reynslan
sýndi, að Alþýðuflokkurinn hefði
stórtapað á samstarfinu við Al-
þýðubandalagið, bæði í stjórnmál-
um og verkalýðsmálum, en Al-
þýðubandalagið haldið öllu sínu á
kostnað Alþýðuflokksins. Að öðru
leyti vildi Eyjólfur ekki ræða
þessa ákvörðun sína, orsakir
hennar og afleiðingar, nánar.
Jón H. Guðmundsson gerði einn
ræðumanna úrsögn Eyjólfs að
umtalsefni. Fór hann lofsamleg-
um orðum um störf Eyjólfs fyrir
Alþýðuflokkinn og kvaðst vita
það, að slík ákvörðun hefði ekki
verið tekin átakalaust. Eyjólfur
hefði árum saman barizt við þau
öfl í flokknum, „sem mér liggur
við að segja að séu flokknum
fjandsamleg". Vegna þessarara
baráttu hefðu „vissar klíkur" í
flokknum sparkað í Eyjólf æ ofan
í æ. Þessar klíkur hefðu komið
fram í fjölmiðlum, þegar viðkvæm
mál hefðu verið á döfinni, og þá
gefið alls kyns yfirlýsingar,
flokknum fjandsamlegar. Sagði
Jón, að mikil vá væri fyrir dyrum
hjá Alþýðuflokknum vegna starf-
semi þessara afla.
að vera í stjórnarandstöðu eitt
kjörtímabil til þess að nýju fólki
gæfist tími til að átta sig á nýjum
störfum og flokkurinn gæti lagað
sig að nýju fylgi og nýjum aðstæð-
um.
En það má heita lögmál — eða
hluti af kerfi samsteypuríkis-
stjórna, að svo miklum sigri fylgir
sú kvöð að taka þátt í stjórn, nú
rétt eins og 34, 47, 59 og 67.“
„Ég tel, að þetta flokksþing eigi
alls ekki að verða uppgjör um
liðna tíð, heldur krefjist flokks-
hagur, að þingið snúi sér mót
framtíðinni og móti stefnu fram
um veg,“ sagði Benedikt. Og hann
sagði einnig: „Við höfum aukið
lýðræðið til muna í öllu starfi
Álþýðuflokksins undanfarin ár.
En lýðræðið er ekkert leikfang.
Það er auðvelt að misnota það og
þá verður skammt frá lýðræðinu í
stjórnleysi. I innanflokksmálum
ber fyrst og fremst að kanna til
þrautar leiðir til almenns sam-
komulags, áður en hrópað er í
lúðra fjölmiðla um atkvæða-
greiðslur, því fleiri því betri."
Ræðu sinni lauk Benedikt svo:
Fargjald S.V.R.
280 krónur
FRÁ og með 1. nóvember 1980
verða fargjöld Strætisvagna
Reykjavikur sem hér segir:
Fargjöld fullorðinna: Einstök
fargjöld kr. 280, stór farmiða-
spjöld kr. 5.000 24 miðar, lítil
farmiðaspjöld: kr. 2.000 8 miðar,
farmiðaspjöld aldraðra kr. 2.500
24 miðar.
Fargjöld barna: Einstök far-
gjöld kr. 70, farmiðaspjöld kr.
1.000 26 miðar.
Fréttatilkynninx Irá S.V.R.
„Eg treysti þessu þingi mætavel
til að kjósa flokknum dugmikla,
trausta og ábyrga stjórn, sem
muni leiða okkur til aukinna
áhrifa og enn meiri sigurs.
Ég segi við hina nýju stjórn,
sem valin verður á morgun, skip-
stjórann og áhöfn hans; Góða ferð,
gæfan fylgi ykkur — og aflið nú
vel.“
Óku á staur
og stungu af
FÓLKSBIFREIÐ var ekið harka-
lega á ljósastaur á Fríkirkjuvegi
við Tjörnina klukkan 6.50 i
gærmorgun. Bifreiðin valt og
skemmdist mikið, sömuleiðis
urðu skemmdir á staurnum.
Þegar lögreglan kom á staðinn
greip hún í tómt, enginn var í
bílnum. Grunur lék á að 2—3 hafi
verið í bílnum. Síðdegis í gær
náðist í mann nokkurn, sem viður-
kenndi að hafa verið í bílnum.
Kvaðst hann hafa verið farþegi í
bílnum en kunningi hans hefði
ekið. Báðir sluppu ómeiddir en
grunur leikur á að ökumaðurinn
hafi verið ölvaður.
Lögbann lagt
á ABC í gær
LÖGBANN var í gær lagt á
notkun nafnsins ABC á nýlegt
barna- og unglingablað, sem
Frjálst framtak hf. gefur út.
Lögbannið var lagt á að kröfu
ABC hf., auglýsingastofu eftir að
hún hafði lagt fram fjögurra
milljóna króna tryggingu.
Ákvörðun Landsvirkjunar:
50 megawatta
skömmtun til 3ja
stórra kaupenda
FRÁ og með mánaðamótunum Talið er að til enn frekri skömmt-
gengur i gildi skömmtun á raf-
orku til þriggja stórra orkukaup-
enda Landsvjrkjunar. Samtals er
að ræða 50 megawatta
um
skömmtun en skömmtunin i
fyrravetur varmest 37 megawött.
Magnús L. Sveinsson um vísitöluskerðingaráform ríkisstjórnarinnar:
Fordæmi alltaf, grípi ríkis-
valdið inn i gerða samninga
„ÉG barðist mjög hart gegn
visitöluskerðingunni fyrrihluta
árs 1978 og þarf ekki annað en
vísa i umma'li mín. t.d. 1. mai
það ár í því samhandi,“ sagði
Magnús L. Sveinsson. formaður
Verzlunarmannafélags Reykja-
víkur í samtali við Morgunblað-
ið í gær. „Ég hefi ekki breytt
um skoðun og ég fordæmi það á
öllum timum, að ríkisvaldið
gripi inn í gerða samninga og
ógildi þá. Það er alveg sama.
hvaða tími er, verkalýðshreyf-
ingin getur ekki annað en
fordæmt slíka aðgerð. Ég skipti
ekki um skoðun eftir því hvaða
rikisstjórn er við völd. og vona,
að þannig sé einnig um aðra
forystumenn i verkalýðshreyf-
ingunni.“
Magnús L. Sveinsson kvaðst
ekki hafa heyrt neitt formlegt
um vísitöluskerðingaráform rík-
isstjórnarinnar, en kvaðst hafa
séð haft eftir Tómasi Arnasyni
viðskiptaráðherra, að eitthvað
væri í bígerð. Magnús sagði: „Ég
hef séð haft eftir ráðherrum, að
nauðsynlegt væri að grípa til
aðgerða fyrir 1. desember næst-
komandi með það í huga að
skerða vísitöluna. Ef framhald
verður á slíkum upplýsingum, er
eðlilegt, að launþegasamtökin
athugi, hvort ekki sé rétt að taka
þetta alvarlega og fá úr því
skorið, hvort þetta eru fyrirætl-
anir ríkisstjórnarinnar."
Að lokum sagði Magnús L.
Sveinsson, formaður Verzlun-
armannafélags Reykjavíkur: „Ef
þetta eru áform af hálfu ríkis-
stjórnarinnar, er æskilegast, að
þau komi fram sem allra fyrst,
þannig að verkalýðshreyfingin
viti á hverju hún á von. Það er
eðlilegt, að tóm gefist fyrir
Alþýðusambandsþing að ræða
slík áform, enda er þingið æðsta
ráð verkalýðshreyfingarinnar."
unar þurfi að koma seinna i
vetur.
Samkvæmt upplýsingum Hall-
dórs Jónatanssonar aðstoðar-
framkvæmdastjóra Landsvirkjun-
ar verður mesta skömmtunin til
járnblendiverksmiðjunnar á
Grundartanga eða sem nemur 32
megawöttum. Er það sama afl og
þarftil að knýja ofn 2 hjá verk-
smiðjunni. Skömmtun til Álvers-
ins í Straumsvík nemur 12 mega-
wöttum og skömmtun til Áburðar-
verksmiðjunnar í Gufunesi nemur
6 megawöttum. Alls er þetta 21%
af orkuþörf fyrirtækjanna
þriggja, sem er 242 megawött.
Halldór Jónatansson sagði að
álagið hefði stóraukist frá i fyrra.
Gangsetning ofns 2 hjá Járn-
blendiverksmiðjunni krefðist 32
megawatta viðbótarorku, stækkun
Álversins 20 megawatta og auk
þess hefðu Vestfirðir, Skeiðsfoss-
kerfið og Vopnafjörður verið
tengdir landskerfinu. Halldór
sagði að í október hefði mælst
mesta álag á Landsvirkjunarkerf-
ið hingað til eða 427 megawött.
Allar stöðvar Landsvirkjunar
gætu framleitt 450 megawött til
samans svo sjá mætti, að allar
stöðvar væru meira og minna
fultnýttar.