Morgunblaðið - 01.11.1980, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 01.11.1980, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 1980 3 Benedikt Gröndal, formaður Alþýðuflokksins, minnist látinna félaga i upphafi 39. flokksþings Alþýðuflokksins i Rser. Karvel Pálmason er þin>íforseti, fyrsti varaforseti er Jóhanna Sigurðardóttir og Hregviður Hermannsson annar varaforsti. Ritari þingsins eru Helí?a Guðmundsdóttir ok Birna Eyjólfsdóttir. Ljósm. Mbl.: Kmilía. Flokksþing Alþýðuflokksins: Lagabreytingum frest- að til aukaþings? Alþýðuflokkurinn: 3ja milljón kr. rekstrarhalli - tveir ráðherrar greiddu ekki flokksskattinn TALSVERÐAR umræður urðu á 39. flokksþinKÍ Alþýðuflokksins i Kær um laKabreytinKar, en sér- stök miIliþinKancfnd skilaði breytinKartillöKum til flokks- þinKsins ok einnÍK komu fram mar^ar aðrar tilIöKur um lasa- breytinKar. Bjarni P. MaKnús- son, formaður milIiþinKanefnd- arinnar. Kat þess í máli sinu i Kær, að hann myndi i daK leKgja fram tilloKU um, að öllum laKa- breytinKum yrði frestað til sér- staks aukaþinKs að ári, þar sem fram hefði komið sú KaKnrýni að tillöKur milIiþinKanefndar hefðu komið það seint fram, að flokks- mönnum hefði ekki Kefizt næKur timi til að taka afstöðu til þeirra. Nokkrir ræðumanna tóku undir það sjónarmið Bjarna, að fresta lagabreytinKum til aukaþings, þ.á m. Vilmundur Gylfason sem sagði þetta þing fyrst og fremst þing kosninga milli manna, þar sem kosið væri um „pólitískan stæl“. Haukur Helgason og Hörður Zophaníasson lögðu fram breyt- ingartillögu um að auk formanns verði kosnir tveir varaformenn, tveir ritarar og einn gjaldkeri og lagði Haukur áherzlu á, að þingið afgreiddi þessa tillögu nú. í dag heldur flokksþingið áfram og verður þá síðari umræða um lagabreytingar, almenn umræða og kosningar forystu, flokks- stjórnar og verkalýðsmálanefnd- ar. Einnig vinna starfshópar. Á sunnudag verða álit starfshópa afgreidd, umræðum haldið áfram og úrslit kosninga birt. HALLI á rekstri Alþýðuflokks- ins tímahilið 1. september 1978 til 31. ágúst 1980 nam 2,9 milljón- um króna. Tckjur Alþýðuflokks- ins framangreint timabil voru 17,8 milljónir króna ok Kjóld 20,7 milljónir. Samkva'mt efnahags- reikningi eru skuldir flokksins 4,7 milljónir króna. Eyjólfur Sigurðsson, fráfarandi gjaldkeri Alþýðuflokksins, las reikningana og skýrði á 39. flokks- þingi Alþýðuflokksins í gær. Hann sagði reikninga flokksins bera þess glögg merki, að enn „þrúga flokkinn gamlar skuldir Alþýðu- blaðsins". Af fjögurra milljóna króna vaxtagjöldum væri megnið vegna gamalla skulda Alþýðu- blaðsins og 8,5 milljónir af skuld- um flokksins væru gamlar skuldir Alþýðublaðsins. Eyjólfur sagði, að á tveimur síðustu árum hefðu verið gerðar tvær tilraunir til að þurrka út þennan skuldahala, en ástandið væri ekki betra en það, að í bæði skiptin hefði söfnunar- féð verið tekið í rekstur flokksins. Eyjólfur sagði rekstur Alþýðu- flokksins algjörlega „á brauðfót- um“ og „happa- og glappaaðferð- in“ gengi ekki lengur. Hann nefndi meðal ástæðna slæmrar afkomu algjörlega óviðunandi tekjustofna, t.d. hefði 1978 verið ákveðinn 500 króna skattur á félaga, en flest félögin greiddu þetta hins vegar ekki til flokksins fyrr en undir flokksþing og sæju allir hvað 500 krónur frá 1978 dygðu langt nú. Þá gat hann þess, að tilmæli síðasta flokksþings um að þing- menn greiddu 2% tekna sinna til flokksins, hefðu skilað 520 þúsund krónum, sem honum reiknuðust til að jafngiltu 2% í 3 mánuði hjá 14 manna þingflokki, eins og verið hefði. Meiru hefðu þingmennirnír ekki talið sig geta varið til flokks- ins. Þá nefndi hann, að 10% skattur af nefndatekjum á vegum ríkisins til landsflokksins og sami skattur af nefndastörfum í sveit- arstjórnum til flokksstarfsins á stöðunum hefði litlu sem engu skilað. Loks gat hann þess, að þegar minnihlutastjórn Alþýftu- flokksins sat, hefði verið lagður 300 þúsund króna skattur á ráft- herrana sex vegna óvæntra auka- tekna þeirra. Þrír greiddu og sá fjórði 350 þúsund, en tveir greiddu ekki neitt. Loks gat hann þess, að margir trúnaðarmenn Alþýftu- flokksins í opinberum stöftum, hefðu ekki keypt happdrættismifta af flokknum síðan 1974. „Þessir menn hafa enga afsökun,“ sagði Eyjólfur,„meðan margt láglauna- fólk leggur sitt af mörkum og styrkir flokkinn eftir beztu getu.“ í Reykjavik og á Akureyri laugardag og sunnudag frá kl. 1 —6. Nú kynnum viö hinn nýja MAZDA 323 árgerö 1981. Þetta er bíllinn sem sýnir þaö og sannar aö bíll þarf ekki aö vera lítill og þröngur til aö vera sparneytinn. Komiö og skoöiö og reynsluakiö nýja MAZDA 323. BILABORG HF. Smióshöfóa 23. umboðið Akureyri.Kaldbaksgötu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.