Morgunblaðið - 01.11.1980, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 1980
5
Fjármálaráðherra ritaði Landsbankanum
bréf vegna láns til Flugleiða:
Bendir bankanum á að
taka allsherjarverð í
öUum eignum félagsins
FJÁRMÁLARÁÐHERRA ritaði í
K»‘r Landshanka tslands hréf,
þar sem lýst var þeim vilja
rikisstjórnarinnar, að bankinn
veitti Flugleiðum lán að þvi
marki, sem bankinn telji óhjá-
kvæmilegt fyrir fyrirtækið, með-
an beðið sé eftir afgreiðslu Al-
þinKÍs á frumvarpi um málefni
FluKleiða.
í nefndu bréfi tekur fjármála-
ráðherra jafnframt fram, að ríkis-
stjórnin Ket' ekki tekið ábyrgð á
láni þessu, meðan frumvarpið hef-
ur ekki hlotið afgreiðslu á Álþingi.
Þá er á það bent, að óhjákvæmi-
legt virðist og eðlilegast, að bank-
inn taki fullnægjandi veð fyrir
þessari ábyrgð, jafnvel allsherj-
arveð í öllum eignum félagsins,
sem skipta máli.
Jónas H. Haralz, bankastjóri
Landsbanka Islands, sagði í sam-
tali við Mbl., að nefnt bréf hefði
borizt bankanum í gær, en efnið
hefði verið borið upp munnlega í
fyrradag. Því hefði athugun á
málinu staðið yfir í gær og
fyrradag og málið yrði afgreitt af
bankans hálfu í byrjun næstu
viku.
Verkamannabústaðir í Reykjavík:
Yfir 200 íbúðir
af hentar á árinu
Helgafell:
Afangar
gason
Bókarkápan. Þeir sem kunnugir eru kvæðinu, geta líklega sagt sér við
hvaða erindi myndin á.
Við þetta sama tækifæri afhenti
Bragi Ásgeirsson Rauða krossin-
um að gjöf myndverk, sem hann
nefnir „Frelsi handa börnum
heims", í tilefni af þeirri söfnun,
sem fram hefur farið til styrktar
sveltandi börnum í Afríku. Ólafur
Mixa, formaður RKÍ, veitti gjöf-
inni viðtöku og þakkaði gefandan-
um fyrir hönd Rauða krossins en
myndin er honum til frjálsrar
ráðstöfunar.
Ólafur Mixa. form. RKÍ, og Bragi Ásgeirsson, listmálari, fyrir framan
myndverkið „Frelsi handa börnum heims“, sem Bragi gaf Rauða
krossinum.
nVIÐ munum afhenda yfir 200
íbúðir á þessu ári og ég ætla, að
það sé mesti fjöldi, sem verið
hefur á einu ári hjá verkamanna-
bústöðunum.** sagði Eyjólfur K.
Sigurjónsson, formaður stjórnar
verkamannabústaðanna í
Reykjavik i samtali við Mbl.
Eyjólfur sagði, að um helgina
yrðu afhentar 24 íbúðir í Hóla-
hverfi, í tveimur blokkum. Ein-
staklingsíbúðir kosta 11,2 milljón-
ir króna, tveggja herbergja íbúðir
20,5 milljónir og 3ja herbergja
kosta 23,8 milljónir króna og er þá
allt frágengið innanhúss og utan.
Þá eru í smíðum 60 raðhús, sem
auglýst verða til . umsóknar á
næstunni og sagði Eyjóffur áætlað
verð hvers þeirra 36 milljónir
króna.
Jarðvinna vegna bygginga
verkamannabústaða á Eiðsgranda
verður boðin út á næstunni. í þeim
áfanga eru 176 íbúðir.
Slys um borð
í togara
SKUTTOGARINN Bjámi Bene-
diktsson kom í fyrrakvöld inn með
slasaðan mann. Óhappið vildi
þannig til að maðurínn var að
leysa frá pokanum'er hann féll>
niður í móttökuna og maðurinn
undir fiskinum, sem í pokanum
var. Ókunnugt er um meiðsli, en
hann mun þó hafa marízt nokkuð
og kenndi til sárinda innvortis.
★ Tízkusýning:
sýna af sinni alkunnu snilld
glæsilega pelsa frá Pelsin-
um og dömufatnaö frá
Sonju og herralínuna frá
Dixi-Man.
A AFMÆLISARINU
í Súlnasal Hótel Sögu sunnudaginn 2. nóvember.
í skemmtanalífi Reykvíkinga jafnast ekkert á viö Útsýnarkvöld. Þar fá
gestir góöan mat fyrir hagstætt verö og þar er ávallt boöiö upp á beztu
skemmtiatriðin. Bingó- og happdrættisvinningar á Útsýnarkvöldum eru
ekki af verri endanum — þar gefst möguleiki á aö vinna 3—5
Utsýnarferöir til sólarlanda að verömæti allt aö 2 milljónum króna.
Útsýnarkvöld eru því örugg skemmtun, ódýr — en fyrsta flokks.
Kl. 19.00 Húsið opnaö. Sala bingóspjalda og afhending ókeypis
happdrættismiöa, þar sem m.a. er glæsileg Utsýnarferð í vinning.
Kl. 19.30 Veizlan hefst stundvíslega undir léttri og fjörugri tónlist.
Gigot D’Agneau Gitronelle — Verö aöeins kr. 7.600.-.
Einnig veröur boðiö upp á Sögu Super-borgara
Skemmtiatriði: adeins kr■ 3-800- •
★ Á risa sjónvarpsskermi veröa nýjar kvikmyndir frá sumrinu í gangi allt
kvöldiö. ítalía, Júgóslavía, Torremolinos, Marbella, Mexico.
★ Meistarakeppni í
einstaklinqsdansi 1980:
Þátttakendur í
Disco-
danskeppni
Klúbbsins
og EMI
koma og sýna discodans.
Ovænt
skemmti
atriði!
★ Ungfrú
ÚTSYN
1981 -
★ Forkeppni — Þátttak-
endur í Ijósmyndafyrirsætu-
keppni Utsýnar 1981 valdar
úr hópi
★ Dans. Hljómsveit Ragnars
Bjarnasonar endurnýjuð af
krafti og fjöri ásamt hinum
sívinsæla Þorgeiri Ástvaldssyni
halda uppi geysi-fjöri til kl.1.00.
Munið aö panta borö hjá
yfirþjóni í dag eftir kl. 16.00
í símum 20221 oa 25017.
k/úhbm
alltaf
fullt
hús
og
fjör
Utsýnarkvöldum
Áfangar eftir Jón
Helgason komnir út
— með myndskreytingum Braga Ásgeirssonar
út er komin hjá Ilelgafelli
bókin Áfangar. sem er mynd-
skreytt útgáfa samnefnds kvæðis
Jón Ilelgason. Myndirnar hefur
Bragi Ásgeirsson listmálari gert.
í tilefni af útgáfunni boðaði
Helgafell til blaðamannafundar á
Kjarvalsstöðum í gær þar sem
bókin var kynnt, en þar stendur
nú yfir yfirlitssýning á verkum
Braga Ásgeirssonar.
Áfangar er þriðja bókin í bóka-
flokki Helgafells,. sem nefnist
Perlur í máli og myndum. Fyrri
bækur eru Tíminn og vatnið,
kvæði Steins Steinars, með
myndskreytingum Einars Hákon-
arsonar listmálara, og Þorpið,
kvæði Jóns úr Vör, en þá bók
myndskreytti Kjartan Guðjónsson
listmálari. Að sögn Böðvars Pét-
urssonar hjá Helgafelli er fyrir-
hugað að halda áfram á þessari
braut þó að enn sé ekki fullljóst
hvað næst verður fyrir valinu.
Myndirnar í bókinni eru unnar
á árunum 1955—57 og sagði Bragi,
að þær væru gerðar með krít,
blýanti, koli og svolítið í tússi.
Kvæðið Áfangar er tólf erindi og
ein mynd við hvert en upphaflega
gerði Bragi fjórtán myndir við
flokkinn og hanga þær allar uppi á
sýningunni.
Auk bókaflokksins Perlur í máli
og myndum hefur Helgafell gefið
út önnur merkisrit íslenskra bók-
mennta með myndskreytingum
eftir valinkunna listamenn. Má
þar t.d. nefna Brennu-Njáls sögu,
en nú er unnið að endurútgáfu
hennar, Laxdælu, Eyrbyggju og
Grettissögu.