Morgunblaðið - 01.11.1980, Page 13

Morgunblaðið - 01.11.1980, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 1980 13 I upp símanúmer. Mynd Mbl. Kristján. Nútiminn — nú kemur símanúmerið fram á skermi. endanlegar tölur liggi ekki fyrir, en af þessu verður mikil hagræðing," sagði Hafsteinn ennfremur. Sjálf móðurtölv- an er af gerðinni PDP 11/34 frá Digital Equipment Corporation en skermarnir eru af gerðinni Beehive, sem Örtölvu- tækni flytur inn. bað er af sem áður var og ekki lengur messufært i kirkjunni hans séra Björns Haildórssonar í Sauð- lauksdal því að enginn fæst prest- urinn. (Mynd: Jón Pálsson) Úr Kirkjuritinu: guðfræðingana? Þetta virðist í fljótu bragði vera klár þróun. Af þeim 25 mönnum sem útskrifuðust síðustu fjögur árin eru 16 óvígðir, allmiklu fleiri en úr hópi þeirra 120 sem útskrifast á 26 árum. En sagan er ekki þar með öll sögð. Við könnuðum nokkuð hvenær þessir 110 prestar voru vígðir sem útskrifuð- ust á árabilinu 1950—1976. Við tókum 25% úrtak og þá kom í ljós að 55% hópsins vígðist innan fárra mánaða frá prófi, en hjá 45% leið tæpt ár og allt upp í tólf ár líða þar til vígsla var þegin. En hvað gera þeir óvígðu? Af guðfræðingunum 10 frá 1950— 1976 sem ekki hafa tekið vígslu eru fjórir við guðfræðikennslu, einn er starfsmaður kristniboðs, þrír eru kenn- arar og tveir eru í öðrum störfum. Af þeim 10 óvígðu guðfræðingum, útskrifaðir 1977—1979, eru fjórir við nám erlendis, tveir eu húsfreyjur, einn við guðfræðikennslu, einn starfsmaður KFUM og K og tveir við önnur störf. Og af þeim sex sem útskrifuðust í vor, hyggja tveir ákveðið að taka vígslu, einn hefur verið kallaður til kristni- boðs, einn farinn til framhaldsnáms og tveir eru óráðnir en hyggja jafnvel á frekara nám." Helgarviðtalið: Málefni Handknattleikssambands ís- lands, HSÍ, hafa mikiö veriö til umræöu aö undanförnu. Blaðamenn hafa gagnrýnt harölega seinkun á útkomu mótabókar HSÍ og eins hefur bágur fjárhagur sambandsins veriö fréttaefni. Blaöamaö- ur ræddi viö formann HSÍ og bar þessi mál undir hann, ásamt fleiru. Dómararnir fund um áramótin meö rikjum V-Evrópu og þar veröur tekin ákvöröun um stofnun sérstaks Evrópusambands. Eftir hálfan mánuö kemur formaöur v-þýzka sambandsins hingaö til að ræöa þessi mál. Á síðasta þingi HSÍ varö fjöl- miölum tíórætt um erfiöleika viö stjórnarkjör. Hvaö olli? Fást menn ekki til starfa? Þaö kom upp óvenjuleg staöa. Ekki var hægt aö mynda stjórn. og félögin bera ábyrgð á seinkun mótabókar HSÍ Enn eitt áriö hefur HSÍ ekki komið frá sár mótabók og nú eru fjórar umferóir búnar af ís- landsmótinu og sú fimmta stend- ur yfir. Hvaó veldur því, að HSÍ fellur enn eitt árió i aómu gryfj- una? Gagnrýni er eölileg undir öllum kringumstæöum ( lýöræöisþjóöfé- lagi. Þaö er nú svo aö mannanna verk eru aldrei fullkomin og viö ( HSÍ höfum sætt gagnrýni fyrir aö útkoma mótabókar HSl hefur dregist á langinn. I handbók HSÍ eru allar uþplýsingar um mót, landsleiki, landsliösmenn, dómara og svo framvegis. Hún er dagbók handknattleiksins og ( hana eru skráö lög HSl. Orsakir þess, aö útgáfa bókarinnar hefur dregist á langinn er á vissan hátt dómurum að kenna, og félögunum. Stjórn HSÍ settl sér þaö markmlð í vor aö útgáfa bókarinnar yröi ekki síöar en í september. Því var aðildarfé- lögum HSÍ skrifaö bréf í ma( og þeir beðnir aö tilkynna umbeönar upplýsingar. Meöal þess sem átti aö tilkynna voru dómarar, stjórn- armenn félaganna og heimilisföng. Þetta gerðist í maí — en um mánaðamótin september-október vorum við enn að draga upplýs- ingar út úr félögunum. Þetta hefur valdið stjórn HSÍ miklum vandræöum og amstri, og er aðalástæöan aö útgáfa hennar hefur dregist á langinn. Og í framtíöinni veröur ekki tekiö vettl- ingatökum á þeim aðilum, sem svíkjast um aö senda umbeönar upplýsingar á réttum tíma. Þessi dráttur var gagnrýndur í blööum, m.a. af einum stjórnarmanni hjá félagi í 1. deild og er íþróttafrétta- maöur. Hann var manna haröastur í gagnrýni — en það voru einmitt félögin sem brugðust. Mér er spurn — hvaö eru þessir menn aö hugsa og gera. Þaö er hart aö þurfa aö bíöa svona eftir einföldum upplýsingum. Þann 13. september héldum viö fund með forsvars- mönnum félaganna. Þá voru aö- eins 3 fólög búin að tilkynna dómaralista sinn. Viö hefðum get- aö gefiö handbókina út fyrir mán- aöamótin en vegna þessa dráttar, þá misstum viö af umsömdum tíma í prentsmiðjunni og útkoma bókar- innar dróst á langinn — en hún kemur út ( næstu viku. Þessi slóðaskapur kemur öllum sérlega illa. Þú segir aó félög sem ekki senda umbeónar upplýsingar verói ekki tekin neinum vettl- ingatökum. Hvaó áttu vió meö því? Þaö er aöeins ein leiö, þeir sem ekki skila þátttökutllkynningum, upplýsingum um dómara og stjórnarmeðlimi fá ekki að taka þátt í mótum HSl. Þaö verður litlö á þátttökutilkynningu þeirra sem ógilda. Félagiö verur ekki í ís- landsmóti. bá hefur mátt sjá gagnrýni á skípulag móta. Hverju vilt þú svara þvi? Þaö er þlng HSÍ sem ákveöur hvernig mót skuli fara fram. Þaö var til aö mynda framför þegar ákveöiö var aö mót yngri flokka skyldu fara fram í túrneringaformi. Þetta auðveldar framkvæmd móta. Auk þess hittast tugir unglinga um helgi, nokkrum sinnum á vetri. Þetta fyrirkomulag skapar stemmningu. Auk þess hjálpar þetta uppbyggingu landsliðsmála, þar sem öll stærstu mót fara fram ( túrneringuformi. Þaö var gagnrýnt aö láta einn leik fara fram á kvöldi í 1. deild. — Þaö geröi þingiö. Eftir því förum við en sjálfur er ég ekki hlynntur því, aö tveir leikir fari fram á kvöldi. Ég tel aö liö eigi aö leika heiman og heima og fá allar tekjur af sínum heimaleik. En t>etta er ákvöröun þings HSl og aö sjálf- sögöu vinnum viö eftlr því. Þá er það ákaflega erfitt í skipulagningu móta, að mikil hús- næöisekla er og allir vita um. Á síðastliönum árum hefur ekkert veriö unniö aö uppbyggingu íþróttamannvirkja í Reykjavík og jáetta er oröiö mjög bagalegt og hefur skapaö haröar deilur, sem meðal annars hafa farið fram á síöum dagblaðanna. Þaö var gagnrýnt aö enginn blaðamannafundur var haldinn fyrir íslandsmótiö og að allt skipu- tag vlrtist losaralegt, m.a. var leikjum íslandsmótsins dreift á fyrsta leik islandsmótsins. Já, þaö voru ef til vill mistök aö halda ekki blaöamannafund áöur en íslandsmótið hófst og skýra frá starfinu. Ástæöan var þó fyrst og fremst sú, aö 5—6 dögum áður höföum viö haldiö blaðamanna- fund vegna landsleikja viö Noreg. Þaö heföi auðvitað átt aö tengja fæssi tvö mál. Nú hvað upplýsingar um leikina varöar — þá voru þeir sendir til viðkomandi aðila tveimur til þremur dögum fyrlr upphaf mótsins. Sjálfsagt heföi mátt standa betur aö málum. En hinu má bæta við aö ekkl veröur bætt úr undirbúningi tyrir íslandsmótið, fyrr en félögin hafa gert þaö upp viö sig, að hafa þetta eins og hjá fullorönu fólkl. Hverjar telur þú helstu skýr- ingar á minnkandi aósókn á handknattleik? Það er rétt — aósókn hefur minnkaö frá þv( hún náði hámarki 1971 — 1973. Þá voru um 1350 manns að meðaltali á leikkvöldi — tveir leikir fóru fram. Síöan minnk- aði aósókn almennt aö öllum íþróttum, fóru þetta 800 manns á leikkvöldi og enn voru 2 leikir. Síöan var gerö breyting á — einn leikur fór fram og aösókn fór niöur í 3—400 manns. En sem betur fer hefur hún veriö að aukast aftur. Sjálfsagt eru margar skýríngar. Á síöustu 2—3 árum hafa tvö liö skaraö framúr — þaö hefur litil spenna myndast. Það er ein af höfuóástæöunum. Líka aö for- ráöamenn félaganna hafa alls ekki reynt að laöa áhorfendur aö leikj- um. Þá má benda á, aö þegar aösókn var hvaö mest, þá gaf Mbl. út sérstakt 8 síöna blað meö myndum af öllum félögunum og leikmönnum þeirra. Þetta varö til aó vekja eftirtekt og umtal. Þá vil ég nefna, aö eftir HM '78 beinlinis bjuggu blaðamenn til „lægö í (slenzkan handknattleik". í Danmörku ætluöum viö aö sigra heiminn. Mikll bjartsýni ríkti — jafnt meöal forráðamanna, leik- manna, blaöamanna og almenn- ings. Eftir á skrifaöl ágætur blaöa- maöur að viö „heföum dansaö í kring um gullkálflnn" og vonbrigð- ín voru mikil. Blaðamenn töluöu um lægö af því okkur tókst ekkl aö slgra Rússa — sem viö höfum aldrei gert. Af því okkur tókst ekki aö slgra Dani á heimavelli — þaö hðföum fram að þeim tíma aldrei gert. Af því okkur tókst ekki aö sigra Spánverja, sem á Olympíu- leikunum í Moskvu lentu í 5. sæti. í málgagni íþróttahreyfingarinnar var talað um „5 svarta daga ( Danmörku". Allt þetta vegna þess, aö okkur tókst ekki aó sigra þessa andstæölnga. Við fslendingar ger- um kröfu til aö vera meðal þeirra beztu — vera meöal 16 bezlu handknattleiksþjóða heims og engín önnur íþróttagrein getur státaó af slíku. Þetta er okkur hvatning og af hinu góöa — ef kröfurnar væru ekki, þá myndum viö falla niöur. Engu aö síöur var „lægðin" búin til". Og vissulega fór ýmislegt úrskeiöis í Danmðrku. Ég játa þaö nú, aö þaö voru mistök aö láta Czerwinski taka viö landsliðinu eftir óvissu hvort hann yröi meö liöiö eöa ekki. Liöiö var vel undir- búiö í Danmörku — líkamlega aö segja en ekki andlega. Óvissan meö Czerwinski geröi leikmönnum mjög erfitt fyrir. Uppfinningin um lægöina var höfuöverkur biaóa- manna. Þaö hefur verið stööug þátttökuaukning (handknattleik og starfiö er blómlegt. En á sú ákvöróun HSt aö láta landsliö ganga fyrir félagsliöum og 1. deild ekki þátt i minnkandi aósókn? Auövitaö skaöar þaö deitdina. Ég vil leggja áherzlu á, aö tægöin var ekki tii staöar hjá landslióinu en hins vegar fellst ég á að hún hafi verið til staöar hjá félagsliöun- um. Þegar lokakeppni sem HM fer fram 22. jan. til 5. febrúar þá er óhjákvæmilegt að hlé veröi gert á deildakeppninni. Eölilegt aó taka hálfs annars til tveggja mánaóa fri. Nú hins vegar Ijúkum viö 1. deild fyrir HM. — Bikarkeppnin fer fram eftir HM. Vestrænar þjóöir hafa rætt þessa skipan mála og eru sammáJa um að tímasetning HM er röng. I ööru lagi er skipulagning röng — skipana í A-rlöil, B-riðil og C-riöil. Það munaði ekki nema marki á Spáni aö ísland félli niöur í C-riðil þegar viö geröum jafntefli viö fsrael en samt höfnuöum viö í 4 sæti í lok keppninnar. Ég geri ráö fyrir að jsessi mál verði stokkuö upp á þingi Alþjóöa handknatt- lelkssambandsins — IHF, eftir 2 ár. Ég mun fara á undirbúnings- Þremur tímum fyrir stjórnarkjör tilkynntu 3 stjórnarmeölimir aö þeir gæfu kost á sér. í staö þess aö velja bara einhverja menn út í sal baö ég um frest til aö velja hæfa menn. Og ég er ánægöur meö samstarfsmenn mína. Þetta eru allt haróduglegir menn. Þeir vilja leggja sitt at mörkum til aö gera veg handknattleiksins sem mest- an. Við höfum ekki fjallaö um fræöslumál. Þaö hefur verið lögó sérstök áherzla á fræöslustarf, en þaö haföi legiö mjög í láginni. Bragarbót hefur veriö gerö 2 síöustu árin. Viö höfum komiö á þjálfaranámskeiöum og byrjaö á grunnskóla ÍSf. Ekkert sérsam- band hefur útskrifaö fleiri þjálfara en viö á þessu tímabili. Formaður tækninefndar hefur veriö Jón Er- lendsson. Þaö hefur veriö gefinn út bæklingur „Réttur handbolti" og honum var dreift til allra 12 ára barna. Áframhald veröur á þessu starfi. Þá má nefna aö síðustu tvö árin höfum við fengið fulltrúa frá IHF til aö halda dómaranámskeiö. Það hefur gefist vel. En þátttaka okkar dómara heföi mátt vera betri. Hvernig stendur HSÍ fjárhags- lega nú? En bágurfjárhagur hefur veriö fréttaefni fjölmióla undan- fariö. Já, fjármálln hafa veriö erfiö síöustu misserin og satt aö segja var ástandiö verulega alvarlegt um tíma. Samtök eins og HSÍ, sem ekki hafa fasta tekjupósta, byggja á tekjum, sem stjórnarmenn veröa aó skrapa saman. Þegar skuidir nema milljónum, jafnvel tugum milljóna þá gefur þaó auga leiö aó alvarlegt mál er á ferðinni. Þaö hafa veriö umræöur í fjöl- miölum um erfiöan fjárhag HSÍ — og þaö er sannleikur. Hins vegar hefur ástandiö lagast verulega síöustu mánuði. Okkur hefur tekist aö ná fyrir endann á mörgum erfiðustu málunum — en þó ekki öllum. Skuld okkar viö Flugieióir hefur oft veriö nefnd. Þaö mál hefur að nokkru verið lagfært. Þaö tókst samkomulag sem við vonumst til aó geta staóió vió. Þaó aö hafi verið lokaö á viðskipti þýöir ekki að Flugleiðir vilji ekki flytja lands- liöiö út. Heldur fáum við ekki fleiri farseöla á viöskiptareikning. Flug- leiöir hafa aldrei lagt stein í götu okkar og 2 siöustu skiptin sem við höfum farið með landsliöið • út höfum viö staögreitt farseólana. Og vonir standa til aö fjárhagur- Inn batni verulega á næstu mánuö- um. Viö eigum þá marga leiki hér heima, gegn V-Þjóöverjum, Belg- um. Frökkum og A-Þjóöverjum. Viö förum aö vfsu 2 feröir út en vonandi fáum viö góöar tekjur úr þessum leikjum. Aö sjálfsögöu er unniö aö tekjuöflun eftir öðrum leiöum en ekki er ástæöa til aö tíunda þær nú. H. Halls.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.