Morgunblaðið - 01.11.1980, Page 14

Morgunblaðið - 01.11.1980, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 1980 Nám — starf — elli Ævi hvers manns má skipta á Rrófan hátt í þrjú tímabil. I bernsku er maðurinn ófær um að taka fullan þátt í atvinnulífi vegna æsku eða vegna þess að hann er að búa sig undir störf með námi. Þetta æviskeið varir hjá flestum einstakl- ingum í nútíma iðnaðarþjóðfélagi í 15—30 ár. Að loknu námi hefst þátttaka einstaklingsins í atvinnu- lífinu og í heimilisstörfunum og þar með starfsævin, sem svo er yfirleitt kölluð. Starfsævinni lýkur svo þeg- ar einstaklingurinn er ófær um að gegna sínu starfi vegna elli eða þegar þjóðfélagið lítur svo á, að hann hafi skilað sínu ævistarfi og eigi það skilið að setjast í helgan stein. Þróun síðustu ára hefur verið, að námsævin og ævikvöldið hafa lengst í sífellu, en starfsævin hefur styttst hlutfallslega. Þó eru enn víða til dæmi þess í vanþróuðum löndum, að námsævin er einungis 8 til 12 ár og ævikvöldið sama og ekkert. Framfærsla þeirra, sem ekki starfa í því bændasamfélagi, sem ríkti hér á landi fram á þessa öld, var mjög ákveðin hefð um framfærslu barna og öldunga. Yfirleitt bjuggu margar kynslóðir undir sama þaki (stórfjölskylda) og fengu þar nauð- synlegt fæði og klæði og húsaskjól. Það er ekki fyrr en bæir fara að myndast í kringum verzlun og iðnað að breyting verður hér á og fjöl- skyldan minnkar í samræmi við þróun erlendis. Fer þá að bera á gömlu fóiki, sem býr eitt sér. Þessi breyting kallaði á nýja skipan á framfærslu gamals fólks enda eru stofnaðir lífeyrissjóðir og sett Færsla gæða á milli kynslóða HLUTVERK LÍFEYRIS löggjöf um almannatryggingar, sem svar við þessari þróun. Þannig hefur framfærsla aldraðra meira og meira færst frá fjölskylduein- ingunni til iðgjaldagreiðenda og skattborgara. Framfærsla barna er þó enn að mestu leyti í höndum foreldra, en þó taka skattgreiðend- ur þátt í henni í formi barnabóta, barnalífeyris og námslána og styrkja. Nám ög annar undirbún- ingur undir ævistarfið er að mestu kostað af ríkinu. Það má ljóst vera, að í þjóðfélagi, sem hvorki safnar eignum né skuld- um erlendis, eru það hinir starfandi sem á einn eða annan hátt sjá um sína eigin framfærslu svo og um framfærslu barna, námsmanna og aldraðra, þ.e. hinir vinnandi geta ekki safnað gæðum á starfsævinni og haft af þeim framfærslu í ellinni. Reyndar getur ein kynslóð, sem dugleg er að byggja, séð sér að nokkru leyti fyrir húsnæði í ellinni, en fæði og skæði, og viðhald húsnæðis er ekki hægt að geyma sér til ellinnar. Kynslóda- samningurinn Af framangreindu má Ijóst vera, að kynslóðirnar gera siðferðilega með sér „samning" á eftirfarandi hátt: Foreldrar sjá um framfærslu barna sinna á meðan þau eru ung og ósjálfbjarga gegn fyrirheiti um að börnin sjái um foreldrana, þegar þau eru orðin gömul og lasburða. Efndir þessa kynslóðasamnings hafa í æ ríkari mæli verið að flytjast frá einstaklingum til heild- arinnar á síðustu öld. Söfnun og gegnumstreymi Þeir lifeyrissjóðir og þau lífeyr- iskerfi, sem sett hafa verið á laggirnar til þess að sjá um þessar efndir hafa ýmist verið byggð á söfnun eða gegnumstreymi. Reynd- ar má segja, að með söfnun þykist menn láta hina vinnandi sjá fyrir sér í ellinni að meðaltali með þeirri „peningainneign," sem þeir hafa safnað með greiðslu iðgjalda. Þetta eftir DR. PÉTUR H. BLÖNDAL gengur ekki nema um mjög tak- markaðan hóp manna sé að ræða, því hvað eru peningar annað en ávísun á lífsgæði, sem þeir sem þá vinna, yrðu að neita sér um? Þegar lífeyrisgreiðslur eru orðnar al- mennar, er í raun enginn munur á því, hvort unnið er samkvæmt söfnunarkerfi eða gegnumstreym- iskerfi. Ef menn hugsa sér að 10% af tekjum sé greitt til lífeyrissjóða og þessi iðgjöld haldi verðgildi sínu og þetta kerfi nái til allra launþega og atvinnurekenda, þá munu að jafnaði vera um ein til tvenn árslaun í sjóði, þegar jafnvægi kemst á. Hvað þýðir þetta? Væri unnt að kaupa fæði og klæði fyrir þessa upphæð og geyma? Nei, það er fráleitt, enda þarf þess ekki, þar sem lífeyrisþegar leysa þessa „ávís- un“ út, þegar þeir þurfa á því að halda hægt og hægt, og hinir vinnandi borga og verða þá að skera niður eigin neyslu. Þannig séð er þessi söfnun verðlaus. „Hlutverk“ lífeyris Á meðan framfærsla aldraðra var á höndum fjölskyldunnar hefur það eflaust verið upp og ofan hversu rífleg hún var. Oft var hún skorin við nögl og eru margar sögur af því hve lífskjör manna versnuðu við að fara í hornið hjá börnunum. í rauninni var hinum vinnandi gefið sjálfdæmi um framfærslu aldraðra innan ákveðinna siðferðilegra marka. Yfirleitt munu þó allar kynslóðir hafa setið við sama borð og ekki orðið mikil breyting á lífskjörum manna þegar þrek þeirra þvarr. Þegar sú breyting verður á þjóð- félagsháttum, sem drepið hefur verið á hér að framan, og fram- færsla aldraðra færist frá fjöl- skyldunni til samfélagsins, verða lífskjör aldraðra í æ ríkari mæli ákveðin með lögum eða í kjara- samningum. En hvert er hlutverk lífeyris? Líta má tveimur augum á hlut- verk lífeyris. í fyrsta lagi má líta á, að lífeyrir eigi að nægja fyrir nauðþurftum, en ekki meir (lág- markslífeyrir) og er hann þá eðli- lega eins fyrir alla. (Dæmi: lífeyrir almannatrygginga). Upphæð slíks lífeyris miðast við ákveðnar lág- marksþarfir, sem talið er að menn hafi. í öðru lagi líta menn svo á, að lífeyrir eigi að bæta upp tekjumissi, þannig, að aldraðir haldi sínum lífskjörum að mestu óbreyttum, þegar þeir setjast í helgan stein. (Tekjuháður lífeyrir). Reynslan hefur sýnt, að þar sem lágmarkslíf- eyrir hefur verið tekinn upp sem grunnkerfi, hafa sprottið upp líf- eyrissjóðir, sem veita eiga viðbót- arlífeyri, og þess vegna hallast menn æ meir að tekjuháðum lífeyri sem grunnkerfi. „Viöunandi“ lífeyrir í umræðu um lífeyrismál ber mikið á slagorðum eins og „réttlát- ur“ lífeyrir eða „viðunandi“ lífeyrir, án þess þó að menn hafi reynt að gera sér grein fyrir og skilgreina hvað átt sé við með þeim hugtökum. Hér á eftir mun ég gera tilraun til þess að gera þessum hugtökum skil með tilliti til tekjuháðs ellilífeyris í gegnumstreymiskerfi’ Ef tryggja á öldruðum manni svipuð lífskjör eftir að hann er sestur í helgan stein og hann hafði áður, verður hann að fá ákveðinn hluta af sínum launum áfram sem lífeyri. En hvaða hluta? Aldraðir menn þurfa ekki að greiða til lífeyrissjóðs. Þeir standa heldur ekki í uppeldi barna. Þeir standa almennt ekki í húsbyggingum né öðrum þeim umsvifum, sem tengj- ast vinnuævinni. Með hliðsjón af þessum atriðum er almennt talið, að 50% til 60% af (meðal-) tekjum manna um ævina muni nægja til þess að viðhalda lífskjörum manna í ellinni. Mikla varfærni þarf, þegar þessi prósenta er ákveðin, því að 60% lífeyrir í stað 50% lífeyris kostar iðgjaldsgreiðendur (vinn- andi) 20% hærra iðgjald, sem svo aftur lækkar þeirra lífskjör. Þá vaknar spurningin, við hvaða aldur taka lífeyris skuli hefjast, hvenær menn teljist hafa skilað sínu ævi- starfi. Lækkun ellilífeyrisaldurs úr 70 árum í 60 ár þýðir lauslega reiknað um 40% hærra iðgjald, sem hinir vinnandi verða að greiða, og því verða menn að vega þetta atriði og meta mjög gaumgæfilega. Víða erlendis hefur verið tilhneiging til þess að lækka ellilífeyrisaldur til þess, á þann hátt, að skapa fleiri stöður og vinna gegn atvinnuleysi. En þetta er í rauninni þversögn, því meðalævin lengist í sífellu og þar með ævikvöldið. Þá hefur og komið fram gagnrýni á það að kippa mönnum þannig út úr athafnalífinu jafnvel um sextugt og þvinga þá í helgan stein. Hefur verið bent á í því sambandi að mörgum mannin- um er vinnan meira en brauðstritið eitt. Vandamál núverandi lífeyriskerfís Þau 10% af launum, sem almennt eru greidd sem iðgjald til lífeyris- sjóðanna voru reiknuð á þriðja áratug þessarar aldar miðað við dánarlíkur þess tíma, stöðugt verð- lag og 4% til 5% vexti. Dánarlík- urnar hafa stórminnkað, verðlag er og hefur aldeilis ekki verið stöðugt og vextir eru neikvæðir. Lífeyris- sjóðirnir starfa því ekki lengur sem söfnunarsjóðir heldur er nú þegar um töluvert gegnumstreymi að ræða, sér í lagi hjá þeim sjóðum, sem hafa mikið af eldri sjóðfélög- um. Þeir sjóðir munu líka fyrstir verða gjaldþrota, ef ekkert verður að gert. Annað vandamál núverandi kerf- is er mjög misskiptur lífeyrir eftir stéttum. Sumir lífeyrisþegar eru greiniiega oftryggðir miðað við það, sem að framan er sagt, á meðan mikill meiri hluti er sennilega vantryggður. Þetta stafar af því, að almannatryggingar og lífeyrissjóð- irnir eru að keppa að sama marki, án Jæss að vita hvorir af öðrum. En lífeyrissjóðirnir eru ekki búnir að starfa það lengi, að ennþá sé farið að gæta tvítryggingar í stórum mæli. Þriðja vandamál núverandi kerf- is eru óskaplega flóknar reglur um lífeyrisrétt og útreikning Íífeyris. Liggur við að sérfræðinga þurfi til að botna í þeim flækjum öllum. Lífeyrisþegar vita sjaldan hvar réttur þeirra liggur og nærri aldrei hvernig lífeyrir þeirra er reiknaður. Þá er rétt að geta þess, að heimavinnandi húsmóðir er algjör- lega háð manni sínum varðandi réttindi úr lífeyrissjóði og ef upp úr hjónabandinu slitnar, fær hún eng- in réttindi. Niðurlag Mikið hefur verið rætt að undan- förnu um lífeyrismál og má benda á yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um nýtt samfellt lífeyriskerfi í því sambandi. (Sú yfirlýsing er efnis- lega eins og yfirlýsingar ríkis- stjórna í samningunum 1976 og 1977!). Þá má og benda á umræður um mismun á lífeyrisrétti opin- berra starfsmanna og annarra launþega. Öll þessi umræða leiðir vonandi til þess, að hreyfing komist á þessi mál á næstunni og fundin verði varanleg lausn á lífeyrismál- um þjóðarinnar. Það er von undir- ritaðs, að tekið verði tillit til þeirra atriða, sem nefnd hafa verið hér að framan, þegar sú lausn verður fundin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.