Morgunblaðið - 01.11.1980, Side 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 1980
Slett ur
klaufunum
Gagnrýnandi Morgunblaðsins á
fyrir höndum erfitt hlutverk er
hann býr sig að heiman í fyrirhug-
að viðtal við myndverkasmiðinn
Braga Ásgeirsson á hinni um-
fangsmiklu yfirlitssýningu hans að
Kjarvalsstöðum sem lýkur á morg-
un. — Hann íklæðist skothelda
vestinu því að ekki er að vita nema
að orðræðurnar kunni að verða til
þess að í odda skerist á milli
tveggja geðríkra persóna. Hann
gerir nokkrar líkamsæfingar, dreg-
ur út fimmfalt gormatæki, rang-
hvolfir og blimskakar augunum,
því að hvorki vill hann verða
Veturliðaður né rekinn á flótta
með augunum, en þessir atburðir
munu mörgum í fersku minni.
Reyndar er skilsmunur á því að
vera óæskilegur á sýningu og að
viðkomandi sé varpað á dyr líkt og
atvilýð milli Veturliða og Björns
Th. forðum og enginn leggur á
flótta undan vesældarlegu augna-
ráði svo sem borið var á mig í eina
tíð.
Er listrýnirinn kemur á Kjar-
valsstaði hittir hann fyrir mynd-
verkasmiðinn ábúðarmikinn á brún
og brá með ullartrefil um hálsinn
og með pensil á lofti, því eins og
hann sagði einhversstaðar: „má
alltaf gera betur, mynd verður
aldrei fullgerð". Listrýnirinn signir
sig og hugsar til mynda í einkaeign
og biður til guðs um að Bragi spari
við sig orkuna og láti það ógert að
krukka í þær. Hann á nefnilega
nokkrar sjálfur.
Við fáum okkur sæti við borð
innst í vestursal og hefjum um-
búðalaust málefnalegan pataldur
okkar. Listrýnirinn spyr: Og hvern-
ig hefur svo sýningin gengið og
hver var í raun réttu aðdragandi
hennar?
— Sýningin hefur gengið vel í
sjálfu sér eða nákvæmlega eins og
ég þorði ekki fyrir mitt litla líf að
vona né hugsa upphátt. Ég brasaði
einungis áfram fyrir fullu eldsneyti
eins og skriðdreki í orrustu, sló
bankalán til hægri og vinstri og í
algjörri vitfirringu. Það er nú fyrst
sem ég hef farið að reikna út
heildarkostnaðinn og hann reynist
harla hár, svo hár, að hefði ég verið
með fullu viti og lagt þetta saman
fyrirfram, má slá föstu að hæpið
hefði verið að ég hefði lagt út í
þetta ævintýri. Endar eru að ná
saman og er það í algjörri and-
stæðu við hrakspár ýmissa félaga
minna og tel ég mig ekki einungis
hafa sprengt Kjarvalsstaði varð-
andi myndafjölda (366) heldur og
einnig sýnt og sannað, að einn
maður getur gert það sem 88
manna félag (FIM) telur sér ofviða,
og listamaðurinn hummar drjúgur
á svip. Annað er, að sýningin er
einnig rothögg á þá meðalmennsku
sem allstaðar virðist vera að búa
um sig í þjóðfélaginu. Við, sem
erum á miðjum aldri, verðum að
gera okkur Ijóst að annað hvort er
að duga eða drepast, við erum af
annarri kynslóð en hinir eldri sem
hafa yfirleitt hirð stuðningsmanna
í kringum sig. Við stöndum hins
vegar flestir einir og verðum að
taka upp baráttuna við meðal-
mennskuna sem ógnar að kæfa
okkur. — Varðandi myndafjölda vil
ég taka það fram að það kom mér
gjörsamlega á óvart hve mikið safn
mynda ég átti. Ég hafði ekki haft
neinar tölur yfir þær um dagana
enda á slíkur reiknifræðilegur
tittlingaskítur ekki við mig og svo
Gagnrýnandinn
, Bragi
Ásgeirsson
ræðir við
mgndverka-
smióinn
, Braga
Ásgeirsson
hef ég einnig verið mjög andvara-
laus við að halda bókhald yfir það
hvert myndir mínar hafa farið.
Þetta gerði það einnig að verkum
að hér á sýningunni eru t.d. ekki
verk sem brýnna erindi áttu á hana
en ýmsar er uppi hanga, en nú
skuiu verða þáttaskil og ég hef
fullan hug á að halda skrá yfir
hvorki í leik né starfi — út úr þessu
ástandi varð ég einhvernveginn að
brjótast. Ég hafði fyrirhugað stóra
sýningu í Norræna húsinu á sl. ári
en það fór á annan veg og varð ég
að fá annan listamann á móti mér
til að fylla salina og verk mín voru
í miklum minnihluta, auk þess var
ég ekki fyllilega sáttur við sýning-
una. Þetta var í fyrsta skipti á
öllum listferli mínum sem ég hef
fest mér sal og ekki getað staðið
fullkomlega undir nafni. Ég gerði
mér ljóst, að til þess að ná mér upp
yrði ég að setja mér stærra mark
en nokkru sinni fyrr og standa
fyllilega við það. Hélt því rakleitt á
Kjarvalsstaði og tilkynnti að ég
óskaði eftir því að fá húsið allt til
leigu að ári. Á leiðinni heim var ég
bæði furðu lostinn og svekktur yfir
þessari bíræfni minni, en af stað
skyldi haldið — í listum liggur
engin leið til baka. Nú gildir, að
þetta tókst og gott betur. Ég hef
haft mikið gagn af því að líta til
baka og sjá þessi gömlu átök mín í
myndlistinni samankomin á einum
stað, af því tel ég mig hafa dregið
mikinn lærdóm og er mér hvatning
Myndverkasmidurinn Brattf Ásgeirsson i strikum eins frægasta real
ista Danmerkur. Victor Brockdorft. Teiknað í Leipzig 8. maí á þessu
ári.
alla möguleika þess sem myndlist-
arhúss, mér sem öðrum til gagns í
framtíðinni. Kanna kosti þess og
vankanta hátt og lágt og gefa
hússtjórn tækifæri til að draga
réttar ályktanir um endurbætur á
húsinu. Auk þess vildi ég fá út
fjölbreytilega upphengingu, mikið
spil andstæðna. Sumstaðar fór ég
að viðteknum reglum en annars
staðar þverbraut ég þær — þetta
var sem sagt gert af ásettu ráði.
Gagnrýnandinn: Má skilja það
ýmsir gagnrýnendur. Ég fór að
rýna á hluti allt um kring og leitast
við að glæða þá lífi í myndverkum
mínum — jafnvel fátæklega og
ómerkilega hluti. Á einni sýningu
minni í Unuhúsi átti ég t.d. tvær
myndir þar sem uppistaðan var
nærbuxnastrengur í báðum tilvik-
um. Mér til undrunar seldust
myndirnar eins og skot og telst
mér til, að ég hafi fengið sem
svarar hálfri milljón í dag fyrir
þær samtals. Skyldu þetta ekki
Myndlistargagnrýnandi Morgunblaðsins ræðir við myndverkasmiðinn og kennarann Braga Ásgeirsson.
myndir mínar framvegis, sýningin
er í og með sett upp í þeim tilgangi.
Það er nú einnig til dálítið sem
nefnist ættfræði myndverka og er
mjög mikilvæg á tímum mynd-
verkafalsana í stórum stíl. Sá er
kaupir mynd þarf helst að vita
hverjir hafa átt hana alveg frá því
að höfundurinn lét hana frá sér
fara í upphafi.
Ástæðan til þess að ég tók þá
stefnu að halda þessa viðamiklu
sýningu er eiginlega mjög persónu-
legs eðlis, ég var líkt og attavilltur
maður í blindhríð og slíkum líður
illa. Afköst mín voru langt fyrir
neðan meðallag og ég naut mín
til enn nýrri og ferskari átaka. Hef
tekið eftir því að fólki líkar þetta
framtak vel því að það sér nú loks
þróun mina í réttu samhengi.
Gagnrýnandinn: Sumir segja að
þú hafir ofhlaðið húsið og að þú
hefðir mátt grisja sýninguna og að
hún hefði þá komið sterkar út í
heild.
— Nei, hér er ekki allskostar rétt
ályktað og er visast komið frá
ykkur déskotans gagnrýnendunum,
sem að öllu þurfið að finna. Málið
er, að er ég sá hve myndafjöldinn
var óskaplegur datt mér í hug að
nýta möguleika hússins til hins
ítrasta til þess að pæla í gegnum
svo að myndir þínar gangi ekki
nógu vel út á almennum markaði
og safnist þannig upp í einn
ruslabing?
— Nei, ekki aldeilis, segir mynd-
verkasmiðurinn og augnabrúnirnar
síga niður á kinnar. Ég tel mig
hafa selt meir og betur um dagana
en ég mátti búast við, því að ég kem
stöðugt fram með eitthvað nýtt,
sem kemur fólki á óvart og skelfir
suma — uppátæki mín hafa vakið
mikla furðu, einkum er ég kom
fyrst fram með upphleypta stílinn
og þótti mér það mikil undur, að
venjulegt fólk kunni betur að meta
þetta en margir félagar mínir og
vera dýrustu nærbuxnastrengir í
allri sögu íslands? En svo hef ég
einnig notað fokdýra hluti í myndir
mínar svo að hér var ekki um
sparnaðarhugsjón að ræða heldur
einungis eðlilega og náttúrulega
sköpunargleði. Vísa einnig vin-
samlega til þess, að myndir mínar
á stóru sýningunni í Norræna
húsinu 1977 eru svo til uppurnar,
tunnubotnar sem eðalmálmar.
Myndafjöldinn stafar af því, að ég
kem í fyrsta skipti fram með fjölda
mynda á þessari sýningu, stór hluti
þeirra hefur legið í geymslum í
meira en aldarfjórðung. Ég rak t.d.
tærnar í eina kolsvarta plötu uppi