Morgunblaðið - 01.11.1980, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 1980
21
Þessa mynd tók Ragnar Axelsson Ijósm. Mbl. i Fögrubrekku í fyrradag.
„Fagrabrekka fær í dag“
hljómaði í Ríkisútvarpinu
Ibúar götunnar í stríði við bæjaryfirvöld
Guðjón Guðnason.
að vel takist til. Hvar konan fæðir,
finnst mér ekki skipta meginmáli,
sé aðeins vissa fengin, eftir því sem
hægt er, að ekkert sé að og útlit
fyrir, að væntanleg fæðing verði
eðlileg. Slík vissa fæst auðvitað
eingöngu og aðeins með góðu eftir-
liti á meðgöngutímanum. Séu rétt-
ar forsendur fyrir hendi, finnst
mér þar af leiðandi, að konan eigi
a.m.k. einhvern kost á að velja,
hvar hún elur sitt barn — á
sjúkrahúsi, á fæðingarheimili,
jafnvel í heimahúsi, ef góðar að-
stæður eru fyrir hendi.
Nokkur orð varðandi ummæli
forstöðumanns Ríkisspítalanna.
Hann sér ekkert því til fyrirstöðu
að halda áfram rekstri Fæðingar-
heimilisins óbreyttum í sama tölu-
blaði Þjóðviljans, en segir í Dag-
blaðinu 23. okt., að konur eigi allar
að fæða á Fæðingardeild Land-
spítalans og verða svo fluttar yfir á
Fæðingarheimilið á 3.-4. degi
sængurlegu! Síðan segir hann sem
ég botna ekkert í og er jw búinn að
stunda fæðingarhjálp í rúmlega 25
ár: „Það er alltaf skemmtilegt að
hafa val á öllum hlutum, en ef
eitthvað kemur fyrir. t.d. allt í einu
þarf að taka barn með keisara-
skurði, þá held ég, að flestir vilji
vita af barninu lifandi, frekar en að
fá það í hendurnar tveim mínútum
fyrr“!?!
eins ópersónulegt sem það hlýt-
ur að verða. Við sem höfum
unnið við fæðingar, vitum að
persónulegt samband og traust á
milli ljósunnar og hinnar verð-
andi móður, er oft höfuðatriði,
svo vel fari, og hjálpar í öllum
tilfellum mikið til. Eg óttast og
get ekki hugsað þá hugsun til
enda, að það ástand, sem ríkti
hér áður fyrr, er konur urðu að
fæða á göngum og baðherbergj-
um gæti komið upp aftur og
vona innilega að það verði aldrei.
Þetta gæti þó hugsanlega orðið á
mestu annatímum.
Rekstrarhalla FHR verður
Reykjavíkurborg vitanlega að
losna undan, en það verður fyrst
og fremst að tryggja það að
konur geti fætt á FHR áfram,
eins og hingað til. Ég tel per-
sónulega að betra samstarf
mætti komast á milli þessara
tveggja stofnana, sem báðar
þjóna sama tilgangi og báða
hafa rækt sitt starf vel í gegn
um árin, svo sem að samræmd sé
betur sú þjónusta sem boðið er
upp á.
Við Islendingar erum svo
miklir einstaklingshyggjumenn
að við munum aldrei sætta
okkur við ópersónulegt kerfi og
færibandafyrirkomulag. Við
vitnum oft í frændur okkar Svía
í ýmsum tilvikum. í dag eru þeir
ásamt öðrum þjóðum að falla frá
þessum stóru fæðingarstofnun-
um og hverfa aftur til smærri og
heimilislegri stofnana og telja
það mun heppilegra fyrirkomu-
lag. Því finnst mér það undar-
legt, ef við tökum að breyta
Nei, herrar mínir, nú held ég, að
sé orðið tímabært að leggja spilin á
boðið og láta uppi, hvað raunveru-
lega fyrir ykkur vakir. Ef þið
(réttir aðilar takið þetta til ykkar)
eruð sjálfir ykkur samkvæmir, þá
verða allar konur að fæða á
Fæðingardeild Landspítalans, ekki
bara af suðvesturhorni landsins,
heldur af öllu landinu. Það vitið
þið, að getur aldrei gengið, en erum
við þá ekki rétt einu sinni enn að
gera gróflega upp á miili þéttbýlis
og strjálbýlis? Bull og þvaður,
segið þið. Já, það er alveg rétt,
finnst flestum, en samkvæmt ykk-
ar kenningum hlýtur fæðingar-
hjálp úti á landsbyggðinni að vera
vægast sagt mjög gamaldags.
Ég læt þetta nægja. Margt er
ósagt, sem ég sagt hefði viljað —
ýmislegt sagt, sem ekki er víst að
öllum líki. Það verður að hafa það.
Ég get líka bætt því við, að
starfsfólk Fæðingarheimilisins
hefur unnið störf sín samvisku-
samlega, eða hvað segja ársskýrsl-
ur? Tölur ljúga ekki. Á þessum 20
árum hafa fæðst tæplega nítján
þúsund börn hjá okkur, sem þýðir
með öðrum orðum, að á þessu
tímabili hefur fjórða hvert barn af
öllum börnum fæddum hér á landi
séð fyrst dagsins ljós á Fæðingar-
heimili Reykjavíkur. Jafnframt
hefur ungbarnadauðinn verið svo
ótrúlega lágur eða örlítið brot af
því sem við missum af börnum í og
eftir fæðingu á öllu landinu árlega.
(T.d. sé tekið meðaltal sl. 10 ár þá
eru tölurnar fyrir allt landið um
1,6%, en hjá okkur 0,3%.) Var ekki
einhver einhvern tíma að tala um
öryggisleysi í sambandi við fæð-
ingar utan gjörgæslu? Útlendir
fæðingarlæknar, sem hingað koma,
trúa vart ofangreindum tölum,
aftur á móti er ekki minnst einu
orði á þessa hlið málsins af „kaup-
endum“ handan götunnar.
Að lokum þetta. Tökum nú með
alvöru og festu upp nánari sam-
vinnu. Bætum enn mæðraeftirlitið
og fæðingarhjálpina á „okkar"
svæði. Fáum í sameiningu ennþá
betri árangur í mæðra- og barna-
vernd um allt land.
Reykjavik, 29. okt. 1980,
Guðjón Guðnason, yfirlæknir
Fæðingarheimilis Reykjavikur.
þessu nú, þar sem reynsla ann-
arra hefur sýnt hið gagnstæða.
Fæðing er sem betur fer í
flestum tilfellum eðlilegur hlut-
ur en ekki sjúkdómur. Með góðu
eftirliti á meðgöngu er nær
oftast hægt að sjá fyrirfram þá
erfiðleika, sem kunna að koma
upp í fæðingunni, með undan-
tekningum þó, sem alltaf hljóta
að verða og enginn mannlegur
máttur né tæki geta sagt fyrir
um. Því á ekki að vera þörf á að
allar konur fæði í gjörgæslu,
heldur geti þær ef þær vilja fætt
á minni og að margra mati
heimilislegri stofnunum. Þar
sem visst öryggi er auðvitað líka
fyrir hendi, eins og er á Fæð-
ingarheimilinu.
Ég vona og trúi því að lausn
þessa máls í borgarstjórn feli
það í sér að konur fæði börn sín
áfram á Fæðingarheimili
Reykjavíkurborgar. Það væri
ekki óeðlilegt né ósanngjörn
tillaga í þessu máli að borgar-
stjórn Reykjavíkur leiti samráðs
við nágrannasveitarfélög sín,
Hafnarfjörð, Kópavog, Mos-
fellssveit og Seltjarnarnes, sem
öll hafa notið góðs af starfsemi
Fæðingarheimilisins, þar sem
engar fæðingarstofnanir eru
lengur til staðar á þessum
stöðum, ef daggjaldanefnd reyn-
ist ófáanleg til að breyta afstöðu
sinni. Við skulum heldur ekki
gleyma því áð fæðingum fer
aftur fjölgandi og munu halda
því áfram.
Lausn þessa máls er ekki
einkamál kvenna heldur varðar
það okkur öll.
„VIÐ tókum okkur til,
þegar vegheíill birtist í
götunni — okkur til mik-
illar undrunar — fyrir
einum og hálfum mánuði
og settum auglýsingu til
bifreiðaeigenda í útvarpið,
þar sem tilkynnt var að
austurhluti Fögrubrekku
væri fær öllum bifreiðum,“
sagði Kristján Tryggva-
son, einn af forsvars-
mönnum íbúa við Fögru-
brekku í Kópavogi, en
ibúarnir við austurhluta
götunnar eru orðnir æði
langeygir eftir varanlegri
gatnagerð á götu sinni.
Sl. vor héldu % hluti íbúanna
fund og var þá sent bréf til
bæjarstjórnar Kópavogs þar
sem bent var m.a. á að Fagra-
brekka er ein af elztu götum
bæjarins, sem ekkert hefur verið
gert fyrir og er ástand götunnar
í DAG kl. 14 hefst að Hallveigar-
stöðum hinn árlegi basar Kvenfé-
lags Háteigssóknar.
Allt frá stofnun Kvenfélags Há-
teigssóknar hefur félagið verið
einn af hyrningarsteinum safnað-
arstarfsins. í félags- og líknarmál-
um hefur félagið unnið mjög þarft
og gott starf, sem ekki verður
að sögn íbúanna vægast sagt
hörmulegt, hola við holu. Allt í
kring hafa götur verið malbikað-
ar og gengið hefur verið frá
lýsingum við þær og sumar
hverjar hafa fengið viðurkenn-
ingu frá bæjaryfirvöldum fyrir
góða umhirðu.
„í framhaldi af því að auglýs-
ingin kom í útvarpinu, hittust
íbúarnir og ákveðið var að senda
þriggja manna sendinefnd á
fund bæjarráðs, sem við og
gerðum. Bæjarráð hafði harla
léttvæg rök fyrir þessum drætti,
en þeir lofuðu okkur skriflegu
svari þegar þeir hefðu athugað
málið. Það svar barst og hljóðar
á þá leið, að þeir lýsa vilja sínum
til að lagt verði slitlag á austur-
hluta götunnar á næsta sumri,
en vísa málinu að öðru leyti til
gerðar fjárhags- og fram-
kvæmdaáætlunar. Mér finnst
hálf undarlegt, að þeir skuli vísa
málinu til eigin gjörða, en þann-
ig er það. Við höfum tvisvar
komist inn á þessa áætlun, þ.e.
fjárhags- og framkvæmdaáætl-
metið eða vegið nema af þeim, sem
þess hafa notið. Það verður seint
fullþakkað. Það sem öllum má ljóst
vera hins vegar er sá stóri þáttur,
sem félagið á í uppbyggingu og
aðbúnaði Háteigskirkju. Átti félag-
ið t.d. sinn þátt í því, að ráðist var í
kaup á kirkjuklukkunum, sem nú
hljóma svo fagurlega um sóknina
við helgar tíðir.
Nú verður farið að vinna að því
að koma upp altarismynd í kirkj-
unni, og ætlar kvenfélagið að
styðja það verkefni af sama mynd-
arskap og það hefur sýnt við önnur
tækifæri.
Á basarnum á laugardaginn
verður margt góðra og eigulegra
muna. Ég hvet því sóknarfólk og
aðra velunnara Háteigskirkju til
að fjölmenna og kaupa á góðu verði
það, sem á boðstólum verður á
Hallveigarstöðum, og styrkja
þannig félagið við að búa Háteigs-
kirkju sem bezt og fegurst til að
þjóna því hlutverki að vera tignar-
legur og aðlaðandi helgidómur Há-
teigssafnaðar.
Tómas Sveinsson,
sóknarprestur.
un, en ekkert orðið úr fram-
kvæmdum, þannig að það er
engu að treysta."
Kristján sagði lýsingu götunn-
ar og rafleiðslur vera í gömlum
rafmagnsstaurum og einnig
sagði hann ástand götunnar
koma niður á fasteignaverði,
frágangi garða o.fl.
• •
Ofl gegn
ölvunar-
> akstri
ÖLVUN við akstur er verulegt
og vaxandi vandamál í umferð-
inni. Enda þótt vænta megi að
fólk geri sér grein fyrir þeirri
hættu, sem af sliku atferli
stafar, og öllum muni Ijóst að
það varðar við lög, hafa undan-
farið verið teknir yfir tvö
þúsund ökumenn á ári hverju
grunaðir um ölvun við akstur.
Arið 1979 voru þeir 2.609.
Nokkur félagasamtök og
stofnanir hafa tekið saman
höndum undir samheitinu „Öfl
gegn ölvunarakstri" um að
koma á framfæri og vekja
athygli á staðreyndum um ölv-
un við akstur svo að landsmenn
geti sameiginlega komið þess-
um málum til betri vegar.
Umferðarráð og Áfengis-
varnaráð hafa í því skyni látið
prenta veggspjald og bækling
sem íslenskir ungtemplarar og
lögreglumenn munu dreifa á
Stór-Reykjavíkursvæðinu en
Slysavarnafélagið annarsstaðar
á landinu.
ribandakeríi
Basar Kvenfélags
Háteigskirkju