Morgunblaðið - 01.11.1980, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 1980
Hægrimenn á
Jamaica unnu
Kingston. 31. október. — AP.
EDWARI) SeaKan vann yfir-
burda-sÍKur á sósíalistanum
Michael Manley forsætisráðherra
f kosninKunum i Jamaica í K»‘r
<»K lýsti þvi yfir að hann myndi
rétta við efnahan landsins,
hreyta stefnunni í utanríkismál-
um ok senda sendiherra Kúhu til
Ilavana.
Aftenposten
lögsækir
prentara
OhIó, 31. ukt. - AP.
AFTENPOSTEN útbreiddasta
blað NoreKs hefur ákveðið að
hefja málssókn KCKn prenturum
hlaðsins veKna taps þess sem
blaðið hefur orðið fyrir veKna
ólöKmætra mótmælaaðKerða
þeirra. í viku hafa prentararnir
unnið ha-Kt ok neituðu i k»t að
hætta þeim aðKerðum.
Framkvæmdastjóri hlaðsins,
Einar Fr. NaKell-Erichsen sagði í
morgunútKáfu Aftenposten í dag
að tapið sem blaðið hefði orðið
fyrir á þessari viku væri um 200
milljónir íslenskar krónur.
Prentararnir eru með þessum
aðgerðum sinum að mótmæla því
að þeir einir starfsmanna blaðsins
fá greitt fimm vikna sumarfrí. Er
það skoðun þeirra að aðrir starfs-
menn blaðsins sem vinna á vöktum,
eigi einnig að fá svo langt sumar-
frí.
Norska prentarafclagið, norska
alþýðusambandið og norska vinnu-
veitendasambandið hafa sagt að-
gerðir prentaranna ólöglegar og
hvatt þá til að taka upp eðlilegan
vinnuhraða á ný.
Talningu atkvæða var hætt í
nótt eftir skotárásir á bækistöðv-
ar yfirkjörstjórnar og aðallög-
reglustöðina í Kingston. Einn
lögreglumaður beið bana og þar
með voru að minnsta kosti þrír
vegnir á kjördag.
Aður en talningu var frestað
bentu kosningatölur til þess að
flokkur Seaga fengi allt að 51
þingsæti af 60, miðað við 13 í
síðustu kosningum, þannig að
þingsætatalan nálega fjórfaldast.
Flokkur Manleys hafði áður 47
þingsæti.
Þúsundir stuðningsmanna
Seaga létu fögnuð sinn óspart í
ljós og hringdu bjöllum, sem eru
tákn Verkamannaflokks hans.
Stuðningsmenn flokksins óku um
nágrenni aðalstöðvar flokksins og
hrópuðu „Eddie, Eddie, Eddie".
Elísabet Bretadrottning hefur að undanförnu verið í heimsókn í Mið-Austurlöndum.
Er drottningin var stödd í Alsír fór hún í heimsókn á sjúkrahús til fórnarlamba
jarðskjálftans í A1 Asham.
Forsetakosningarnar í Bandaríkjunum:
Vandamál á báða bóga
Frá <)nnu Bjarnadóttur. frcttaritara
Mhl. i Waahinfttun, 31. uktóber.
RONALD Reagan og Jimmy
Carter leggja sig nú alla fram
um að auka fylgi sitt fyrir
kosningarnar á þriðjudag. Rea-
gan mun eyða mestum tíma
fram að kosningum í stóru
iðnaðarríkjunum, þar sem að
atvinnuleysi er mikið og
óánægja ríkir með efnahags-
stefnu Carters. Carter mun ferð-
ast um Suðurríkin og höfða til
gamalla kennda í garð Demó-
krataflokksins. Carter vann sig-
ur í öllum Suðurríkjunum 1976,
en hrifning af honum þar hefur
dvínað mjög síðan þá, jafnvel
þótt hann sé Suðurríkjamaður
sjálfur.
Vandræðamál komu upp í her-
búðum beggja frambjóðendanna
á fimmtudag. Richard Allen,
helzti ráðgjafi Reagans um
utanríkismál, sagði af sér störf-
um vegna fréttar í Wall Street
Journal fyrr í vikunni um sam-
skipti hans við japönsk fyrirtæki
þegar hann starfaði fyrir stjórn
Richards Nixon. Blaðið sagði, að
Allen hefði notað aðstöðu sína
til að verða sér úti um viðskipta-
sambönd í Japan. Allen hefur
neitað áburðinum, en lét af
störfum fyrir Reagan til að mál
þetta spillti ekki fyrir kosn-
ingamöguleikum Reagans.
Þá fréttist, að Hvíta húsið
hefði tafið fyrir rannsókn á
málum Billy Carters með því að
hindra aðgang að gögnum Cart-
ers forseta, en hann lofaði á
blaðamannafundi 1. ágúst að
leggja rannsókninni allt sitt lið.
Hvíta húsið hefur neitað að hafa
tafið viljandi fyrir rannsókninni
á nokkurn hátt. Einn starfs-
manna Carters, Frank Moore,
var látinn hætta störfum fyrir
Carter á fimmtudag, eftir að
hann lét hafa eftir sér í viðtali,
að stjórn Carters biði þess, að
ayatollah Khomeini í íran létist
af krabbameini í endaþarmi og
framámenn úr íranska hernum
tækju völdin. Ákvörðunar ír-
anska þingsins, sem mun hittast
á sunnudag, um framtíð banda-
rísku gíslanna í Iran er beðið
með mikilli eftirvæntingu í
Bandaríkjunum, en lausn gísla-
málsins gæti komið Carter vel á
þriðjudag.
Svíar smygla bandarísk-
um tölvum til Sovétríkjanna
Stokkholmi. 31. okt. — AP.
SÆNSKT tölvuíyrirtæki smygl-
aði bandariskum tölvueiningum
til Sovétríkjanna Kegnum sendi-
ráð Sovétmanna i Stokkhólmi, að
því er sænska sjónvarpið sagði í
daK.
Fyrirtækið Datasaab, var með
CARTER forseti Bandaríkjanna
hefur tilnefnt A.W. Clausen
bankastjóra Bank of America
sem eftirmann Robert McNam-
ara i stöðu bankastjóra Alþjóða-
bankans. McNamara hefur verið
bankastjóri Alþjóðabankans síð-
þessu að bjarga samningi sem það
gerði við sovéska loftferðaeftirlit-
ið upp á tæpa fjóra milljarða ísl.
kr.
Tölvueiningarnar voru keyptar
til Stokkhólms en sendar þaðan til
Moskvu sem sendiráðspóstur, að
an árið 1968. Hann lét af störfum
1. júli sl.
Clausen er 57 ára frá San
Francisco í Bandaríkjunum. Hann
á meðal annars sæti í viðskipta-
nefnd Bandaríkjanna, í nefnd sem
sér um viðskipti Bandaríkjanna og
Kína og í stjórn Harvard-
háskólans.
því er fram kemur í skýrslum
sænska iðnaðarráðuneytisins. I
fyrstu neitaði ráðuneytið að hafa
undir höndum skýrslu um efnið.
En síðan sagðist iðnaðarráðherr-
ann, Nils G. Asling, vita um þessa
skýrslu en hann hefði ekki lesið
hana.
Datasaan, sem þá hét Stansaab,
gerði mikinn samning við sovéska
loftferðaeftirlitið snemma árs
1978. Það eina sem hindraði fyrir-
tækið í að framfylgja samningn-
um var það að Bandaríkja-
mönnum er bannað selja vissar
tölvueiningar til Sovétríkjanna.
Því greip fyrirtækið til þess ráðs
að smygla þeim til Sovétríkjanna
gegnum Svíþjóð.
Veður
víða um heim
Akureyri 13 alakýjaó
Amsterdam 14 heióakírt
Aþena 23 heióakírt
Berlin 10 heiöakfrt
BrUsael 15 heiðakírt
Chicago 11 heiöakirt
Feneyjar 15 léttakýjaö
Frankfurt 10 rigning
Færeyjar 10 aiakýjaö
Genf 11 akýjaó
Helainki 0 heiöakfrt
Jerúsalem 10 aólakin
Jóhannesarborg 28 heiöakfrt
Kaupmannahöfn 7 heiöakfrt
Laa Palmaa 23 léttakýjaó
Liaaabon 23 heiðakfrt
London 12 heiöakirt
Loa Angeles 32 heiöakírt
Madrid 22 heióakírt
Malaga 20 akýjaö
Mallorca 22 léttakýjaö
Miami 29 akýjað
Moakva 10 heiöakírt
New York 11 heiðekírt
Oaló 1 aólakin
Parfa 14 aólakin
Reykjavfk 10 rigning
Rfó de Janeiro 38 akýjaö
Rómaborg 19 akýjaó
Stokkhólmur =2 heiöakírt
Tel Aviv 24 aólekin
Tókýó 19 heiöakfrt
Vancouver 12 akýjaö
Vínarborg 13 ekýjaó
Þetta gerðist 1. nóv.
732 — Karl Martel sigrar Araba
í Frakklandi eftir sjö daga
orrustu.
1509 — Málverk Michelangelos í
Sixtínsku kapellunni fyrst sýnd
opinberlega.
1755 — Jarðskjáiftinn mikli í
Lissabon verður 60.000 að bana.
1814 — Vínar-ráðstefnan sett.
1856 — Stríð hefst milli Breta og
Persa, sem hertaka Horak.
1914 — Sjóorrustan við Coronel.
1943 — Landganga Bandaríkja-
manna á Solomoneyjum.
1945 — Bretar tilkynna að öll
verksummerki bendi til þess að
Adolf Hitler hafi framið sjálfs-
morð.
1950 — Tveir Puertoríkanar
reyna að myrða Truman forseta í
Blair House, Washington.
1952 — Bandaríkjamenn sprengja
fyretu vetnissprengju sína á Eni-
wetok á Marshalieyjum.
1963 — Herbylting í Suður-
Víetnam og Ngo Dihn Diem ráð-
inn af dögum.
1975 — Bardagar milli Kínverja
og Indverja á landamærum.
1977 — Mannræningjar sleppa
hoilenzka auðmanninum Maurits
Caransa úr haldi.
Afmæli. Benevenuto Cellini, ít-
alskur myndiistarmaður (1500—
1571) — Francis Hutcheson,
skozkur heimspekingur (1694—
1746) — Nicholas Boileau, franskt
skáld (1636-1711) - Victoria de
los Angeles, spænsk óperusöng-
kona (1924—).
Andlát. 1894 Aiexander III
RÚ8sakeisari — 1903 Thomas
Mommsen, sagnfræðingur — 1972
Ezra Pound, skáld — 1979 Mamie
Eisenhower, forsetafrú.
Innlent. 1197 d. Jón Loptsson í
Odda — 1255 Sættir Hrafns
Oddssonar og Þorgils skarða að
Hóiavaði í Vatnsdal — 1258 Þrjá-
tíu menn sverja Gizuri jarli og
Hákoni konungi trúnaðareiða —
1355 d. Ormr Ásláksson biskup —
1928 Héraðsskóii að Laugarvatni
settur — 1928 Hvítárbrúin gamla
opnuð — 1930 Gagnfræðaskóli á
Akureyri settur — 1930 Kaupfé-
lag Árnesinga stofnað — 1939 ísl.
sýningunni á Heimssýningunni
lýkur - 1940 Háskólabókasafn
opnað — 1967 Almannagjá lokað
fyrir bílaumferð — 1968 Skipulagi
ASÍ breytt.
Orð dagsins. Lýðræði er orð, sem
allir stjórnmálamenn nota og eng-
inn þeirra skilur — George Bern-
ard Shaw, írskættaður rithöfund-
ur (1856-1950).
Eftirmaður Mcnamara
Waxhinjcton 31. okt. — AP.
Larsen
enn efstur
Hucnos Aires, 31. okt. — AP.
BENT Larscn frá Danmörku
vann Miquel Najdorf frá Argcn-
tínu ok Kcrði jafntefli við Timm-
an frá Hollandi á alþj<>ðlcKa
skákmótinu í ArKcntínu i ga-r.
Þar mcð jók Larsen cnn á forskot
sitt.
í gær voru aðeins leiknar bið-
skákir. Skák Friðriks Ólafssonar
og Brownew frá Bandaríkjunum
lauk með jafntefli eftir 41 leik.
Önnur úrslit urðu þau að Timman
gerði jafntefli við Ljubojevic og
Panno en vann Kavalek. Ljubojevic
og Giardelli gerðu jafntefli.
Þremur skákum var frestað
vegna veikinda argentínumannsins
Quinteros. Átti hann að tefla við
Najdorf, Balashov og Hort. Karpov
og Ulf Anderson áttu frí á fimmtu-
daginn.
Larsen er enn í fyrsta sæti með
8'A vinning en Ljubojevic og
Timman eru í öðru til þriðja sæti
með 6Vfe vinning. Friðrik Ólafsson
er í níunda sæti með 4 vinninga. 10
umferðum er lokið en alls verða
tefldar þrettán umferðir.
Fékk aðeins 93%.
Dar-os-Salaam. 31. uktóbor. — AP.
JULIUS Myerere var cndurkos-
inn forseti Tanzaniu til næstu
fimm ára með 93,6% atkvæða, en
hlaut 93,6% i siðustu kosningum,
þegar enginn bauð sig fram gcgn
honum frekar en nú. Nyerere er
58 ára og hefur verið forseti
siðan Tanzanía hlaut sjálfstæði
frá Bretum fyrir 18 árum.
r ^
ERLENT,