Morgunblaðið - 01.11.1980, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 01.11.1980, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 1980 Útbreiðsla haf- íss eðlileg HAFÍSRANNSÓKNADEILD Voðurstofu íslands mun eins og í fyrravetur láta í té upplýsingar Kaupfélag Ár- nesinga 50 ára KAUPFÉLAG Árnesintta held- ur upp á 50 ára afmæli sitt í dají, en það var stofnað á Selfossi 1. nóvember 1930. Stjórn félagsins mun koma saman til sérstaks afmælisfund- ar í dag og minnast afmælisins. Stjórnarformaður Kaupfélags Árnesinga er Þórarinn Sigur- jónsson, alþingismaður, en kaupfélagsstjóri er Oddur Sig- urbergsson. mánaðariega um hafisinn i Is- landshafi, en svo hefur verið nefnt hafsvæðið milli íslands, Grænlands og Jan Mayen. Kortin eru gerð eftir veðurtunglamynd- um, athugunum sem landhelgis- verðir gera í gæzluflugi og til- kynningum sjófarenda um hafís í nánd. Hafís við Grænland er minnstur í september og var í sumar vel sjófært inn í hinn mikla fjörð, Scoresbysund og ís óvenjulítill enn norðar. I október hefur sem vænta má stór svæði lagt suður með austurströnd Grænland, en mynd- in sýnir í stórum dráttum, hvernig umhorfs var 29. október sl. Út- breiðslan er eðlileg. Heildregna línan sýnir jaðar nýs langaðaríss, en nær Græn- landi er ísinn þykkri og er sjór þar alþakinn. Kóngsdóttirin sem kunni ekki að tala frumsýning í Lindarbæ á morgun KÓNGSDÓTTIRIN sem kunni ekki að tala heitir finnskt harnaleikrit, sem Alþýðuleik- húsið frumsýnir í Lindarbæ á morgun, sunnudag. Sýning þessi er að því leyti sérsta-ð að talmál og táknmál eru notuð jöfnum höndum, i þeim tilgangi að heyrnarlausir getið notið þess sem fram fer á sviðinu, ekki síður cn þeir sem haía óskerta heyrn. Sýningin er raunar ætluð fleiri aldurshóp- um en börnum. en til þess að koma þessu verki á fjalirnar nýtur Alþýðuleikhúsið styrks frá Framkvæmdanefnd árs fatl- aðra. Öllum heyrnarlausum börnum verður boðið að sjá sýninguna, en auk sýningar í Lindarbæ er ætlunin að sýna leikritið í skól- um og utan Reykjavíkur. Ætlun- in er að hafa sérstakar sýningar í samvinnu við dagvistarstofn- anir og skóla. Leikstjóri og þýðandi verksins er Þórunn Sigurðardóttir, og í stuttu samtali við Mbl. sagði hún að nemendur Heyrnleysingja- skólans hefðu lagt fram aðstoð við undirbúninginn með því að koma á æfingu og gefa holl ráð, en sviðsetningin er að verulegu leyti grundvölluð á látbragðs- leik. Með hlutverk kóngsdóttur fer Nemendur i Heyrnleysingjaskólanum komu á æfingu hjá Alþýðu- leikhúsinu nu i vikunni, og hér sést einn þeirra tala við kóngsdótturina. Sólveig Halldórsdóttir. Ragn- heiður Arnardóttir er sögukona, en Helga Thorberg og Ánna S. Einarsdóttir leika biðlana. Guð- rún Auðunsdóttir bjó til leik- mynd, brúður og búninga, en Ólafur Thoroddsen sér um hljóð og lýsingu. Flugbjörgunar sveitin 30 ára Laugarnessókn: LAUGARDAGINN 1. nóv. verð- ur haldin fjölskylduskemmtun I Laugarnesskólanum á vegum fjáröflunarnefndar safnaðar- heimilis Laugarnessóknar. Hefst skemmtunin kl. 3. Margt verður til skemmtunar m.a. mun Lúðrasveit Laugarnes- skólans flytja nokkur lög. Hjáimtýr Hjálmtýsson og Margrét Matthíasdóttir syngja, Guðmundur Guðmundsson flyt- ur búktal og eftirhermur. Fluttur verður samtalsþáttur- inn: Skrafað í skrúðgarðinum, og einnig verður danssýning sem ungar stúlkur annast. I hléi verða seldir gosdrykkir. Fjölskylduskemmtun sem þessi er nýjung í safnaðarstarf- inu og á vonandi eftir að gefa góða raun. HVER kannast ekki við: „Gjörið svo vel að spenna beltin." Þessi orð nægja til að minna okkur á, að öryggi er haft efst i huga þegar við ferðumst. Á hverju hausti efnir F.B.S. til árvissrar merkjasölu fyrir starf- semi sína um allt land, það er ætlun þessarar greinar að vekja athygli á sveitinni, sem alltaf er tilbúin að færa fórnir, ef til hennar er leitað. Safnaðarheimili Laugarnes- sóknar rís nú hægt og örugg- lega. Búið er að steypa húsið upp og verður það því fokhelt nú á næstu dögum. Ekki þarf að fara í neinar grafgötur með það að mikils fjármagns er þörf og vonar fjáröflunarnefndin að safnaðarfólk styrki þetta mál- efni með fjárframlögum sínum og taki höndum saman við að ljúka verkinu. — Fjölskyldu- skemmtunin er að sjálfsögðu haldin til fjáröflunar og hvetur fjáröflunarnefndin því alla sem eiga þess nokkurn kost að koma og styrkja nú þetta góða málefni og fá um leið góða skemmtun. Skemmtikraftarnir gefa allir vinnu sína til málefnisins og þökkum við innilega fyrir það. Jón D. Hrjóbjartsson, sónkarprestur. Skelfingarangist þeirra, sem lenda í lífshættu, bera fyrir hug- skotssjónir okkar, þegar við heyr- um um slys eða hamfarir þar sem fólk er í hættu statt, þá eigum við það til að gleyma því, að við eigum fórnfúsa bjargvætti sem bíða þess að kallið komi, að þeir geti hafist handa um björgun. Ein þessara sveita er einmitt Flugbjörgunarsveitin, hún er skip- uð sjálfboðaliðum, sem fórna sér frá vinnu, þegar leit stendur yfir og varir jafnvel marga sólar- hringa. En það þarf meira en mannaflann til leitar, það þarf tæki til að komast á áfangastað, það þarf útbúnað til að bjarga þeim nauðstöddu, og fyrst og fremst bensín á farartækin. Allt slikt lætur sveitin af hendi rakna, og það eru ekki neinir smámunir úr vasa hvers einstaklings sem sveitina skipa. En hún verður að leita til almennings um aðstoð svo halda megi uppi nauðsynlegustu örygg- isþjónustu fyrir almenning. Því er svo komið, að við leitum til almennings með merkjasölu, hinni árlegu fjáröflun sveitarinnar og nánast eina tekjumöguleika, sem hún hefur kost á og verður að duga fyrir öllum útlögðum kostn- aði. Við leitum til samborgara okkar um að meðaxla þá ábyrgð til félagslegra þarfa þjóðfélagsins, sem björgunarsveit gerir, en sam- borgaranum er gefinn kostur á að létta undir og sýna skilning með því að kaupa merki sveitarinnar. „Takir þú vel á móti okkur laugardaginn 1. nóv., tekur þú virkan þátt í og sýnir viðleitni að bjarga mannslífum. Erlendur Björnsson, Logalandi 12, Reykjavík. Fjölskylduskemmtun í Laugarnesskóla til fjáröflunar fyrir safnaðarheimilið

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.