Morgunblaðið - 01.11.1980, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 1980
27
Sex af myndum Salvadors Dalis.
Tízkan árið 2000
eins og Salvador
Dali sér hana
„SCABAL-tízkuhúsið bað Salva-
dor Dali, að gera myndir af
tizkunni eins og hann sæi hana
fyrir sér árið 2000. bessar hug-
myndir hanga nú á vegg hér,“
sagði Sævar Karl Ólason, klæð-
skeri þegar blaðamaður ra'ddi
við hann um sérlega skemmtileg-
ar tizkumyndir, sem hanga á
vegg i verzluninni að Laugavegi
51.
„Raunar bað ég Scabal að lána
mér hinar upprunalegu myndir
Dalis en hann gerði alls 12 mynd-
ir. Þeir gátu ekki komið því við.
Þeir sendu mér hins vegar litó-
graphíur af myndum Dalis hingað
og þær hanga nú á veggjunum hjá
mér — tízkan árið 2000 eins og
þessi sérstæði listamaður sér
hana fyrir sér,“ sagði Sævar Karl
ennfremur.
íslendingur íormaður
nefndar ferðaskrif-
stofufólks frá Evrópu
UNNUR Kendall (sitjandi til
vinstri), forstöðukona skrifstofu
Ferðaskrifstofu rikisins í Banda-
rikjunum, varformaður nefndar
ferðaskrifstofufólks frá Evrópu
er fór i heimsókn til Bandarikj-
anna nýlega til að glæða áhuga á
ferðum til Evrópu á næsta ári.
Hér sést hún á formlegum fundi
með Maynard Jackson (fyrir
miðju) borgarstjóra í Atlanta,
Georgíuríki, í ráðhúsinu þar. I
ferðinni kom Unnur fram í út-
varpi og sjónvarpi og i blaðavið-
tölum þar sem hún fræddi frétta-
menn um ferðir til íslands og
annarra staða í Evrópu. Borgirnar
sem farið var til auk Atlanta voru
Fíladelfía og Pittsburgh.
Stefáns Jóh. minnzt
á aðalfundi Varðbergs
Á AÐALFUNDI Varðbergs, félags
ungra áhugamanna um vestræna
samvinnu, sem haldinn var 29.
október, minntist fráfarandi
formaður félagsins, Alfreð Þor-
steinsson, Stefáns Jóhanns Stef-
ánssonar, fyrrum forsætisráð-
herra og formanns Alþýðuflokks-
ins, en útför hans var gerð sama
dag. Félagsmenn vottuðu minn-
ingu hins látna virðingu sína með
því að rísa á fætur.
Jakob V. Hafstein, lögfr.:
Laxveiðar i haf inu við Grænland
og norður af Færeyjum hef jast
frá Færeyjum í dag, 1. nóvember
Sú frétt var flutt í hádegisút-
varpinu í gær, 31. október að
frændur okkar Færeyingar ætl-
uðu að hefja laxveiði í stórum
stíl í hafinu norður af Færeyj-
um. Þessi fregn hefur áreiðan-
lega vakið marga hlustendur til
umhugsunar um það, hvað ís-
lenzk stjórnvöld hafi gert til
þess að hindra eða fyrirbyggja
þessar veiðar.
Eitt merkasta ákvæði í lax- og
silungsveiðilöggjöf okkar er
bannið við laxveiði í sjó.
Laxveiðin í sjó við strendur
Noregs um áratugaskeið hefur
orðið þess valdandi, að margar
af beztu laxveiðiám Noregs hafa
verið svo að segja laxlausar um
margra ára skeið. Þá er og vitað
að verulegt magn af norskum
laxi hefur veiðst í hafinu norður
af Færeyjum á lóðir Færeyinga
og Norðmanna og í net þeirra.
Heimildarmaður útvarpsins um
þessar veiðar Færeyinga á laxi í
hafinu norður af Færeyjum taldi
að lítil eða engin hætta stafaði
af þessum veiðum fyrir íslenzka
laxastofninn, því að á undan-
veiðiár í íslenzkum ám um fjölda
ára skeið, þrátt fyrir síaukna
fiskirækt og seiðaútsetningu á
ári hverju í árnar. Hver er
orsökin, spyrja menn?
Er ekki kominn tími til þess
fyrir íslenzk stjórnvöld að banna
allar veiðar Færeyinga við
strendur íslands, meðan þeir
stunda umrædda laxveiði í haf-
inu norður af Færeyjum?
Aðalatriðið í máli þessu er sú
staðreynd, að allur sá lax, sem
Færeyingar veiða á þessu haf-
svæði, er alinn upp í ám annarra
landa, íslands, Noregs, Svíþjóð-
ar, Skotlands, Irlands og senni-
lega eitthvað í kanadískum ám,
en ekki einn einasti í ám í
Færeyjum. Það er vægt til orða
tekið þó að sagt sé að hér sé um
fiskiræktarlegan ránsfeng að
ræða.
förnum árum hefði aðeins feng-
ist einn merktur lax frá íslandi á
þessu hafsvæði. Trúi þessu hver
sem vill. Ég trúi því ekki.
Ég vil í þessu sambandi vekja
athygli á því, að síðastliðið
sumar var eitt hið lakasta lax-
Ég vil skora hér með á öll
hlutaðeigandi íslenzk öfl, sem
beitt geta samstilltum kröftum
og valdi í þessu máli, að berjast
nú sameinuð og samstillt til að
fá þennan ósóma afnuminn.
Jakob V. Hafstein. lögfr.
Frádráttarbærir vextir
- laganna hljóðan
ÁSGEIR Jónsson hjá Skattstjóra-
embætti Reykjavíkur hafði sam-
band við Mbl. vegna viðtals við
hann i blaðinu í gær um reglur
sem gilda munu við útreikning
skatta fyrir árið 1980 vegna
frádráttarbærra vaxta. Sagði
hann að viðtalið við hann hefði
ekki gefið tæmandi upplýsingar
og því væri hætta á rangtúlkun
fréttarinnar, einnig hefði fyrir-
sögnin ekki gefið rétta mynd.
Þessa vegna birtir Mbl. hér á
eftir orðréttan e-lið 30. gr. lag-
anna, sem segir hvernig staðið
skuli að þessum útreikningi:
„1. [Vaxtagjöld, afföll og geng-
istöp skv. 2. mgr. 51. gr., enda séu
gjöld þessi vegna fasteignaveð-
skulda til þriggja ára eða lengri
tíma sem sannanlega eru notaðir
til öflunar íbúðarhúsnæðis til eig-
in nota. Sama gildir um vaxta-
gjöld vegna annarra skulda sem
sannanlega er stofnað til vegna
kaupa eða nýbyggingar íbúðar-
húsnæðis til eigin nota, en slík
ö
INNLENT
Óskað eftir
vitnum
vaxtagjöld er þó aðeins heimilt að
draga frá tekjum á næstu tveimur
skattárum talið frá og með kaup-
ári eða á næstu fjórum árum talið
frá og með því skattári sem
bygging er hafin á.
Frádráttur samkvæmt þessum
tölulið má aldrei vera hærri en
nemur þeirri fjárhæð sem þau
vaxtagjöld, er um ræðir í 1. mgr.
þessa töluliðs, eru umfram vaxta-
tekjur samkvæmt 3.-5. tl. 1. mgr.
8. gr. og aldrei má frádráttur þessi
nema hærri fjárhæð en 1.500.000
kr. Hjá hjónum skal þetta hámark
vera helmingi hærra.]“
Frá lögreglunni:
Vitni vantar
að ákeyrslum
Slysarannsóknadeild lögregl-
unnar í Reykjavík hefur beðið
Morgunblaðið að auglýsa eftir
vitnum að eftirtöldum ákeyrslum
i borginni. Þeir, sem geta veitt
upplýsingar um þessi tilteknu
mál, eru beðnir að snúa sér til
deildarinnar hið fyrsta í síma
10200:
Miðvikudaginn 22. 10. sl. var
ekið á bifreiðina R-36208 sem er
Datsun fólksbifreið rauð að lit
austan við hús nr. 7 við Lönguhlíð.
Skemmd er á vinstra framaur-
bretti og cromhringur við vinstra
aðalljósker er skemmdur. Átti sér
stað í kringum kl. 13.00. Tjónvald-
ur er Daihatsu Charade grá að lit.
skemmt á bifr. I skemmdinni er
dökkblár litur.
Afríkusöfnuninni
lýkur 8. nóvember
AFRÍKUSÖFNUN Rauða kross
Islands lýkur formlega 8. nóv. nk.
Nú þegar hafa safnast á annað
hundrað millj. kr. og er skipulögð-
um söfnunarferðum deildanna um
allt land nú að ljúka.
Rauði krossinn minnir því á
gíróreikning sinn, sem er með
númerið 1-20-200.
Vopnafjarðarlína:
ÞANN 10. júlí 1980 varð árekstur
við Iðnaðarmannahúsið milli bifr.
R-66565 og Ö-6886. Á staðnum gaf
sig fram vitni, kvenmaður, og
óskar lögreglan eftir því að vitnið
hafi samband.
Þriðjudaginn 28. 10. sl. varð
árekstur kl. 13.28 á gatnamótum
Miklubrautar, Höfðabakka og
Vesturlandsvegar, milli bifr. R-
72666, sendiferðabifr. og Y-4725
vörubifr. Ágreiningur er um stöðu
umferðarljósa. Óskar lögreglan
eftir vitnum ef einhver eru.
Þann 23. 10. sl. var ekið á
bifreiðina R-18719 sem er Volks-
wagen fólksbifr. drapplituð við
Verðlistann á Laugalæk. Átti sér
stað um kl. 17.00. Skemmd er á
vinstra afturaurbretti og er rauð
málning í skemmdinni.
Föstudaginn 31. 10. var tilkynnt
að ekið hefði verið á bifreiðina
R-63098 sem er Renault sendibif-
reið við Hjólaskautahöllina að
Síðumúla. Átti sér stað frá kl.
23.30 þann 30. 10. til kl. 00.15 þann
31. 10. Vinstra afturaurbretti er
Kostnaður lægri
en áætlað var
Heildarkostnaður við Vopna-
fjarðarlínu var 1.520 millj. kr. skv.
upplýsingum frá Kristni Bald-
urssyni hjá Rafmagnsveitum
ríkisins. Þá sagði Kristinn, að
upphaflegt áætlað kostnaðarverð,
framreiknað til dagsins i dag,
hefði verið 1.725 millj. kr. þannig
að útkoman væri nokkru lægri en
reiknað hefði verið með.